Tíminn - 03.07.1977, Page 21

Tíminn - 03.07.1977, Page 21
20 Sunnudagur 3. júll 1977 Sunnudagur 3. júll 1977 21 Hvað get ég gert fyrir hann? — Nú hefur þú, frú Svava, fengizt viö marga hluti, leiklist, tdnlist, og þú hefur gerzt hjálpar- hella granna okkar i vestri, græn- lenzkra manna, þegar þeir hafa leitaö til lslands. Hvaö heldur þú aö þér sé hugstæöast, af þvi sem þú hefur þurft aö glima viö um dagana? — Þessu er ákaflega vandsvar- aö. Viö höfum talaö hér um Græn- lendinga. Þaö hefur veriö mér. mikil ánægja aö geta tekiö á móti piltunum, sem hafa komiö hingaö til þess aö kynna sér islenzkan landbúnaö, og vist hef ég reynt aö greiða götu þeirra eftir þvi sem ég hef getað. En þegar minnzt er á þá megum viö ekki gleyma ágætum manni, sem þar hefur komið viö sögu. Þar á ég viö Gisla Kristjánsson hjá Búnaöarfélagi Islands. Hann hefur lagt slika alúö við þessa grænlenzku pilta að ég leyfi mér að komast svo aö oröi, aö hann hafi veriö þeim sem annar faðir. — Dönskukunnátta þeirra hefur sjaldan veriö mikil, þegar þeir hafa komið hingaö fyrst, en sumir hafa náö furöu- góðum tökum á i'slenzku, og það er gaman aö sjá glampann i aug- um þeirra, þegar þeim tekst aö tala islenzkuna rétt. Þegar ég sé flugvél, sem er aö búa sig til að lenda, og veit, aö innan borðs er sjúklingur frá Grænlandi, þá verður mér alltaf fyrst fyrir að hugsa : Er hann lif- andieða dáinn? Og: Hvernig litur hann út? Hvaö get ég gert fyrir hann? Ef allt gengur aö óskum og batinn kemur fljótt, gleðst enginn innilegar en við hjónin. Og hvort sem æviár okkar eru orðin mörg eöa fá, þá er alltaf gott aö lfta um öxl til þeirra stunda þegar byrinn var hagstæö- ur. —VS Jrúöarfesti. Þetta báru þær um íálsinn stúlkurnar i Thule, þeg- »r þær gengu í heilagt hjóna- Dag nokkurn, ekki alls fyrir löngu, i hlýju og kyrru vorveðri, lagði blaðamaður frá Timanum leið sina að Laugavegi 15 i Reykjavik og hitti þar að máli frú Svövu Storr, eiginkonu Ludvigs Storr aðalræðismanns Dana á Islandi. Blaðamenn eru jafnan á höttunum eftir góðu efni, og hér var sliks von, þvi að áhugamál frúarinnar eru margvisleg og ekki af lak- ara taginu: leiklist, tónmennt og siðast en ekki sizt áhugi og þekking á málefnum Grænlendinga, og fyrir þetta siðasttalda hefur hún hlotið sér- staka viðurkenningu, Dannebrogsorðuna. Lesmál: —VS. Myndir: Gunnar „Og hvergi er sólskinið bjartara...” Aö þessu komum viö seinna, en i upphafi skal fylgt gömlum og góöum Islenzkum siö og byrjaö á aö spyrja hver maöurinn sé og hvaðan hann sé hingaö kominn. — Ert þú Reykvikingur aö upp- runa, Svava? — Nei, ég fæddist og ólst upp i Hringsdal i Arnarfiröi. Foreldrar minir voru Sigrún Bjarnadóttir og Einar Bogason, bóndi og kenn- ari f Hringsdal. Þaö er fallegt i Amarfiröinum, og hvergi er sól- skinið bjartara en þar. Framund- an er hvit, brimkögruð ströndin meöhleinum og flúðum. Þar var auövelt aö veiða rækju, þegar ég var bam. Þegar fjaraöi út, varö hún eftir i pollum I hleinunum, og þar gátum við krakkarnir veitt eins og okkur lysti. En rækjan veitti hvorki okkur né öörum saöningu, þvi aö hún þótti óttaleg skepna, sem enginn vildi sjá, hvaö þá matbúa. Menn höföu þá enn ekki lært aö leggja sér þenn- anljúffenga fisk til munns. En viö veiddum annan fisk, og hann var mikið notaður til manneldis. Þaö var sandkoli. Sú veiöi fór fram meö þeim einfalda hætti, að viö fengum okkur langtskaft, festum járnkrók á annan endann, og stungum þessu siöan niöur I sjó- inn, og I gegnum skepnuna. Ekki þurfti bát viö þessar veiöar, þvi aö kolinn varalveg uppi við land, og svo mikið af honum, aö veiöi- maöurinn þurfti ekki annaö aö gera en aö ganga fram á sjávar- bakkann með vopn I hönd. Þá átti hann visa veiði. Ef til vill hefur þetta ekki verið mannúölegt gagnvart kolanum, en þó er nú svo, aö ég á margar kærar bernskuminningar, sem bundnar eru þessum veiöum. Viö túnfótinn liöaöist áin, full af silungi, en lax var ekki i henni. Viö veiddum mikinn silung i net, og margt sporiö áttum viö krakkarnir meö- fram ánni okkar, allan ársins hring, en ekki sizt á sumrin. — Var ekki stunduð útgerö þarna, fyrst rækja og koli voru uppi I landsteinum? — 1 gamla daga var mikið út- ræði, og voru þá tvær verbúöir þarna, svokölluö Pétursvör, öör- um megin við ána, en hinum megin árinnar var pabbi meö tvo litla báta, fyrst þegarég man eft- ir, en siöan fór þaö minnkandi, og sú útgerö sem ég man bezt eftir, var rauömagaveiöin á vorin — og svo kolaveiöi okkar bamanna. A vetrum var oftskóli á heimili foreldra minna, þvi aö pabbi kenndi unglingum undir gagn- fræðapróf. Viö systkinin vorum átta, svo oft var margt manna i heimili, lif i tuskunum og glatt á hjalla. Á laugardögum var oft dansaö. í heimi listanna ' — Hvenær hleyptir þú svo i Trommuleikari, sem kallar fram anda úr öörum heimi. heimdraganum og yfirgafst æskustöðvar þinar? — Ég var fimmtán ára, og leiö- in lá til Reykjavfkur. Aöur haföi ég aö visu verið á Isafirði eitt ár vegna veikinda. — Hvaö tókst þú þér fyrir hend- ur, þegar til höfuðstaðarins kom? — Ég byrjaði á að læra söng, og . - auk þess stundaöi ég leiknám hjá Haraldi Björnssyni. Þetta voru góöir dagar, og ákaflega gaman aö læra hjá Haraldi. Fyrst lék ég litla kórstúlku, en svo var Lén- haröur fógeti sýndur hér, og þar lék ég Guðnýju. Þar lék Brynjólf- ur Jóhannesson og fleiri ágætir leikarar, sem gott var fyrir mig að kynnast og læra af. — Það hlýtur að hafa verið dýr- mæt reynsla ungum leikara að fá að kynnast bæöi Brynjólfi Jó- hannessyni og Haraldi Björnssyni I eigin persónu? — Já, það var þaö sannarlega. Þeir voru ekki aöeins prýöilegir listamenn, heldur lika mjög sterkir einstaklingar, Alaska-Eskimói og Grænlendingur I húökeipum slnum. Sá með hattinn er aö sjálfsögöu Alaska-búinn, hinn er I anorak. var hagstæður öruggir og ákveönir, en þó hlýir og mannlegir. Og svo þessi mikli liStræni kraftur, sem þeir bjuggu yfir. Það var alveg aödáanlegt, hversu mikinn kraft þeir gátu lagt i karlana, sem þeir voru aö skapa hverju sinni. Ég kynntist llka Friðfinni Guö- jónssyni. Viölékum saman i revi- unni „Hver maöur sinn skammt”. Friöfinnur var mjög skemmtilegur maður, glaövær og fyndinn. Enn fremur kynntist ég Hundasleöinn er svo alkunnugt fyrirbæri, að ekki er þörf langra útskýringa. Gunnþórunni Halldórsdóttur, — og ekki var þaö sföur ánægjulegt og lærdómsrikt, þótt hún væri, sem listamaður, á margan hátt ólik hinum leikurunum, sem ég var aö minnast á. — Og sjálf hefur þú haldið áfram að leika? — Já, leiklistin dró mig aö sér. Ég fékk stórt hlutverk i Álfhóli eftir J .L. Heiberg, og lék þar m .a. á jólasýningunni 1945. Og ég söng I óperettunni 1 álögum eftir Sigurð Þörðarson og Dagfinn Sveinbjörnsson. — Já, hvað um söngnámið? — Ég læröi hjá Pétri A. Jóns- syni i f jögur ár. Pétur var á flest- an hátt einstakur maður. Hann haföi svo miklu aö miöla, aö menn fóru alltaf rikari af fundi hans en þeir komu. Þaö var eins og hann þreyttist aldrei á aö veita öðrum af auölegö sinni. Hann undirbjó mjög marga sem voru aö byrja aö syngja i kórum, og hélt þvf áfram, þangaö til dr. Ur- bancic tók viö. Ég man vel, aö margir sem komu til Urbancic kunnu fyrst i stað ekki aö lesa neinar nótur, en hann kom öllum á staö. Haustiö 1945 fór ég til Kaup- mannahafnar til þess aö læra söng hjá Dóru Sigurösson. Ég komst I Konunglega Tónlistar- skólann i Kauptúannahöfn, var þar i þrjú ár og lauk burtfarar- prófi þaöan. — Var þaö ekki skemmtilegur timi? — í raun og veru voru þetta dýrleg ár, þótt ytri aöstæöur væru ekki á allan hátt ánægjulegar. Heimsstyrjöldinsíöari var nýlega um garö gengin, i Danmörku var skortur á mörgum nauösynjum, og Danir liföu mjög sparlega um þessar mundir. Matur var skammtaður, og meira aö segja föt lika. Þetta voru mikil viö- brigöi fyrir mig, sem var nýkom- in úr allsnægtunum og stríös- gróöanum hér heima. — Ogá meöan á ölluþcssu stóö, hefur þú verið ung dama og laus og liðug? — Ung, segir þú, — þaö fer nú eftirþvi, hvaöa merking er lögö i oröiö „ungur”. Hitter rétt, aö ég var laus og liöug. Ég kynntist eiginmanni minum I Kaup- mannahöfn, viö gengum I hjóna- band og fluttumst til íslands, þeg- ar ég haföi lokiö námi minu. Maöurinn minn byggöi þetta hús, hér á Laugavegi 15, og hér höfum viö átt heima i tæp þrjátiu ár. Tengiliðurinn var sálmabók á grænlenzku — Hvenær öölaöist þú hinn mikla áhuga þinn á Grænlandi? — Það kom eiginlega af sjálfu sér. Maöurinn minn var oröinn aöalræöismaöur Dana á lslandi áöur en viö giftumst, og hefur verið það siöan. Og þar sem Grænlendingar eru þegnar Dana- konungs, var auövitaö alltaf hringttilokkar, ef einhvers þurfti meö, tildæmis þegar fljúga þurfti i skyndi til Grænlands eftir sjúk- lingi, — og ótalmargt fleira, sem leysa þurfti úr. Fyrstu árin þurft- um viö aö taka á móti sjúklingun- um og sjá um aö koma þeim á sjúkrahús, en nú er þaö breytt. Alltaf varbyrjað á þvi aö leita til aðalræöismannsins, og þvi hlaut heimili hans að veröa miödepill þess sem var aö gerast. — Hafiö þiö kannski stundum þurft aö taka sjúklinga á heimili ykkar? — Nei, þess hefur aldrei þurft. Hins vegar hef ég alltaf haft þá reglu aö heimsækja sjúklingana daglega á meðan sjúkrahúsvist þeirra hefur staðið. Oftast er þaö ánægjulegt, en hins eru þó dæmi, þvi miður, aö veikindin hafa reynzt mannlegum maetti ofviða. Kven-hliöartaska úr selskinni. Þaö hefur komiö fyrir, að maöur, sem kom hingaö sæmilega hress og glaður, hefur orðiö aö snúa heim til Grænlands I likkistu. En sem betur fer hefur það þó ekki gerzt oft. — Þarna hefur þú komizt i á- kaflega náin kynni viö Grænlend- inga. Læröir þú kannski mál þeirra? — Nei, þvi miöur ekki. Og dönskukunnátta Grænlendinga er mjög takmörkuö. Einkum átti ég oft i erfiöleikum meö grænlenzku börnin, þvi aö þau skilja yfirleitt ekkert annað mál en grænlenzku. — Ég man alltaf eftir þvi, þegar ég ætlaöi I fyrsta skipti aö gera mig skiljanlega grænlenzkum sjúklingi. Aö visu var þaö ekki barn, heldur gömul, grænlenzk kona, sem þar átti hlut aö máli. Viö hjónin áttum sálmabók á grænlenzku, og nú hugkvæmdist mér, hvort gamla konan myndi ekki skilja hug minn til hennar, ef ég færöi henni sálmabókina til þess aö lesa i henni, þótt við gæt- um ekki talaö saman meö oröum. Éggeröinú þetta, og fór meö bók- ina á spitalann. Ég hef aldrei séö meiri ljóma á andliti nokkurs manns, en þegar gamla konan sá sálmabókina „sina” — á sinu eig- in máli, hér i framandi landi. Þetta var mér nóg, meö þessu Meöal fjölmargra hluta, sem prýöa heimili Storr-hjónanna, er feldur af fsbirni. Þaö er hlýtt og notalegt að hafa hann undir fótum, þegar leikiö er á flygilinn. haföi ég gert henni þann greiða, sem henni þótti vænzt um, og eftir þetta held ég að viö höfum i raun- inni alltaf skilið hvor aöra, þrátt fyrir þann tungumálavegg, sem á milli okkar var. Gesturinn finnur til lotningar við hvert fótmál — Hefur þú ekki komið oft til Grænlands? — Jú, það hef ég oft gert, en aldrei veriö þar lengur en þrjár vikur i einu, eða svo, og oftast er dvölin ekki nema fjórtán dagar, eöa jafnvel enn styttri tími. Fyrirnokkrum árum vorum viö hjónin boðin til Grænlands og sá- um þá mikið af landinu. Viö flug- um til Nassarssuaq, og þaðan til Syöri-Straumfjarðar. Við vorum svo heppin að geta ferðazt þarna i einni af þessum gömlu Catalfna- vélum, þar sem svo auövelt var aö viröa fyrir sér landiö, sem flogiö var yfir. — Þótti þér Grænland ekki fallegt? — Þar er blátt áfram ólýsanleg fegurð. Grænidalur verkaði til dæmis þannig á mig, aö þegar ég kom þar inn i dalinn, fannstmér eins og ég væri fyrsta manneskj- ansem stigi þarfæti á jörö — sem auðvitað var þó hin mesta fjar- stæöa. Allt er svo óhreyft, og ein- hvernveginn svohreintog eins og ósnortiö, aö gesturinn finnur til lotningar viö hvert fótmál. — Það hefur nú lengi veriö sagt, aö grænlenzka sumarið sé gott, þótt veturinn sé langur og oft kaldur. — Já, og þaö eru ekki neinar ýkjur. Við vorum þar einu sinni á ferö 12. september. Inni i firðin- um, þar sem viö vorum stödd, var 24. stiga hiti, og svo milt og blitt veður, að á betra varö ekki kosiö. Af þvi aö kominn var september, varekki neitt mýbit, en annars er það mikil plága á Grænlandi á sumrin. Noröan til á Grænlandi ganga skriðjöklarnir svoaö segja niöur i sjó, ogekkinema ofurlitlir grænir blettir á milli hafs og jökuls, en einmitt þessir litlu blettir gefa umhverfinu svo einkennilegan og fagransvip. Þegarkemur suður i Eiriksfjörö, fer allt aö verða kunnuglegra. Þar er talsvert mikili gróöur, sérkennilegur og fallegur, og býr yfir mikilli lita- dýrö, ekki sizt á haustin, þegar hann er aö byrja aö sölna, og guli liturinn bætist viö litrófiö sem fyrir var. Og þarna er sauöfjár- búskapur, ekki ólikur þvi sem við þekkjum. — Já, vel á minnzt: Hafa þeir ekki leitað til ykkar, ræöismanns- hjdnanna, grænlenzku piltarnir, Svava Storr á heimili þeirra hjónanna. sem hafa verið að koma hingað til þessaö kynna sér islenzkan land- búnaö? — Jú, mikil ósköp, þeir koma alltaf til okkar. Fyrsta verkið er alltaf aö fara meö þeim i búöir og kaupa föt handa þeim. Þaö er venjulega mjög skemmtilegt, þótt óneitanlega veröi skoöanir oftast harla skiptar, þvi að þeir hafa sinn sterka smekk, og hvika ógjarna frá honum. Eins og ég sagöi áðan, þá er heilmikill sauöfjárbúskapur i Eiriksfirði, en ég held ég hætti mér ekki út i aö tala mikið um hann hér. Hins vil ég geta, að i Julianeháb er ljómandi falleg gróörarstöö, og þar er ákaflega gaman aö koma. Þeim þyrfti að fjölga — En svo fallegur sem gróður- inn á Grænlandi inun vera, þá er landiö þó enn frægara fyrir dýra- llf sitt. Hefur þú ekki séð þar sauðnaut, sel og hreindýr? — Þegar viö fórum frá Syöra- Grænlenzkir „túbilakkar”. — Huldar vættir, sem betra er aö hafa með sér en móti. Straumfirði i Catalinaflugvélinni, sem ég minntist á áöan, gátum við flogið mjög lágt, og þá sá ég stórar hreindýrahjarðir hjá vötnum nokkrum. Ekki lá nærri að ég gæti taliö þau, sem mér kæmi ekki á óvart, þótt þau heföu skipt þúsundum. Sauönauthef ég lika séö, en þau eru aö veröa fá- gæt, enda eru þau alfriöuö, og vonandi tekst aö vernda stofninn svo, aö þessum fallegu og sér- kennilegu dýrum fjölgi aftur. — Og svo er þaö nú selurinn. Hann hef ég aldrei séö lif andi, enda hef- ur hann áreibanlega fjarlægzt mannaslóöir, þannig að þess mun tæpast aö vænta, aö hann sé að spóka sig á klettum, aöeins til þess að skemmta ferðafólki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.