Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 10
10
Mánudagsblaðið
Mánudagur 21. desember 1970
Kannski verður
þú ...
Sú bók, sem eflaust mun vekja
mesta athygli af bókum þeim, sem
Grágás gefur út er „Kannski verð-
ur þú ... .", en þar ræðir Hilmar
Jónsson við frænda sinn Runólf
Pétursson — lífs og liðinn.
Runólfur er nú látinn fyrir nokkr
um árum og var sérstakur og
skemmtilegur persónuleiki, orð-
heppinn og glaður í viðmóti, vissi
allt og þekkti alla eða a.m.k. til
allra.
Bókin er lipurlega og sérstæð-
lega skrifuð og Hilmari tekst mjög
oft vel upp, heldur lesandanum vel
vakandi og hressum. Óþarfi er að
lýsa Runólfi fyrir miðaldra Reyk-
víkingum, en Hilmar gefur lesanda
skemmtilega innsýn í lund þessa
ágæta og merka samferðamanns.
Ýmsir þekktir menn úr borgarlíf-
inu og lífinu almennt, útlendir sem
innlendir skreyta síður þessarar bók
ar m.a. nær flest skáld okkar eru
þar nefnd á nafn í ýmsu sambandi,
svo mönnum finnst hálfpartinn, að
þeir séu sjálfir þátttakendur í þess-
ari bók.
FÁST á jóhinum
Jólaleikrit Þjóðleikhússins að
þessu sinni verður Fást, eftir Jó-
hann Wolfgang Goethe. Þýðinguna
gerir Yngvi Jóhannesson. Leikstjór-
inn Karl Vibach, frá Liibeck, stjórn-
ar sýningu leiksins og er þetta í 15.
sinn, sem hann sviðsetur þetta
mikla verk Goethes.
Aðalleikendur eru: Gunnar Ey-
ólfsson, sem leikur Fást, Róbert
Arnfinnsson leikur Mefistofeles og
Sigríður Þorvaldsdóttir fer með
Góðar bækur,
hagstætt verö
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
og Þjóðvinafélagsins
er flutt í Landshöfðingjahusið
að Skálholtsstíg 7.
Félagsmenn eru
vinsamlegast beðnir
að vitja bóka sinna
hið fyrsta.
í Bókabúð
Menningarsjóðs
að Skálholtsstíg 7
fást góðar bækur,
nýjar og gaimlar,
hentugár til '
jólagjafa.
Út er komið að nýju hið ágæta og skemmtilega rit Hannesar
Péturssonar um Steingrím Thorsteinsson.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins.
hlutverk Margrétar. Milli 60 og 70
leikarar koma fram í sýningunni.
Leikmyndir eru gerðar af þýzk-
um leikmyndateiknara, sem unnið
hefur með leikstjóranum í mörg
ár. Leikmyndateiknarinn heitir
Ekkehard Krön.
Sagt er að uppfærsla Vibacli sé
nýtízkuleg á margan hátt og verður
sýningin á margan hátt tengd nú-
tímanum. M.a. fer hin fræga Val-
borgarnótt fram með undirleik
popphljómsveitar, (Trúbrots), og
sérstaklega er dregin fram í text-
anum forn og ný vandamál, að því
er varðar samskipti prófessora og
stúdenta. Sýning þessi verður mjög
litrík.
Þetta er í fyrsta skiptið sem Fást
verður sýndur á íslenzku leiksviði.
Myndirnar eru af Róbert, Gunn-
ari og Sigríði.
Eiginkonur
læknanna
eftir Frank G. Slaughter.
Eiginkonur læknanna eftir Frank
G. Slaughter verður eflaust ein af
þeim mörgu þýddu bókum, sem út
koma nú, sem mesta eftirtekt munu
vekja, enda er efnið einmitt það,
sem ungar stúlkur, giftar konur og
ýmsir karlmenn vilja gjarnan kynn-
ast.
Hvað gera konur þegar menn-
irnir eru að vinna fyrir þeim? Ýmis
legt, er svarið. Sumar sökkva sér í
sport til að létta sér lífsleiðann,
aðrar þrá börnin að eiga, jafnvel
með öðrum, sumar sækja afþrey-
ingu í áfengi og svo eru þær til,
sem ekki fá fullnægingu hjá eigin-
mönnum sínum og ^verða Jespur.
eða annað, allt til að friða þessa ó-
slökkvandi þrá.
Eiginkonur læknanna fjállar um‘
þessi mál, sem önnur og er ákaf-
lega spennandi og vel rituð. Bóka-
forlag Odds Björnssonar gaf út, en
bókin hefur verið mstsölubók víða
um heim. Hersteinn Pálsson þýddi.
■
BÆKURNAR SEM FOLKIÐ VELUR
flit !W(’
KIM
PfílLBY
|>ögla
tríðíð
Bókaútgáfan HILDUR Síðumúla 18 Sími.30300