Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 9. desember 1977 erlendar f réttir S tj órn Soaresar fallin Mario Soarcs VANCE: Engar hömlur á tilraunir með Cruise Bretland: Kolanámu- menn fresta kaupkröfum London/Reuter. Heldur birti til hjá breiku stjórninni hvaö varðar efnahagsmálin þegar kolanámumenn ákváðu aö fylgja dæmi annarra verka- lýðsfélaga og láta ár líða þar til næst verður farið fram á kauphækkanir. Bæði verðbréf og pundið hækkuðu þegar i verði eftir að leiðtogar kola- námumanna tilkynntu um á- kvörðunina. Verkalýðsfélag námumanna telur 260.000 fé- laga hefur þó enn á stefnuskrá sinni að fá fram 90% kaup- hækkun sem myndi skaða við- leitni verkamannastjórnar- innar til að koma í veg fyrir verðbólguaukningu. Aðstæður stjórnarinnar hafa batnað til muna er kola- námumenn ákváðu að fresta kauphækkunum fram í marz á næsta ári. Leiðtogar kola- námumanna sögðu einnig i gær, að hugsanlegt væri að fé- lagið drægi úr kröfum sinum um 90% þegar samningavið- ræður hefjast á næsta ári. Harðar deilur urðu meðal námumanna þegar rætt var um bann stjórnarinnar við kauphækkunum er næmu meir en 10%. Arthur Scargill, sem er meðal vinstrisinnaðra leið- toga námumanna sagði að á- kvörðunin að verða við kröf- um stjórnarinnar væri ,,al- gjört brot á reglugerðum”. Kröfur verkamannastjórnar- innar voru samþykktar meö fjögurra atkvæða meirihluta I 24 manna stjórn sambands námumanna. Kairo, Beirut/ Reuter. Sadat gerði I gær litið úr andstæðingum sinum meðal Araba og bauð þvi næst Hussein Jórdanlukonung velkominn, sem kom til Kairó til að taka þátt i umræðunni um á- standið, sem nú hefur skapazt i Miðausturiöndum. Við komuna til Kairó sagði Hussein, að hann myndi ræða allar hiiðar málsins og endurtók þau ummæli sin, að ferð Sadats til Jeriisalem hefði verið farin af miklu hugrekki. Stuttu fyrir komu Husseins tal- aði Sadat á fjöldasamkomu og sagði, að andstæðingar sinir væru „dvergar” og „fávist fólk”. og hreyfingar Palestinumanna væru sundraðar og uppgjafarlegar. Forsetinn sagði, aö hann myndi ekki ganga að neinum afarkost- um i fyrirhuguðum samningum við Israelsmenn og sagði: „Þetta fávísa fólk, þessir dvergar, sem efast um þaö sem er að gerast.. ég vildi að það hefði hlustað á það, sem ég sagði við Israels- menn á heimilum þeirra”. Umsvifin i stjórnmálaheimin- um i Miðausturlöndum eru geysi- mikil þessa dagana, þvi auk þess Lissabon/ Reuter. Portúgalski forsetinn AntonioRamalho Eanes stóð i gær frammi fyrir þeim vanda, að þurfa að velja nýjan forsætisráðherra tilað taka við af leiðtoga sósialista, Mario Soares, sem setið hafði að völdum i 16 mánuði. Minnihlutast jórn hans var felld i atkvæðagreiðslu um vantraustá stjórnina. Miklar um- ræður urðu fyrir atkvæðagreiðsl- una, og stóðu þær í einn og hálfan sólarhring alls. Soares fór fram á að greidd yrðu atkvæði um van- traust á stjórnina, eftir að ekki fékkst nægur stuðningur við stefnu hans i efnahagsmálum, en hann féllst ekki á neinar tilslak- anir I þvi efni og kvaðst ekki ganga til stjórnarsamstarfs við hægri né vinstri menn. Þegar kommúnistar á þinginu stóðu upp til að sýna að þeir væru sammála hægrisinnuðum mið- demókrötum, PSD og ihaldssöm- um miðdemókrötum, CDS, var augljóst, að örlög stjórnar Soaresar voru ráðin. Leiðtogi sósialista, sem varð 53 ára i fyrradag, var mjög rólegurþegar sýnt var um úrslitin, en 159 greiddu atkvæði gegn stjórninni en 100 meö. Engir sátu hjá af 263 þingmönnum er eiga sæti á þingi, sem Hussein flaug til Kairó, fór AssadSýrlandsforsetjtil Riyad til að ræða við leiðtoga i Saudi- Arabiu, hann mun siðan halda til Kuwait i dag. Leiðtogar Saudi- Arabiu og aðrir við flóann hafa mikil áhrif vegna oliuauðs sins, og þvi var gert ráð fyrir-að f iórir hefðu verið fjarverandi. Soares mun halda embætti þar til önnur stjórn hefur verið mynd- uð. Þrir aðalandstöðuflokkarnir hafa kennt dugleysi stjórnarinnar um núverandi efnahagsástand i Portúgal, og neituðu þvi að sam- þykkja áframhaldandi setu minnihlutastjórnarinnar og lán- tökur hjá Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum. Soares hefur sagt, að hann muni ekki mynda aðra stjórn fyrr en allir aðrir möguleikar hafi verið útilokaðir. Talið er liklegt, að næst stærsta flokki landsins, PDS sem hefur 73 menn á þingi, verði falið að mynda nýja stjórn. Byltingarnefndin, sem er stjórn- skipuleg nefnd hersins, mun koma saman i dag til að ræða eftirmann Soaresar, en auk þess- arar nefndar mun forsetinn hafa samráð við stjórnmálaleiðtoga i sambandivið val nýs forsætisráð- herra. Flestir stjórnmálaskýrendur telja, að stjórn verði mynduð til að koma á nýjum lögum um kosn- ingareglur, en siðan verði þing leyst upp, til að koma á þriggja mánaða kosningabaráttu og þvi næst verði gengið til atkvæða að nýju. og hafa áhuga á að Arabar standi sameinaðir i samningunum við Israel. Fahd krónprins sagði þó, að Saudi-Arabia myndi ekki viðurkenna Gyðingarikið þó svo færi, að stefna Sadats leiddi til friðar. Brussel-Reuter. — Bandaríkja- menn reyndu I gær að fullvissa bandamenn sfna I Evrópu um, að þeir myndu hafa náið samráð við þá i sambandi við samninga sem fyrirhugað er að gera við Sovét- menn um takmörkun vigbúnaðar. Cyrus Vance gaf utanrlkisráð- herrum NATO-landanna loforð um að nýi samningurinn við Sov- étmenn muni leyfa tilraunir með Cruise-eldflaugar, sem eru nýtt vopn sem allmargar herstjórnir NATO-þjóöa hafa mikinn áhuga fyrir. Ummæli Vance komu fram á lokuðum fundi í gær og þá lofaði hann meðal annars að Banda- rikjamenn myndu halda fast við þá stefnu, að gefa ekki upp opin- berlega hernaðarskýrslur um flugvélar Bandarikjahers sem eiga stöðvar sinar 1 Evrópu. Vance var á fundi með utanrlkis- ráðherrum Vestur-Evrópu um Rhódeslu, Kýpur og Miðaustur- lönd. Vance heldur til Miðaustur- landa á föstudagskvöld og flýgur þá til Kairó. Ferð Vance til Egyptalands ísraels, Llbanon, Sýrlands, Jórdaniu og Saudi-Arabiu er farin til að sýna stuðning Bandarikj- anna vi ð friðarviðleitni Sadats og Kairo fundinn sem á að byrja 14. desember. Bandarikjamenn, Israelsmenn, Egyptar og S.Þ. eru einu aðilar, sem hafa samþykkt að senda fulltrúa til fundarins. Bandarikjamenn hafa áhuga fyr- ir að Sýrlendingar, Jórdanir og Libanir sendi fulltrúa#en Vance hefur látið hafa eftir sér, að hann telji litlar likur fyrir þvi að svo fari. Hann sagðist þó vonast til þess að fá sem flesta Arabaleiö- toga til friðarviðræðna siðar, ef ekki i Kairó, þá annarsstaðar. Vance er I Brússel til að heyra álit annarra utanríkisráðherra NATO-rikjanna sem nýlega hafa rætt við framámenn I Miðaustur- löndum. Franski forsætisráð- herrann, Raymond Barre, fór ný- lega til Damascus, breskir leið- togar tóku á móti Begin forsætis- ráðherra ísraels og utanrikisráð: herra tsraels Moshe Dayan kom í heimsókn til Bonn. Vance lagði eins og áður segir mesta áherzlu á að náin samráð yrðu höfð við öll NATO-riki varð- andi samningana við Sovétmenn en umræður um þá fara fram I Genf. Carter stjórnin hefur ráð- fært sig meira við NATO en nokk- ur önnur stjórn á undan henni og Vance sagði að Bandarikjamenn hlustuðu með athygli á það sem bandamenn þeirra hafa fram að færa. og vissu hvað þeim þætti vert að leggja áherzlu á. Vance sagði, að þótt að samningur um takmörkun vigbúnaðar tryggði ekki að lát yrði á vopnakapp- hlaupinu, væri hitt þó vist, að engin von væri til þess aö lát yrði á þvi, ef ekki yrði samiö. Cyrus Vance Far- gjalda- stríð SKJ — Þingi alþjóöasamtaka flugfélaga IATA lauk I Flórida án þe ss að samkomulag næðist um fargjöld á leiðinni yfir Atlantshaf. Þar sem engin samþykkt náði fram að ganga, geta aðildarfélög IATA nú boðið hvaða fargjöld sem er og Air Italia hefur þegar lækkað verð farmiða. Mörgum hinna stærri flugfélaga sem halda uppi reglulegu áætlunarflugi stendur stuggur af lágum far- gjöldum sem tekin hafa verið upp, en meðal þeirra sem lengst hafa gengið I lækkunum er Bret- inn Freddie Laker. Timinn innti Helgu Ingólfsdótt- ur aðstoðarblaðafulltrúa Flug- leiða eftir viðbrögðum félagsins við þessu ástandi og sagði hún, að boðað hefði verið til fundar yfir- manna félagsins bæði innlendra og þeirra sem starfa erlendis þann 13. des. og yrðu þá ákvaröanir um aðgerðir teknar. Malaysisk gegn flugi Kuala Lumpur/Reuter. — Stjórnvöld i Malaysiu höfnuðu i gær beiðni Breta um að fá að fljúga i malaysiskri lofthelgi, og hóta þar með að koma i veg fyr- ir fyrsta farþegaflugiö með hljóðfrárri þotu til Suöaust- ur-Asiu, en ferðina átti að fara um næstu helgi. Talsmaöur samgöngumálaráðuneytisins i Malaysiu tilkynnti um bann stjórnarinnar við flugi Concorde. stjórnvöld Conccrde Tíl áthúgundar er boð Indón- esisku stjórnarinnar um flug- leið sem er utan malaysiskrar lofthelgi. Hann bætti við að einnig væri gerlegt að fljúga yf- ir Súmötru. Flugfélögin virðast þvi haröá- kveðin i að nota Concorde i flugi til Austurlanda fjær, enda búin að auglýsa flugið vandiega i við- lesnum vikuritum þrátt fyrir að nauðsynleg leyfi væru ófengin. London-Singapore flugið sem enn er ekki séð fyrir endann á, er hluti af samstarfi British Airways og Singapore Airlines, og átti Concorde þotan að lenda i Singapore snemma á laugar- dag og snúa til London nokkr- um klukkustundum siðar. Tals- maður Bristish Airways i Singa- pore sagði, að verið væri að leita að annarri leið yfir Indónesiu og áætlun um flugið stæði enn. Sadat harðorður í garð andstæðinganna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.