Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 28.08.1977, Blaðsíða 21
20 Sunnudagur 28. ágúst 1977 Sunnudagur 28. ágúst 1977 21 Margrút Sigurftardúttir Hermansson. Tlmamynd Gunnar Hjá okkur er staddur góður gestur, kominn „austan um hyl- dýpis haf”. Það er frú Margrét Ilermanson i Ilelsingjaborg i Sviþjóð. Hið íslenzka nafn hennar er reyndar Margrét Þórunn Sig- urðardóttir en ættarnafnið Her- mansson hefur hún hlotið af veru sinni i Sviariki, sem orðin er harla löng. En Margrét er ekki þeirrar gcrðar, að hún gleymi föðurlandi sinu við að eyða ævi- dögunum fjarri þvi. Hún hefur lagt mikla stund á að kynna Svi- um ísland, og það var ekki sizt vitneskjan um það, sem hvatti höfund þessara lina til þess að sækja Margréti heim, þar sem hún dvaldist á heimili dóttur sinn- ar i Iteykjavik, og skrifa siðan viðtalið scm hér fer á eftir. ,,Það var næstum eins og að koma heim” — Og þá cr það fyrsta spurning- in, Margrét: Er það ekki rétt, sem ég hygg vera, að þú sért dótt- ir Sigurðar Sigurðssonar, fyrr- verandi sýslumanns á Sauðár- króki? — Jú, rétt er það, foreldrar mlnir voru Sigurður Sigurðsson, sonur séra Sigurðar i Vigur, og Stefania Arnórsdóttir en hún var dóttir séra Anrórs i Hvammi í Laxárdal. Ég var niu ára gömul, þegar við komum til Sauðár- króks.árið 1924, og má segja, aö þá hafi ég flutzt frá einum afa minum til annars, þvi Arnór afi minn var i'Skagafjaröarsýslunni. Við komum til Sauðárksóks i desember — i svartasta skamm- deginu — en þó er alltaf bjart yfir þeirri endurminningu i huga min- um. Við höfðum áður átt heima i Reykjavik i þrjú ár, en ég undi mér aldrei neitt sérlega vel þar, og það var næstum eins og að koma heim, að koma til Sauðár- króks. Þetta samfélag hentaði okkur börnunum einkar vel, kaupstaðurinn var eitthvað svo mátulega stór, og ég held að ég hafi skynjað það, að Sauðárkrók- ur og Skagafjörður yfirleitt, væru að taka okkur tveim höndum og bjóða okkur velkomin. Ég komst strax i barnaskóla á Sauðárkróki, og mér fór fljótt að þykja vænt um kennara mina þar. Skólastjóri var Jón Björnsson, frændi minn, einnig var Friðrik Hansen kenn- ari, og Pétur Sigurðsson kenndi söng Það kann að þykja ein- kennilegt,en mér finnst.að þessir þri'r menn hafi fylgt mér alla ævi mina, fram á þennan dag. — Þú sagðir áðan, að það hefði verið næstum eins og að koma heim að koma til Sauðárkróks. Hafðir þú áður átt heima i ein- hverjum öðrum, álika mann- mörgum bæ? — Já, það má al- veg taka svo til orða. Áður en við fluttumst til Reykjavikur, höfö- um við áttheima á Isafirði, en þó var ég alltaf mest hjá afa mi'num og ömmu i Vigur, og þvi' var ég eiginlega sveitabarn frá upphafi vega. Ég er elzta barnabam séra Siguröar og frú Þórunnar i Vigur, og það má nærri geta, hvort ég muni ekki hafa veriö mikið ömmu- og afabarn. Ég var alltaf meira eða minna i Vigur fram til niu ára aldurs, og enn er það nú svo, að þóttég hafiséð talsvert af veröldinni, þá er Vigur alltaf i huga minum perlan sem ber af öðrum stöðum. — Svo hefur þú alizt upp á Sauð- árkróki, éftir að þú fluttist þang- að með foreldrum þinum? — Já, ég átti þar heima til full- orðins ára. Ég fór I skóla á Akur- eyri, og tók gagnfræöapróf þar. Þá var ekki um annaö að ræða en að vera i burtu allan veturinn, þvi ekki voru nein tök á þvi að skreppa heim i jólaleyfi, eins og nú er orðið alsiða hjá skólafólki. Það var dásamlegt að alast upp i Skagafirði. Skagfirðingar eru svo glaðir og skemmtilegir, — og svo eruþaðnú blessaðir hestarnir þeirra, ekki spilla þeir. — Ég kynntist hvoru tveggja, mönnum og hestum i Skagafirði. Það kom alltaf margir á skrifstofuna til pabba og svo fékk ég stundum að fara með honum i embættisferðir og þá var ^uðvitað ferðazt á hest- um. Já, það var gaman að alast upp i Skagafirði, og ég kalla mig alltaf Skagfirðing. — Hélzt þú áfram námi að gagnfræðaprófi loknu? — Þegar gagnfræðaprófiö var að baki, vann ég fyrst i tvö ár á skrifstofunni hjá föður minum. Siðan vann ég i búð á Sauöár- króki, og i raun og veru vissi ég varla sjálf hvað ég vildi — fram- tiðin var óráðin. Svo var það einn góðan veðurdag, að einn bræðra minna sagöi við mig: Þú ættir að verða hjúkrunarkona. Jú, það varð úr, að ég fór á Hjúkrunar- kvennaskólann i Reykjavik og út- skrifaðist þaðan. Þar næst sigldi ég til Danmerk- ur til frekara náms. Við fórum tvær vinkonur, með Gullfossi i október 1939, rétt i byrjun heims- styrjaldarinnar. Ég var ung og bjartsýn ogmérdattekkiíhug að styrjöldin stæði nema skamma stund, henni hlyti að ljúka þá og þegar. En reyndin varð önnur, eins og allur heimurinn veit. — Varst þú svo lengi i Dan- mörku? — Mérlék hugur á aö komast til Sviþjóðar, þvi ég hafði hitt for- ystukonur sænsku hjúkrunar- kvennafélaganna á norrænu hjúkrunarkvennamóti i Reykja- vik. Þær spurðu mig þá, hvort ég vildi ekki koma til Sviþjóðar, og ég varð strax hrifin af þeirri hug- mynd. Ég skrifaði því sænskum hjúkr- unarkonum og óskaði eftir því að komast þangað, en samgöngur á miili Danmerkur og Sviþjóöar voru i meira lagi stirðar, ekki sizt eftir að Þjóðverjar hernámu Danmörku voruð 1940. Ég var i Danmörku veturinn 1939-40, og komst ekki til Sviþjóðar fyrr en i ágúst 1940. En þegar til Stokk- hólms kom, var búið að veita stöðuna, sem ég hafði sótt um á Karólinska sjúkrahúsinu þar i borg, enda enginn skortur á hjúkrunarkonum i landinu um þessar mundir. Ég var spurð, hvort ég vildi ekki fara til Gavle, og þá spurði ég á móti hvort það væru nokkur fjöll þar! — og bað siðan um kort af Sviþjóð. Svona var nú íslend- ingurinn rikur i mér! — Og fórst þú svo þangað? — Já, ég fór til Gavle, og var það ihálft annað ár. Þar næst var ég i Uppsölum. Þar kynntist ég sænskum manni, og við gengum i hjónaband árið 1942. Hann er lög- fræðingur, og hafði nýlega fengið stöðu i Helsingjaborg, þegar þetta var. Við fluttumst til Hels- ingjaborgar, og höfum átt þar heima siðan. — Þar meö’voru örlög þin ráð- in? — Já, h'f okkar er einkennileg vegferð, og liklega ráðum við sjaldnast okkar næturstað. Það var leitað i átthag- ana — Hélzt þú áfram að starfa sem hjúkrunarkona, eftir að þú varst orðin gift kona i Sviþjóð? —Nei, framan af árum gerði ég það ekki. Við hjónin eignuðumst fjögur börn, sem fæddust með til- tölulega skömmu millibili, og á meðan var ég alveg bundin við heimilið. Enn fremur var málum þannig háttað i Sviþjóð þá, að giftar konur höfðu litið upp úr þvi að vinna utan heimilis. Tekjur konunnar voru lagðar við tekjur mannsins, og svo var lagt á þau i einu lagi. A þessum árum lá við að giftar konur þyrftu að gefa mér sér, ef þær vildu vinna utan heimilis. En á seinni árum hleyp ég stundum i skörðin i sumarleyf- um. Nú er mikill skortur á hjúkr- unarkonum i Sviþjóð. Á meðan börn okkar voru ung, fór ég jafnan með þau hingað heim til Islands á sumrin. Þá kom það stundum fyrir að ég ynni hér á Landspitalanum, einn og einn mánuð i einu, á meðan börnin dvöldust i sveit. Þetta var ákaf- lega góður og skemmtilegur timi fyrir okkur öll. Börnin voru him- inlifandi isveitasælunni hérna, og ég hafði bæði gagn og gleði af þvi að vinna á sjúkrahúsi hér heima. — Voru börn þin þá i Skagafirð- inum, á æskuslóöum móöur sinn- ar? — Já, fyrst I stað, en þau voru lika i Eyjafirði á Hvanneyri og i Mýrdal. Það var ákaflega gott fyrir þau að vera dálitið viða, þvi að þau kynntust landinu og þjóð- inni svo vel með þvi móti. — Voru þetta mörg sumur, sem þiö eydduö á þennan hátt? — Við vorum vön að koma svona fjórða- eða fimmta hvert ár. Svo notaði maöurinn minn venjulega sumarfri sitt til þess að koma hingað og verða okkur samferöa heim tilSviþjóðar, þeg- ar sumardvöl okkar hér var á enda. — Börnin hafa lært móöurmál sitt vel, þar sem þau voru svona oft langdvölum hér á landi? — Já, það má segja, að þau hafi lært það nokkuð vel, en þvi miður var of langt á milli sumranna, sem þau voru hér, og ég talaði aldrei islenzku við þau i Sviþjóð. Þó fóru tvö þeirra i islenzkan skóla, þegar þau höfðu lokið gagnfræðanámi i Sviþjóö, og þau eru stúdentar frá menntaskólan- um á Akureyri. Tvö barna minna unnu i fiskvinnu i Vestmannaeyj- um, sonurminn var i símavinnu á sumrin og fór viða um land, og dóttirmin vann i sild á Siglufiröi. man sólskinið!” rænt samstarf yfirleitt ekki nærri eins mikið og nú. Þó kom alltaf margt fólk til þess að hlusta á það, sem ég var að segja. Ég tal- aði á menningarkvöldum, og þeg- ar Halldór Laxness fékk Nóbels- verðlaunin komu forráðamenn einnar stærstu bókabúðar i Hels- ingjaborg til min og báðu mig að halda „bókakvöld” um Laxness. Mér var auðvitað ljúft að verða Hannes á Núpstað. Margrét minnist hans einkar hlýlega I þessu viðtali, * og sannarlega er hún ekki ein um þaö að eiga góöar minningar um þennan skaftfellska öölingsmann Ljósm. Páll Jónsson Það má þvi segja að þau hafi kynnzt íslandi og Islendingum, bæði i skóla og utan hans. — Hefur þú ekki frætt fléiri börn en þin eigin um tsland og ts- lendinga? — Já, vist hef ég kynnt tsland, en þó hygg ég aö ég hafi eignazt ennþá fleiri áheyrendur meðal fullorðins fólks en barna. Það mun hafa verið um 1950, sem fyrst var komið til min og ég beð- inað segja frá tslandi. Ég byrjaði þá að ferðast um og segja frá Is- landi og tslendingum. Ég fór lika i skólana, til dæmis á norræna deginum, og talaði um land og þjóð. — Vissi sænskur almenningur ekki litið um tsland og islenzkt mannlif, þegar þú byrjaöir aö fræöa um þessa hluti? — Jú, þekkingin var víða litii, enda voru aðstæöur þá gerólikar þvi sem þær eru nú. Samgöngur voru með allt öðrum hætti og nor- við þeirri beiðni og ég var svo heppin að hjá mér voru þrjár ungar stúlkur heiman frá Islandi. Við bjuggum okkur nú islenzkum •búningi, fórum niður i bókabúð, sungum og lékum á gitar, og auk þess talaði ég um Laxness og bækur hans. Þessu var ákaflega vel tekið, og mörgum árum seinna kom til min maður og sagði, að þetta hefði opnaö sér leið að islenzkum bókmenntum. — Þú getur áreiöanlega sagt mér margtfleira um þá starfsemi þina aö kynna tsland á sænskri grund? — Já, þetta hefur aukizt með árunum. Ég á sæti i stjórn Nor- ræna félagsins, og starf þess hef- ur aukizt mikið á siðari árum. Þá hefur eðlilega komið I minn hlut að hjálpa til við Islandskynning- una. Fyrir fáum árum vorum við með svokallaða norræna viku. Þar talaði ég um „bókina um bæ- inn minn”. — það er að segja, ég ræddi um bókina um Sauðárkrók. Þá var i bókasafni Helsingja- borgar mjög falleg sýning frá Reykjavik, og það var þar sem ég talaði um Sauðárksóksbókina. Hún er framúrskarandi fögur og verðskuldar fullkomlega, að um hana sé rættog hún kynnt, heima sem erlendis. ísland I sænskum barna- timum - Er ekki þakklátt verkefni að taia um tsland i Sviþjóö? — Jú. Fólk er alltaf sólgið i að heyra um ny stárlega hluti, — eitt- hvað annað en það hefur fyrir augum og eyrum á hverjum degi. Ég hef til dæmis oft talað um is- lenzk jól og jólasiði, og nú þegar er búið að panta hjá mér eitt slikt erindi, sem ég mun halda i haust. Ég ætla þá að gera laufabrauð og hafa það með mér. Ég geri alltaf laufabrauð heima hjá mér, og börnin min hafa lært það lika. Á „norrænu vikunni” fyrir fjór- um árum brugðu skólarnir á það ráðað helga hverju Norðurland- anna einn dag. Einn daginn var það Danmörk, annan Noregur, hinn þriðja tsland o.s.frv. Ég var beðin að útbúa hefti um tsland fyrirfyrstuþrjá bekkina og sfðan annað fyrir aðra þrjá bekki. Ég gerði nú þetta, skrifaði og las fyir eldri börnin, en söng eitthvað fyrir þau yngstu. Ekki man ég nú lengur hvert orð, sem eg sagði og skrifaði, en ég man, að ég talaði um eldinn og isinn og sitthvað, sem er öðru visi á Islandi en i Svi- þjóð. Þetta varð til þess, að dag- skrárgerðarmenn hjá sænska út- varpinu hringdu til min og báðu mig að gera dagskrá um tsland fyrirbarnatima útvarpsins. 1 Svi- þjóð er þetta þannig, að barna- timar eru tvisvar á dag, kl. 8.15 að morgni og svo aftur kl. 16.00. Þetta erá hverjum degi alla daga vikunnarog nú fékk ég heila viku til umráða. Þetta var auðvitað gifurlega mikil vinna, en það lika mikil tslandskynning. Ég byrjaði á þvi að tala um tsland, hvar á hnettinum það væri, hvernig það hefði byggzt, og hvenær. Ég tal- aði um Hrafna-Flóka og Ingólf Arnarson, Reykjavik, hitaveit- una, eldfjöllin og jöklana. Svo komað þvi að ég fór að segja frá þvi, þegar ég var sjálf barn á ts- landi. Ég sagði frá því, hvernig það hefði verið að vera litiðbarn á Isafirði og i Vigur, ég talaði um þessi þrjú ár sem ég átti heima i Reykjavik, — og gleymdi auðvit- að ekki Skagafirðinum! A laugardaginn — seinasta daginn sem ég hafði til umraða talaði ég um islenzk jól, eins og þau voru i gamla daga. Ég talaði um jólasveinana, Grýlu, jólakött- inn og margt fleira, sem tengt var jólahaldi tslendinga fyrr á tim- um. En ég tók fram, að nú væri þetta breytt, jólin væru haldin heilög með öðrum hættiogfyrr, — og Grýla gamla væri i fjöllunum og kæmi aldrei framar að hræða litil börn. — Kunni ekki unga kynslóðin I Sviþjóð að meta þessa fræöslu? — Sannleikurinn er sá, að ég veitekki mjög mikið um viðbrögð barnanna, en fullorðna fólkið hef- ur látið þeim mun meira til sin heyra. Mjög margir hafa látið i ljós ánægju með þessa þætti mina og ég hef oft verið að þvi spurð, hvort ég vilji ekki hafa forystu fyrir hópi sænskra manna til Is- lands. — Það held ég þú ættir að gera. — Ég veit ekki. Þvi fylgir ákaf- lega mikið umstang og erfiöi en sannarlegá væri það gaman. — Og þú ætlar auövitaö aö halda áfram þeirri ágætu starf- semi að segja frændum vorum i Sviþjóð frá íslandi og tslending- um? — Já, það geri ég. Þegar ég kem heim til Sviþjóðar úr þessari tslandsferð, núna eftir fáa daga, ætlum við að halda nokkra „menningardaga” sem við köll- um svo af þvi tilefni að Norður- landaráð átti tuttugu og fimm ára afmæli fyrr á þessu ári. Ætlunin erað hvert land fái þar sinn skerf, og ég er þegar búin að lofa að hjálpa til við þetta verkefni. Seta i bæjarstjórn og nefndastörf — Hefur þú haft nokkurn tima tilþess að gefa þig aö öörum opin- berum störfum en þeim sem viö höfum þegar talaö um? Já, það hef ég reyndar gert. Arið 1955 var mér boðið sæti i skólanefnd Helsingjaborgar. Það var mikið starf, en fróðlegt og skemmtilegt. A þessum árum varð bylting i skólamálum Svia. Hún hafði margt gott i för með sér, en breytingin fór fram með of miklum hraða, og þvf fylgdi glundroðiog öryggileysi, bæði hjá nemendum og kennurum. Ég sat i þessari nefnd i átján ár. Þá fannst mér timinn þar orðinn alveg nógu langur, svo ég fluttist yfir i aðra nefnd, — hafnarnefnd Helsingjaborgar — þar sem ég hef setið nokkur undan farin ár. Höfnin i Helsingjaborg er i raun og veru sjálfstæð eining i bænum og er rekin eins og sjálfstætt fyrirtæki. Þetta er næst-stærsta höfnin i Sviþjóö — næst á eftir Gautaborg — og starfsemi i tengslum við hana hefur aukizt gifurlega á siðari árum. A siðast- liðnu ári fóru rúmlega sextán milljónir ferðamanna um sundið á milli Helsingjaeyrar og Helsingjaborgar, fyrir utan ara- grúa af bi’lum, sem fluttir voru á ferjum á milli. — Þaö er þá liklega ekki neitt smáræðis verk að sitja I stjórn sliks fyrirtækis? — Það er ákaflega gaman og lærdómsrikt, og gaman er að is- lenzku skipin hafa mjög aukið komur sinar þangað á siðari ár- um og þvi ber islenzka fánann oft fyrir augu. Skip Eimskipafélags tslands og lika „Arnar”, Selá, Langá o.fl. hafa komið til okkar og þetta táknar það að islenzk skip koma til Helsingjaborgar að minnsta kosti þrisvar i hverjum mánuði. Arið 1961 hlaut ég sæti i bæjar- stjórn Helsingjaborgar, og hef setið þar siðan að undan skildu einu kjörtimabili, og nú er ég varaforseti bæjarstjórnar. — Þetta eru ærin störf og hljóta aö taka mikinn tima? — Já, rétter það en liklega hef- ur áhuginn á opinberum málum fylgt mér að heiman og ef til vill verið i blóði minu frá upphafi. Þegar fólk fer að sinna opinber- um störfum, vill það oft færast i aukana. Ég hef starfað i einni af deildum Rauða Krossins i Helsingjaborg, og verið formaður hennar um árabil. Auk þess hef ég verið formaöur í pólitiskum kvenfélögum. Vinnuþjónustan Ég hef lika veitt forstöðu sam- tökum til hjálpar gömlu fólki. Alls staðar, þar sem stórborgir mynd- ast, verða mikil brögö að þvi að gamalt fólk einangrist og verði útundan, og þar er verk að vinna. Siðan 1962 höfum við haldið sam- komur, sem sérstaklega eru ætlaðargömlu fólki, annan hvern miðvikudag allan veturinn, — og má þó reyndar segja að haust- iðfylgimeð — þvi að þessi starf- semi stendur yfir frá þvi i septemberbyrjun og til mailoka ár hvert. Þar er sungið, haldnir fyrirlestrar og sýndar myndir. Þú segir kannski lika frá ls- landi á þessum samkomum? — Það hef ég gert, og þetta gamla fólk kannast vel við tsland. Það er ánægjulegt að mæta á förnum vegi gömlum manneskj- um sem heilsa manni með sól- skinsbrosi og segja að nú hafi þau nýlega séð eitthvað frá Islandi i sjónvarpinu. — Eru þessar samkomur gamla fólksins ekki fjölsóttar? — Jú, gestafjöldinn hefur kom- izt upp i þetta fjögur til sex þús- und á vetri, en þá eru kaffigestir að visu meðtaldir. Ég hef notið aðstoðar um það bil sextiu kvenna við þetta starf, sem allt er unnið i sjálfboðavinnu, enda köll- Frh. á bls. 39 „Gleymi rigningunni, Þau una sér vel I keltu Margrétar, dóttursonur hennar, Stefán Pétursson, og kötturinn Þórbranda. — Viö skulum gera ráö fyrir, aö nafn kisu eigi að minna okkur á Þór, hinn forna Guö, enda hafa norrænir menn löngum munaö eftir honum, þegar þeir völdu ungviðum nöfn, hvort sem þau gengu á tveiin fótum eða fjórum. Timamynd Gunnar. m----------------------►

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.