Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1977, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. ágúst 1977 9 Wímíwm Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Verð i lausasölu kr. 70.00. Askriftargjald kr. 1.300 á mánuði. Blaðaprent h.f. Eitthvað málum blandið Nú siðustu dagana hefur yfirlýsing Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna um erfiðleika hrað- frystiiðnaðarins vakið mikla athygli. Þessar frétt- ir eru mjög alvarlegar, og verður að gripa til nauðsynlegra ráðstafana ef i ljós kemur við athug- un Þjóðhagsstofnunar, að i óefni sé komið. Hins vegar ber þegar i stað að vara við þeim sjónarmið- um, að gengisfelling ein leysi slikan vanda. I kjöl- far hennar myndu ýmsar rekstrarvörur og annar tilkostnaður frystihúsanna aukast verulega, og er þvi hætt við, að bati yrði bæði skammlifur og nýr vandi kallaður fram. En þessar fréttir eru ekki aðeins alvarlegar, heldur eru þær fyrst og fremst óvæntar. Að þessum samræmdu aðgerðum frystihúsaeigenda er staðið með tortryggilegum hætti. Stjórn Sölu- miðstöðvarinnar hefði að réttu lagi átt að gera þjóðinni grein fyrir horfunum miklu fyrr og um fram allt áður en gengið var frá kjarasamningum fyrr á þessu sumri. Um þetta verður að taka undir orð forystugreinar Morgunblaðsins sl. fimmtudag, en þar segir: ,,Það hefði verið sjálfsagt og eðlilegt, að frysti- iðnaðurinn hefði gert þjóðinni grein fyrir þessari stöðu sinni meðan samningaviðræður stóðu yfir, til þess að menn gerðu sér enn gleggri grein fyrir þvi, hver staða undirstöðuatvinnuveganna raunveru- lega væri og þá um leið raunveruleg greiðslugeta þeirra. En það var ekki aðeins, að slikt væri ekki upplýst opinberlega, heldur gengu t.d. frystihúsin á Vestfjörðum fram fyrir skjöldu og tóku frumkvæði um gerð kjarasamninga á grundvelli, sem var talsvert um fram það, sem Vinnuveit- endasambandið á þvi stigi hafði boðið fram.” Það er óþarft að efna til deilna um stöðu hrað- frystihúsanna. Hana ber að kanna og gera þær ráðstafanir sem við eiga. En almenningur tekur eftir þvi, þegar svo langt er gengið, að jafnvel Morgunblaðið sér ástæðu til að ávita atvinnurek- endur. Hér er þvi eitthvað málum blandið i yfirlýs- ingu Sölumiðstöðvarinnar og fréttum af frysti- húsunum. Það var öllum ljóst, að kjarasamning- arnir myndu kalla á ýmsar óhjákvæmilegar að- gerðir, og stjórn Alþýðusambands íslands hefur ekki stungið höfði i sand, hvað það snertir, að verðhækkanir hlytu að koma i kjölfarið. í þessu sambandi hefur það einmitt verið haft eftir Jónasi Haralz, bankastjóra i Landsbankan- um, að rekstur hraðfrystihúsanna „hefur gengið vel á undanförnum árum og meira að segja óvenjulega vel siðastliðið ár og fram á þetta, sem nú er að liða.” Jónas segir einnig, að bankinn hafi ekki orðið var við erfiðleika enn sem komið er vegna kjarasamninganna. Hins vegar er afkoma frystihúsanna misjöfn eftir landssvæðum, og þannig mun hún erfiðust á Suðvesturlandi og i Vestmannaeyjum, að þvi er haft hefur verið eftir Bjarna Guðbjörnssyni bankastjóra Útvegsbank- ans. Ástæður eru með öðrum orðum til að ætla, að vandi frystiiðnaðarins sé af mismunandi rótum sprottinn og sé mismikill bæði eftir einstökum fyrirtækjum og einstökum héruðum. Undan þvi verður ekki vikizt að búa vel i haginn fyrir undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, enda munu mistök i þeim efnum koma hart niður á almenningi innan tiðar. En atvinnurekendur verða einnig að vinna til traustsins og sanna mál sitt svo að óefað verði. Það er þarflitið að hlaupa upp til handa og fóta fyrir það eitt, að þeir berji sér á brjóst. ERLENT YFIRLIT Tekst Marchais að beygja Mitterand? Mikill ágreiningur milli þeirra um varnarmál Mitterand hefur þótt fastur fyrir til þessa. SIÐUSTU skoðanakannanir i Frakklandi benda enn til þess, að bandalag vinstri flokkanna muni ganga meö sigur af hólmi i þingkosning- unum, sem eiga að fara fram i Frakklandi næsta vor. i seinni tið hafa þó skapazt nokkrar efasemdir um þetta, þrátt fyr- ir þessar niðurstöður skoðana- kannananna. Astæðan er sú, að nefnd.sem vinnuraö þvi að endurskoða hina sameiginlegu stefnuyfirlýsingu frá 1972, mep tilliti til þingkosninganna á næsta ári, tókst ekki að ná samkomulagi áöur en nefnd- armenn tóku sér sumarfri fyrir skömmu og virtist þá bera verulega á milli. Nefndin mun hefja störf að nýju i næsta mánuöi. Þá munu aðal- leiðtogar flokkanna, eða þeir Mitterand, formaður jafn- aðarmannaflokksins, Marchais formaður Kommúnistaflokks- ins og Rocard, formaður rót- tæks vinstri flokks, taka þátt i störfum með nefndinni og reyna til þrautar að ná sam- komulagi. EINS og áöur segir, ber enn margt á milli flokkanna, en aðalágreiningurinn er i sam- bandi við varnarmálin. Þegar flokkarnir unnu að stefnuyfir- lýsingunni, sem var birt 1972, gerðu kommúnistar eindregn- ar kröfur til þess, að það yrði eitt helzta atriðið, að Frakkar eyðilegðu öll kjarnorkuvopn sin, en de Gaulle hafði knúið það fram á sinum tima, að Frakkar kæmu sér upp eigin kjarnorkuvörnum, sem væru fólgnar i þvi, að þeir smiðuðu eigin kjarnorkusprengjur, þar sem ósennilegra væri, að kjarnorkuvopnum yrði beitt gegn Frökkum, ef þeir gætu endurgoldið i sömu mynt. A þeim tima áttu Frakkar kost á þvi, að vera aðili að slikum kjarnorkuvopnavörnum Nato, en de Gaulle hafnaði þvi, þar sem hann taldi Frakka ekki geta átt þaö undir Bandaríkja- mönnum, hvort kjarnorku- vopnum yrði beitt i þágu Frakka eða ekki. Þess vegna yrðu Frakkar aö eignast sin eigin kjarnorkuvopn. Þessi stefna de Gaulle sigraði, þrátt fyrir harða mótspyrnu kommúnista og fleiri á þeim tima. Nú hafa kommúnistar hins vegar alveg snúið viö blaðinu. Nú krefjast þeir, að það verði tekið upp i hina nýju stefnuyfirlýsingu vinstri bandalagsins, að Frakkar eigi að hafa áfram eigin kjarn- orkuvopn, án samstarfs viö aðra. Þetta vilja jafnaðar- menn ekki fallast á, þvi aö þeir vilja hafa óbundnar hendur til samstarfs við aðra og eiga þeir þá að sjálfsögðu við Atlantshafsbandalagið. _ Kommúnistar hafna þessu al- farið og segja Frökkum nauð- synlegt að hafa kjarnorku- varnir, sem þeir ráða yfir sjálfir. Mitterand hefur lagt til, að þessi deila milli flokk- anna verði leyst þannig, að þeir lýsi yfir þvi að eftir þing- kosningarnar verði látin fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það tvennt, hvort Frakkar hafi áfram eigin kjarnorku- vopn og hvort haldið skuli á- fram byggingu kjarnorku- vera, en þetta siðastnefnda er að verða mikið deiluefni i Frakklandi, þvi að umhverfis- varndarmenn halda uppi vax- andi mótmælum gegn bygg- ingu kjarnorkuvera. Talsvert slór hluti jafnaðarmanna hall- ast á þá sveif, en kommúnist- ar hafa tekið eindregna af- stöðu með þvi, að byggingu kjarnorkuvera verði haldið á- fram. ' MARGIR fréttaskýrendur telja, að raunverulega snúist þessi deila milli jafnaðar- manna og kommúnista um af- stöðuna til Atlantshafsbanda- lagins. Hin breytta afstaða kommúnista til kjarnorku- varna Frakklands stafi af þvi að þeir áliti auðveldara fyrir Frakka að taka upp hlut- leysisstefnu, ef þeir hafa sjálf- stæðar kjarnorkuvarnir, en séu ekki i samstarfi við aðra um þær, þ.e. Nato. Með þessu séu kommúnistar að undirbúa að Frakkar losi um tengslin við Atlantshafsbandalagið eða a.m.k. að koma i veg fyrir, að samstarfið við það verði nán- ara. Þá gætir þess mjög i mál- flutningi kommúnista, að þeir vilja ekki aö vörnum eða varnarþátttöku Frakka sé beint frekar gegn einum aöila en öðrum, eða m.ö.o. aö varn- aráætlununum sé ekki háttað þannig, aö eingöngu sé miðað við að ráðizt verði á Frakk- land að austan, heldur verði einnig miðað viö, að árás geti verið gerð að vestan. Þetta er óbein tilraun til aö leggja Sovétrikin og Bandarikin að jöfnu. Kommúnistar viröast ætla að fylgja þessari stefnu sinni fram af fyllstu einbeitni. Marchais hefur komizt svo að orði, að sú yfirlýsing Mitter- ands, að þetta mál eigi að út- kljá með þjóöaratkvæða- greiðslu sé mikiö áfall fyrir bandalag vinstri flokkanna. Hann hefur ennfremur sagt, að kommúnistar muni ekki undirrita nýja sameiginlega stef nuyfirlýsingu, nema mörkuð verði skýr stefna i þessum efnum. Mitterand virðisthins vegar ekki liklegur til að láta I minni pokann. Hann veitlika, að það gæti kostað jafnaöarmenn verulegt fylgistap. Ýmsir óháðir kjósendur, sem nú fýlgja jafnaðarmönnum aö málum, gætu snúizt á sveif með hægri flokkunum, ef það þættikoma i ljós, að Mitterand hefði látið Marchais beygja sig i þessu máli. Þ.Þ. Marchais og Mitterand að svara spurningum sjónvarps- manns JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.