Tíminn - 28.08.1977, Side 13

Tíminn - 28.08.1977, Side 13
Sunnudagur 28. ágúst 1977 13 „Tvær vinstúlkur á götuhorni. Önnur bredda um níutíu kíló að þyngd, hin þrjátíu og fimm kílóa mjóna. Það er skammt öfganna á milli í viðskiptalífinu” svara hóp A því til, að lögreglan er bara lögregla, en lög eru lög. Frakkar rugla þessu tvennu iðulega saman. Lögreglan stendur sig i stykkinu. Ég hef séð hana i starfi og ég dáist að Max og félögum hans. Var allt sett á svið fyrir mig? Voru Max ogfélagar aðeins perlurá rusla- haug blekkingarinnar? Nei, það var ég sjálfur, sem valdi mér veiðinótt fyrirvaralaust. Þeir hefðu ekki getað búið til hinn reynslumikla Max aðeins fyrir mig. Ég sá lögregluna i starfi. Ég sá hið festumikla, „góða” og skynsamlega samband á milli allra aðila skógarins. Það gat enginn undirstungið vændiskon- urnar og sagt þeim að halda sér á mottunni, þvi að blm. væri i nánd. Nei, ég fullyrði, að þeir hlutir, sem ég sá, heyrði og skrifa nú um, eru raunveruleg- ir. Ég tek hinar 600 vændiskonur til vitnis um það, að lögreglan gerir skyldu sina. En þjóðfé- lagið og lögin, hvað gera þau? Lögreglan reynir dag eftir dag, nótt eftir nótt að halda aftur af vændisöldunni, sem skellur á þjóðarskútunni. Hvað getur hún annað? Nútiminn er það, sem hann er: hundruðir kynvillinga þræða göturnarögrandi. Ungfrú Olla og ungfrú Sonja (málsvar- ar vændiskvenna i Paris og útiá landsbyggðinni) heimta algjört frelsi starfsystrum sinum til handa. Kirkjan tekur þeim opn- um örmum, sjónvarpið fjallar um „uppreisnir” þeirra. Engri móður, engum ibúa i 16. hverfi, engum saklausum skógar- trimmara býður stjórnin til umræðna um málið. Skitkast i lögregluna er óþarfi. Verst ef grýta þyrfti hin mjög svo helgu lög! Reyndar. — Og nú svara ég B- hópnum. Hvaðgætu lögin gert? Gætu þau hreinsað Boulogne- skóg? Fráleitt. Ef þið tækjuð vændiskonurnar burt, hvert færu þær þá? Eitthvað annað. Það er augljóst. Við gerum ekki annað en hringsnúast. Sannleik- urinn er nefnilega sá, að vændi er ólæknanlegt mein i frjálsu þjóðfélagi, sliku sem okkar. (Ég skal játa, að við járnaga Pekin og Phnom-Penh horfa málin kannski öðru visi við....) Ég bendi siðferðiskenndinni á það, að þoli hún ekki að sjá vændiskonur tjalda til eilifra nátta undir berum háloftunum, skuli hún taka þær upp á sina eigin móðurarma. Við getum hvort sem er aldrei hrakið burtu skógar- og götuvændi. Og haldi menn, að hægt sé að skóla til heilu herina af vændiskonum og leiða þær siðan með faguryrð- um I „heiðarlega” atvinnu kassalifs okkar, kalla ég þá „Draumland”. Vafalaust hefur einhver árangur náðst i skólum. Sé tekin ein skeið úr hafinu, minnkar i þvi. Eigi tangarhald að nást á vændi, eigi að láta það greiða þjóðfélaginu réttlátan skatt af tekjum sinum, eigi að taka það frá augum barna okkar og okk- ur sjálfum, er eina ráðið að koma þvi i „hús”. Hvað sagði ég? Hús? A að gera rikið að melludólg? Já, þið hafið skilið rétt. Ég nenni ómögulega að tala við ykkur tæpitungu. Hvað er Boulogne-skógurinn (nú eða skógurinn i Vincennes, sem alls ekki er barnanna beztur...)? Hvað er Pigalle, Saint-Denis strætið, Barbes og vissar gang- stéttir á Saint-Germain-des- Prés? Þetta eru vændishús i fersku lofti og undir berum himni. Þessirstaðireru grimm- ari, hættulegri og sóðalegri en gömlu vændishúsin voru. Ég veit vel, hvað þið ætlið að segja. — Hvilfkur ósigur framfara, þjóðfélags og siðferðispostula, ef „húsin” yrðu aftur opnuð! Hvilik háðung! Samt sem áður Bilavændiskonur. Þær draga nafn sitt af ungum konum, sem eigi rföa hest nema i sööli, og eru kallaöar „amasónur”. Yngstu vændiskonurnar eru fyrir innan tvitugt. Þær koma gallaklæddar. væri þar hugrekkið að verki og eigum við að segja skynsemin. En þvi miður lifum við i þjóðfé- lagi blindrar siðferðiskenndar. Ég verð að játa það. O vox clamantis in deserto og Boulogneskógur! Rödd þin mun heldur ekki verða heyrð! Þýtt F.I. „Hópur kynvillinga, hryllilega farðaðir, klæddir himinbláu, bleiku, rauðu og hágulu, með hárkollur á skakk og skj ön’ ’ Vændiskonum finnst þaöóskrifuö lög starfs sins aögreiöa sektir viö og viö. Þær kippa sér ekki upp viö aö sjá lögregluna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.