Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 4

Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 4
4 29. maí 2006 MÁNUDAGUR Kosningaúrslit 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST GOTT VEÐUR TIL AÐ BYRJA AÐ ÆFA! GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 26.05 2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,41 72,75 Sterlingspund 135,47 136,13 Evra 92,71 93,23 Dönsk króna 12,429 12,501 Norsk króna 11,855 11,925 Sænsk króna 9,952 10,01 Japanskt jen 0,6463 0,6501 SDR 107.86 108,5 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 128,2582 Benedikt Benediktsson efstur Í Helgafellssveit var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 45 og þar af greiddu 38 atkvæði. Kosningu hlutu Benedikt Benediktsson, Sævar Ingi Benediktsson, Brynjar Hildibrandsson, Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Margrét Guðmundsdóttir. HELGAFELLSSVEIT Guðbrandur Sverrisson efstur Í Kaldrananeshreppi var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 85 og þar af greiddu 64 atkvæði. Þrír seðlar voru auðir og ógildir. Kosningu hlutu Guðbrandur Sverrisson, Sunna J. Einarsdóttir, Jenný Jensdóttir, Óskar A. Torfason og Haraldur V. Ingólfsson. KALDRANANESHREPPUR Gústaf Jökull efstur Í Reykhólahreppi var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 190 og þar af greiddu 116 atkvæði. Kosningu hlutu Gústaf Jökull Ólafsson, Egill Sigurgeirsson, Sigurbjörg Daníelsdóttir, Karl Kristjánsson og Rebekka Eiríksdóttir. REYKHÓLAHREPPUR Rafn Sigurbjörnsson efstur Í Skagabyggð var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 66 og þar af greiddu 43 atkvæði. Kosningu hlutu Rafn Sigurbjörnsson, Baldvin Sveinsson, Dagný Rósa Úlfarsdóttir, Magnús Guðmannsson og Valgeir Karlsson. SKAGABYGGÐ Guðlaugur Benediktsson efstur Í Árneshreppi var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 43 og þar af greiddu 36 atkvæði. Einn seðill reyndist auður. Kosningu hlutu Guðlaugur I. Benediktsson, Guðlaugur A. Ágústsson, Oddný S. Þórðardóttir, Gunnar Helgi D. Guðjónsson og Eva Sigurbjörnsdóttir. ÁRNESHREPPUR Eydís Indriðadóttir efst Í Ásahreppi var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 130 og þar af greiddu 100 atkvæði. Einn seðill reyndist auður. Kosningu hlutu Eydís Indriðadóttir, Egill Sigurðsson, Renate Hannemann, Þórarinn B. Þórarinsson og Ísleifur Jónasson. ÁSAHREPPUR KOSNINGAR Oddvitar Samfylkingar, Framsóknar og Vinstri grænna í Mosfellsbæ hittust á fundi í gær og ákváðu að taka upp formlegar við- ræður um myndun meirihluta. Þeir hittast aftur í dag. Jónas Sigurðs- son, oddviti Sam- fylkingarinnar, segir að almennur vilji hafi verið fyrir því meðal oddvitanna þriggja að taka upp samstarf og engin ágreinings- mál hefðu komið upp sem gætu stefnt viðræðum um það í hættu. Enn fremur hafi enginn flokkanna sett fram nein skilyrði fyrir slíku samstarfi. - sh Viðræður í Mosfellsbæ: Samstarf allt að því öruggt JÓNAS SIGURÐSSON LÖGREGLA Yfir þrjú hundruð öku- menn mótorkrosshjóla tóku þátt í móti í nágrenni Kirkjubæjar- klausturs um helgina og fór það að mestu vel fram að sögn lög- reglunnar í Vík sem bætti við mannafla sinn vegna mótsins. Sex ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur, þar á meðal mældist einn á 144 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Á dansleik sem haldinn var í tengslum við mótið kom til stympinga milli manna og var mikil ölvun var á svæðinu. Þá voru tveir menn handteknir með fíkniefni í fórum sínum. Það mál telst upplýst. - khh Erill hjá lögreglunni á Vík: Tveir teknir með fíkniefni ÁRBORG Fulltrúar Framsóknar- flokks, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna skrifuðu í fyrri- nótt undir viljayfirlýsingu um að hefja þá þegar viðræður um meirihlutasamstarf að loknum sveitarstjórnarkosningunum. Í yfirlýsingunni er kveðið á um að flokkarnir taki ekki upp viðræður við aðra flokka meðan á viðræð- unum stendur. Meirihluti Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins féll, en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut góða kosningu í Árborg eða liðlega fjörutíu og eitt prósent atkvæða. Vinstri græn komu í fyrsta sinn manni að í bæjarstjórn Árborgar. Ragnheiður Hergeirsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að fundur um meirihlutasamstarf flokkanna þriggja verði haldinn í dag. „Þetta eru ekki mjög flóknar viðræður um málefni og skýrast ætti fljótt hvort af samstarfi verður,“ segir Ragnheiður. Eyþór Arnalds hefur gefið til kynna að hann sé á ný oddviti D- listans þrátt fyrir fyrri yfirlýs- ingar um að taka ekki við þeirri stöðu fyrr hann hefði sætt viður- lögum fyrir ölvunarakstur á dög- unum. Eftir því sem næst verður komist skiptu útstrikanir á nafni hans hundruðum, en til þess að nafn hans falli af framboðslista þurfa að minnsta kosti 51 pró- sent kjósenda að strika tiltekið nafn út. - jh Vinstri græn, Framsóknarflokkur og Samfylkingin ræða samstarf í Árborg: Samningafundi fram haldið ÁRBORG Vel er hugsanlegt að myndaður verði meirihluti án þátttöku Sjálfstæðis- flokks í dag eða næstu daga. KOSNINGAR Endurtalning á Álfta- nesi í gær staðfesti sigur Álfta- neslistans í kosningum á laugar- dag. Sjálfstæðismenn fóru fram á endurtalningu eftir að fyrsta taln- ing benti til sigurs Álftaneslistans með þremur atkvæðum. Sjálfstæðismenn gerðu enga athugasemd við talninguna en ósk- uðu eftir ítarlegri talningu til að tryggt yrði að úrslitin væru rétt. Sjálfstæðismenn hafa því misst meirihluta sinn á Álftanesi í fyrsta sinn síðan listakosning var tekin upp þar fyrir tuttugu árum. - sh Endurtalning á Álftanesi: Þrjú atkvæði skildu að Sóleyjarbyggð tekin fyrir Mál Sam- iðnar vegna fjögurra til átta Litháa sem eru að byggja tvær blokkir fyrir verktak- afyrirtækið Sóleyjarbyggð í Grafarholti verður tekið fyrir í byrjun júní. Mennirnir eru með 20 þúsund krónur í laun á mánuði og 3.500 krónur í dagpeninga á dag og hefur Samiðn því höfðað mál. FÉLAGSDÓMUR KOSNINGAR Óformlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjar- stjórn Kópavogs stóðu í allan gær- dag og fram á kvöld. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er lík- legast að bæjarstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks verði endurnýjað. Oddvitar flokkanna voru ekki tilbúnir að gefa upplýsingar um þá mögu- leika sem ræddir hafa verið. Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokksins í Kópavogi, vildi ekkert tjá sig um það í gær hvort líklegt væri að meirihluta- samstarf flokksins við Sjálfstæð- isflokkinn í bæjarstjórn yrði end- urnýjað. Ómar sagði að samningsstaða flokksins væri ekki sterk. „Ég er í þeirri stöðu núna að ég vil tala við mína flokks- menn eftir gærdaginn sem var ekki góður fyrir okkur. Við erum einfaldlega að skoða okkar innri mál núna því það er mikil óánægja með þetta mikla fylgistap í gær,“ segir Ómar. Framsóknarflokkur- inn tapaði tæpum sextán prósent- um í kosningunum á laugardaginn og missti tvo menn úr bæjarstjórn. Ómar segir að þrátt fyrir niður- stöðu kosninganna hafi síminn logað allan daginn í gær. „Það eru allir að þreifa á öllum, ég get lofað því. En ég er ekki í aðstöðu til að segja frá því í smáatriðum.“ Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar, segir að málið sé mjög einfalt í hennar herbúð- um. „Ég get bara sagt að engar viðræður hafa verið í gangi sem ég veit af en væntanlega verður meira að frétta á morgun.“ Sigríð- ur sagði á kosninganótt að fýsi- legri kostur sé samstarf til vinstri en með sjálfstæðismönnum. Ólafur Þór Gunnarsson, oddviti Vinstri grænna, segir að allir séu að þreifa fyrir sér. „Þeir sem mynduðu meirihluta geta gert það áfram en við höfum sagt það að Framsóknarflokkurinn hljóti að hugsa sig um áður en hann velur að mynda meirihluta með Sjálf- stæðisflokknum sem er á góðri leið með að drepa þá af sér.“ Ólaf- ur segist ekki hafa verið í neinum formlegum viðræðum en hafi talað við marga bæjarfulltrúa í gær. Ólafur hefur sagt að Vinstri græn útiloki ekki samstarf við neinn flokk en fyrst yrði að sjálf- sögðu leitað samstarfs við aðra en Sjálfstæðisflokkinn. Ekki náðist í Gunnar I. Birgis- son, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í gærkvöldi né aðra bæjarfulltrúa flokksins. svavar@frettabladid.is Stefnt er á óbreytt meirihlutasamstarf Oddvitar allra flokka í Kópavogi vilja ekki tjá sig um meirihlutaviðræður. Samfylkingin segist ekki hafa átt viðræður við neinn flokk en Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn segja að miklar þreifingar séu í gangi. FYRSTU TÖLUR VÆNTANLEGAR Frá vinstri eru Ómar Stefánsson Framsóknarflokki, Guðríður Arnardóttir Samfylkingu, Ólafur Þór Gunnarsson Vinstri grænum og Gunnar I. Birgisson Sjálfstæðisflokki. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.