Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 8

Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 8
8 Mánudagsblaðið Mánudagur 21. desember 1970 KAKALI skrifar: BlaS fyrír alla Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON. Sími ritstjórnar: 13496. — Auglýsingasími: 13496 Verð í lausasölu kr. 25,00. — Áskriftir ekki teknar. Prentsmiðja Þjóðviljans. MalbikiS og ræflalýðurinn Þegar flokkur er í hættu að missa völd sín er jafnan, og skiljanlega gripið til örvæntingarráðstafana til þess að halda þeim atkvæðum, sem kostur er á, og reyna þannig að lengja valdatímabilið enn um stund. Þegar höfuðvígi flokks er í hættu, þá eru gerðar enn örvæntingarfyllri tilraunir til að halda víg- inu, því stjórnmálamennirnir gera sér Ijóst, að falli höfuðið eru líkurtil að óstjórn og veikindi hrjái hina limina. Eitthvað þessu líkt hefur einkennt stjórn borgarinnar und- anfarin fimm ár. Geir borgarstjóra hefur lengi verið Ijóst, að fylgi flokks síns hefur verið dvínandi og allar líkur bent til, að fimmtíu ára valdaferli muni brátt Ijúka, og fólkið breyta til. Til þess að halda í völdin hefur flokkurinn gert ýmsar ráð- stafanir, sem sýnt hafa hversu mjög Sjálfstæðismenn hafa óttast að höfuðvígið félli eða væri í yfirvofandi hættu. Það hefur því verið þrotaráð flokksins, að grípa til framkvæmda og ráðstafana, sem miklu meira hafa verið fyrir auga hins almenna kjósenda en hins, að borgin hefði nokkur efni eða gæti raunverulega réttlætt þau feiknaútgjöld, sem lögð hafa verið á almenning undir yfirskini þess, að um þrifamál væri ;að ræða. Malbikunar-ofsinn undanfarin ár er eitt skýrt dæmi þess, að Geir vill koma því inn hjá kjósendum, að það sé hann og flokkurinn, sem skilji hina nýju tíma og breytar kröfur og vilji því leggja hart að sér til þess að fylla þessa nauðsyn, sem götulagnir vissulega eru. Heita má, að ekkert hverfi byggist nú, sem ekki þegar hafa; verið lagðar malbikaðar aðalæðar. Þessu ber að fagna, því ekki verður neitað, að góðar sam- gönguæðar eru hverri borg stór nauðsyn. En borgarstjórinn hefur líka farið í algjörlega óafsakanleg- ar öfgar í sókn sinni að þýðast hugi borgarbúa. Hann hefur komið upp ýmsum „framkvæmdum" á vegum borgarsjóðs, sem ekki aðeins eru vafasamar h'efcfúH ef vef'é'f'að"gáð næst- um óheiðarlegar gagnvart þeim fjölda er borgar brúsann. Hér er átt við svokallaða hjálparstapfsemi um íbúðarlán, bygg- ingar og almennt framfæri hins svokallaða þurftarlýðs Reykja- víkur. Vissulega eru þeir til í okkar borgarfélagi, sem þurfa á aðstoða að halda. Geir hefur gert þetta framfærslustarf að þvílíkum útgjaldalið fyrir borgarsjóð að við glæp jaðrar. í Reykjavík eru í dag heilar fjölskyldur, sem hafa verið á opin- beru framfæri á annan mannsaldur, synir eða afkomendur tekið við af foreldrum. Margt af þessu fólki hefur verið í stöð- ugri vinnu en nýtur þess, að eftirlitið með afkomu þeirra er ekkert, en hótanir látnar gílda ef að er fundið. Svo tæpt hefur ástandið verið hjá merfihlutastjórn borgarinnar að réttlætan- legt hefur þótt að ala upp ósvífinn og harðsnúinn lýð atvinnu- betlara, sem í rauninni eru ekki annað en stopul atkvæði á úrslitastund og ættu því ekki að fá eyri af opinberu fé, hvorki íbúðir, leigur eða önnur fríðindi, sem aumum er ætlað. Nú getur Geir setið í griðum í nær fjögur ár enn. Það er skylda hans að láta athuga gaumgæfilega og með harðindum hversu þeir lifa og aðgæta allar aðstæður þeirra, sem hann hefur alið og elur enn. Reykvíkingar eru lítt hrifnir af að greiða hundruð milljóna í skýli og skæði hana full-vinnufæru fólki, sem krefst þess að borgararnir veiti þeim ókeypis framfæri. Hann sannfærir ekki neinn um þörfina, að fólk með öll heimilis- tæki, sjónvarp, útvarp, isskáp, frystikistur, jafnvel stereo-tæki sétjist í fría leigu né gangi í búðir borgarinnar með ávísanir frá borgarsjóði upp á úttektir varnings þar. Hér hefur borgar- stjóri brotið allan trúnað á borgurum þeim, sem. kosið hafa hann til stjórnar og umsjónar eigna sinna almennra. Hann hefur vísvitandi bruðlað með fé í því skyni að halda völdum sjálfs síns og flokks. örvæntingaröskur og svívirðilegur mál- flutningur Sjálfstæðisflokksins í kosningunum í vor voru lítill vottur um það hversu tæpa flokkurinn telur aðstöðu sína. Nú hefur hann fjögur ár til þess að reka af höndum sér allt það ræflalið, sem hann varð að kaupa til fylgis í kosningunum. Geir er óþ«rft að leika h’lutverk Gvendar góða á seinni hluta 20. aldar. Það er ekki ætlazt til, að borgarstjóri Reykjavíkur safni sér til fylgis allskyns farandlýð, göngukonum og rumpu- lýð almennt, en ætli öðrum borgurum að gjalda Torfalögin í þeim efnum. Siður en svo. Gljáandi malbik er að vísu falleg- ur vitnisburður, en sú kalda staðreynd er, að malbik hlaut að koma, er óumflýjanlegt og eitthvað annað verður að vera Geir til uppsláttar er hann næst gengur á vit borgaranna um at- kvæði, en það eitt. Borgarstjóra ber skýlaus skylda til að moka út það fjós ómennsku og ræfiloháttar sem hann hefur sett á stall í borginni. í HREINSKILNI SA5T íslenzka ríkisstjórnin ex sennilega edn lítilþægasta rlk- isstjóm veraldar. Hún óskar eánskds annars at þegnum sín- um en skilnings. Og þjóðin vill veita henni eftirlæti i þeim efnnm, langt fram yfir það, sem ætla mætti af sæmi- lega skynibornu fólki, sem tekizt hefur það á hendiur að „eiga hlutdeild“ í rfikisstjóim- inni, kjósa fulltrúa á þing og láta í ijós óskir um stelfnu og gjörðdr réttilega kosinna vald- haf.a. Bftir öát dr. Bjama var Jó- hann Hafstein í álíka stöðu og foringi verzlunarsikips á sjóræningjaöldinni, sem sigr- aður hefur verið á hafi úti. Sjóræningjar höfðu þann sið, að hrekja sigraðan óvin, sem lifðd af hríðina ,út á planka, sem gekk út af lunningu skipsins. Fyrir neðan hann beið hafið og hákarlinn, en um borð stóðu sjóræningjar með nakin sverð sín og otuðu að þeim sdgraða með smá- stungum unz hann féll í hafið með örvæntingarvedni og sást ekki aftur. Hinir hu'gmedri skdpstjlólrar sem sigraðir voru, höfðu oft- ast þann fcjark að hoppa af plankanum, áður en sjóræn- ingjamir nuifcu þeirrar ánægju að hrekja þá í sjóinn og glett- ast af hugarangri þeirra og hræðsl'.u. Mestu hugleysingjamir báðust þó griða, grétu, hróp- uðu á misfcun, minntu á börnin sín „ung og smá“ og fcnéfcrupu þessum ræningja- lýð og héldu lífi. Þetta þótti hcldur Iítilmannlegt og ekki gott til spumar þegar, og cf, þeir urðu aftur frjálsir menn. Ef þeir náðu aftur mannorði sínu urðu þessar kveifur þrungnar hcfndarþorsta og næðist í einhvern sjóræningja, þá biðu hans nær óheyrilegar kvalir og endanlegur dauði. Þó bæði Sturlungatímabilið og lífskeið sjóránanna sé á enda mnnið, þá er ríkisstjóm Jóhanns Hafstein ekki í ólíkri aðstöðu og þau ragmenni, sem héldu ekki aðcins lífi, heidur endurheimtu veraldleg völd. Hefndin í nútímaþjóðfélagi er hins vegar af öðrum toga spunnin. Núííma kveifur hefna sín ekki á einstökum andstæðingum cða mönnum þeirra heldur á eigin áhöfn, eigin liðsmönnum og fylgjend- um, en freista þess, að ná hylli þeirra sem ráku þá út á plankann. Síðan Ólafur Thors gekk erkióvininum Einari Olgeirs- syni til handa og myndaði stjórn með honum, svokallaða nýsköpunarstjórn, hafa ieið- togar flokksins hans Jóhr-nns í æ ríkari mæii leikið hlut- verk sigraða skipstjóraans á kaupfarinu. Þeir hafa í rík- ari mæli gorzt liðhlaupar fra hugsjónum flokks og flaggs, keypt sér líf og frið með fag- urgala við óvininn og svik- um við þá sem hafa fylgt þeim af dyggð og ótrúlegu langlundargerði. Gömlu leið- togarnir köstuðu sér fyrir borð og héldu virðingu sinni. Vildu ekki þjóna smámennum né gerast spákaupmenn fyrir skyndigæði eða skyndivöld. Nú er öld annarra leiðtoga. Ef stórsjóir verða á vegi þeirra er hiaupið í var, ef gott er leiði er sigilt af „skörung- skap" og blásnir herlúðrar. Stefnan var semsagt engin, lokatakmark ckki fyrir hendi. þekkist ekki á sjókorti ný- sköpunarmanna Sjáifstæðis- flokksins. Arið 1970, sem nú er að hverfa, skilur flokksfylgið eft- ir lamað og máttlaust, líkt og sigrað heriið. Mcnn leita með logandi ljósi að kostum ag nota hverja átylluna annarri aumari til að finna heila bletti á sködduðum skildi skoðana- svika og hugsjónabreytingar. Jafnvel beztu menn eru nú komnir á það stig, að þeir ieita vandlega að skammar- minnstu blettunum til þess að breyta þeim í kosti, sem hægí er að klína á svokailaða for- ustu. Ólafur sveik, en glæsibragur hans og persónulciki, ættar- nafn og ljómi auðsæilar ætt- ar, sem óðum fór dvínandi, barg honum yfir þær torfær- ur og frá þeirri gagnrýni, sem hann hefði sætt, hefði hann ekki iifað öll þau karlmenni. sem á undan fóru. Dr. Bjarni hafði hörkuna cinbeitnina og slóttugheit æfðs stjórnmála- manns, sem stjómaði í skjóli ótta fyigismanna sinna. Jóhann Hafstein iifir enn af því að berast mcð straumnum, eins og rekald, stefnulaust. háð vindi og vcðrum, við- námslaust og lítils nýtt nema þá sem eldmatur loga, sem aðrir haf a kveikt og skarað að. Fylgismenn hans hafa nú, í fimm mánuði reynt að gera minnstu galla hans að kostum, en ekki hefur sú uppskera verið eins mikil og til var sáð. Eitt helzta og mesta „kompii- mennt" sem æstustu fylgis- menn Jóhanns hafa gctað komið á hann enn er, að „hann hafi vaxið í embætt- inu.“ Þetta er álíka gáfulegt og að hæla krabbameini fyr- ir að vaxa og dafna. Jóhann var vissulega í koluskugga undir stjóm Bjarna Benedikts- sonar. Við fráfall Bjama gat hann ekki annað en vaxið, Iíkt og sú arma plöntuteg- und, sem kallast í svcitum Fjandafæla og dafnar aldrei betur en þegar af henni er lyft jarðvegi og hún nái til sólar. Gallinn er sá, eins og um sumar jurtir, að þær vaxa um stimd, en grafa sig svo aftur niður í jarðvcginn, þola ckki birtuna. Jóhann er forsætisráðherra, æðsti valdamaður landsins, formaður fjölmcnnasta flokks- ins, næstur forseta, sem er titill en ekki völd. Ég man þá tíð er Trumann Banda- ríkjaforseti tók við af Roose- velt dauðum og kvaðst í auð- mýkt sinni vera þess óverðug- ur að fara í fótspor hins mikla leiðtoga. Álitamál er um mik- ilmennsku Roosevelts, en nokkmm mánuðum síðar mannaði Trumann sig upp í að fyrirskipa atómsprengju- árás á Japan og cndaði þar mcð styrjöldina á Kyrrahafs- svæðinu. Jó'hann kastar ekki slíkum sprengjum. Ónei, hans sprengjur era stanzlaus árás á þá, sem bezt hafa fylgt hon- um. Á skömmum valdatíma hcfur hcnum tekizt að svíkja nálega hverja hugsjón flokks- ins, ef ekki í orði, þá verki. Sem forsætisráðherra er hann ábyrgur fyrir geröum ráð- herra sinna, og þá ekki sízt fjármálaráðherrans, en hans starf kemur við kaun alira landsmanna. Nálcga hvert cinasta verk stjómarinnar síðustu mánuði hefur ein- kennzt af eftirgjöf, svikum og undanslætti. VerðstöðvuniÚí Cr einskonar kóróna þcssara verka, en jafnvel ráðherrar hans flýta sér að játa fyrir venju- legum fréttamönnum, að þcssi eftiröpun skandinaviskrar uppgjafar er haldlaust reipi, sem duga mun máske í þrjá mánuði ef bezt lætur en út stjórnartímabilið mcð lánum og brögðum. Dr. Gyifi fullyrti í sjónvarpi, að vandræði næstu stjórnar væru enn meiri en þau em nú, einugis vegna þess, að þá verður ekki um flúið að mæta þeim, en ckki slá á frest. Hver fram- kvæmdaáætlunin rekst á aðra, hver kauphækknnin fylgir eft- ir annarri, hvert sem litið er má eygja stanzlausa eftirgjöf til þcss að þóknast samstarfs- flokknum og jafnvei stjórnar- andstöðunni. Stjómarandstaðan er farin að njóta þess að pína Jóhann á plankanum. Ilún gcrir Jó- hanni kúrar við hvcrt tæki færi, ber fram viðbótartillög- um við hverja eyðsluáætlun- ina á fætur annarri, finnúr upp ný og ný lokkandi cn 6- framkvæmanleg ráð til að gæla við hverja stétt og stjómin, undir forustu hans fer undan í flæmingi og gríp- ur hvert hálmstráið, sem til hennar er kastað, til þess „að vera fyrst“ í þessu brjálaða kapphlaupi. Og hver er svo Framtoald á 6. síðu. ! ! \ \ ! ! \ \ \ \ Heigulskapur íhaidsforingjanna — Aðstaða Jðhanns — Ot á plankann — Eftirgjöf, hugsjónasvik — Það að hræðasf andstæðinga — Gæti lært—

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.