Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 15
Föstudagur 9. desember 1977
ursögn Alans Bouchers og
þýðingu Helga Hálfdánar-
sonar. Tilkynningarkl. 9.30.
Þingfréttirkl. 9.45. Létt lög
milli atriða Morgunpopp kl.
10.25. A bókamarkaðinum
kl. 11.00: Lesið úr þýddum
bökum.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Við vinnuna:
Tönleikar.
14.30 Miðdegissagan „Skakkt
númer — rétt númer” eftir
Þórunni Elfu Magnúsd.
Höfundur les sögulok (22)
15.00 Miðdegistónleikar.
Filharmóniuhljómsveit
Berli'nar leikur „Silkistig-
ann”, forleik eftir Rossini:
Ference Fricasay stjórnar
Filharmóniusveitin i New
York leikur „Also sprach
Zarathustra” sinfóniskt ljóð
op. 30eftir Richard Strauss:
Leonard Bernstein stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 útvarpssaga barnanna:
„Hottabych” eftir Lagín
Lazar Jósiforvitsj Oddný
Thorsteinsson les þýðingu
sina (3).
17.50 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. . Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Söguþáttur. Umsjónar-
menn: Broddi Broddason og
Gi'sli Agúst Gunnlaugsson
sagnfræðinemar.
20.05 Frá tónleikum
Sinfóniuhl jómsveitar ts-
lands i Háskólabiói kvöldið
áður: — fyrri hluti. Stjórn-
andi: Russland Ráytscheff
frá Búlgariu Einleikari:
Jórunn Viðar. a. Hátiðar-
forleikur eftir Wesselin
Stojanoff. b. Pianókonsert
eftir Jórunni Viðar. — Jón
Múli Amason kynnir tón-
leikana - .
20.50 Gestagluggi Hulda
Valtýsdóttir stjórnar þætti
um listir og menningarmál.
21.40 Einsöngur: Elly
Ameling syngur lög eftir
Schubert Dalton Baldwin
leikur á pianó.
22.05 Kvöldsagan:
„Fóstbræðra saga” Dr.
Jónas Kristjánsson les
sögulok (12). Orð kvöldsins
á jólaföstu.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.45 Afangar Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
og Guðni Rúnar Agnarsson.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
sjónvarp
Föstudagur
9. desember 1977
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.45 Á skíðum yfir Grænland
(L) Finnsk mynd um ferða-
lag þriggja manna norður
með vesturströnd Græn-
lands og siðan yfir isilagt
hafið til Kanada. Þýðandi
og þulur Bogi Arnar Finn-
bogason. (Nordvision —
Finnska sjónvarpið)
21.25 Kastljós (L) Þáttur um
innlend málefni. Umsjónar-
maður Ómar Ragnarsson.
22.30 Rio Grande Bandarfsk
biómynd frá árinu 1950.
Leikstjóri John Ford. Aðal-
hlutverk John Wayne og
Maureen O’Hara. Sagan
gerist skömmu eftir borg-
arastyrjöldina i Bandarikj-
unum á öldinni sem leið.
Herdeild er falið að vernda
landnema i suðvésturfylkj-
unum gegn árásum indiána.
Þýðandi Jón Thor Haralds-
som
00.10 Dagskrárlok. •
itaA'inisi
15
David Graham Phillips:
SUSANNA LENOX
Jón Helgason
vaxtagreiðslum — allir reyndu að bjarga sjálfum sér,
þegar ekki var lengur unnt að fleytast áfram. Þeir
kveiktu í búðum sínum og húsakynnum. Tvívegis hafði
hús verið brennt ofan af Brashearsfólkinu á flækingi
þess milli leiguhjallanna. Tómas gamli svaf því illa og
var á sífelldu snuðri uppi um alla ganga og niðri í
kjallara.
Hann sagði Súsönnu það sem reyndar var öllum
vitanlegt, að flestir húsbrunarnir væru af mannavöld-
um. Og þegar hann hafði bölvað þeim, sem kveiktu í hús-
um sínum, byrjaði hann strax að bera i bætifláka fyrir
þá.,,Þetta er ein bölvunin, sem þjóðfélagshættirnir leiða
yfir okkur", sagði hann. ,,Þetta er allt þeim að kenna.
Þessir búðareigendur og verkakarlarnir líka — þeir hafa
haldið, að þeir séu sjálfstæðir menn, en í raun og sann-
leika eru þeir ekki annað en þrælar, sem blóðsugur yf ir-
stéttanna hafa blekkt. En þessir smákaupmenn hér eru
að reyna að sleppa úr f jötrunum. Hvernig er hægt að
losna úr þeim? Jú, með því að hóa saman fáeinum
verkakörlum og láta þá vinna fyrir sig og hirða bróður-
partinn af arðinum. Þegar menn hafa nurlað saman svo
miklu, að þeir geta tekið aðra í sina þjónustu — þá er það,
sem þeim fara að gefast tækifæri til þess að yfirgefa
þrældóminn og taka sér sess meðal höfðingjanna —
húsbænda þrælanna".
Súsanna kinkaði kolli.
,, Hvernig geta svo vesalingar eins og ég dregið saman
það fé, sem þarf til þess að geta tekið þræla á leigu?
Með hundruðum smásvika, sem hvert um sig eru lítil-
mótleg og andstyggileg. Með því að þræla sjálf ir og láta
fólk sitt þræla. Með því að svíkja vog og mál, selja
skemmdan mat, selja eitur, kveikja í til þess að fá
vátryggingarféð. Þessar íkveikjur — þær eru fyrsta
þrepið í stiga hamingjunnar. Þú hefur auðvitað heyrt
talað um þá i sunnudagaskólunum, þessa fallegu stiga
sem við verðum að skríða upp til þess að öðlast hamingj-
una?"
„ Já", sagði Súsanna, „það er svo mörgu logið um guð
og menn".
Súsönnu veittist erfitt að festa svefn á kvöldin vegna
þessarar látlausu og hjáróma háreysti í nágrenninu.
Þetta óhamingjusama fólk, sem þarna var að verki, jók
á sina eigin eymd með því að vera sífellt að spilla ró ann-
arra, og það átti ekki svo lítinn þátt í hinu ömurlega
heilsufari almennings, að enginn gat notið svef ns í næði,
af því að alltaf voru einhverjir að syngja eða skammast,
kalla eða ganga um. En Súsanna, sem var ung og átti
ekki enn við þá magakvilla að striða, sem leynt og Ijóst
þjáðu flesta aðra, vandist hávaðanum að lokum og gat
sofið fimm til sex klukkutíma samfleytt. Þegar
ikveikjuæðið blossaði upp, varð hún aftur órórri og svaf
stórum verr. Á hverjum einasta degi fréttist um bruna í
einhverju leiguhverfinu, einn eða fleiri. Kannski höfðu
upp undir tuttugu menn brunnið inni eða stórskaðazt.
Eftir hálfan mánuð var hún þó orðin þessu svo vön, að
hún svaf jafn vært og áður.
Eina nóttina vaknaði hún við óp. Hún spratt upp og
varð þess áskynja, að stofan var f ull af reyk og bjart úti
sem um hádag væri. En þessi birta var ískyggilegur,
flöktandi bjarmi. Etta æpti, Ashbel baulaði og öskraði
eins og tarfur. Súsanna þreif Ettu og dró hana fram í
ganginn. Þar stóðu Brashearshjónin, hann í náttfötum,
skyrtu og buxum, hún í stuttu fIpnelspilsi og treyju, sem
hún var vön að sofa í. Ashbel kom æðandi út úr herbergi
sínu, braut hurðina í stað þess að snúa snerlinum.
„Lorna", hrópaði gamla maðurinn, „taktu að þér
mæðgurnar, forðaðu þeim". Svo réðist hann á hinn
stóra, fákæna son sinn, sló hann í andlitið með krepptum
hnefa og hrópaði: „Haltu kjafti, helvítis kálfurinn þinn!
Haltu kjafti!"
Súsanna ýtti gömlu konunni á undan sér og dró Ettu á
eftir sér. Þær komust klakklaust þangað, sem brunastig-
inn var. í ganginum var vaður af rúmfatnaði, pottum,
pönnum, fötum, eldivið, kössum og alls konar drasli úr
hinum mörgu ibúðum hússins. Yfir þetta klofuðu mis-
munandi fáklæddar konur og börn jafnt sem karlmenn.
Súsönnu heppnaðist að koma Ettu og gömlu konunni út.
Rétt á eftir komu Tómas og Ashbel. Það dreyrði úr and-
liti hans eftir barsmíðar föður hans.
Það var ísing þessa nótt og hræðilega kalt. Á götunni
gat að líta hvers konar slökkvitæki, slöngur og dælur, alls
konar brenglaða húsmuni, æpandi slökkviliðsmenn og
fólk, sem stóð í smáhópum hingað og þangað, berfætt,
hálfnakið og ailsnakið, þögult og sljótt. Engum hafði
tekizt að bjarga neinu af eigum sínum. Öll húsasamstæð-
an stóð í björtu báli og skíðlogaði eins og það hefði verið
hellt yfir hana steinolíu.
„Þetta hef ir eigandinn gert", sagði Tómas gamli. „Ég
heyrði það á honum, að hann var i kröggum. En enda
þótt hann væri einn úr hópi þeirra, sem þeir kalla mann-
vini, þá hélt ég samt, að hann myndi varla fá sig til þess
að leigja neinn til svona athæfis".
Því nær eitt hundrað f jölskyldur stóðu allslausar á göt-
unni. Sex lögreglubif reiðir og f imm sjúkravagnar fluttu
fólkið í húsaskjól, konur og börn fyrst. Það leið heil
klukkustund, áður en röðin kom að Tómasi gamla og
konu hans. Súsanna og Etta og Ashbel lögðu gangandi af
stað til lögreglustöðvarinnar í fylgd með lögregluþjóni.
Á leiðinni kallaði einhver til lögregluþjónsins:
„Fórst nokkur í eldinum?"
„Sex stukkuútog rotuðust", svaraði lögregluþjónninn.
„Ég sá lík þriggja barna. En það líða sjálfsagt nokkrir
dagar, þangað til fullvíst er, hve margir hafa farizt".
Þegar þau fóru gegnum lögregluhringinn, hrasaði
Ashbel i frosnum blóðpolli og steyptist yf ir lík af manni,
sem var svo sundurtraðkað, að engu var líkara en þarna
hefði verið hvolft úr sláfurtrogi.
Það var alllangur spölur til lögreglustöðvarinnar. Þar
var þeim vísað inn í stóran sal. I honum var rauðkyntur
geysistór of n. Svitinn draup af hinu örvilnaða, aumkun-
arverða fólki, sem þarna var samankomið. Naktir og
ótótlegir líkamirnir, sem ýmist voru af myndaðir af spiki
eða hræðilega tærðir, óhreinir útlimirnir, sem ekki höfðu
verið þvegnir í háa tíð, viðurstyggileg svækjan, sem
lagði af þvögunni, hátterni fólksins, sem ýmist grét og
barmaði sér, starði þögult út í bláinn eða hló dýrslega,
þegar ylur færðist um skrokkinn — allt þetta minnti á
lýsingar, sem gerðar hafa verið af helvíti. Sönn með-
aumkun á rætur sínar að rekja til lotningar, en á þessu
sjónarsviði hinnar dýpstu eymdar vottaði hvergi fyrir
þeim virðuleik, sem slíkar kenndir geta vakið. Allt var
saurugt og lágt, og tilfinninganæmur áhorfandi hlaut
fremur að snúa sér undan með viðbjóði en nálgast þetta
fólk í bróðurlegri samúð eða kærleika.
Dýrseðlið i Ashbel vaknaði strax, er hann sá ofninn.
Hann stjakaði öðrum f rá og ruddi sér braut þangað, sem
hiýjast var. Etta og Súsanna fylgdu í slóð hans. Þegar
þau höfðu hlýjað sér, fóru þau að hugsa um það, hvernig
komið var fyrir þeim. Ashbel bölvaði, en Etta fór að
gráta. Hugsanir Súsönnu snérust um það, hvernig þau
gætu séð sér borgið.
Lögreglan saf naði nú sængum og ábreiðum víðs vegar
„Þau eru sVo hamingjusöm yfir
þvi að eiga mig, að þau fara út aö
borða einu sinni á ári'.”
DENNI
DÆMALAUSI