Tíminn - 03.07.1977, Page 19
Sunnudagur 3. júli 1977
19
(Jtgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn-
arfuiltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur
Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindar-
götu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi
26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö
í lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300.00 á mánuði.
Blaðaprent h.f.
Núer lag
Um nokkurt skeið hafa talsverðar umræður
orðið um það hvað valdi hinum óhæfilega langa
vinnudegi sem tiðkast almennt á Islandi. Þetta
mál kom einnig að vonum mjög til umræðu i
kjarasamningunum fyrir skemmstu. Um það er
ekki að ræða að menn vilji svipta fólk sjálfræði til
að velja og hafna i þessu efni, en það liggur fyrir,
að um langt skeið hefur f jöldi launþega ekki séð
sér annan kost en mikla eftir- og yfirvinnu til að
láta enda ná saman.
Lengd vinnutimans er siður en svo nýjung i is-
lenzku atvinnulifi, heldur hefur yfirvinna tiðkazt
hér um árabil. Þvi verður reyndar ekki neitaðaði
vissum atvinnugreinum verður tæpast hjá yfir-
vinnu komizt i einhverjum og jafnvel talsverð-
um mæli, svo sem er um fiskvinnslu og sjósókn
þegar vel aflast, landbúnaðinn yfir bjargræðis
timann og einnig t.d. i byggingariðnaði eftir ár-
ferði. En enda þótt gert sé ráð fyrir óhjákvæmi-
legum frávikum, er ljóst að hér er um meinsemd
að ræða i þjóðlifinu, og hana á að uppræta.
Úrræðin til lausnar þessum vanda verða að
taka tillit til einkenna islenzks þjóðarbúskapar.
Það kemur fyrir ekki, að einblina á aðstæður i
þjóðfélögum, sem eru um fjölmargt ólik hinu is-
lenzka hvað atvinnuvegu snertir. Skandinaviskar
fyrirmyndir munu þvi duga skammt þótt margt
megi læra af árangri þeirra. Á þessu sviði verða
íslendingar sjálfir að leysa sinn eigin vanda af
eigin burðum þegar allt kemur til alls.
Þeir sem fjallað hafa um þessi mál eru sam-
mála um að auka þurfi til muna hagræðingu i
rekstri fyrirtækja i landinu og að nýta þurfi fram-
leiðsluþættina miklu betur en hér er gert. Og
stytting óhóflegs vinnutima, án þess að það komi
niður á tekjum jafnt einstaklinga sem þjóðarinn-
ar i heild, felst i bættri nýtingu vinnunnar, aukn-
um afköstum með skynsamlegra skipulagi
vinnubragða. Vinnuveitendur hafa löngum
kvartað undan launagreiðslum, og vantar það
ekki um þessar mundir. En þeir verða að minnast
þess, að það er hlutverk þeirra sjálfra fyrst og
fremst að skipuleggja reksturinn þannig að hag-
kvæmni sé gætt.
í athyglisverðri ályktun stjórnar Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga um þessi efni segir, að
nauðsynlegt sé ,,að unnið verði að þvi að auka
kaupmátt dagvinnutekna i átt við það sem gerist i
nágrannalöndunum og draga þannig úr hinum
langa vinnudegi sem islenzkir launþegar verða
nú að leggja á sig. Þessu markmiði verður þvi að-
eins náð, að framleiðni og afkastageta atvinnu-
veganna verði stórlega aukin og ytri skilyrði at-
vinnurekstrarins bætt til samræmis við það sem
á sér stað i nágrannalöndunum.”
í þessu efni verða allir aðilar að leggjast á eitt
,,með viðtæku og samstilltu átaki” eins og segir i
ályktuninni. Og það er brýnt, að hugað verði að
þessum málum einmitt nú á næstu mánuðum, til
þess bæði að styrkja islenzkt atvinniilif og treysta
þær kjarabætur sem um hefur verið samið. Nú er
lag til þess að fjalla um þessi mál og marka
stefnu til frambúðar.
JS
Þegar Amin
komst að
Obote, fyrirrennari hans,
undirbjó jarðveginn
ókrýndur konungur Skotlands og sjálfskipaöur ráðgjafi Cart-
ers dansar striðsdans.
ÞAÐ LÍÐUR varla vika, svo
Idi Amins, einraeðisherra i
Úganda, sé ekki getiö í fjöl-
miðlum á þessum siöustu tim-
um. Þar sem ógnarstjórn hans
og uppátæki hafa hrellt hálfa
heimsbyggðina, er hans oft
getið i fréttum, en þó einungis
á þann hátt, að lýst er einstök-
um atburöum. Mjög litið er
gert aö þvi, að reyna að tengja
þessa afmörkuöu atburði i
eina óslitna heild, sem aftur á
móti myndihjálpa mönnum til
að skilja gjöröir Amins.
Mörgum kann aö koma það
skringilega fyrirsjónir, að það
sé hægt aö skilja verk Amins,
eins og t.d. hryðjuverk hans og
morð, samþykkt hans á með-
ferð Hitlers á Gyðingum, hat-
ur hans á Bretlandi eða, i al-
gjörri andstöðu, góður hugur
tilBretiandseins og kom fram
þegar hann stofnaði sjóð til að
hjálpa Bretlandi út Ur efna-
hagsörðugleikum slnum með
framlagi, sem samsvarar 200
þús. isl. kr. Skammter stórra
högga á milli.
Til að komast betur að
manngerö Amins hafa þjóð-
félagsfræöingar reynt að
rannsaka betur hvernig Amin
komst til valda og hafa þær
rannsóknir aukið skilning á
manninum Amin. Þess verður
þó að gæta, að skilningur er
ekki það sama og samþykki.
Með þetta sjónarmið I huga
ætti að vera vert að kynna sér
hvernig liðþjálfinn varð að
einræðisherra.
ÞAÐ ERU meir en 20 þjóð-
flokkar, sem byggja Úganda
og allir hafa þeir sitt eigið
tungumál og menningu.
Stærsti og þróaðasti flokkur-
inn lifir i mið- og suðurhlutan-
um og nefnist hann Buganda.
Sá þjóöflokkur hefur alltaf
verið á hærra menningarstigi
en aörir flokkar I Mið-Afriku,
og þegar Úganda fékk sjálf-
stæði árið 1962, kröfðust
Bugandamenn þess að fá nær
algjöra sjálfstjórn. Valdatöku
Amins má rekja til þeirrar
baráttu að nokkru leyti.
Þegar Uganda varð sjálf-
stætt, var dr. Milton Obote
kosinn forsætisráðherra ogár-
ið eftir, þegar landið varð lýð-
veldi, var konungurinn af Bu-
ganda kosinn forseti. En
Obote var að norðan, og þvi
illa viö áhrif Buganda-manna
og sjálfstjórnarkröfur þeirra.
Það liðu þó þr jú ár þar til hann
þóttist vera orðinn nógu sterk-
ur til að setja hinn kjörna for-
seta af og setjast sjálfur I for-
setastólinn og breyta stjórnar-
skránni. Buganda-menn/mót-
mæltu, en Obote lét herinn
gera árás á forsetahöllina, og
forsetinn slapp, en þó einungis
til aö deyja seinna úr áfengis-
eitrun i Bretlandi.
Bak við þá árás stóð m.a.
háttsettur hershöfðingi, Idi
Amin Dada að nafni, en hann
hafði unniö sig upp frá þvi að
vera liðþjálfi i brezka herliö-
inu, sem áður sat I Úganda.
Amin komst fyrst á spjöld
sögunnar, þegar hann stóð á
bak við hálfgerða byltingartil-
raun árið 1964, en þá var her-
inn aö mótmæla lélegu kaupi,
slæmri aðstöðu og þvi, að
framavon innan hersins væri
of litH, þar sem brezkir liðs-
foringjar sætu í öllum áhrifa-
stöðunum. Skemmster frá þvi
að segja, að stjórnmálamenn-
irnir létu samstundis undan
öllum kröfum Amins og fé-
laga. Eftir það var Amin
________________________ ,
skipaðuryfirmaður hersins og
naut hann mikils stuðnings
innan hans.
Þessi atburöur gerði þaö að
verkum, að herinn geröi sér
grein fyrir styrkieika sinum,
en það gerði Obote lika. Hann
reyndi eftir beztu getu að
koma sinum eigin þjóðflokk i
valdastöður, en það aftur á
móti skapaöi spennu innan
hersins og undirbjó enn frekar
jarðveginn fyrir valdatöku
einhvers áhrifamanns, eins og
t.d. Amins.
ÞVl HEFUR OFT veriö
haldið fram, að Amin og Obote
hafi veriðóaöskiljanlegir vinir
á þeim tima sem byltingin var
gerö og raunar hafi hún öll
verið einn misskilningur. Það
er þó ekki rétt, þvi rökum má
að þvi leiða, a ð uppreisnin hafi
verið örþrifaráð af hálfu Am-
ins og hann hafi I rauninni ein-
ungis veriö að bjarga eigin
skinni.
Eftir að morðtilraun var
gerð á Obote i desember 1969,
fór hann sterklega að gruna
Amin um græsku, þótt Amin
hafi tnllegast verið saklaus af
þessari misheppnuðu morö-
tilraun. Obote kom þá á stofn
nokkurs konar leyniher, sem
ógnaöi mjög tilveru Amins og
hans vina. Hann þorði þó ekki
að láta til skarar skriða gegn
yfirmanni hersins, heldur
ætlaðist hann til þess, aö það
kæmi af sjálfu sér, að herinn
losaði sig við Amin.
I janúar 1971 fór Obote á
fund samveldislandanna i
Singapore, og þótti mönnum
hann taka töluvert mikla
áhættu að yfirgefa landiö á svo
miklum róstutimum. En meö
þeirri ferð hefur hann senni-
lega verið að undirbúa sam-
særið gegn Amin. A þessum
tima var hörð barátta innan
hersins um embætti og áhrif,
enda var Obote búinn að skipa
svo ólikum mönnum saman I
yfirstjórn hersins. Aður en
hann fórtil Singapore, skipaöi
hann Amin yfirstjórnanda
fjármálanna, sem voru i rúst-
um, og vonaöist hann auðvitaö
til þess að Amin yröi kennt
um. Þá kom hann á stað þeim
orðrómi að I undirbúningi væri
að steypa Amin af stóli sem
yfirmanni hersins.
Allt fór samkvæmt áætlun
Obote, nema hvað útkoman
reyndist röng. Amin heyrði
orðróminn, og reyndi að skipa
sinum tryggustu hersveitum
að gera uppreisn. Samkvæmt
áætluninni átti herinn aö vera
svo tvistraður, að Amin hlyti
engan stuðning jafnframt þvi,
að hann átti að vera óvinsæll
vegna fjármálanna svo að
uppreisnin félli um sjálfa sig.
EN IDI AMIN DADA sigraði
og kom þar margt til. 1 fyrsta
lagi var herinn of sundraður
til aö geta staðið gegn Amin. 1
öðru lagi hlaut hann stubning
sterkasta þjóðflokksins Bug-
anda-manna, enda þótt Amin
sjálfur væri að norðan eins og
Obote. I þriðja lagi hafði Amin
haft þaö hyggjuvit að tryggja
sér stuðning öflugustu deildar
hersins, þ.e.a.s. vélaher-
deildarinnar. 1 fjóröa lagi var
Ami'n búinn aö koma sér upp
hálfgerðum máialiöaher, en
það voru flóttamenn frá Suð-
ur-Súdan, sem hábu um þess-
ar mundir frelsisstrlð gegn
stjórninni I Khartoum.
Allir þessir þættir samein-
uðust til að gera Amin lffið
auðvelt. Og eftir aö hann haföi
náð tökunum á áróöurstækj-
unum var eftirleikurinn léttur,
þvi úr nógu var að moða til að
gera litið úr Obote. Spillingin
sást hvarvetna, gæðingar
Obote á hverju strái. o. s. frv.
AMIN VARÐ ekki aö guði -
i eigin augum — eöa brjálæö-
ingi — i augum manna á
Vesturlöndum — fyrr en eftir
byltinguna. Fyrir hana var
hann i' rauninni ekkert nema
venjulegur hermaður — tæki-
færissinni að visu — sem gerði
byltingu til að bjarga lifi sinu.
MÓL