Tíminn - 13.08.1977, Qupperneq 4
4
Laugardagur 13. ágúst 1977
lvar llannesson rannsóknarlögreglumabur
Skipulag þýzku
lögreglunnar
fannst mér
athyglisvert
*
— segir Ivar Hannesson,
rannsóknarlögreglumaður
AÞ Reykjavik. — Núer Ludwig
Lugmeier farinn og eflaust
verða allir búnir að gleyma
þessum hægláta Þjóðverja inn-
an tiðar. Óhætt er að segja, að
hann hafi verið orðinn nokkuð
vel þekkt persóna hér á landi,
enda var ekki svo lítið fjallað
um hann i fjölmiðlum. Margir
hverjir voru jafnvel farnir að fá
samúð með manninum og
fannst það synd og skömm að is-
lenzk yfirvöld skyldu framselja
hann til Þýzkalands. Astæðan er
ef tilvill sú, að við erum einung-
is vön smáglæpamönnum en
ekki jafnframtakssömum
manni og Lugmeier. Honum llk-
aði vist lika vel viö land og þjóö,
og eftir honum er haft að
islenzka lögreglan sé sérstak-
lega almennileg.
örfáir menn fylgdu Lugmeier
þegar hann yfirgaf landið, en
aftur á móti var heil herdeild
sem fagnaði honum i Þýzka-
landi. Einn islenzkur rannsókn-
arlögreglumaður fór utan með
Ludwig Lugmeier, Ivar Hann-
esson, og kom hann hingað til
lands í fyrrakvöld. Timamönn-
um iék hugur á aö ræöa við Ivar
eftir heimkomuna og veitti hann
okkur góðfúslega leyfi tii þess.
Við spurðum hann fyrst hvenær
hann hefði endanlega skilið við
Lugmeier.
— Við kvöddumst á lögreglu-
stöðinni i Frankfurt þegar Lug-
meier var að koma úr dóms-
salnum, og sagði hann, að það
væri ómögulegt að vita nema að
við hittumst aftur. En ég vona
að það verði undir öðrum kring-
umstæðum. A þessari sömu lög-
reglustöð hitti Ludwig fyrrver-
andi samstarfsmann sinn, Lind-
en, sem rak upp stór augu þegar
hann sá Ludwig. Það var ekki
annað að sjá en það færi vel á
með þeim og til dæmis það
fyrsta sem Linden sagði er hann
sá Ludwig var ,,Lúggi”, en það
er nafnið sem hann gengur und-
ir i Þýzkalandi. Eftir þvi sem ég
komst næst, þá vonaði Ludwig
að eftir játningar hans yrði
Linden samstarfsfúsari. A
morgun eða mánudaginn ætlaði
Ludwig með lögreglumönnum
til Bayern en þar földu þeir fé-
lagarnir bæði vopn og verkfæri
og peninga meðan leitin að þeim
stóð sem hæst eftir ránið.
Maöurinn gerbreyttisl
eftir að hann fór að segjs
sannleikann
Nú er Ludwig orðinn nokk-
urskonar hetja eða þjóðsagna-
persóna á Islandi. Menn viröast
gjarnan gleyma þvi hvað hann i
raun og veru gerði. — Hvernig
kom hann þér fyrir sjónir?
— Mér fannst hann vera ofur
venjulegur maður. Hann var
alla tið mjög rólegur og strax
eftir að hann fór að segja sann-
leikann var hann ákaflega
jákvæður og samstarfsfús
gagnvart okkur. A laugarsags-
kvöldið, eftir að hann kom inn i
Siðumúla,
vildi hann breyta sinum fram-
burði og sagði hver hann væri og
hvað hann hefði afrekað. Og eft-
ir að allt var komið fram, þá
hafði hann orð á þvi sjálfur að
sér liði miklu betur. Ég held að
maðurinn sé nokkuð vel gefinn,
og hann virðist hafa mikinn á-
huga á t.d. tungumálum. Þann-
ig fannst i dóti hans mikið af
orðabókum, bæði þýzkri is-
lenzkri og þýzk-franskri. En
hafi hann hæfileika á þessu sviði
þá hefur hann litið gert til að
þróa þá með sér. Þýzku lög-
reglumennirnir sögðu mér að 12
ára gamall hefði hann lagzt út
og sagt skilið við sitt heimili.
Einhvern afbrotaferil hefur
hann átt æ siðan. En hve mikla
skólagöngu hann fékk á sinum
tima þori ég ekki að fullyröa um
en sjálfsagt hefur hún ekki verið
mikil.
— Játaði Ludwig eitthvað það
sem getur auðveldað þýzku lög-
reglunni eftirleikinn?
— Já, eftir að við komum til
Þýzkalands sagði Ludwig lög-
reglunni frá stað, þar sem hann
og Linden hentu poka með
plastumbúðum utanaf pening-
unum út i ána Main. í þessum
poka voru lika tvennar vélklipp-
ur og litil talstöð. Þeir félagarn-
ir höfðu sett grjót i pokann og
hent honum fram af bakkanum.
Þýzka lögreglan sendi kafara á
vettvang og fannst pokinn á
staðnum eftir skamma leit.
Lögreglan taldi fundinn mjög
mikilvægan þar sem hun hefur
ekki haft i höndunum nein á-
þreifanleg sönnunargögn hing-
að til. Peningarnir sem þeir fé-
lagar náðu i ráninu voru ónúm-
eraðir, en með fundinum sögðu
þeir að hægara væri að sanna
þátt Lindens. Eins og öllum er
kunnugt þá situr hann i fangelsi
með 12 ára dóm.
Þar kemur þýzka skipu-
lagningin i Ijós.
— Þó svo að ferð þin til
Þýzkalands hafi verið stutt, þá
hlýtur þú að hafa fengið all-
sæmilega hugmynd um starfs-
aðferðir og starfsaðstöðu þýzku
lögreglunnar?
Það er vist óhætt að fullyrða,
að þýzka lögreglan hefur mjög
góða starfsaðstöðu og skipulag
allt er með ágætum. Ef til vill
kemur þar bara fram þjóðareðli
Þjóðverja að vilja hafa allt
skipulagt og i föstum skorðum
Hlutirnir eru framkvæmdir eins
og skot, og þeir virðast leggja
mjög mikið upp úr þvi, að
fyllsta öryggis sé gætt. Þannig
mætti heill her manna næstum
þvi, gráir fyrir járnum, út á
flugvöllinn þegar við komum til
Frankfurt.
— Voru þeir ef til vill hræddir
um að einhverjir kunningjar
hans myndu gera tilraun til að
frelsa hann?
— Aldrei minntust Þjóöverj-
arnir á það við mig að svo væri,
en sjálfsagt hafa þeir lært af
reynslunni, þegar hann stökk út
úr dómssalnum á sinum tima.
Þetta var allt fullákveðið á leið-
inni til Þýzkalands, þannig
höfðu þýzku lögreglumennirnir
samband við sinar höfuðstöðv-
ar, og gerðu þeir siðan Ludwig
grein fyrir að tekið yrði vel á
móti honum.
— Þýzka lögreglan hefur
mjög fullkomið tölvukerfi i lög-
reglustöðinni, og fékk ég að
fylgjast með sumu sem þar fór
fram. Til dæmis var tölvan
spurð um ákveðinn aðila og eft-
ir örfáar sek. var hún búin að
svara hvort viðkomandi hefði
hreint sakavottorð og hvað hann
hefði gert misjafnt af sér um
ævina. Lögreglan i Frankfurt
fær allar sinar upplýsingar úr
tölvubanka sem er i Wiesbaden,
en þar er ailt skráð sem við
kemur glæpastarfsemi i Þýzka-
landi. Þá hefur lögreglan sér-
stakan bil þaðan sem hægt er að
sjónvarpa beint frá, og i lög-
reglustöðinni er svo aftur sér-
stakt herbergi sem hægt er að
fylgjast með atburðinum. Þar
er einnig aðstaða fyrir útvarp,
sjónvarp og blaðamenn, og hægt
er að sjónvarpa beint úr þessum
sal. Viðsvegar um borgina eru
svo nokkurs konar sjónvarps-
augu og getur þvi lögreglan
fylgzt með þvi sem er að gerast i
ákveðnum hverfum, án þess að
fara sjálf á staðinn. Hvað varð-
ar öryggið sem ég minntist á áð-
an, þá er það á þann veg i lög-
reglustööinni, að ég fór aldrei
svo inn fyrir dyr, að ég þyrfti
ekki að gera grein fyrir, hver ég
væri og hver væru min erindi.
Þeir verða nokkur hundr-
uð þúsundum króna rik-
ari
— Nú hefur verið sagt að
piltarnir sem sáu Bandarikja-
manninn vera að flagga stórum
upphæðum fyrir utan Glæsibæ,
fái verðlaun, bæði frá trygg-
ingastofnun i Þýzkalandi svo og
þýzkum lögregluyfirvöldum.
Hefur eitthvað nýtt komið fram
i þvi máli?
— Ég var að fá i morgun bréf
frá Þýzkalandi frá tryggingar-
fyrirtækinu. Þar kemur fram að
fyrirtækið óskar eftir upplýs-
ingum frá okkur um piltana eins
og heimilisföng og fleira sem
þeir telja nauðsynlegt fyrir sig,
enda þarf fyrirtækið að gera
grein fyrir upphæðinni, og hvert
hún fer. Hvor um sig á að fá
13.850 þúsund mörk og áe það
haft i huga að gengið á þýzka
markinu er um 85 krónur , þá er
þetta dálagleg upphæð. En i
sambandi við 10 þúsund marka
verðlaunin sem þýzk lögreglu-
yfirvöld lögðu til höfuðs Ludwig,
þá tekur það lengri tima að fá
það i gegn. Mér var sagt að
hugsanlega kynnu þiltarnir að
fá þessa peninga lika, en áður
en af þvi getur orðið þarf dóm-
stóll að kveða upp úrskurð. Hins
vegar var mér sagt af lögreglu-
mönnum, að það væri næsta ör-
uggt að piltarnir fengju þá upp-
hæð lika, enda voru það þeir
sem urðu til þess að upp komst
um Ludwig.
Voru ánægðir með störf
islensku lögreglunnar.
— Létu Þjóðvernarnir einhver
orð falla um þá vinnu sem þið
höfðuð innt af hendi hér heima?
— Þeir sögðu okkur, og hér
verðum við að taka þá trúan-
lega, að þeir væru ákaflega á-
nægðir með það sem hér var
gert i málinu. Þetta voru eink-
um skýrslur, sem teknar voru
hjá Rannsóknarlögreglu rikis-
ins og þýðingar af fyrirtekt
Sverris Einarssonar sakadóm-
ara, sem þeir áttu við.
líSöeiÍTWRB
,,Ég hefði aldrei þekkt Ludwig
af þessari mynd”, sagöi Ivar.
A meðan á Þýzkalandsdvölinni stóö var ívari m.a. afhent lögreglu-
stjarna þýzku lögreglunnar