Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 9. desember 1977 Fyrir nokkru varð stórtjón af eldi i togaranum Arnari frá Skagaströnd. Beina tjónið var þó smámunir miðað við það óbeina tjón, sem þessi bruni veldur. Siðan hefur enginn fiskur borizt i frystihúsið á Skagaströnd og fjöldi manns verið atvinnulaus i þorpinu. Svipaða sögu er að segja frá Þórshöfn. Þar varð bilun i eina togskipi þorpsbúa. Skipið hefur veriö frá veiöum um rúmlega þriggja mánaöa skeið og þriðj- ungur ibúanna á atvinnuleysis- skrá. Slikt ástand er geigvæn- legra en orð fá lýst. Ráð verður aö finna til að geta brugðizt fljótt við slikum vanda. Auðveldast sýnist vera að ætið séu til veiðiskip, sem færð eru milli staða og látin leggja upp þar sem þörfin er mest á hverj- um tima. A þann hátt ætti að vera unnt aö leysa slikt vand- ræðaástand, sem bilanir eða önnur óhöpp i flotanum geta leitt af sér fyrir einstaka atburði. Onnur leið ersú að skylda tog- ara frá öðrum útgerðarstöðum aö miðla einhverju af sinum afla til staða þar sem vantar Skipuleggj um togveiðarnar og forðumst atvinnuleysi og örbirgð á einstökum stöðum fisk vegna slikra óhappa. Þetta virðist eðlilegt með tilliti til þess að meginhluti veiðiflotans erað stórum hluta keyptur fyrir lánsfé úr opinberum sjóðum. Þetta fé hefur verið lánað til þess að efla atvinnu og auka framleiðslu landsmanna og bæta þar með þjóðarhag. Að visu er i augnablikinu svo litil veiði við landið, að hvergi berst of mikill fiskur á land. En er ekki réttlætismál, að þegar erfiðleikar verða i einu út- gerðarþorpi, hlaupi aðrir Ut- gerðarstaðir undirbagga? Hver Umsjónarmenn: Magnús Ólafsson Ómar Kristjánsson veit nema vandræðin berji að dyrum hjá þeim siðar og þá geti verið gott að eiga einhvers staðar innhlaup með að fá fisk. En þetta leiðir hugann að öðru. Er ekki nauðsyn að skipu- leggja fiskveiðar og fisklöndun betur hér við land en nú er gert? Við höfum fordæmið frá loðnu- veiðunum. Loðnunni er landað þar sem unnt er að vinna hana á hverjum tima. Þannig er hrá- efnið nýtt sem bezt. Er ekki jafn mikil nauösyn að skipuleggja togveiðarnar á sama hátt? Er ekki nauðsyn að krefjast þess að togararnirlandi þar sem mestir möguleikar eru á að vinna sem bezta vöru Ur hráefninu? Iðulega berast fréttiraf þvi' að svo mikill fiskur berst á land á einstökum stöðum, að engin leið er að komast yfir að vinna afl- ann. A sama tima er fiskleysi i öðrum vinnslustöðvum. Þessu verður að breyta. Þjóðarhagur krefst þess að eins mikið verð- mæti sé unnið úr okkar dýr- mætu sjávarafurðum, og frek- ast er unnt. Allt annað er sóun á verðmætum. MÓ. Magnús Gunnarsson verzlunarráðunautur Keflavik UNGA FÓLKIÐ í DREIFBÝLINU — og flótti þess til þéttbýlisins S.l. sunnudag var minnzt 60 ára lýðveldis i Finnlandi. Það minnti mig á ánægjulega ferð mina á ráðstefnu NCF sem haldin var i Helsinki 9.til lO.mai s.l. Ætla ég að þvi tilefni aö ræða litillega um þetta ferðalag. Með i feröinni var Gestur Kristins- son erindreki SUF. Þessi fundur var liður i sam- skiptum NCF og ungra sósial- ista i Póllandi. NCF eru samtök ungra mið- flokksmanna á Noröurlöndun- um nema Danmörku og sátu fulltrúar allra landanna ráðstefnuna auk Pólverjanna. Ráöstefnan var haldin i út- borg Helsinki i félagsheimili finnskra bænda. Vandamál ungs fólks i dreifbýli Aðalefni ráðstefnunnar var vandamál ungs fólks i dreifbýli og hófst hún meö erindi um ástand og stöðu atvinnuveganna i dreifbýli Finnlands. Kom þar fram að Finnar búa við sömu vandamál og við áttum við að striða íyrir nokkrum árum, það erað segja unga fólkið vill flytja til þéttbýlisstaðanna en ekki setjast aö i dreifbýli. Eftir það fluttu fulltrúar hinna Norður- landanna skýrslu um lif og hagi sinna þjóða. Tóku allir undirorð Finnanna um fólksflóttann frá dreifbýlinu, að svipað ástand væri i þeirra löndum. Við skýrðumm.a. frá byggða- stefnu Framsóknarflokksins. Að visu var stiklað á stóru i þvi efni en við lögðum á það áherzlu að byggðastefnan væri upp- runnin hjá Framsóknarflokkn- um og sú breyting sem hefði átt sér stað varðandi atvinnuhætti dreifbýlisins á undanförnum árum væri fyrst og fremst að þakka byggðastefnu Fram- — frásögn af ráðstefnu um vandamál ungs fólks í dreifbýli, en ráðstefnan var haldin í Finnlandi sóknarflokksins. Þá sögðum við einnig frá þeirri breytingu sem átt hefur sér stað varðandi fólksfjölgun i dreifbýli og þétt- býli, þ.e. að fólksfjölgunin hefur verið meiri utan Reykjavikur undanfarin ár en i Reykjavik sjálfri. í þessu sambandi bent- um við á fólksflóttann utan af landi til Reykjavikursvæðisins á „Viðreisnarárunum.” Lifsgæðakapphlaupið Gestir ráðstefnunnar, Pólverj- ar.fluttu siðan langa og ýtarlega skýrslu um lifskjör ungs fólks þar i landi. Athyglisvert þótti mér hvað lifsskilyrðin eru ólik hér og i Póllandi enda er það skiljanlegt þegar um svo ólika stjórnarhætti er að ræða. Ungt fólk hefur annað lifsmat. Lifs- gæðakapphlauið er ekki eins rikur þáttur hjá ungu fólki þar eins og er hér á landi. Eftir að hafa setið heilan dag á ráðstefnunni voru þátttak- endur orðnir hálf þreyttir. En hið heimsþekkta finnska gufu- bað réð fljótt bót á þvi. Gufu- baðsstofur þeirra eru snilldar- lega úr garði gerðar. Þar eru ýmis þægindi, svo sem arinn, sjónvarp.sérhannaðir legubekk- ir og nuddstofur svo eitthvað sé nefnt. Bændur verst launaðir Næsta dag var svipað fyrir- komulag og mættu menn endur- nærðir til leiks. Verulegar um- ræður urðu um málefni bænda, og það helzta sem eftir okkur gæti verið haft i þvi sambandi er það að við fullyrtum að kjör bænda á Islandi væru léleg og Kirkjan sem er sprengd I klett I miöborg Helsinki Magniis Gunnarsson. töldum varla hægt að finna verr launaða stétt i landinu. Þá sögðum við einnig að gjör- samlega útiiokað væri tyrir ungt fólk á íslandi að hefja bú- skap nema þvi aðeins að það tæki við af foreldrum sinum eða að öðrum kosti ætti fasteign upp á milljónir á Reykjavikursvæö- inu, sem það gæti selt til þess að fá stofnfé. Við sögðumst ennfremur telja, að þeir sem af einhverjum ástæðum þyrftu að hætta bú- skap og selja bú og bústofn, fengju nánast aldrei sannvirði búsins fyrir það. Sama kváðum við vera uppi á teningnum varðandi sölu á ibúð- um og húsum i flestum minni þorpum úti á landi eða þ.e.a.s. allt of mikill munur á húsaverði á Reykjavikursvæðinu og utan þess. Sögur i svipuðum dúr voru sagðar frá öllum Norðurlöndun- um og einnig Póllandi, en þó virtist manni að þróun til betri vegar væri einna helzt á íslandi. Byggðastefna Framsóknarflokksins Þá má segja, að það sem helzt þótti til ráða, væri flest það sem felst i byggðastefnu Fram- sóknarflokksins, og var til dæmis mikið rætt um að flytja þyrfti eða setja á stofn smærri iðnfyrirtæki og þá sem viöast i dreifbýlinu og skapa með þvi aukna atvinnumöguleika og fjölbreyttara atvinnulif. Ráðstefnunni lauk siðdegis á þriðjudag með samantekt á um- ræðum ráðstefnunnar. Þó að dvölin væri þvi miður stutt, var athyglisvert að sækja þetta land heim. Mesta athygli mina vakti hinn sérstaki byggingarstill þeirra, og þó sér i lagi kirkja ein sem stendur i miðborg Helsinki, en hún er sprengd inn i berg, (klett), svo sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Að lokum óska ég finnsku þjóðinni allra heilla; Magnús Gunnarsson verzlunarráðunautur Keflavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.