Tíminn - 03.07.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.07.1977, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 3. júli 1977 Sigurður Magnússon, fyrrv. blaðafulltrúi: „Far þú og gjör slíkt hið sama” — inngangserindi á vegum Amnesty International í greinaflokki, sem er á dagskrá útvarpsins í rikisútvarpinu er verift aö flytja greinaflokka um mannréttindamál á vegum samtakanna Amnesty International. Þættir þessir eru fluttir á mánudagskvöldum og er samheiti þeirra : A ég að gæta bróöur mins? Inngangserindiö var flutt annan dag hvltasunnu af Siguröi Magnússyni, fyrrverandi blaöafuIUrúa Loftleiöa. Þar sem þetta erindi Siguröar hefur vakið óskipta og verö- skuldaöa athygli, fór Timinn þess á leit viö Sigurð aö fá aö birta þaö I heild og fékk til þess góöfús- legt leyfi Siguröar. Fer erindiö hér á eftir, en tekiö skal fram aö millifyrirsagnir ásamt aöalfyrir- sögn eru blaðsins, en ekki Siguröar. Ævagömul, en þó siung er frá- sögnin i fjórðu bók Móse af bróðurm orðingjanum Kain, fyrsta manndráparanum, sem greint er frá i bók bókanna. Þó að svarið hafi strax verið gefið við spurningunni ,,A ég að gæta bróður mins? ” með brottrekstri morðingjans af þvi akurlendi sem sagan segir að opnað hafi munn sinn til þess að taka á móti blóði hins myrta bróður, þá hefur, allt fra' þvi er þessi saga var fyrst sögð og til þess er hún var siðast flutt, sama gamla.og iskalda spurningin brunnið fersk og heit á vörum þeirra sem vissu ekki hvort þeir áttu fremur að hlýða kalli þess blóðs, sem hrópaði til þeirra af jörð- inni eða daufheyrast við þvi, forheröast og spyrja: ,,Á ég að gæta bróður mins?” Þessi spurning er svo áleitin að eflausthafa allir menn á öll- um timum orðiðað svara henni á einhvern veg, sumir eins og morðinginn með þeirri lognu fullyrðingu að honum væri ó- kunnugtum örlög bróður sins og staðhæfingunni um, aö þau væruhonum óviðkomandi, aðrir ifullvissu þess, að allt mannlegt væri einnig þeirra gleði, sorg, lif eða dauöi, en þess vegna ættu þeiraðnjóta hins ljúfa með öör- um, og bera einnig með þeim þær byrðar, er hið mótdræga bindur. Eftirminnilegasta svariö viö spurningunni fornu: ,,A ég að gæta bróður míns”? var gef- iö fyrir tæpum tveim árþúsund- um meö sögunni um Samverj- ann miskunnsama sem var á leið til Jerikó, ferðalanginn sem enn er fyrirlitinn af hinum rétt- trUuðu i JerUsalem, ferðalang- inn sem fetaði þá slóö, sem presturinn og Levitinn höfðu gengið. Sagan kennir okkur ekki ein- ungis aö ókunni, særði maður- inn við veginn sé náungi okkar og bróðir, heldur er með henni allri staöhæft, að i miskunnar- verkinu sé fólgið fyrirheitið um það eilífa lif, sem lögvitringur- inn þóttist vera að leita að, og þess vegna lauk sögunni meö orðunum „Far þU og gjör slikt hiö sama”. önnur frásögn guðspjallanna staðfestir þetta svar eftirminni- lega: „Herra, hvenær sáum vér þig gest, og hýstum þig, eða nakinn og klæddum þig? Gátan var ráðin: „Sannlega ségi ég yður, svo framarlega sem þér hafiö gjört þetta einum þessara minna minnstu bræöra, þá hafið þér gjört mér það. Hér eru andstæð- urnar augljósar, annars vegar bróðurmorðinginn og brott- rekstur hans frá blóövellinum, hins vegar Samverjinn mis- kunnsami og fyrirheitið dýrlega vegna hins minnsta bróður, sem biður liknsemdarinnar, nafn- laus og sár við veginn. Eflaust eru margir, sem hug- leiða þessar gömlu sögur og spyrja sjálfa sig og aðra hve mikla stoð þær eigi i raunveru- leikanum. Areiðanlega telja flestir að með fyrirheitinu vegna hins minnsta bróður við veginn,se' farið yfir þær marka- linur, sem skynsamlegt sé að draga til viðmiðunar eðlilegu mannlifi, að kröfunni um misk- unn beri að stilla við meiri hóf- semd en þá, sem lætur sér ekki nægja smyrsl i sár og skjól und- ir þaki og bætir þess vegna viö denörum tveim og loforði um fleiri ef þeirra gerist þörf. Var hér ekki um ofrausn að ræða? Hvers vegna átti einhver einn að axla byrðina alla? Og i þvi skjóli, að til þess verði einhvér annar er sá hópur eflaust stærstur sem nemur staðar andartak, þar sem þörf er h’kn- semdar, en heldur svo áfram ferðinni, eins og ekkert hafi i skórizt i fullvissu þess, að þeir sem á eftir koma, muni leggja þaö fram, sem hinir telja sér ekki skylt að láta i té. Hvers- dagslega er ég i þessum afar fjölmenna hópi. En fyrir löngu hefir beygurinn, óttinn viö þann félagsskap, orðiö mjög áleitinn. Ég staðhæfi ekki, að hann hafi valdið neinum verulegum breytingum i lifi minu — þvi miður. En hann hefir stuggaö við mér, sannfært mig um aö þó aö ég sé i margmennri sveit, þá muni siöar til þess koma, að þar veröi mér ekkert skjól, þar sem ég muni aftur verða einn, eins og þegar ég kom, aleinn við reikningsskilin miklu, þegar þakkaö er fyrir samfylgdina og kvatt. Geigurinn hefir opnað fyrir mér nýjan skilning á þeim frásögnum, sem ég rifjaði upp áöan, og sannfært mig um, aö mér er ekki einungis sjálfum hollt að hafa þær i huga, heldur ber mér einnig að vekja athygli annarra á, aö þær hafa dýpri og meiri sannindi að geyma en þau, sem augljós verða við fyrstu íhugun. Þetta rifjaðist upp fyrir mér, þegar ég var beðinn um að skýra frá þvi hvers vegna ég hefði afráðið aö skipa mér undir merki félagsskaparins Amnesty International. Ég minntist þess þá að ég hefði oft fundið i sjálf- um mér einhverbrot af öllu þvi, sem einkennir prestinn, Levit- ann og manndráparann Kain i frásögninni gömlu. Þegar þetta fyllti mig skelfingu sektarinnar vaknaði sU spurning, hvort ein- hverja friðþægingu mætti finna i viðleitni þess að reyna að fylgja — þó ekki væri nema að einhverju litlu leyti — þvi for- dæmi, sem okkur er gefið með sögunni um Samverjann mis- kunnsama. Og e.t.v. var það fyrst og fremst óttinn við þenn- an félagsskap — hættan, sem varað er við, Kain, presturinn, Levitinn hið innra með okkur öllum, sem olli þvi að sagan um Samverjann varð mér raun- sannari en nokkurn tima fyrr. HUn lauk upp fyrir mér leyndar- dómi skilnings á þvi, að hér á jörðu er staðfesting fyrirheit- anna um lifið eilifa e.t.v. hvergi örugglegar grundvölluö en i þeirri mestu likn, sem veitt er I stærstu neyð hins minnsta bróð- ur. Þess vegna er sagan um Samverjann váboði þeim, sem feta sjálfumglaðir beinan veg og breiðan, en fagurt fyrirheit hinum, sem gefa sér tima til að nema þar staðar i auðmjUkri, fórnfUsri leit að lifinu eilifa. Sagan geymir vandlega nöfn þeirra, sem reistu merki sin yfir þeim fylkingum, er börðust til valda með vopnum tortimingar og þjáninga, en hUn hefir oftast verið gleymin á þá, sem gengiö hafa blóðferil frægöarmann- anna til þess eins að veita þar likn og hlUa aö lifi. Hin hefð- bundna hetjudýrkun á sér von- andi senn sögulok. Garparnir eru ekki fyrr horfnir Ur sviðs- ljósinu en okkur er orðið ljóst, að þar voru flestir trUðar aö leik, og nær allir þeir, er mikil völd fengu, með stórar brota- lamir af þeim sökum einum. Þess vegna horfum við nU oftar en áður til þeirra sem hafa auð- veldað okkurbáráttuna við ótta, skort, þjáningar og dauða og til þess mun áreiðanlega koma að það verða þeirra nöfn sem sag- an geymir gullnu letri, en hin eiga eftir að hverfa i hið mikla rökkurdjUp gleymsku og ókynn- is. „Gleymdi fanginn” Einn þeirra, sem siöar mun skipað á fremsta sögubekk þeirra, sem samtiö okkar hefir alið, er brezkur lögfræðingur, Peter Benenson að nafni. Arið 1961 birti hann I blaðinu „TheObserver”greinsem hann nefndi „Gleymdi fanginn”. Þar segir hann m.a. ,,Á hverjum degi alla daga vikunnar má lesa i dagblöðunum um einhvern sem hefir verið fangelsaður, pyntaöur eða liflátinn einhvers staðar i heiminum, vegna þess að rlkisstjórn hans taldi rangt að boða skoðanir hans eða trU- Sigurður Magnússon, fyrrv. blaðafulltrúi arbrögð.”. Benenson kallaði á hjálp til baráttu fyrir frelsi pisl- arvottanna, og tveim mánuöum siðar var ákalli hans svarað af fámennum hópi frá fimm lönd- um, sem efndi til stofnfundar al- þjóðasamtakanna „Amnesty International”. Fyrsta tak- markinu var náð. örfáir höfðu numið staðará leiðinni frá JerU- salem til Jerikó. Hið sameiginlega markmið var skilgreint þannig: „Sam- tökin vilja stuöla að því, að hvarvetna sé framfylgt Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna með þvl að: a) vinna að þvi að þeir, sem fanglesaðir eru, hafðir i haldi eða hindraðir á annan hátt, eða að öðru leyti beittir þvingunum eða takmörkun- um vegna skoðana, sem þeir eru sannfærðir um, eöa sök- um kynþáttalegs uppruna, lit- arháttar eða tungu, verði leystir Ur haldi og fjölskyld- um þeirra veitt sU aöstoð sem þörf krefur, að þvi tilskildu að þeir hafi ekki beittofbeldi eða stuðlað að þvi. b) berjast gegn dauðarefsingu og hverskonar pyntingum eða slæmri meðferð á hverjum þeim, sem fangelsaður er, hafður i haldi eða hindraður á annan hátt i trássi við fyrir- mæli Mannréttindayfirlýs- ingarinnar. c) berjast með öllum tiltækum ráðum gegn þvi að þeim, sem hafðir eru i haldi vegna sann- færingar sinnar eða stjórn- málaskoðana, verði haldiö án þess að dómsrannsókn fari fram innan rýmilegs tima, eða gegn hvers konar máls- meðferð varðandi slika fanga, er ekki samræmist við urkenndum reglum, sem tryggja réttláta dómsrann- sókn.” Er eitthvað aö finna i þessari stefnuskrá sem sæmilega heil- brigður maður vill ekki sam- þykkja. Varla. Eitthvaö, sem við myndum ekki óska að allir sameinuðust um að berjast fyrir ef við værum svipt frelsi vegna skoðana okkar? Areiðanlega ekkert. Við vitum, að þeir voru fáir sem námu staöar á göngu sinni árið 1961 þegar Peter Benenson vakti athygli á þvi, sem honum rann til rifja, en hve margir skyldu þeir vera orðnir i dag, sextán árum eftir birtingu greinarinnar um gleymda fang- ann? Einhvers staðar i nám- unda við 100 þUsundir, sem bUa i 78 þjóðlöndum. Þegar til þess er hugsað, að allmörg lönd heims- byggðarinnar eru I dag ekkert ennað enþjóðafangelsi, þarsem öll mannréttindi eru fótum troð- inþá er þessi tala sorglega lág. Þegar haft er i huga að Mann- réttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna er dauöur bókstafur i rUmlega 100 rikjum innan vé- banda þeirra en þau bUa við hina margvislegustu stjórnar- hætti, allt frá gamalgrónum sósialisma til nýfasisma eða duttlunga geðveilla einræðis- herra, að þegar hin æruveröuga lýðræðisstjórn Breta er sett á sakamannabekk vegna pynting- a ifangelsum á Irlandi, að þeg- ar tugir milljóna titra af ótta við fangelsanir, limlestingar og dauða, milljónir, sem engu of- beldi hafa beitt og ekkert annað unnið til saka en það eitt að játa aðra trU eða skoðanir eða vera af öðrum litarhætti en valdhaf- arnir, þá er furðulegt að ekki sé unnt að nefna hærri tölu en tugi þUsunda yfir þá, sem risa til andmæla, einkum þegar þess er gætt, að þar eru þeir einnig boðnir velkomnir til samstarfs sem ekkert eiga á hættu, engu þurfa að fórna, og mega i lág- marki láta sér nægja að verja tima til þess eins að inna af hendi lág félagsgjöld og rita nöfn sin á bænaskrár um sakar- uppgjöf eða áskoranir um aö virða alþjóðasamþykktir um mannréttindi. Starf Amnesty Inter- national Þeir eru auðsjáanlega enn alltof margir sem hraða svo för sinni til Jerikóborgar að þeir láta sig engu varöa annað en það, að horfa svo beint fram á veginn að ekkert þaö glepji, sem utan hans er. Ég nefni félags- gjöldin, en Amnesty Internati- onal er fjármagnaö með þeim, og frjálsum framlögum. Viðast hvar, t.d. hér á Islandi, leggja félagar alla vinnu fram ókeypis, en þó þarf fé til þess að hUn nýt- ist. Sums staðar er launað starfslið, einkum i LundUnum, þar sem aðalstöðvarnar eru. Þar vinna nU um 80 manns. Fangahjálpin ereinnig kostnað- arsöm, allt frá frimerkjum á bréfin, sem skrifuð eru föngum til hughreystingar, til fjár- styrkja, sem veittir eru að- standendum þeirra eða sérfræð- ingum til söfnunar skýrslna um brot á mannréttindum. Vegna þessa er það staöreynd, að þó að ekkert kæmi annað til en greiðsla lágra ársgjalda þá er með þvi verið að leggja fram lit- inn en verðmætan skerf til bar- áttu fyrir betri heimi en þeim, sem við bUum nU i. Eftir að starfsfólk aöalstööv- anna i LundUnum hefir sann- færzt um að skoöanafangi hafi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.