Tíminn - 02.11.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.11.1977, Blaðsíða 15
Mi&vikudagur 2. nóvember 1977 15 lesendur segja , ,Músarrindlarnir 9 } Um nokkurt skeið hefur þaö verið mörgu lítilmenninu af- þreying aö rita niö um alþingis- menn og störf þeirra á þingi og utan. Þessi skemmdarverka- starfsemi hefur beinzt aö Al- þingi, alþingismönnum og stjórnmálaflokkunum. I staö þess aö starfa innan þess stjórnmálaflokks, sem skástur þykir, og vinna þar aö þvi aö bæta hann, þá velja þess- ir skemmdarverkamenn sér þaö hlutskipti, að standa utan flokka og hrópa niöur alltog alla sem aö stjórnmálum vinna. Þetta fölk er skaölegt þjóöinni og hefur þegar haft of mikil áhrif. NU gerist það I viötals- þætti i dagblaöinu Vísi, aö Matthias Johannessen, ritstjöri Morgunblaösins, tekur undir orð skemmdarverkamanna meö þvi aö láta hafa eftir sér eftirfarandi: „Þegar ég mæti Islenzkum þingmanni á götu hugsa ég nú ekki hærra en til músarrindils, og þykirþað verst þegar músarrindlarnir reyna aö telja sjálfum sér og öörum trú um aö þeir séu komnir úr arnar- hreiöri.” Matthias Johannessen hefur vegna stöðu sinnar sérstaklega persónuleg kynni af alþingis- mönnum Sjálfstæöisflokksins og jafnframt veruleg kynni af öör- um alþingismönnum. Orð Matthiasar um þing- mennina er enn eitt lóðiö á þá vogarskál, sem skemmdar- verkamenn nota við iöju sina, þetta lóð vegur mikið þar sem Matthias er af mörgum virtur vel og þvi eru þessi hvatvislegu orð hryggileg. SæmstværiMatthiasi aö biöja alþingismenn opinberlega af- sökunar á þessum orðum, en hins vegar gæti hann bjargað sér aö nokkru meö þvi aö birta I Mbl. kvæði Guöm. Inga Kristjánssonar „Músarrindill”, en þaö lýsir nokkuð þeim kost- um, sem flestir alþingismenn okkar eru gæddir. Músarrindill Þegar aörir fara og flýja, finna veröld bjarta og hlýja, kyrr I sínum heimahögum harður músarrindill býr. Hann er öllum öðrum smærri, eltir þó ei hina stærri. Undan myrkri og isalögum aldrei hann úr dalnum flýr. Hinir fara og heiminn kanna, hylla dýröir stórveldanna, fyrir páfa og soldán syngja sólarljóð frá heimskautsbaug, öðlast frægö af flugi og ljóö- um, frama sig með heldri þjóöum, lifa vel og efla og yngja anda sinn I timans laug. Vist er gott þar syðra aö sitja sönglist háa kórar flytja, þar má njóta náms hjá snjöll- um næturgölum suöurheims. ís og fannir þar ei þreyta, þar er sifelld hitaveita. Ljóma þar i litum öllum leikhústjöld hins viða geims. Rindill situr heima hægur, hirðir ekki aö veröa frægur. Hræöum þeim, sem eftir eru, yrkir hann sin kotungsljóö. Sé þar litla list að heyra, láta þau samt vel i eyra. Rikust er i raun og veru röddin hans á bernskuslóð. Aörirbera fötin fegri, frakka- stélin merkilegri, Hann ergráum kufli klæddur, kvartar ekki um rýran skammt. Þótt viö hret og hörku byggi, hann er alla stund sá tryggi. Illa búinn, illa fæddur unir hann i dalnum samt. Suöur flugu sumargestir, svo sem lóur, erlur, þrestir. Þeirra vegna aö vetrarlagi væri byggöin auð og tóm. Músarrindill ver og varöar vonir sinnar fósturjarðar, leggur yfir lund og bæi lifstrú sina og gleðihljóm. (G.I.K.) Þaö erfróölegtað bera saman hugsunarhátt skáldanna Guö- mundar Inga og Matthiasar. Annar yrkir lofsöng um músarrindilinn, en hinn notar heiti þessa litla fugls í niöur- lægingarskyni gagnvart þeim mönnum, sem þjóöin hefur valiö sem sína beztu og hæfustu sér til stjórnar. Ef Matthias ekki vill sitja á bekk meö niöurrifsöf lum þjdðarinnar, gömlum nasistum, pólitiskum framagosum og sliku hyski veröur hann að biöja þingmenn fsökunar. Kristinn Snæland Sinfóníuhljómsveit Islands: Aukatónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Stjórnandi Páii P. Pálsson Einleikari Detlef Kraus Söngsveitin Filharmonia, Einsöngvarar: Elisabet Erlingsdóttir, Sigriður E. Magnúsdóttir, Ruth Magnús- son, Guðmundur Jónsson, Kristinn Halls- son, Sigurður Björnsson. Flutt verður Svita nr. 3 eftir Bach, Pianó- sónata op. 1 nr. 1 eftir Brahms og Kór- fantasia eftir Beethoven. Áskriftarskirteini gilda ekki að þessum tónleikum en aðgöngumiðasala er i Bóka- búð Lárusar Blöndal og Bókav. Sigfúsar Eymundssonar og við innganginn. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 31. október 1977. Starf hjúkrunar- / fræðings við Heilsugæslustöðina á Selfossi er laust til umsóknar nú þegar. Hálft starf kemur til greina. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigöis- og tryggingamálará&uneyt- Heiibrigðis og tryggingamálaráðuneytið 27. október 1977. Staða skólastjóra Lyfjatæknaskóla íslands skv. 4. gr. reglugerðar um nám og starfsréttindi lyfjatækna nr. 183/1973 er laus til um- sóknar. Gert er ráö fyrir að staðan sé hlutastarf lyfjafræðings i lyfjabúð eöa lyfjagerð. Stöðunni er raðað til launa i launaflokk A-22 sam- kvæmt gildandi kjarasamningum starfsmanna rikis- ins. Umsóknir sendist skólastjórn Lyfjatæknaskólans, Heil- brigöis- og tryggingamálaráðuneytinu. Upplýsingar veitir skólastjóri skólans i sima 82939, fimmtudaga kl. 10-12 og skólastjórn i sima 28455. Umsóknarfrestur er til 28. nóvember 1977. Góðir hestar ^ Walter Heldmann, eldri, óskar eftir að kaupa tamda hesta til útflutnings. Þeir sem hafa hesta til sölu vinsamlegast hafi samband við Sigurður Hannesson & Co. h.f. Ármúla 5 Reykjavik, simi 8-55-13. Skátar Skátar Munið kvöldvökuna í íþróttahúsi Hagaskólans við Neshaga í kvöld kl. 20. Söngur, gleði, gaman. Aðgangur kr. 300.— B.Í.S. Lucos CAV Ljósastillum alla bíla BLOSSI SKIPHOLTI 35 v"‘,un so R F Y K I AV/1K tVAl Rafmagnsviðgerðir fyrir Lucas og CAV BLOSSX SKIPHOLTI 35

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.