Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 9

Mánudagsblaðið - 21.12.1970, Side 9
1 Mánudagur 21. desember 1970 Mánudagsblaðið 9 Olíuhagvizka fisk og eyðir Framhald af 16. síðu. um Miðjarðarhafið, Indlandshafið, Atlantshafið, Kyrrahafið og Karíba- hafið. Á fundi, sem Cousteau hélt með blaðamönnum í Monte Carlo hinn 16. September sl. sagði hann m.a. (samkvæmt fréttaskeyti í „ÐIE WELT", Nr. 216, Hamburg 17. September 1970): „Úthöfin eru að deyja. Það er sök manneskjunnar að þau eru sjúk.“ Sama heimild segir hann enn- fremur hafa fullyrt, að fram á síð- ustu áratugi, hafi hafið alltaf megn- að að endurnýja sig sjálft, en að sigurför iðnaðarmenningarinnar (les; ofátsstefnu velferðarríkisins), hafi eyðilagt jafnvægishæfni þess, að um 1.000 dýrategundir hafi horf- ið með öllu á síðustu 50 árum, og að síðan 1950 hafi 40% sjávarlífs- ins verið gjöreytt. Hann Iauk máli sínu með því að Iýsa því yfir, „að hin vaxandi eitrun úthafanna ógn- ar ekki bara kóral og neðansjávar- gróðri, heldur er lífsvon manneskj- unnar líka í hasttu." Og eitrunin magnast ár frá ári. Velferðin þarfnast næringar. Fred Singer, deildarstjóri í innanríkis- málaráðuneyti Bandaríkjanna, er m. a. annast bókhald yfir umhverf- iseitrun, lýsti yfir í vor, að nú væri árléga dælt um 1.000.000 smálesta af olíusora úr olíuflutningaskipum, frá( olíulindum og ólíuhrelnsunar- stöðvum. í>ar við taldi hann mega bæta annarri 1.000.000 smálesta af vélaolíuleðju úr farþega- og vöru- flutningaskipum, 10.000.000 smá- lestum af benzíni, sem gufað hefði úpp og lenti að síðustu í höfunum, auk þess ennþá 1.000.000 smálest- um alls konar annarra olíuefna. Samtals nemur þetta 13.000.000 smálestum velferðarafurða á aðeins einu ári samkvæmt bókfærslu Fred Singers — og það af olíuættum ein göngu. OLÍUHUGSJÓNIR RÆTAST Hráolía er blanda úr margs kynr frumefnum. Hin daunillu kolvetnis sambönd hennar hafa íengi verið þekkt sem bráðdrepandi eimr, ekki aðgins fyrir menn, heldur svo að segja allt, sem Iífsanda hrærir. Það voru því hryggileg mistök af Breta hálfu, þegar þeir hugðust hindra tjóh af völdum olíuflaumsins úr „Torrey Canyon", á þann hátt að eyða honum á yfirborði sjávar með upplausn, sem innihélt kolvetnis- sambönd. Þannig margfölduðu þeir skaðann, sem olían annars hefði ó- hjákvæmilega valdið. Nafnkunnir vísindamenn, þ. á m. Max Blvuner, einn af yfirmönn- um Woods Hole-úthafsrannsóknar- stofnunarinnar, halda því fram, að langframatjón jafnvel veikra olíu- blandna séu m. a. s. skelfilegri í tortímingarmætti sínum heldur en hinir augljósu skyndiskaðar. Það skýra þéir þannig: Margar ránfiskategundir komast á slóð fórnardýra sinna í krafti þef- skynjunarinnar. Á hinn bóginn bjárgast aðrar ’fiskategundir undan ofsækjendum sínum vegna sömu skynjunar. Farfiskar rata á hrygn- ingarstöðvarnar sakir ákaflega þroskaðs hæfileika til þess að geta greint angan mismunandi sjávar- slóða. Efni þau, sem þefnámið grein ir eru óendanlega lítill hluti lagar- ins, aðeins örfáir milljarðshlutar sameindanna. Bara smávægilegt olíumagn eyðir ilm þeirra gjörsam- lega á andartaki. „En það er fiskinum ámóta ör- lagaríkt," segir bandaríski lífvernd- arfrömuðurinn og rithöfundurinn Gordon Tattray Taylor, og blinda manneskjunni". Og: „Þetta", segir Max Blumer, „get- ur haft hryllileg áhrif á lífsmögu- Ieika sérhverrar sjávarlífveru, og getur haft í för með sér framverk- anir á fjölda annarra tegunda í næringarstiganum ..." (Sem þýð- ir: á matvælaforða sjávar alveg sér- staklega). Blumer bætir við: „Ef við látum okkur ekki annt um hin líffræðilegu auðævi hafsins, gætum við unnið óbætanleg níðingsverk á mörgum sviðum sjávarlífsins og næringarrás úthafanna. Við munum þá að lokum hafa gjöreytt gæðum og gildum sérhvers næringarefnis, sem við sækjum til sjávarins." OLÍUGRÓÐI í STAÐ SÚREFNIS En það er fleira en fiskur, sem manneskjan á hafinu að þakka. Ef úthöfin hefðu ekki orðið til, væri geimfarið okkar Jörðin, sennilega nákvæmlega jafn auð og tóm og ömurleg — eins og tunglið. Án súrefnis þrífst ekkert Iíf af neinu tagi. Ef það hyrfi með öllu í 15 sekúndur, væri öllu lífi endanlega lokið. Og það erú höfin, sem sjá jarðlífinu fyrir 70% þess súrefnis, sem til verður. Já, súrefni. Hver Ieiðir hugann að því, að einnig það getur gengið til þurrðar? Hver gerir sér rellu út af því, að súrefni er mjög ofar- Iega á tortímingarlista Iýðræðis- Iegrar vinstrimennsku? Súrefni er nú eytt með gegndar- lausari hætti en nokkru sinni fyrr. Sérhvert vélknúið farartæki; bílar, flugvélar, skip og bátar, jafnvel garðsláttuvélar, brenna súrefni. T.d. brennir þrýstiloftsflugvél af gerð- inni Boeing 707 heilum 35 smá- Iestum súrefnis í sérhverri flugferð yfir Atlantshafið — og á sérhverju ardartaki era 3.000 þrýstiloftflug- vélar á lofti víðsvegar yfir jörðinni, og bræla upp 16.000.000 smálest- um súrefnis á ári. Hagvaxtarspek- ingar vinstrimennskunnar reikna með að árleg súrefniseyðsla flugvéla muni hafa tífaldazt fyrir aldamót — innan 30 ára. Samtímis er skógunum eytt í djöfulmóð. Þeim er breytt í dag- blaðapappír (þar liggja upptök kvikasilfurseitrunar) og skrifborð handa nýfrjálsum negraþjóðum, eða verða frjálslyndum og umbóta- djörfum malbikunarflokkum að bráð eins og ég hefi áður minnt á. Mestur hlnti þess súrefnis, sem meginlöndin gefa lífinu, er hins drepur súrefni vegar skógunum að þakka. Gordon R. Taylor telur sig hafa óyggjandi heimildir fyrir því, að á Iandflæmi Bandaríkjanna (9.363.353 km2), verði til aðeins 60% þess súrefnis, er Bandaríkin þarfnast nú. Afgang- urinn kemur fyrst og fremst úr svifi Kyrrahafsins. En Kyrrahafið er komið í helgreipar ofátsstefn- unnar, það stynur undan olíuvel- ferðinni, sem óneitanlega hefir gert og gerir marga ríka fljótt. Hins vegar hefir hingað til verið álitið að súrefni væri peningajúðum ekki ónauðsynlegra en fólki. Annars kann vel að vera, að þeir séu sjálf- ir á annarri skoðun, og hugsi sér e. t. v. að Iifa á bílabrælu, er andað væri í gegnmu seðlalungu. „Hvort þetta tekst (Inn- skot undirritaðs: þ.e. að bjarga lífinu), veltur einmitt á skynsemi sérhverrar manneskju, er byggir jörð- ina nú og byggja mun næstu áratugi. Hin mikla hætta felst þó í þeim möguleika, að máttur jarðarinnar hafi þegar verið brotinn á bak aftur til fulls, ÁÐUR en náð- arbrotið á línuritinu kemur í Ijós! Með öðrum orðum: Framtíð okkar er undir því komin, hvort myllur Guðs mala svo hægt, að okkur auðnist frestun á hefndum fyrir syndir okkar og við not um frestinn til þess að ranka við okkur. Ef við not- um ekki þetta tækifæri, þá er öll von um fyrirgefningu til einskis.“ — Próf. Dr. Hans-Heinrich Vogt, þýzkur vísindamaður, rit- höfundur og Wilhelm-Bölsche- verðlaunahafi: „FORTSCHRITT INS CHA- OS?" (Albert MiiIIer Verlag AG., Ruschlikon-Zurich 1970), bls. 239. \ MERGURINN MÁLSINS Raunsýni er lífsnauðsyn. Öfgar og ofstæki lýðræðisins verða að deyja, ef mannkynið á hugsanlega að geta Iifað. En sá möguleiki hang ir í bláþræði. Olíuhreinsunarstöðv- ar á öllum útkjálkum veraldar boða dauða, Iíka þeirra atvinnulýðræðis- manna, sem ætla sér að krækja sér í mikla peninga út á þær. Ennfrem- ur er þess að gæta, að allur sá fjöldi, er hefir selt velferðaróranum, hóg- lífissýkinni sál sína, krefst stöðugt fávíslegri „kjarabóta". Og hefir ekki hugboð um, að hinar nefnda- framleiddu gerviþarfir era háðung- ar við allar raunverulegar þjóðfé- lagsframfarir liðinna alda, sem kost- uðu ofurmannlega fórnfýsi, sjálfs- afneitun og þrautseígju hugsandi stéttanna. Þær eru Iíklegar til þess að gera afrek þeirra að engu. Á meðan sóðaskapurinn og niðurlæg- ingin heldur slíkum fantatökum á þjóðunum, að ekki er einu sinni imprað á jafn augljósri og sjálf- sagðri þrifnaðarráðstöfun, jafn knýj andi heilsuvernd, og þeirri, að friða allar borgir og stærri kaupstaði fyr- ir slæpingjabílum, er út í hött að tala um afturhvarf frá lýðrasðislegri villimennsku. „En múgkynið mun snúa til hægri, strax og það hefir áttað sig á staðreyndunum", segja bjartsýnis- kálfar. Að múgurinn átti sig af sjálfsdáð um á staðreyndum, og — þar ofan í kaupið — hagi sér eftir þeim að eigin framkvæði, það er alveg ó- þekkt í allri veraldarsogunni. Hing- að til hefir ævinlega þurft að draga hann og reka, pína og píska, þröngva og þvinga til þess að hann færi sér ekki daglega að voða. Þar ofan á bætist, að kappátsmaskínan er orðin sjálfstætt skrímsli, sem gengur fyrir sjálfhreyfiafli, hún hefir slitið sig undan yfirstjórn heilbrigðrar hugsunar, hún hefir vaxið manneskjunni yfir höfuð. Hún leggur veg sinn sjálf og dreg- ur menn með sér niður í gapið — oð aðeins sárafáa virðist óra fyrir, hvar síðustu spor hranadansins verða að lokum stigin. Það veit vinstrimennskan hins vegar ákaflega vel. Hún veit, að öll jákvæð þróun hefst í yfirvegaðri at- hugun og staðfestu. Þess vegna hef- Ír lýðræðið dæmt mannkynið til æðisgengins eirðarleysis. Af því m. a. skilst sísköpun nýrra „þarfa". Ný bílgerð á hverju ári, ný „stefna" í listum og bókmenntun á tveggja ára fresti, Ieikritun og kvikmynda- gerð hafa hamskipti vor og haust; allt saman stórfenglegar „framfar- ir", sem leysast jafnharðan upp í hismi og hjóm, þ. e. hverfa aftur til uppruna síns. Þó era þetta bara smáhnappar í skartbúnaði- velferð- arríkisins, m. a. s. tiltölulega ó- merkilegar hneykslunarhellur. AI- varlegra er, að ekki þýðir framar að spyrja: „Gott eða vont?", heldur veltur úrskurðurinn um nytsemi hugmynda og hluta á svarinu við spurningunni: „Nýtt eða gamal- dags?". Bilunin er komin á það stig, að lýðurinn eirir ekki neinu staðgóðu, þrautreyndu og hertu í eldskírn aldanna neins staðar í ná- vist sinni. Öllu þarf endilega að um turna í nafni ímyndaðra framfara og gagnsærrar hagvaxtardellu. Heimsfrægt er dæmið um klám- svíann prófessor 0. G. Gustafson. Hann hélt því blákalt fram fyrir 17 árum, að kornið væri orðið al gerlega úrelt, bygg hefði t.d. varla breytzt í 500.000 ár. Hin frjáls- Iyndu vísindi yrðu því að koma kornmálunum í horf, sem hæfði nútíma iðnþróunarþjóðfélögum. Hinn klámsænski prófessor benti á, að slíkt hlyti að reynast auðvelt með geislavirkum samsætum (ísó- tópum)! Þetta er auðvitað klassiskur dóm- ur frjálslyndislegrar vísindabrjál- semi: Það, sem hafði staðizt reynslu 500.000 ára, dæmist einmitt af þeim sökum óhæft og þurfandi „endurbóta"! Mér hlýtur þess vegna að Ieyfast sú dirfska að Ijúka þessum greinar- stúf mínum með orðum Max Born, er hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði fyrir fáum árum, og gera þau jafn- framt að mínum: „Það er kominn tími til þess að vitsmunirnir hasli sér völl, og setji því, sem nú er tækni- lega framkvæmanlegt, hyggi- leg takmörk.“ Mér er þó Ijóst, og ég er sann- færður um, að Max Born hefir vitað það miklu betur, þegar hann mælti ofangreind orð, að slíkt getur hvergi gerzt, þar sem tíðkanlegt er að telja atkvæði í stað þess að velja, J. Þ. Á. \ LLOYD Hinir geysilega eftirspurðu ensku karlmanna- sloppar. OSCAR-WINNING MAKERS CF MEN'S WEAR SINCE1857 AUSTURSTRÆTI 9 i I

x

Mánudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.