Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 21

Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 21
Föstudagur 9. desember 1977 Kli'lííi 21 Eru Rússar í feluleik? Danir segja að þeir séu að fela beztu leikmenn sina fyrir HM-keppnina Hþróttirl „Viö gerum okkur fyllilega grein fyrir þvi að róðurinn verður erfiður hjá okkur i MH-keppn- inni”, sagði Leif Mikkelsen, hinn kunni þjálfari danska landsliðs- ins i handknattleik f viðtali við B.T. — „Spánverjar eru að koma sér upp mjög öflugu liði, sem gæti sprungið út i HM-keppninni. Þá eru íslendingar alltaf erfiðir og einnig Rússar, sem eru stórt spurningamerki — þeir láta ekki mikið frétta af sér, og það er greinilegt að þeir ætla sér stóra hluti i keppninni. Við fáum ekki að sjá þá leika með fullmannað lið, fyrr en þeir mæta tslending- um hér i HM-keppninni”, sagði Mikkelsen. Danir segja, að Rússar séu i feluleik — þeir hafi leikið að und- anförnu með mjög unga leikmenn ilandsliði sinu og sé greinilegt að þeir eru að fela stórstjörnur sin- ar. Þannig lék t.d. ekki með Vladimir Maksimov i alþjóðlegri keppni i Rúmeniu fyrir stuttu — BlaMands- liðið gegn Fær eyj ingnm 6 leikmenn úr Þrótti leika með liðinu i iþróttahúsi Hagaskólans í kvöld islenzka landsliðið í blaki leikur tvo landsleiki gegn Færeyingum — fyrri leikurinn fer fram í kvöld og síðari leikurinn fer fram á morgun. Þetta eru hinir árlegu leikin sem ís- lendingar og Færeyingar hafa samið um. Fjórir nýliðar leika i islenzka liðinu, en tveir leikmenn hafa leikið alla landsleiki tslands, eða 21 — það eru þeir Valdimar Jón- asson, Þrótti og Guðmundur E. Pálsson, Þrótti. Annars er islenzka landsliðið skipað þessum leikmönnum: Halldór Jónsson, ÍS........19 Valdemar Jónass., Þrótti......21 Guðmundur E. Pálss., Þrótti... 21 Benedikt Höskuldss., Þrótti..... 0 Páll Ólafss., Vikingi..........10 Jason ívarss., Þrótti...........0 Gunnar Arnason, Þrótti ........19 Böðvar H. Sigurðss, Þrótti.....0 Július B. Kristinss, ÍS ........4 Kjartan P. Einarss., ÍS ........0 Indriði Árnórss., ÍS...........10 Sigfús Haraldss., ÍS............8 Fyrri leikurinn fer fram i i- þróttahúsi Hagaskólans i kvöld kl. 20.30 og siðari leikurinn fer fram á sama staðá morgun kl. 14. Eins og sézt þá leika 6 leikmenn úr Þrótti i landsliðinu, sem er byggt upp á leikmönnum úr Þrótti og Stúdentaliðinu. „Úrvals- deild” 1979 Er það lausnin til að auka áhugann á knattspyrnunni? Undanfarin ár hefur verið mikið rætt um að það þurfi að gera breytingar á knattspyrnunni hérá landi/ til að auka áhugann á henni og laða að áhorfendur. Margir hafa bent á, að bezta lausnin væri að stofna /,úrvalsdeild" þar sem 6 beztu knattspyrnulið okkar myndu keppa en 8 lið myndu síðan vera í 1. deild og 8 lið í 2. deild. Umræður urðu um þetta á árs- þingi K.S.t. sem fór fram á Akur- eyri um sl. helgi og-lagði Pétur Sveinb jarnarson, formaður knattspyrnudeildar Vals þessa tillögu fram og vildi hann að ,,úr- valsdeildin” hæfist 1979. Ekki var það samþykkt en tillögunni var visað til milliþinganefndar sem mun ræða nánar um málið og verður það þvi aftur tekið upp á næsta ársþingi K.S.t. og gæti þá farið svo að „úrvalsdeildin” yrði samþykkt og yrðu þá breyting- arnar gerðar. Þær breytingar hafa nú verið gerðar á framkvæmd bikar- keppninnar i knattspyrnu að framvegis mun dráttur i keppn- inni gilda i sambandi við heima- leiki — þannig að það lið sem dregst á undan fær heimaleikinn. Þá hefur verið ákveðið að raða dómurum niður á leiki 1. deildar- keppninnar i knattspyrnu fyrir næsta keppnistimabil og þegar Mótabók K.S.t. verður gefin út næst, þá verða nöfn þeirra dóm- ara, sem eiga að dæma leiki i 1. deild skráð fyrir aftan leikina. MAKSIMOV... hinn snjalli landsliðsmaður Rússa I handknattleik. Hann er sagður veikur. Verður hann oröinn hress, þegar Rússar leika gegn Islendingum? hann var sagður veikur og gæti þess vegna ekki leikið i HM- keppninni og sömu sögu var að segja um aðra sterka leikmenn. B.T. segir að Rússar æfi af miklum krafti og segist blaðið hafa það eftir áreiöanlegum heimildum, að þeir komi til Dan- merkur með alla sina sterkustu leikmenn, þótt að þeir segi annað. Það er greinilegt, að baráttan verður hörð i riðlunum, sem ts- lendingar leika i. Spánverjar, Danir og Rússar verða engin lömb að leika sér við. Ipswich úr leik Johan Cruyff og félagar hans hjá Barcelona slógu Ipswich út úr UEFA-bikarkeppninni i knattspyrnu — unnu sigur yfir Ipswich-liöinu i vitaspyrnu- keppni, eftir að Barceiona hafði unnið 3:0, eða með sömu markatölu og Ipswich vann sig- ur yfir Barcelona i Ipswich. Cruyff skoraði 2 mörk i leikn- um. Barcelona, Lens, Aston Villa; Bindhoven, Frankfurt, Grasshoppers, Carl Zeiss Jena og Bastia leika i 8-liða úrslitum keppninnar. markaöstorg viðskiptanna Verzlunin KJÖT & F'ISKUR ereinn af frumherjum baráttunnar fyrir lægra vöruveröi til neytand- ans. Hagkvæm innkaup, skynsamlegur rekstur og vaxandi velta gera okkur mögulegt að bjóða lægra vöruverð. Við riðum á vaöiö með „sértilboðin” siöan komu „kostaboð á kjarapöllum” og nú kynnum við það nýjasta f þjónustu okkar við fólkiö f hverfinu. „Markaðstorg viðskiptanna” A markaðstorginu er alltaf að finna eitthvaö sem heimilið þarfnast og þar eru kjarapallarnir og sértilboöin. Það gerist alltaf eitthvað spennandi á markaðstorginu! sértilboð: Strásykur 1 kg.......................... 80 kr. Púöursykur 1/2 kg............................ 75 kr. Flórsykur 1/2 kg ......................... 60 kr. Lyftiduft450 grömm ...................... 262 kr. Hveiti 5 Ibs .............................221 kr. Hveiti 10 Ibs................................441 kr. Akrasmjörliki................................162 kr. Rítz-kex................................ 167 kr. Dofri hreingerningarlögur 1 líter....... 240 kr. Iva þvottaefni 5 kg. ...................1.113 kr. ■Grænar baunir 1/2 dós....................178 kr. Grænarbaunir 1 dós ...................... 275kr. hálfrar aldar þjónusta kjöt&fiskurhf seljabraut 54-74200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.