Tíminn - 06.08.1977, Qupperneq 19

Tíminn - 06.08.1977, Qupperneq 19
Laugardagur 6. ágúst 1977 19 LUíiLUU flokksstarfið i Þúr. Stefán. upp Reykjaveg að Efri-Reykjum og farið þar yfir Brúará, og siðan út Laugardal, en þar er sérstaklega fagurt umhverfi og skemmtilegt að aka i góðu veðri. Siðan verður farið út Laugarvatnsvelli, og yfir Gjábakkahraun til Þingvalla. Um kvöldið verður ekið eins og leið liggur yfir Mos- fellsheiði til Reykjavikur. Áætlað að koma til Reykjavikur kl. 20.30. Áningarstaðir verða ákveðnir nánar á leiðinni, og fara þeir eftir þvi, hvernig veður verður og aðrar aðstæður. Á allri þessari leið, er margt að sjá og skoða, um- hverfi allt hið fegursta og margir sögu- frægir staðir. í bílunum verða kunnugir og reyndir leiðsögumenn, sem lýsa leiðinni. Miðar seldir á skrifstofu Framsóknar- flokksins, frá kl. 9.00 til 19.00. Rauðarárstig 18. Simi 24480. Leiðarlýsing Ekið úr Reykjavik kl. 8.00 stundvislega, austur Hellisheiði, Ölfus, Flóa og Skeið. Síðan upp Eystri-Hrepp upp Þjórsárdal hjá Haga, Gaukshöfða og Bringum. Siðan inn Þjórsárdalinn, inn Sandártungur, framhjá Hjálparfossi og Skeljabrekku inn að Sögualdarbænum og hann skoðaður, undir leiðsögn Þórs Magnússonar þjóð- minjavarðar. Siðan verður farið inn að Búrfellsstöðinni undir Sámstaðamúlan- um, inn að Stöng og Gjánni. Einnig verður farið, verði veður gott, inn að Reykholti og stanzað við sundlaugina þar um stund. Heim verður ekið sömu leið og beygt út af þjóðveginum hjá Reykjum á Skeiðum og ekið út að Skálholti og þar mun Þór Magnússon lýsa staðnum og sögu hans. Þaðan verður ekið upp hjá Torfastöðum Agúst. Magnús. Páll. Sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík 7. ógúst Aöalfararstjóri ferðarinnar verður Þórar- inn Þórarinsson alþm. Leiðsögumenn verða: Ágúst Þorvaldsson, fyrrverandi alþingis- maður Jón Gislason, póstfulltrúi Jón R. Hjálmarsson, fræðslustjóri Magnús Sveinsson, kennari Páll Lýðsson, bóndi Þór Magnússon, þjóðminjavörður Stefán Jasonarson, bóndi. Jón. Þórarinn Matreiðslumenn Óskum að ráða tvo matreiðslumenn i september. Nánari upplýsingar hjá hótel- stjóra. Bændur - Athugið Kýr til sölu. Upplýsingar á Króki i ölfusi. Simi um Hveragerði. Jarðýta óskast Jarðýta óskast til kaups, Caterpillar eða International. Má þarfnast viðgerða. Skipti á traktorsgröfu kemur til greina. Upplýsingar i sima 32101. Athuga- semd vegna spreng- inga í Fnjóská 1 Timanum 27. júli s.l. er getiö sprenginga jarðvisindamanna i Fnjóská og Djúpá, og ummæla Stefáns Sigurmundssonar hjá Orkustofnun vegna þeirra. Seg- ir Stefán að þeir hjá Orkustofn- un visi á bug öllum kvörtunum vegna þessara sprenginga, — ,,þar sem þær eru mjög litlar, og þar að auki höfum við heim- ildir allra aðila, bæði landeig- enda og veiðifélaga.” Um þetta hefur undirritaður eftirfarandi að segja: ■Stjórn Veiðifélags Fnjóskár var ekki beðin um heimild til umræddra sprenginga i ánni og ekki heldur tilkynnt um að þær yrðu framkvæmdar. Sprengikrafturinn var ekki minni en það, að húsveggir fundust titra i allt að 5 km fjar- lægð og vatnssúlan úr ánni stóð tugi metra i loft upp. Allstórt grjót hafði kastast um 100 m út frá sprengistaðnum, og i gjótu millisteina i árgrjótinu, nokkra metra frá honum, fann undirrit- aður tætlur af nýlega dauöri bleikju. Sprengingar þessar eru fram- kvæmdar á þeim tima sem lax og silungur er að ganga upp eft- ir ánni en gönguseiði niöur til sjávar, og uppeldisskilyrði fyrir seiði eru i ánni á sprengistaðn- um. Væri til of mikils mælzt að nefndur Stefán Sigurmundsson skýrði betur ummæli sin i Tim- anum 27. júli s.l., og þá um leið hvenær ber að virða eignarrétt- inn og hvenær ekki. Olgeir Lútersson (form. Veiðifél. Fnjóskár) O Sá eini staklega ef rétt reynist að hún sé sú eina sinnar tegundar, sem er i sædýrasafni i heiminum. Bandarikjamaðurinn, sem var starfsmönnum Sædýrasafnsins til aðstoðar, þykist nokkuð viss i sinni sök um að sú sé raunin. Þvi má svo bæta hér viö, aö Sædýrasafnið i Hafnarfirði er að riða á vaöið með nýja útflutn- ingsvöru. Mikil eftirspurn er eftir dýrum, sem þessum i er- lend sædýrasöfn og ef vel tekst til aö veiöa þessi dýr, fyrir opnu hafi eins og gert var, og láta þau lifa i ákveðinn tima, eða þann tima, sem sker úr um það, að dýrið hafi ekki orðiö fyrir hnjaski við veiðina, er nægur markaður fyrir heilbrigð dýr. Gjaldeyristekjur af þessum út- flutningi gætu orðiö miklar, eins og gef jr að skilja, þar sem dýr- in eru mjög sjaldgæf og verð- mæt. O Háðstefna stjóri, fjalla um norræna menn- ingarmálastefnu. Ragnar Lassinantti, landshöföingi, um samvinnu Noröurhéraðanna, Sig- urður Lindal, prófessor og ólafur Daviðsson, hagfræðingur, munu fjalla um sögu Islendinga, menn- ingu og atvinnulif, áætlanafræö- ingarnir Lars Backlund og Sig- urður Guðmundsson um vanda- mál dreifbýlis, Asko Oinas, landshöfðingi skýrir frá Lapp- landsáætluninni og Odd Melö, á- ætlanastjóri, frá Norður-Noregs- áætluninni, Marku Mannerkoski, prófessor, ræöir um samvinnu æöri menntastofnana. Bengt Andersson, menntunarráðunaut- ur, um samstarf á sviði menn- ingarmála og Gunnar Wenn- ström, deildarstjóri, um rann- sóknir i velferðarmálum á Norð- urlöndum. A undan og eftir ráðstefnuna mun verða farið I kynnisferðir til ýmissa staða i nágrenni Reykja- vikur og út á land. Allt áhugafólk er velkomið til þátttöku i ráöstefnunni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.