Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 13
Föstudagur 9. desember 1977 13 Bókaútgáfan Orn og örlygur hefur gefið út sjöttu bók hinnar ungu og vinsælu skáldkonu, Snjó- laugar Bragadóttur frá Skálda- læk, Lokast inni i lyftu. Segir hún frá örlögum Reykjavikurstúlku sem lokast inni i lyftu með ungum og myndarlegum karlmanni i stóru skrifstofuhúsi i höfuðborg- inni. Leikar fara svo að hún ræðst Lokast inni í lyftu — Sjötta bók Snjólaugar Bragadóttur með honum til starfa við bygg- ingu orkuvers inni á miðhálend- inu. Hlutföllin milli kynjanna viö orkuverið eru talsvert önnur en i þéttbýlinu. Konurnar eru fimm en karlmennirnir tvö hundruð þegar mest lætur. Ekki fer hjá þvi að i svo einangruðum heimi fari mannlifið að lúta sinum eigin lög- málum, ástir kvikna og slökkna, afbrýði og öfund skjóta upp kollinum, sumir eru miklir and- stæðingar en aðrir geta samlag- ast hverju sem er og hvar sem er. bað er misjafn sauður i mörgu fé og margt skeður á miðhálendinu annað en spennufall af ástum og afbrýði, náttúruhamfarir valda slysum, óvandaðir hlaupamenn Snjólaug Bragadóttir. ræna stórupphæðum og að lokum flýr Reykjavikurstúlkan vestur á land til þess að finna sjálfa sig, og er þá ekki öll sagan sögð. Bókin er filmusett og umbrotin i Prentstofu G. Benediktssonar, prentuð i Offsettækni hf. og bund- in i Arnarfelli h.f.. Káputeikningu gerði Hilmar Þ. Helgason. -SSt Gulleyjan og Robinsonf jölskyldan — í þýðingu Andrésar Kristjánssonar Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út tvær nýjar bækur i bókaflokknum Sigildar sögur með litmyndum. Bækurnar eru Gull- eyjan eftir Robert Louis Steven- son og Robinson fjölskyldan eftir Johann Wyss. Þýðandi er Andrés Kristjánsson. t fyrra komu út bækurnar Heiða og Robinson Krúsó og nutu strax geysilegra vinsælda. Þessar tvær nýju bækur, sem nú koma út, eru myndskreyttar á sama átt og hinar fyrri af lista- mönnunum John Worsley og Gor- don King. Bækurnar eru filmusettar i Prentstofu G. Benediktssonar, en prentaðar i Júgóslaviu. — SSt fW': SigMat *6flur með Iftmyodum Kór Gagnfræðaskólans á Seifossi. Aðventukvöld i Skálholti Á aðventukvöldi i Skálholtskirkju föstudaginn 9. desember kl. 21.00 mun kór Gagnfræðaskólans á Sel- fossi syngja og ennfremur i Sel- fosskirkju sunnudaginn 11. desember kl. 21.00. Glúmur Gylfason leikur á orgelið, Gunnar Páll Gunnarsson og Jóhann Stefánsson leika á trompet og Agústa Maria Jóns- dóttir syngur einsöng með kórn- um. Kórinn syngur islenzk og erlend jólalög. Stjórnandi er Jón Ingi Sigiirmundsson. Sr. Guðmundur Óli Ólafsson flytur hugvekju i Skálholti og Guðmundur Einarsson á Selfossi. Að lokum verður almennur söng- ur. Jólagjöfin hans er gjafakassi frá Heildverzlun ^étur^éturooon k!\ Suðurgata 14 Simar 2-10-20 og 2-51-01 MADONNA Jóns Engilberts á jólakorti Frú Tove, ekkja Jóns Engil- berts, hefur gefið út og afhent dagblööum nýtt jólakort, hiö sjötta i röðinni. Kortiö er eftir mynd af verki Jóns Engilberts er hann nefndi „Madonna”. Litbrá annaðist prentun. Kortin verða til sölu aö heimili listamannsins að Flókagötu 17 alla daga (simi 18369) í Plastpoki á tíkall KEJ. — Nýlega hafa Félag mat- vörukaupmanna og Félag kjöt- verzlana ákveðiö að plastburðar- pokar verði seldir i verzlunum þeirra á 10 krónur stykkið. Er á- kvörðun þessi tekin með hliðsjón af þvi sem gengur og gerist i öðr- um löndum. Eins og menn sjálfsagt minnast tiðkaðist mjög hér áður fyrr að selja plastpokana i verzlunum, en var siðan hætt og hafa menn yfir- leitt reiknað með að auglýsingar á pokunum stæðu undir kostnaði af þeim. En nú stendur sem sagt til að fara að selja þá aftur. spara a//t nema H/TANN 30% ódýrara að nota runfal runtal OFNAR Sídumúla 27 — Reykjavík — Sími 91-84244

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.