Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 18.04.2006, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 18. apríl 2006 27 [TÖLVULEIKIR] UMFJÖLLUN Leikurinn Black kom í verslanir fyrir skömmu en hans hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Hér er líka að mörgu leyti á ferð- inni snilldarleikur, sérstaklega þó hvað varðar hljóð og grafík. Hávær- ari byssur, stærri sprengingar, erf- iðari óvinir og flottari grafík hafa varla sést í fyrstu persónu skotleik áður. Black er endalaus skothríð frá upphafi til enda og er tryggt að spil- arar fái aldrei meira en sekúndu- brot til að anda á milli atriða. Leik- menn fara í hlutverk liðsmanns í Black-sérsveitinni sem leysir verk- efnin þegar hætta steðjar að Banda- ríkjunum. Útsendurum Black er leyfilegt að beita öllum aðferðum og öllum þeim vopnum sem þeir telja sig þurfa. Allt umhverfi leiks- ins er hægt að sprengja í loft upp og flottustu byggingar geta breyst í rjúkandi rústir eftir að leikmenn hafa farið þar um. Vopnabúr Black er risavaxið og þar má meðal annars finna skamm- byssur, haglabyssur, sprengjuvörp- ur, vélbyssur, handsprengjur og fleira. Til að gera stemmingu leikj- arins sem háværasta og svakaleg- asta lágu hönnuðirnir yfir fjölmörg- um Hollywood-myndum og náðu að endurskapa þá stemmingu sem bestu skotbardagar þeirra hafa upp á að bjóða. Þegar á öllu er á botninn hvolft er Black einhver flottasti og æsilegasti skotleikur sem komið hefur út lengi, en þó hefði söguþráður hans mátt vera öflugri. Staðreyndin er þó sú að hafir þú gaman af fyrstu persónu skotleikjum sem ganga út á eyði- leggingu og læti þá er Black klár- lega málið, og ljóst að það þarf mikið til að slá hann út. Ólafur Þór Stórar byssur og enn stærri sprengingar BLACK VÉLBÚNAÐUR: PLAYSTATION 2 Niðurstaða: Stanslaus hasar og kúlnaregn í æsilegum skotleik sem verður ekki sleginn út í bráð. FRÉTTIR AF FÓLKI K jánaparið Peter Andre og Jordan hyggjast nú gefa út dúettplötu seinna á þessu árið en þau gengu í hjónaband í fyrra. Platan mun innihalda fræga dúetta í bland við þeirra eigið efni sem verður spennandi að heyra. „Þeim er fullkomin alvara með að gera góða poppplötu og Peter hefur verið að semja á fullu að undanförnu,“ sagði heimildarmaður tímaritsins The Sun. „Þau hyggjast gefa plötuna út á þessu ári og fara í tónleika- ferðalag fyrir jól. Elton John og David Furnish hafa ákveðið að selja 10 þúsund flíkur úr skápunum sínum til styrktar góðgerð- armálum. Fötin verða til sölu í fimm daga í búðinni Elton‘s Closet í New York. Verðið er frá fimmhundruð krónum og upp í tvö hundruð þúsund. „Við David höfum mjög gaman af því að safna og klæðast þess- um fötum en það er jafnvel enn meira gaman að nota þau til að safna peningi í alnæmissjóðinn minn,“ sagði Elton. Madonna og Guy Ritchie hafa sæst heilum sátt- um vegna barn- anna sinna, að sögn föður Guys. „Það eru börnin sem halda þeim saman. Börnin skipta þau öllu máli,“ sagði John Ritchie. „Þau hafa látið vand- ræðin að baki og farin til Los Angeles í frí. Það er minna álag á þeim þar. Maður veit aldrei hvort það verður allt í lagi á milli þeirra en það virðist ganga betur og betur núna.“ Chris Martin og Gwyneth Palt- row hafa eignast lítinn strák. Hann hefur verið nefndur Moses eftir lagi sem Martin samdi til Paltrow. Leikkonan játaði það ekki fyrr en í janúar að hún ætti von á sér. Parið á fyrir dótturina Apple sem verður tveggja ára í maí. Nylon-flokkurinn slappaði af um páskana eftir annasama daga. Fríið var þó ekki lengra en svo að þær flugu til Bretlands í morgun en eins og alþjóð sjálfsagt veit munu þær hita upp fyrir Westlife á tuttugu og tveimur tónleikum sem sveitin heldur á Bretlands- eyjum. Tónleikaferðin hefst í Manchester á föstudag. Þegar hafa selst um 200.000 miðar á tón- leikana þannig að það er ljóst að stúlkurnar munu ná til ansi marg- ra á næstu vikum. Einar Bárðar- son, sem hefur átt veg og vanda af uppgangi Nylon, segir að uppselt sé á flesta tónleikana þannig að hann bindur miklar vonir við tóneikaferðina. Stelpurnar munu kynna lagið Losing a friend fyrir breskum fjölmiðlum í kynningarteiti sem Einar ætlar að slá upp í London á fimmtudaginn, en tækifærið verður einnig notað til þess að frumsýna myndbandið við lagið. Einar hefur boðað málsmetandi fólki hjá breskum tónlistar- fjölmiðlum til veislunnar og nokk- ur fjöldi hefur þegar staðfest komu sína. Losing a friend verður frumflutt í bresku útvarpi í byrjun maí. Lagið er ballaða og Andy Wright, tvöfaldur Grammy-verðlaunahafi, var fenginn til þess að stjórna upptökum á því. Han hefur einnig unnið við væntanlega fyrstu breið- skífu Nylon fyrir alþjóðlegan markað í hinu nafntogaða hljóð- veri Metropolitan í London. Nylon-stelpurnar tóku mynd- bandið fyrir lagið upp í vitlausu veðri hér heima og kynntu það svo með stæl í íslenskum fjölmiðlum með þeim árangri að það er orðið eitt mest spilaða lagið í íslensku útvarpi á síðustu misserum. Nylon stelpurnar flognar EINAR BÁRÐARSON Umboðsmaður Nylon veit hvað hann syngur og stefnir að því að gera stúlkurnar jafn vinsælar á Bretlandi og hér heima. NYLON Stelpurnar gera nú strandhögg á Englandi og ætla sér stóra hluti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.