Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 9

Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 9
Föstudagur 9. desember 1977 9 Fyr sta bréf askákþingi Islands lokið Bréfskákþing tslands 1976, það fyrsta, sem haldiO hefur veriö hófst í júnf 1975, og lauk á yfir- standandi ári. Keppendur voru 50 taisins I fjórum styrkleikaflokk- um. t A-flokki var keppt um titil- inn Bréfskákmeistari tslands 1976. Þátttakendur voru 13, og uröu úrslit þau, aö þeir Jón Páls- son, Kópavogi, og Kristján Guö- mundsson Reykjavlk uröu jafnir og efstir meö 10 1/2 vinning hvor. Þessir annars velþekktu skák- menn deildu því meö sér ofan- greindum titli. önnur úrslit I þeim flokki efstu menn taldir: 3. Frank Herlufsen, Ólafsfiröi, hlaut 8 1/2 vinning 4. Askell örn Kárason, Reykja- vik,.hlaut 8 vinninga 5. Trausti Björnsson, Eskifiröi, hlaut 7 1/2 vinning 6. Bjarni Magnússon, Reykjavik, hlaut 7 vinninga 7. Guðmundur Aronsson, Reykja- vik, hlaut 6 1/2 vinning 8. Gunnar Finnlaugsson, Selfossi, hlaut 6 vinninga Þessir bréfskákmenn hafa allir rétt til aö keppa I landsliösflokki. t B-flokki voru 12 keppendur. Orslit þar urðu: 1.-2. Arni Stefánsson, Reykjavlk, Þóröur Egilsson, Seltjarnarnesi, hlutu 9 vinninga 3.-4. Haukur Kristjánsson, Hafnarfirði, Arni B. Jónasson, Kópavogi, hlutu 8 1/2 vinning. Þessir fjórir hljóta einnig rétt til keppni I landsliðsflokki. 1 C-flokki (10 keppendur) urðu hlutskarpastir: 1. Magnús Þorsteinsson, Borgarfirði eystra, með 8 1/2 vinning 2. Björn Sigurjónsson, Vik i Mýr- dal, hlaut 7 vinninga. D-fiokkur var tviskiptur: í 1. riðli urðu efstir: 1. Gunnar örn Haraldsson, Reykjavik, með 7 vinninga (af 7) 2. Ingi Bjarnason, Hvamms- tanga, með 6 vinninga. 1 2. riðli bar sigur úr býtum: 1. Jón Þ. Björnsson, Borgarnesi, hlaut 5 1/2 vinnning (af 6) Bréfskákþing lslands mun hefjast 15. janúar 1978 með svip- uðu sniði og það fyrra, nema hvaö flokkarnir heita landsliðsflokkur, meistaraflokkur, 1. og 2. flokkur. Ráðgert er, að keppt verði i 7 manna riðlum, nema I landsliðs- flokki, ef þátttaka leyfir slika skiptingu. Einfaldast er að til- kynna þátttöku með þvi að leggja mótsgjaldiö — kr. 2.500 — inn á giróreikning nr. 42580 — 6. Utaná- skrift: Þórhallur B. Ólafsson, v/Bréfskákadeildar Skáks. isl., Laufskógar 19, 810 — Hveragerði. Landskeppni i bréfskák við Svi- þjóð hófst i febrúar 1976 á 20 borö- um, tvær skákir á hvern kepp- anda. Staðan I þessari keppni mun ver.ai3 1/2:11 1/2 Svium i vil. Fyrir dynum stendur nú önnur landskeppni af þessu tagi, við Finna, en þeir iðka mikið bréL skákir, þótt ekki séu þeir eins sterkir á þvi sviði og Sviar. Bréf- skákanefnd hvetur þá skákmenn, sem áhuga hafa á þvi að tefla tvær skákir, að hafa hið fyrsta samband við einhvern nefndar- manna. Þessi keppni þarf helzt að geta hafizt 1. janúar n.k. Nefnd- armenn eru: Þórhallur B. Ólafsson, Lauf- skógum 19, Hveragerði, Jón Þ. Þór, Langholtsvegi 90, Reykjavik Bjarni Magnússon, Þórufelli 4, Reykjavik. Andvari kominn út Andvari, timarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvina- félagsins er kominn út. Aðalgrein Andvara að þessu sinni er ævisöguþáttur Egils Gr. Thorarensens kaupfélagsstjóra i Sigtúnum á Selfossi eftir Guð- mund Danielsson rithöfund en annað efni ritsins eftirfarandi: Björn Jónsson á Kóngsbakka: Tveir þættirog ein ræða: Þórodd- urGuðmundsson: Gustaf Larsson höfuöskáld gotlenskrar tungu: OlafurHalldórsson: Hvað heiti ég nú?: Páll Þorsteinsson: Visa Orms: Valdimar Björnsson: Ræða (flutt á fundi Þingeyinga- félagsins i Reykjavik 20. marz 1945): Páll Björnsson: Kenni- dómsins spegill (Kolbeinn Þor- leifsson bjó til prentunar og ritaði inngang og eftirmála): Jóhann Gunnar Ólafsson: Frá bemskutið Sigurðar skálds Sigurðssonar: Stephan G. Stephansson: 50 stök- ur (Finnbogi Guðmundsson valdi). Þetta er hundraðastiog annar árgangur Andvara.Ritstjóri hans er dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. Ný verzlun í Kópavogi Nýlega var opnuð I Kópavogi verzlunin Leikborg. Hún er til húsa aö Hamraborg 14 og verzlar mest meö leikföng, búsáhöld og gjafavörur. Eigendur eru hjónin Ragnhildur Kjartansdóttir og Hilmir Þorvaröar- son. Framsóknarfélags Reykjavíkur Margir glæsilegir vinningar: Ísskápur - Flugferðir ti/ Evrópu - Fatnaður Matvæii i stórum stii - Myndavéiar - Hljómflutningstæki - Húsbúnaður - Og margt, margt fleira verður í Sigtúni við Suðurlandsbraut SUNNUDAGINN 11. DESEMBER Húsið opnar kl. 19.30 og bingóið hefst stundvíslega kl. 20.30 FORÐIST BIÐRÖÐ OG TRYGGIÐ YKKUR MIÐA í TÍMA Forsala aðgönqumiða er á skrifstofu Framsóknarflokksins að Rauðárárstíg 18 í dag 9. desember frá kl. 9 9—5 og á morgun laugardaginn 10. desember kl. 10—12. Ánægjuauki: Happdrætti með góðum vinningum í einum bingó-vinningi: Allar jólabækur frá bóka- útgáfunni Örn og Örlygur — verðmæti 160.000 kr. Hólasport - Sími /7-50-20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.