Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 5
Mánudagar 21. desemljer 1970
Mánudagsblaðíð
5
Bækur á jólamarkaðinum
Bækur
Menningarsjóðs
Fyrir 1200,00 kr. árgjald fá fé-
Iagsmenn að þessu sinni eftirtaldar
bækur og fit: Almanak Þjóðvina-
félagsins fyrir árið 1971, Andvara,
írland eftir Loft Guðmundsson (í
bókaflokknum Lönd og lýðir) og
þriðja og síðasta bindi Sögu For-
sytanna eftir John Galsworthy. í
stað einhverra hinna framantöldu
bók geta menn og fengið Einars
sögn Ásmnndssonar eftir Arnór Sig
urjánsson, þriðja og síðasta bindi,
sem út kemur nú.
Aðrar útgáfttbcskur 1970:
Steingrímur Thorsteinsson, eftir
Hannes Pétursson skáld. Þessi bók
kom út hjá forlaginu 1964, fékk
afbragðsdóma og seldist upp á
skömmum tíma. Bókin kemur nú út
Ijósprentuð.
Refsingar á þjóðveldisöld, dokt-
orsrit eftir Lúðvík Ingvarsson, fyrr-
verandi sýslumann.
Guðmundur Kamban, æskuverk
og ádeilur, eftir Helgu Kress. (í
ritsafninu „íslenzk fræði").
Vakin skal athygli á því, að Bóka
útgáfa Menningarsjóðs er flutt af
Hverfisgötu 21 á SKÁLHOLTS-
STÍG 7 (horn Skálholtsstígs og
Þingholtsstrætis). Hefur útgáfan
komið sér þar fyrir í eigin hús-
næði, landshöfðingjahúsinu gamla.
afskekktan dal og lenda þar í ýms-
Eláur er beztur
J/t er komin bókin ELDUR ER
BEZTUR, saga Helga Hermanns
Eiríkssonar og aldahvarfa í íslenzk-
v urríi: iðnaði, skráð af Guðmundi G.
Hagalín eftir sögu Helga sjálfs og
ýmsum öðrum heimildum.
Starfsævi Helga Hermanns Ei-
ríkssonar hefur nálega öll verið
helguð iðju og iðnaði. Svo náin eru
tengslin þar á milli, að líf og starf
Helga er í fyllsta skilningi samofið
þeim aldahvörfum í íslenzkri iðn-
þróun, sem átt hafa sér stað á und-
anförnum áratugum. Hann var
skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík
um áratugi, dugmikill og áhrifarík-
ur forystumaður í félagssamtökum
iðnaðarmanna um langt skeið, rit-
stjóri Tímarits iðnaðarmanna og að
lokum bankastjóri Iðnaðarbankans.
Bókin er tæpar 300 blaðsíður
að myndasíðum meðtöldum. Útgef-
andi er IÐUNN, en prentsmiðjan
Oddi h.f. prentaði.
um ævintýrum og er m.a. gerð að
þeim dauðaleit. Höfundur Iýsir vel
ævintýrum og útilegu barnanna og
viðbrögðum foreldranna. Sagan er
skemmtilega rituð og ætluð að
vekja til umhugsunar vandamál,
sem ríkja í sambúð yngri og eldri.
★
Armann Kr. Einarsson lætur
skammt stórra högga milli er hann
ritar. Ármann er þjóðkunnur fyrir
barnabækur sínar og hafa margar
þeirra verið þýddar á erlend mál.
„Yfir fjöllin fagurblá" er nýjasta
verk hans, æfintýri og sögur handa
börnum og unglingum, en þetta er
2. útgáfa, aukin og endurbætt. f
bókinni eru sex sögur, hver ann-
arri skemmtilegri. Þetta er þriðja
bindið í endurútgáfu á verkum Ár-
manns, sem Bókaforlag Odds
Björnssonar sendir frá sér.
★
Þá er komin út hjá Bókaforlagi
Odds Björnssonar ,Blómin í Blá-
fjöllum" eftir höfundana Jenna og
Heiðar Stefánsson, en Öddu-bæk-
urnar náðu geysilegum vinsældum
hjá börnunum. í þessari nýju bók
eru tvær sögur og ber önnur titil-
nafn bókarinnar en hin heitir Gæfu
kúlurnar.
sem kemur út í íslenzkri útgfáfu
og mun enginn erl. höfundur hafa
verið gefinn út jafn oft hérlendis.
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi.
LÍFIÐ KASTAR TENINGUM
eftir séra Pétur Magnússon frá
Vallanesi, eru 5 leikrit. Tvö þeirra
koma nú fram fyrir almennings-
sjónir í fyrsta sinn. Höfundurinn
er Iöngu landskunnur fyrir prédik-
anir sínar og erindi í Ríkisútvarp-
inu, einnig fyrir greinar í blöðum
og tímaritum. Efni þesarar bókar
mun vafalaust koma mörgum á ó-
vart.
Jólamynd Tónabíó
Jólamynd Tónabíós, Kitty, Kitty,
Bagti Bang, mun eflaust vekja
mikla athygli, enda byggð á sögu
Ians Flemmings, höfund Bond-æf-
intýranna. Myndin fjallar um töfra
bíl. Ástæðulaust er að rekja efni
þessa bráðsmellna æfintýris, aðeins
fullyrða að myndin svíkur engan.
Aðalhlutverkið er í höndum Dick
von Dykes, en aðrir leikarar eru
góðkunnir íslendingum m.a. Sally
Ann Howers, Lionel Jeffries og
Gert Frobe.
Mynd sem allir, ungir og gamlir,
eiga að sjá.
J.
Hagalín, Ármann Kr. Einars-
son og Jenna og Hreiðar
meðal höfunda.
Bókaforlag Odds Björnssonar, Ak-
ureyri, sendir frá sér all-margar
bækur fyrir yngri kynslóðina, sem
eflaust falla allar í góðan jarðveg
hjá þeim geysimikla lesandahópi.
Guðmundur G. Hagalín er höf-
undur bókarinnar „Údlegubörnin í
Fannadal", en hún er í senn ætluð
börnnm og foreldrum. Þetta er ekki
útilegumáhnasaga í hefðbundnum
stíl, heldur'nýmóðins saga um fjög-
ur börn, tvo stráka og tvær stelpur,
sem strjúka að heiman vegna ó-
Prentsmiðja Jóns Helgasonar gef
ur út 9 bækur um þesar mundir.
Þar af eru 3 eftir íslenzka höfunda.
EFTIRLEIT eftir Þorvarð Helga
son er skáldsaga, sem fjallar um
ungan íslenzkan menntamann, sem
tekur sér leyfi til þess að hrista af
sér prófrykið og stefnir til ákveð-
ins bæjat, sem tekið hefur hug hans
fanginn án þess að hann þekki stað-
inn. —- í bænum B , sem er
gamall baðstaður og spilaborg, en
er nú löngu kominn úr þjóðbraut,
bíða hans ýms ævintýri, kynni af
sérkennilegu fólki sem er fulltrúar
meira og minna fullmótaðra lífs-
skoðana. Þetta verður honum, ung-
um manninum, sem enn er að leita,
mikil reynsla, sem bætist ofan á
alla pappírsþekkingu, sem hann hef
ur verið að innbyrða undanfarið —
eftirleit efdr löngu gönguna, sem
hann á að baki. — Þorvarður birti
smásögu í tímaritinu Vaki sem út
kom á árunum 1952—1953. 1969
tók ríkisútvarpið til flutnings eftir
hann leikritið Afmælisdag, sem
vakti þá talsverða athygli og 1970
var leikritið Sigur flutt á vegum
þess.
ELSKU MARGOT er skáldsaga
eftir hinn heimskunna snilling
Vladimir Nabokov, í þýðingu Álf-
heiðar Kjartansdóttur. Hérlendis
mun Nabokov vera þekktastur fyrir
skáldsöguna Lolita, en kvikmyndin
var sýnd hér við mikla aðsókn.
Margir telja að í þessari sögu njóti
stíll höfundar sín betur en nokkru
sinni fyrr.
121/2 TÓLF OG HÁLF KLÚBB-
URINN er unglingasaga eftir Ivar
Ahlstedt og er ein hinna þekkru
Sigga Flod bóka. Höfundurinn nýt-
ur mikilla vinsælda í heimalandi
sínu Svíþjóð, fyrir sögurnar um
Sigga Flod og félaga hans. Bókin
er þýdd af Þorláki Jónssyni.
FARÞEGI TIL FRANKFURT
nýjasta skáldsaga Agötu Christie,
sem út kom á 80 ára afmæli höf-
undar, nú fyrir nokkrum vjkum.
Sjónvarpið
Framhald af 16. síðu.
Kleveland, sem söng ákaflega
sikemmtilega ýms þjóðlög, og er
auk þess mijög falleg.
S/alfstæðisfl.
Framhald af 1. síðu.
Jóhann getur enn tryggt sig
gegn pólitískri geldingu með
samstöðu með Gunnari og
fylgir þar kjarni þingmanna,
nær allir nýju frambjóðendurn-
ir og allur skari flokksins á-
samt kaupmönnum. Svona mis
tök hefðu aldrei átt sér stað í
tið Bjarna, enda sýnir fljótræði
og ráðleysi þeirra Jóhanns og
Geirs, að þeir eru hvorugur
maður til að fara í slóð Bjarna,
en vonin liggur hjá Gunnari
Thoroddsen.
Hörðustu sjálfstæðismenn
finna nú ekki lengur fyrir járn-
hendi Bjarna og munu nota hið
nýfengna frelsi til að hreinsa
burt þá mengun, sem er að
eitra allt andrúmsloft flokks-
ms.
Þarna var sprengiefni, sem
aðeins skortir neistann.
FÍB
Framhald af 1. síðu.
vinnubrögðum ríkisvaldsins að
koma aftan að bifreiðaeigendum
með nýjar álögur á þeim tíma, sem
verðstöðvunarlög eru í gildi.
5. Allur samanburður við Norð-
urlöndin um lægra benzínverð er
órökstuddur.
6. Bifreiðaeigendur hafa þegar
greitt á árunum 1969 og samkvæmt
áætlun 1970, kr. 726 milljónir um-
fram það, sem varið hefur verið til
vegamála og eru fúsir til að bera
þær byrðar í framtíðinni sem þeim
ber f uppbyggingu vegakerfisins,
innan skynsamlegra marka. En með
an verðstöðvunarlög eru í gildi, þá
mótmælir F.Í.B. þesum auknu á-
lögum og hvetur alla alþingismenn,
til að standa vörð um þessa rétt-
reglu foreldra sinna. Þau komast í í Þetta verður 25. bókin eftir hana, I lætiskröfu.
MARX - ENGELS
LENIN - MA0
KARL MARX og FRIEÐRICH ENGELS:
IJRVALSRIT, TVÖ BINDI
ib. kr. 600,00 + söluskattur.
LENÍN:
HVAÐ BER AÐ GERA?
ób. kr. 270,00, ib. kr. 340,00 + söluskattur.
RÍKI OG BYLTING
ób. kr. 290,00, ib. kr. 360,00 + söluskattur.
HEIMS V ALD ASTEFN AN
ób. kr. 135,00, ib. kr. 170.00 + söluskattur.
„VINSTRI RÓTTÆKNI“ —
BARNASJÚKDÓMUR
KOMMONISMANS
ób. kr. 170,00. ib kr. 280-00 + söluskattur.
MAO TSE TUNG:
RITGERÐIR I
ób. kr. 140,00. ib kr. 175,00 ,+ söluskattur.
RITGERÐIR II
ób. kr. 140,00. ib. kr. 175.00 + söluskattur.
RITGERÐIR III
ób. kr. 300,00, ib. kr. 420-00 + söluskattur.
heimskringla
7V'1'i,1.rjiyji■ miijuj'R h
menn -
élög
MUNIÐ
Niðursuðuvörur
□ MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN
□ AÐEINS VALIN HRÁEFNI
□ O R A - VÖRUR í HVERRI BÚÐ
□ O R A - VÖRUR Á HVERT BORÐ
Niðursuðuverksmiðjan
ORA h.f.
Kársnesbraut 86 — Sí’mar 41995 -'41996.