Tíminn - 28.08.1977, Side 10

Tíminn - 28.08.1977, Side 10
10 Sunnudagur 28. ágúst 1977 Parísarbúar áhyggj u fullir vegna siðleys- isins í Boulogne skógi, en hvar eiga vændiskon- urnar að vera? Um sex hundruð stunda elstu atvinnu- grein heims þar Á hverju kvöldi taka sér stöðu i Boulogne skóginum i útjaðri Parisar um 600 vændiskonur og kynvillingar. Má þvi með sanni segja, að kynlegir kvistir skjóti nú rótum meðal þeirra trjáa, sem eitt sinn voru litlar hrislur- Napóleóns þriðja. Eða eigum við kannski að segja, að um skóginn hlaupi nú villtar disir og villt dýr? Sá, sem byrjar grein sina svo er enginn annar en franski blaðamaðurinn Jean Cau og ritar hann pistilinn i fréttaritið Paris-Match., Greinin erdálitið löng, en hún er alveg ótvitlaus. Blaða- maðurinn segir frá þvi, sem hann sér á einfaldan og kimilegan hátt. Hann spyr sjálfan sig um nútimasiðfræði, nútimaviðbrögð og lögin. Hann leyfir sér einnig að komast að niðurstöðu. „1 skóginum stóð kofi einn/ stóð þar litill jólasveinn”. Raul- andi þetta litla lag, hélt ég áleiðis út i Boulogne-skóg, Ég hafði heyrt, að þar myndi ég ekki koma aö tómum kofanum! Skógurinn blómstraði allur — i vændi. Ég veit vel, að kven- réttindakonur myndu reyna að stinga upp i mig, en það er ekki mér aðkenna, að vændi, sem sögð er elzta atvinnugrein i heimi og þær stúlkur sem hana stunda, fái margt karlmanns- blóðið til þess að renna hraðar, valdi hlátursköllum meðál- stráklinga og orsaki oft trega. Ég er lagður af stað i fréttaleið- andur um stærsta vændishús i heimi og ætla að rölta 68 km langar skógargötur og svæði, sem spannar yfir 862 ha. ,,Ó Paris, þú fegursta borg i heimi” Og þá birtist sýnin: Ung stúlka, há og ljóshærð hallar sér upp að trja'stofni og horfir ögr- andi út i bláinn. Hún minnir á einmana skógardis, sem farið hefur villigötur. Allt i einu stanzar svartur Citroen bill og út úr honum stfgur skeggjaður feitur 'karl, blekfinn. Nokkur- orðaskipti fara á milli þeirra og siðan er haldið stytztu leið inn i skóginn. Fréttaþyrstur og saklaus, vopnaður einni ljósmyndavél, — elti ég þau. Ég reyni að lita út eins og vistfræðingur. Glápari? Alls ekki. Er skógurinn ekki fyrir alla eða hvað? Og upp af jörðinni spretta sjö til átta gláp- arar orðum minum til sönn- unar. Þeir höfðu fylgzt með dömunni úr leyni, alveg eins og ég. Það sem kemur næst var óvænt. Þarna athafnaöi sá skeggjaði sig óhindrað i að að- eins 10 metra fjarlægð frá gláp- urunum. Hann var eins og skrattinn sjálfur með horn og klaufir. Hún var bara litið dýr. Og ég gat valið á milli við- bragða. Mér gat fundizt þetta ljótt og viðurstyggilegt: Allir þessir gláparar, vændiskonan, skakklappinn, sem fyrir 3 þúsund og 200 kall .... (Hér verður að taka fram, að verðið er allt frá 1600 og upp i 3200 krónur eftir þvi, hvað dömunni er uppálagt að gera, hvort hún afklæðist öll eða að hluta og svo framvegis.) Mér getur sem sagt fundizt þetta hryggðarmynd, en það er lika alltaf möguleiki á að hlæja bara að öllu saman og grinast að karlinum, sem sperrir sig þarna eins og geithafur yfir gró- andanum, eða á ég frekar að likja honum við rólegan postula, elskan að hinni guðdómlegu náttúru? Og svo eru það glápar- arnir, —• á svipinn eins og plöntusafnarar! Þetta er i raun- inni geðveikislega fyndið. 1 þriðja lagi gæti mér vel fundizt svipmyndin fögur: Skrattinn, skógardisin, fuglarn- ir, trén, vorið, skógurinn i allri sinni dýrð, ást uppi i sveit, áhorfendurnir. Var lifið ekki einmitt svona i helgum skógum Grikklands fyrir 2500 árum? Skeggur gamli handfjatlar bréfþurrku, kveður, stigur upp i bil sinn og ekur af stað. Stúlkan fer aftur á vörð. Einn, tveir, þrir, fjórir, fimm, sex, sjö við- skiptavinir koma. Þeir fá allir sömu afgreiðslu. Mér sýnast mennirnir vera af hinum ýmsu stigum, og fæ ég siðar staðfest- inu lögreglunnar á þvi. Einn fulltrúi hennar segir viðskipta- ■ Hér hefur lögreglan hankaðeina. Hún fær allt að 10 þúsund króna sekt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.