Tíminn - 06.08.1977, Qupperneq 5
Laugardagur 6. ágúst 1977
5
á víðavangi
„Fannst
þeir vera
að hef ja
nýtt líf ”
Alþýöublaöið birtir i gær at-
hyglisverð viðtöl við fulltrúa
vinnuveitenda og launþega
um áhrif yfirvinnubannsins,
sem sett var á siðastliðnu vori
sem kunnugt er. Eftir Baldri
Guðlaugssyni hjá Vinnuveit-
endasambandinu er þetta
haft:
„Hann kvað fullan áhuga
rikjandi innan Vinnuveitenda-
sambandsins á að taka þessi
mál upp til áframhaldandi
umfjöllunar, og reyna að
stuöla aö þvi, að sú reynsla og
þær breytingar, sem menn
hafi orðið varir við I þessu
yfirvinnubanni, yrðu notaðar
og reynt að draga lærdóm af
þeim. Tii dæmis væri ekki frá-
leitt aðhugsa sér að reynt yrði
að koma á einhverjum endur-
bótum I skipulagningu vinnu
o.s.frv. Til dæmis væri það
æskilegt, ef hægt væri að auka
afköstin, hækka kaupið og
stytta vinnutimann. Hefði
kömnunin m.a. beinzt að þvi
atriði hvort afköstin hefðu á
þessum tima aukizt, minnkað
eða staðið i stað. Stóra spurn-
ingin væri m.ö.o. sú, hvort
hægt væri að nýta vinnutim-
ann betur og þar með greiða
hærra kaup.”
Loks sagði Baldur:
„Slikt væri vitaskuld beggja
hagur og það er fullur vilji
Vinnuveitendasambandsins
að þessu máli verði fylgt
eftir.”
Björn Jónsson forseti
Alþýðusa mbandsins hafði
þetta að segja m.a. um yfir-
vinnubannið:
„Verkafólkið kynntist þvi,
hvernig það var að vinna
venjulegan vinnudag. Það eru
til miðaldra menn, sem höfðu
hreinlega gleymt þvi, hvernig
það var að hætta vinnu klukk-
an fimm á daginn og geta þá
farið heim til að gera eitthvað
annað. Mörgum fannst þeir
virkilega vera aðhefja nýtt lif.
Þannig að ég tel engan vafa á
þvi, að ef ekki kemur til sá
þrýstingur, sem hefur verið á
tekjuöfiuninni, þá forðist allur
þorri manna að vinna eftir-
vinnu aö nokkru marki. Ég hcf
heyrt aðsíðan samningar voru
gerðir hafi fólk neitað að vinna
eftirvinnu. Um þetta munu
vera þó nokkur dæmi, og þetta
er vitanlega bein afleiðing
yfirvinnubannsins. Atvinnu-
rekendur munu lika farnir að
hugsa um þá hlið máisins, að
afköstin séu ekki endilega
minni þó skemur sé unnið. Að
visu kom sú rcynsla ekki að
fullu fram f yfirvinnubanninu,
nema þá fyrstu dagana, þvi
menn sáu að þetta yrði aldrei
langvinnt og fóru því að slá af.
En engu að siður hefur þetta
vakiö atvinnurekendur til
umhugsunar um þetta mál, og
mér er kunnugt um, að Vinnu-
veitendasambandið hefur sent
út spurningalista varðandi
reynslu atvinnurekenda af
yfirvinnubanninu, og svo virð-
ist scm þeir séu að reyna að
draga einhvern lærdóm af þvi.
Þannig að ég tel engan vafa
leika á þvi að þetta eigi eftir
að hafa einhver varanleg
áhrif, en hversu mikil er
ómögulegt að fullyrða um að
svo stöddu. Aöstæður geta lika
valdið þvi að allt fari i sama
gamla farið aftur."
Lokaorð Björns eru
auövitað af raunsæi og þekk-
ingu mælt, þótt illt yrði undir
að búa. Það væri hreinn
menningarlegur, félagslegur
og efnahagslegur harmleikur
ef reynslan af yfirvinnubann-
inu verður ekki notuö til þess
að brjóta algerlega i blað hvað
vinnutimann á islandi snertir.
JS
_
Rólegt á
loðnumiðum
gébé Reykjavik —Það koma allt-
af lélegir veiðidagar inn i milli og
á þessum sólarhring hefur litið
gerzt hjá loðnuflotanum. Það er
ágætt veiðiveður á miöunum, en
mjög erfitt á loönunni. Þaö gæti
verið meiri straumur á þessum
slóðum núna, eins stendur loðnan
djúpt og er dreifð. Hafdýpiö á
þessum slóðum, norður af
Straumnesi er um eitt þúsund
metrar. — Þannig fórust Andrési
Finnbogasýni hjá Loðnunefnd orð
i gær.
Aðeins tveir bátar höföu til-
kynnt um afla um kl. 19 i gær-
kvöldi, Gisli Arni meö 520 tonn, og
Jón Finnsson með 430 tonn. Báöir
munu þeir hafa tilkynnt að þeir
myndu landa á Siglufirði.
Sólarhringinn á undan, til-
kynntu alls sjö bátar veiði, alls
3.060 tonn.
Alls hafa tuttugu og fimm bátar
hafið loðnuveiöarnar og flestir ef
ekki allir fengið einhverja veiði.
Þeir eru allir á loðnumiðunum
fyrir vestan eins og er, nema þeir
tveir sem eru að landa aflanum
sem þeir fengu i gær.
Aukin áfengis-
neyzla Dana
Læknar tveir i Arósum,
Johannes Nielsen og Kurt
Sörensen, hafa birt i Ugeskrift
for læger grein, sem vakið hefur
mikla athygli. Þeir athuga þar
áfengisverð og áfengisneyzlu i
Danmörku alla tið siðan 1911.
Stærsta stökkið á allri þessari
leið var verðhækkun sú, sem
gerð bar á brenndum drykkjum
1917. Þá hækkaði ákavitisflaska
úr 90 aurum i 11 krónur. Til var
ætlazt, að það beindi neyzlunni
frá sterkum drykkjum að öli.
Það tókst og þessi skýrsla lækn-
anna sýnir, að breytingar á
hlutfalli verðs áfengistegunda
hafa alltaf haft áhrif á það hvað
drukkið er.
Læknarnir benda á að siðan
1960 hefur brennivinsdrykkja
Dana aukizt úr 1,5 litra af hrein-
um vinanda i 4 litra. Þetta fylgir
alveg verðlaginu mið*
að við timakaup. í fyrra tilfell-
inu dugði almennt timakaup við
iðju og iðnað til að borga 15 sl. af
ákaviti en nú fást 40 sl. fyrir
það.
Ritgerð læknanna er um
áfengismálin almennt, en þeir
halda þvi fram að réttast væri
að hækka áfengisverð svo þaö
væri i sama hlutfalli við tima-
kaup og 1960. En jafnframt þvi
telja þeir að verði að stórauka
fræðslu, félagsstarf og rann-
sóknir tii að bæta ástandið.
H.Kr.
Að
bjarga
tuggunni
Kás-Reykjavik. Þetta
er hann Gissur Gissur-
arson, bóndi og hrepp-
stjóri i Selkoti undir
Eyjafjöllum, en hann
er að verka dreif eftir
rakstrarvéiarnar eitt
af börnum nútima-
tækninnar.
Það er fátitt á stór-
býlum að hrifa sé tekin
i hönd til að raka dreif.
En blessaðir gömlu
mennimir þola ekki að
sjá óhirt gras á teign-
um heldur skunda af
stað að bjarga tugg-
unni.
Timamynd Gunnar
*'■"*..........' "'■■• ••*..— - ■■
Ludwig f er af landi
brott á morgun
AÞ-Reykjavik. — Það liggur
ljóst fyrir, að Bandarlkjamað-
urinn Henry Hackert hafði
ráðgazt um það við menn, hvað
hann skyldi gera i sambandi við
Þjóöverjann, sagði Hallvarður
Einvarðsson , rannsóknar-
lögreglustjóri rikisins á blaða-
mannafundinum i gær. — En
hann mun ekki hafa verið fylli-
lega búinn að átta sig á hvers-
konar mann Ludwig Lugmeier
hafði að geyma. Hann mun hafa
haft þetta i huga fyrr i vetur, en
af einhverjum ástæðum ekki
gert neitt i þessu.
Bandarikjamaðurinn, sem er
búinn að dvelja hér á landi i
fjölda ára, er ennþá i gæzlu-
varðhalda, en Hallvarður sagði,
að þar sem framburði hans og
Þjóðverjans bar saman, þá
byggist hann ekki við þvi, að sú
gæzluvarðhaldsvist yrði öllu
lengri. Eftir er að kanna hvort
Henry hafði i hyggju að stela
peningum en Hallvarður sagði,
að það atriöi ættu dómstólar eft-
ir að vega og meta. — Má vera
að hann verði ákærður sam-
kvæmt 244. grein hegningarlag-
anna um þjófnað, sagöi Hall-
varður, en málið verður sent
rikissaksóknara og frekari á-
kvarðanir teknar þar.
Þjóðverjinn verður ekki á-
kærður fyrir aö hafa komið til
landsins á fölsku vegabréfi eöa
fyrir það að hafa ráðizt að lög-
regluþjóni. Hallvarður las upp
bréf frá rikissaksóknara, en i
þvi sagði m.a. að Ludwig skyldi
visað úr landi og hann afhentur
vestur-þýzkum yfirvöldum. 1
bréfi frá Dómsmálaráðuneytinu
sagöi, að Ludwig skyldi vera
kominn úr landi ekki siðar en á
morgun. Hvað eignir þær snert-
ir sem Ludwig hefur keypt hér á
landi sagði Hallvarður að þær
yröu siðar afhentar viðkomandi
yfirvöldum i Þýzkalandi.
Eins og komið hefur fram var
Ludwig orðinn þvi afhuga að
búa á tslandi. Hann mun hafa
komizt að raun um þaö að óðals-
bóndi gæti hann ekki orðið nema
að fá sérstök leyfi hjá Dóms-
málaráðuneytinu. Þá var það,
aö hann hugðist hefja rekstur
kaffistofu, en fannst leigan of
há. En það sem var ef til vill at-
hyglisverðast, og fram kom á
fundinum, var að frá þvi að
Ludwig slapp úr dómshúsinu i
Frankfurt kom hann þrisvar til
Þýzkalands. Skyldu menn ætla
að Þjóöverjar hugsuðu meira
um eigin afbrotamenn en svo að
láta þá sleppa jafn oft inn og út
fyrir landamærin en hér getur.
Ludwig á yfir höföi sér 12 ára
dóm, þegar hann kemur til
Þýzkalands. En að öllum likind -
um fær hann ein þrjú ár fyrir
rán, sem hann framdi en var
ekki dæmdur fyrir. Hins vega:--
fær hann ekki lengri dóm en
fimmtán ár samtals þar sem
það er hámarksdómur sam-
kvæmt þýzkum lögum. Það
verður þvi 43 ára gamall maður
sem kemur frjáls út úr fangelsi
árið 1992.