Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.12.1977, Blaðsíða 12
12 Föstudagur 9. desember 1977 Valdalaust ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ VALDALAUST FÓLK eftir VAINö LINNA Leikgerö: E. Tuominen, M. Kuusela og M. Wolska. Danshöfundur: Marjo Kuusela Tónlist: Kari Kydman Búningar: Kauha Wolska. Valdalaust fólk Raatikko — dansflokkurinn sýndi Valdalaust fólk f Þjóöleik- húsinu, eöa dansaði það öllu heldur, siðastliðinn þriðjudag, og var það svo sannarlega áhrifamikil sýning. Sagan Valdalaust fólk gerist á austurvigstöðvunum, i bæ i Tavastalandi i Finnlandi árið 1918, á þeim ægilegu tímum þegar herinn brytjaðiniður fólk, rauðliðar og hvitliðar brytjuðu niður fólk, það er að segja þá sem ekki frusu i hel eða sviptu sig lifi. RUssneska keisaradæmið lið- aðist i sundur, og við höfum lesið okkur til um hinar ægilegu þjáningar sem byltingin leiddi yfirfólkið,ánþessað gerð sé til- raun til þess að meta byltinguna sjálfa, sem hlaut að vera óhjá- kvæmileg. Raatikko — flokkurinn lýsir viðhorfi sinu þannig: „Valdalaust fólk var efni sem við höfðum lengi haft áhuga á. Við kynntum okkur þetta efni frá ýmsum hliðum, margs konar minni þess og komumst að þeirri niðurstöðu að leik- dansinn ætti að sýna finnskan veruleika. Eftir vandlega ihugun töldum við atburðina i öðru bindi skáldsögu Vainö Linna Undir Pólstjörnunni henta okkur bezt. Við þjöppuð- um saman söguþræðinum og unn- um tír honum efni i dansgerð- ina. Þá var að semja tónlist við dansinn og sjálfa dansana. Þessi leikdans er raunsæ túlkun á örlögum ibúanna i litla bænum Pentinkulma i Tavastalandi i borgarastriðinu 1918. Inni i hann fléttast harmsaga ungra elsk- enda, Aku og Elmu, nokkurs konar finnskt Rómeó og Júliú þema, mótað af þeim tima, sem verkið gerist á. Meginorsök harmleiksins er tilbúin skipting fólks f misréttháar stéttir. Við fórum nokkuð frjálslega með skáldsöguna i úrvinnslunni til þess að uppfylla kröfur leik- dansins. Soltna konan i lok fjórða atriðis kemur t.d. fram á öðrum stað i sögunni og við aðrar kringumstæður. Atök og andstæður leikdansins spretta úr uppröðun atriða, innbyrðis tengslum og andstæðum i hverju atriði — til þess aö ná leikrænni heild þarf að velja úr, raða upp að nýju, fylgja lögmál- um leikdansins. Tónlistin er að nokkru unnin i hópvinnu”. Raatikko-flokkurinn Við erum einhvern veginn þannig innstillt að nokkur glæsi- leiki eigi að fylgja ballett. Prúð- búið fólk, glæsilegir búningar og stór hljómsveit. Hinn klasslski ballett er heimur ævintýra og riddarasagna. Þjáningin er oft bundin smámunum. Aö visu hefur Þjóðleikhúsið látið sýna jassballetta og ýmsa frjálsa dansa, en að tötrum klætt fólk dansi um þjáninguna undir einföldum, hrjúfum verkamannalögum, sem leikin eru á ódýr, rám hljóðfæri, það er dálitið nýtt. Raatikko-flokkurinn beitir öllum brögðum við að túlka við- fangsefni sin. Það er þarna allt. Klassiskur ballett með hirðleg- um sporum og hreyfingum, nú- timadans, látbragðsleikur — allt nema orð, og smám saman leggst þjáningin mikla yfir húsið. Finnar eru liklega listrænasta þjóð Norðurlanda. Við höfum séö, hvernig þeir reisa hús, hvernig þeir hanna muni, hvernig þeir mála og vefa og yrkja, og nú vitum við líka hvernig þeir dansa. Oft hefur tungumálið, finnsk- an, verið f jötur um fót þegar við hittum þessa vini vora með fuglsbarkann. En nú þurfum við ekki að kvarta undan þvi lengur, við skildum allt sem þeir sögðu. leiklist Aðeins eitt skyggði á þetta allt, en það var það að Þjóðleik- húsið var ekki fullt þetta kvöld, en eina leiðin til þess að tryggja samskipti við útlönd i dansi og leiklist er að fólk láti sig ekki vanta. Nöfn einstakra dansara verða ekki rakin hér, flokkurinn er samvinnuhópur, sem starfar á fólk jafnréttisgrunni, að þvi er segir i stefnuyfirlýsingu hans. Hið áhrifamikla skáldverk er um valdalaust fólk, og við höf- um nú séðþað dansað af þeim er hafa öll völd á danslistinni. Salka Valka Anþessað ráða yfir sérstakri þekkingu á danslist, virðist það liggja I augum uppi að auðveld- ara sé að dansa suma texta úr bókum en aðra. Þannig séð virðist það bæði auðveldara og eölilegra að dansa til að mynda Unglinginn I skóginum en Fdst- bræörasögu, að maður nú ekki tali um Njálu. Þess vegna haföi maöur það mjög rikt á tilfinn- ingunni, að finnski flokkurinn sam dansaði Valdalaust fólk á þriðjudag og svo Sölku Völku á miðvikudag hefði átt að velja sér annað og nærtækara til að dansa, ef fólkið hafði þá undir höndum aðrar bækur. Þessi saga virðist nefnilega vera meira bundin oröinu en margar aðrar. Fólkiö á tslandi gat að visu brugöið fyrir sig betrifætinum, þegar það sló upp verkfalli og balli, þó var því lík- lega margt annað ofar i huga en dans. En það var nú öðru nær, og nú finnst manni næstum þvi að það eigi fyrst og fremst að dansa þessa sögu, ef maður vill fá hana alla: „Siðan handlaunguðu þeir kvenmanninn niðri bátinn á sama hátt. Hún var þúng við- komu, breið um sig miðja, lura- leg til fótanna og lendamikil vel, istuttu málisagteittheljarmik- iðbrikk. Andlithennar var grátt og slapt eftir uppsölu og óliðan, enroðinn var allur i höndunum, þær voru bólgnar eins og pækil- saltað kjöt uppúr suðu. Mæðgurnar voru settar niður á þdftu gagnvart einum ræðar- anum. Konan slepti ekki farángri sinum úr keltu sér, svo hún gæti varið hann fyrir bleytu. Það var bara venjulegur hálftunnu strigapoki, það virtist vera I honum svolitið kistilkorn og kannski einhverjir fatalepp- ar. öldurnar hófust og hnigu, galtómur báturinn vaggaðist óþyrmilega og konan horfði óttaslegin útl myrkrið, en telpan við hlið hennar var hin örugg- asta. Og hún spurði móður sina i þvl er báturinn hófst uppá eina ölduna: Mamma, af hverju förum við I land hérna? Af hverju höldum við ekki áfram suður? Konan hélt sér dauðahaldi i þóftuna meðan báturinn seig niðuri næsta öldudal, sneri ángistarandliti sinu undan særoki og mjallroki, en ansaði þó að lokum: Við reynurii að verða hérna einhvern tima og förum svo ekki suður fyrr en með vorinu. Af hverju förum við ekki suð- ur strax, einsog þú sagðir? Ég var búin að hlakka svo mikið til að fara suður.” Þarna hefst sagan og það er dimmt á sviöinu og við sjáum bátinn sem er búinn til með dansi og öldurnar velta I mjall- rokinu, þær eru lika Finnar sem velta sér til lands, og I einu vet- fangi gripum við þráðinn, eins og áskrifendur aö nýju riti. Framhald á bls. 23 Aðventukvöld í Þingeyrarkirkju S.E. Þingeyri. — Að frumkvæði kirkjukórs Þingeyrarkirkju var haldið aðventukvöid I kirkjunni s.I. sunnudag. Formaður sóknar- nefndar Bjarni Einarsson flutti ávarp. Kirkjukórinn söng undir stjórn frú Guðrúnar Sigurðar- dóttur og Gísli Vagnsson bóndi á Mýrum flutti erindi. Einnig sungu nokkrar ástralskar stúlkur, er dvelja við störf I hraðfrystihúsinu á Þingeyri, negrasálma og ensk jólalög . Gunnar Friðfinnsson kennari las ljóð Matthiasar Jochumsson- ar, Jólin 1891, en siðan hafði sóknarpresturinn, séra Stefán Eggertsson, helgistund. Að lokum sungu allir viðstaddir „Heims um ból”. Kirkjan var prýdd kertaljósum, og aðventukvöldið var vel sótt. Gerðu kirkjugestir góðan róm að þvi, sem fram fór. Þingeyrarkirkja fékk i sumar gagngerða viðgerð og málningu utan húss og sómir sér nú að öllu vel. „Ég lá endilangur í grasinu með skammbyssu í hendi. Armbandsúrið mitt tifaði í samræmi við æðislegan hjartslátt minn. í óralanga sekúndu sá ég andlitvina minna/ sem fallið höfðu fyrir hendi nas- ista. Sprengjurnar áttu að springa eftir þrjár mínútur. Ef við hefðum farið rétt að, táknaði það eyðileggingu enn einnar verksmiðju, sem nasistum var bráðnauðsynleg. Enn voru tvær mínútur eftir. Égtók eftir að ég var farinn að rif ja upp, hvernig ég hafði lent hérna, hvernig þetta hafði allt byrjað. Ein mínúta. Ég beit á neðri vörina. Jafnvel þótt þetta spellvirki bæri árangur, þá gæti svo farið áður en kvöldið væri á enda, að við værum allir dauðir." — Þannig héfst þessi ógnarsaga, hún er skjalfest og sönn frásögn, sannkölluð Háspennubók! „Hér er um martröð dularfullra atvika og ofbeldis að ræða", segir Evening News í London. — „Harð- soðin bók, sem skrifuð er af þekkingu, — full af stormum, bellibrögðum og skjótri atburðarás", segir Birmingham Mail. — „Blóðidrifin ógnarsága um morð, ofbeldi og dularfulla atburði úti á rúm- sjó, sem ætti að gleðja hina fjölmörgu lesendur, sem velta því fyrir sér, hvað haf i eiginlega orðið af hinum gömlu, góðu ævintýraf rásögnum. Og svarið er, Brian Callison skrifar enn slikar sögur. Ég spái því að þegar hinir fjölmörgu lesendur McLeans uppgötva bækur Brian Callisons, muni vinsældir hans verða gífurlegar", segir Sunday Express. — En Aiister McLean sagði einfaldlega: „Það getur ekki verið til betri höfundur ævintýrabókmennta í landinu núna". — Þetta er sannkölluð háspennu- bók! BRIAN CAUISON BJÍRBUNHIilll bráÍrBhNI GIINNAR SÖNSTEBY INR.24 Afhenti páfa trúnaðarbréf Hinn 3. desember 1977 afhenti Niels P. Sigurðsson Páli VI Páfa trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands hjá Vatikaninu með að- setri i Bonn-Bad Godesberg. Leiðrétting í umsögn Gunnars Stefánsson- ar um bókina Orðspor á götueftir Jón Helgason, (Timinn 3. des.), hefur tilvitnun brenglazt illa, þar sem vitnað er I fyrstu sögu bókar- innar, Fengin Fia. Rétt er tilvitn- unin svona: „Nokkrar linur úr sögunni verða að nægja til að sýna kank- visan stilsháttinn: „Hann ætlar að stökkva, það er bezt hann reyni þær, þessar, og tiðin gefur svo að sanna, hvort þær lukkast skár en hinar gang- lóurnar, sem hann hefur prófað. Og þá er ekki annað betra til ráðs að taka en hringja i Sigga á Flöt- um, hann hefur jeppann á bæjar- hlaðinu, og biðja hann að skreppa eftir þessu. Hann kæmist betur frá þvi þannig i kostnaðarlegu til- liti heldur ensetja undir þær kaupstaðardrossiu, þvi að þeir eru fram úr hófi dýrir á þeim til allra vika, leigubilstjórarnir.” ítÆL.Li Auglýsingadeild Tímans

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.