Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 1
22. árgangur Mánudagur 21. desember 1970 49. tölublað
SPRENGING í SJÁLFSTÆÐIS-
FLOKKNUM!
Ef dæma á eftir umtali þeirra er viðstaddir voru fulltrúa-
ráðsfund Sjálfstæðisflokksins í síðustu viku, þá hefur Jóhann
Hafstein loks sannað, að hann er með öllu óhæfur leiðtogi
flokksins, Geir sannað ásamt „svörtu klíkunni“, að hann
hyggst ryðja Jóhanni úr sessi, og Gunnar Thor „sannað" að
hann er á öruggri uppleið í flokknum og mun hlaða grjóti
að hjálmakletti hinna beggja.
Megnasta óánægja hefur ríkt
með Hörð Einarsson, formann
ráðsins, óvinsælan mann, duglegan
en frekan. (Hann tók orðið af Jó-
hanni Hafstein í haust og lítils-
virti hann í hvívetna). Fulltrúar
höfðu verið á einu máli um að
kjósa Svein Björnsson verkfræðing,
vinsælan mann. Höfðu forráða-
menn rætt málið við hann og
Sveinn fallizt á framboð.
Á hádegi, daginn sem fundurinn
var haldinn, skipaðist veður í lofti
og báðu þeir Jóhann og Geir Svein
að hverfa frá framboði, ella yrði
hann klofningsmaður! Kom þetta
Sveini algerlega á óvart en vildi þó
forða vandræðum og féllst á aftur-
köllun.
Það kom þvl sem reiðarslag
yfir fulltrúana um kvöldið er
Jóhann stakk upp á Herði auk
stuðnings Geirs og Moggaklík
unnar, sem eru húsbændur
hans. Sveinn stóð upp er full-
trúar kurruðu og bar við önn-
um(!M) en á allra vitorði var,
að um kúgun var að ræða.
Eftir hallelújaræðu Geirs um
Hörð og afsökun Sveins, bað
Guðmundur H. Garðarsson um
orðið, en Höskuldur Ólafsson,
fundarstjóri, neitaði. Þótti
þetta undarlegt því Höskuldur
er einstakt prúðmenni og vin-
sæll, en varð að hlíta ofbeldi
aðalforingjanna.
Málamyndauppástunga um
Friðrik Sófusson var borin
en Friðrik hafði þá verið kúg-
aður til að afþakka. Sífelld
hróp og köll gullu úr salnum.
Guðmundur spurði úr sal,
hvort lýðræðisreglur væru
felldar úr gildi, aðrir afhrópuðu
Jóhann og Geir, sumir lögðu
Athugasemd frá stjórn F.B.Í.
vegna frumvarps til laga um
breytingu á vegalögunum, nr.
23. 16. apríl 1970, sem nú ligg-
ur fyrir alþingi.
„1. Á landsþingi F.B.Í., sem hald-
til all-harðlega, Haukur Heiðar
o. fl. kröfðust þess að fundi
yrði frestað. Mátti þá varla
heyra mannsins mál fyrir hróp-
um, en í miðjum kliðum lýsir
fundarstjóri yfir, að Hörður sé
kosinn!!!
„Lýðræðiskennd" forustunn-
ar sýndi, að algert ofbeldi réði
öllum gerðum og skutlaði for-
ustan Herði í sætið í óþökk
allra fundarmanna, nema Geirs
klíkunnar.
Fulltrúaráðsfundurinn sann-
aði það, sem lengi hefur verið
Ijóst, að megnasta úlfúð ríkir
innan flokksforustunnar og
stjarna Jóhanns hrapandi. Of-
beldi það sem flokksforustan
beitti í kjörinu nú er vatn á
myllu Gunnars Thoroddsen,
sem sat fundinn og glotti að ó-
förum Jóhanns og Geirs,
klaufaskap þeirra og reynslu-
leýsi. Von Jóhanns er að sætt-
ast við Gunnar, því hann varð
þess óþyrmilega var, að fjöldi
fulltrúanna gengu til Gunnars
og vottuðu honum bæði holl-
ið var 5.—-6. desember 1970 var
þeim áfanga fagnað, sem undanfar-
ið hefur náðzt í undirbúningi gerð
framkvæmdaáætlana og lagningu
hraðbrauta. Ennfremur lýsti þingið
yfir ánægju sinni yfir því, að hlut-
fallslega stærri hluta af tekjum rík-
isins af bifreiðum og rekstrarvör-
um þeirra hefur á síðastliðnu ári
verið varið til vegagerðar.
2. íslenzkir bifreiðaeigendur hafa
undanfarin ár borið allmiklar byrð-
ar vegna vegamála og stöðugt bent
á þá þjóðhagslegu nauðsyn, að hér
séu byggðir varanlegir vegir.
Á síðastliðnum 10 árum hafa
tekjur ríkissjóðs af umferðinni ver-
ið kr. 6.270 milljónir. Þar af varið
kr. 2.644 milljónum til vegamála.
Mismunur kr. 3.626 milljónir.
Þetta samsvarar að aðeins 42%
af framlagi bifreiðaeigenda hefur
verið varið til vegamála.
3. F.B.Í. bendir á það, að þær
tekjur sem Vegasjóð vanti til að
Ijúka við áætlaðar hraðbrautir hafa
þegar verið greiddar af bifreiðaeig-
endum. Árið 1969 greiddu bifreiða-
eigendur kr. 852 milljónir. Til vega
mála varið kr. 482 milljónum. Mis-
munur kr. 370 milljónir.
Viðbótarfjárþörf Vegasjóðs árið
1971 er áætlað kr. 284,3 miíljónir,
svo að ekki er þörf á nýjum álög-
um á bifreiðaeigendur heldur meiri
sparnað á þeim fjármunum er rík-
ið hefur þegar fengið.
4. F.Í.B. mótmælir harðlega þeim
Framhald á 5. síðu.
ustu og fylgi. Er einsætt, að að
hausti falla taumar i hendur
Gunnari. Geirs-klíkan er ósætt
anleg gagnvart Gunnari, en
reynsluleysi Geirs og óneitan-
leg linkind, ásamt ofstopa
Mbl.-manna verður haldsmátt
fararnesti í flokksstjórn.
Framhald á 5. síðu.
Geir grœddi
milljón
Þegar það lukkaðist að
brenna inni þrjá strætisvagna
og mikið af lager, í sumar, var
Ijóst, að endurnýja yrði hluta
fyrirtækisins svo að borgarbú-
ar kæmust leiðar sinnar.
Og hver var bjargvættur-
inn? Jú, Geir okkar borgar-
stjóri og Co. brást við hart og
títt og nú eru að koma fimm
nýir vagnar, Mercedes Benz,
sem kosta litlar kr. 20 milljónir.
Að vísu er þetta ekki hrein
gjöf til þurfandi bæjarfélags,
því umboð það, sem borgar-
stjóri okkar er einn af aðaleig-
endum í, fær um eina milljón í
umboðslaun, en annað hefur
ekki verið tilkynnt.
Nú skal enginn lá borgar-
stjóra, þótt fyrirtæki hans selji
borginni vagnana. Þetta eru af
bragðs tæki, dýr og falleg, þótt
sumir vilji staðhæfa, að Ley-
land-vagnarnir hafi reynzt bezt
hér á landi.
Það er þó skylda að benda
á, að það er í hæsta máta ótil-
hlýðilegt, að borgarstjóri skuli
sjálfur vera einkaaðili í við-
skiptum borgarinnar og eiga
þar hagsmuna að gæta. Tekið
skal fram, að hér er ekki verið
að væna Geir Hallgrimsson
um nokkra vansæmd, heldur
hitt, að hér er um algjörlega
óhæfa aðstöðu að ræða, sem
hvergi iíðst í siðuðu þjóðfélagi.
Uppsteit
í Útvarpi
Eins og kunnugt er fór Jón
Múli í fússi frá útvarpinu, enda
rikir hin mesta ringulreið á öll-
um dagskrárliðum þar, seink-
anir miklar, skortur á ígripa-
músík o. s. frv. Urslitum réði
þó í máli Jóns Múla, þegar
dægurlagaþáttur hans gleymd-
ist (!!!) og til misklíðar kom
milli þula.
Nú er Jón Gunnlaugsson tek-
inn við morgunmúsíkk Jóns
Múla og stendur sig ágætlega.
Þetta fellur náhröfnum útvarps
ins illa, þeim Árna Kristjáns-
syni og Þorsteirii Hannessyni.
Hafa þeir setzt að meistara
Gunnlaugssyni og heimta
„kammermúsíkk" morgun
hvern í stað léttra laga og slag
ara, sem vel hæfa.
Það er sannarlega tími til
kominn að víkja þessum nátt-
tröllum, Árna og Þorsteini, frá
áhrifastöðum. Þetta eru stein-
runnir menn og misheppnaðir,
sem alls ekki eiga heima í
þessum embættum. Jón Gunn-
laugsson er það nýr, að hon-
um er erfitt að standa uppi í
hárinu á þessum rótgrónu
þumburum, sem telja stofnun-
ina einkaeign og þiggja laun í
samræmi við það.
Lubbalegar og
úreltar jóla-
skreytingar
Eftir að hafa komið úr
jólaljósum stórborganna er
ömurlegt að koma í höfuð-
stað íslands allsnægtanna,
— og skoða svokallaða
Ijósadýrð gatnanna hér. í
höfuðborg skammdegisins
eru Ijósin dimm, lubbaleg
og úrelt.
Búðirnar reyna sitt, en
flest er fátæklegt og aum-
legt, vart betra en á olíu-
lampaöldinni. Rafmagn er
nóg á íslandi, en grútartíru-
hugsunarhátturinn virðist
vera alls ráðandi.
Vildu borgaryfirvöldin
ekki hlutast til um að, að
ári, verði gerð gangskör að
því að lýsa upp borgina —
ekki bara kaufast í hálf-
myrkri.
Hlaut AGFA-verðlaunin
S.l. fimmtudag afhenti Hilmar Helgason, forstj., tólf verðlaun í Ijós-
myndasamkeppni Agfa-Gevaert og Stefáns Thorarensen h.f. 52 Ijós-
myndarar sendu alls 150 litmyndir í keppnina, en heildarverðmœti verð-
launanna var kr. 90 þús. Sjö manna dómstóll Agfa-Gevaert í Þýzkalandi
dœmdi myndirnar, en hlutskörpust var Ingihjörg Ólafsdóttir, lolaut 1.
verðlaun 50 þús. kr, en í 2. og 3. sœti voru Jón Baldurssön og Rafn
Hafnfjörð. Myndin er af Ingibjörgu er Hilmar afhendir verðlaunin.
Jóla-leikfang Mánudagsblaðsins
Óskum rillum
Iesendum, og
Þeim fáu sem
enn hafa ekki
komizt í þann
útvalda hóp
GLEÐILEGRA
JÓLA og farsæls
nýárs.
F.Í.B. mótmælir —
Svindlað á bifreiðaeigendum