Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 6
6 29. maí 2006 MÁNUDAGUR
KJÖRKASSINN
Ætlarðu hringinn um landið í
sumar?
Já 27,5%
Nei 72,5
SPURNING DAGSINS Í DAG
Fylgdistu með talningu atkvæða
fram eftir nóttu í sveitarstjórnar-
kosningunum?
Segðu þína skoðun á Vísir.is
KJARAMÁL Samningar Landspítal-
ans við dönsku starfsmannaleig-
una um hjúkrunarfræðinga til
sumarafleysinga eru ekkert frá-
brugðnir þeim sem gerðir hafa
verið síðustu fjögur árin. Þetta
segir Anna Stefánsdóttir, hjúkr-
unarforstjóri á Landspítalanum.
Eini munurinn sé að skortur á
starfsfólki þetta árið er meiri og
því leysi fleiri af í ár. Starfkraft-
arnir verði ekki dýrari en árin á
undan heldur hlutfallslega ódýr-
ari fyrir spítalann.
Anna neitar hins vegar að ræða
um kostnaðinn við sumarafleys-
ingar hjúkrunarfræðinganna fyrr
en gengið hafi verið frá samn-
ingnum við dönsku starfsmanna-
leiguna, Ethnic Care Aps. Trygg-
ingamál standi meðal annars út
af.
Anna segir sérstakt að Félag
íslenskra hjúkrunarfræðinga
hvetji til þess að ekki sé farið eftir
þeim kjarasamningum sem nýbú-
ið sé að gera við Landspítalann, en
félagið hafi undirritaði stofnana-
samning við Landspítalann 28.
apríl: „Spítalinn hefur ekki haft
tækifæri að greiða hjúkrunar-
fræðingum laun samkvæmt samn-
ingnum, en á sama tíma er félagið
að hvetja hjúkrunarfræðinga til
að gera kröfur um annað en félag-
ið hefur samið um.“
Elsa B. Friðfinnsdóttir, for-
maður Félags íslenskra hjúkrun-
arfræðinga, segir ástæðu þess að
félagið amist við samningunum
núna að upphæðin sem spítalinn
muni leggja í dönsku hjúkrunar-
fræðingana sé hærri en nokkurn
tímann fyrr. Allt árið 2004 hafi
hún verið 50 milljónir, sem sé
mun lægra en verði greitt fyrir
þá dönsku í sumar.
„Reyndir hjúkrunarfræðingar
á spítalanum segja að veturinn sé
sá erfiðasti sem þeir muna eftir.
Þeir þurfa frí, en svíður að hafa
haldið uppi starfseminni árið um
kring án þess að hafa fengið
umbun í samræmi við það sem
þeir hafa lagt á sig. Þess vegna
eru viðbrögðin sterk þegar hægt
er að fá fólk utan að fyrir betri
kjör, þó það taki ekki á sig sömu
ábyrgð og skyldur og þeir sem
þekkja deildirnar.“
Stjórn Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga hefur farið þess á
leit að fastráðnum hjúkrunar-
fræðingum verði tryggðar sömu
greiðslur yfir þennan níu vikna
álagstíma og þeir dönsku fá.
gag@frettabladid.is
Sami samningur og
síðustu fjögur árin
Hjúkrunarforstjóri Landspítalans segir ekkert frábrugðið við samninga hans
við dönsku starfsmannaleiguna nú miðað við síðustu ár. Hjúkrunarfræðingar
segja sárt að sjá fólk með minni ábyrgð á hærri launum.
SKRAFAÐ Á GÖNGUM SPÍTALANS Hjúkrunarforstjóri Landspítalans segir hagkvæmt að
semja við dönsku starfsmannaleiguna Ethnic Care Aps, því aðlögunin sé ekki mikil og nám
þeirra viðurkennt á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
PÓLLAND, AP Benedikt XVI páfi
heimsótti í gær útrýmingarbúðir
nasista í Auschwitz í Póllandi.
Hann gekk einn, hvítklæddur með
spenntar greipar, inn í búðirnar,
um hið alræmda hlið sem á stend-
ur „Arbeit macht frei“ eða „Vinn-
an frelsar þig“. Svartklæddir
fylgdarmenn hans héldu sig í
hæfilegri fjarlægð.
Páfinn kastaði stuttri kveðju á
biskupinn á staðnum en var að
öðru leyti þögull þegar hann gekk
inn. Hann bað bænir hljóðlega
fyrir munni sér og staðnæmdist í
eina mínútu við aftökuvegginn þar
sem nasistar tóku þúsundir gyð-
inga af lífi í seinni heimsstyrjöld-
inni. Við vegginn biðu hans 32 eft-
irlifendur úr fangabúðunum og
tók Benedikt hvern þeirra tali
stutta stund.
Benedikt, sem er þýskur, var á
táningsaldri meðlimur í Hitlers-
æskunni gegn vilja sínum og varð
síðar hermaður í þýska hernum.
Heimsókn hans í útrýmingarbúð-
irnar, þar sem nasistar tóku um
eina og hálfa milljón gyðinga, Pól-
verja og sígauna af lífi, er því
mjög þýðingarmikil fyrir sam-
skipti kaþólikka og gyðinga, en
bæði Benedikt og Jóhannes Páll II
hafa lagt mikið upp úr þeim.
Benedikt hefur tvisvar sinnum
áður heimsótt Auschwitz og Birk-
enau-búðirnar sem eru skammt
frá, árin 1979 og 1980. - sh
Benedikt páfi XVI heimsótti útrýmingarbúðirnar í Auschwitz í gær:
Páfinn tók eftirlifendur tali
PÁFI Í ÁUSCHWITZ Benedikt páfi XVI gekk
þögull um útrýmingarbúðirnar biðjandi
bænir.
KOSNINGAR Samfylkingin, Vinstri
græn og L-listinn eiga nú í meiri-
hlutaviðræðum á Akureyri. Þessir
þrír flokkar mynduðu minnihluta í
bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili
en meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks var felldur í
kosningunum.
Hermann Jón Tómasson, odd-
viti lista Samfylkingarinnar, segir
D-lista og B-lista hafa hvorn í sínu
lagi haft samband við sig á kosn-
inganótt. „Menn heyrðu hljóðið
hver í öðrum en niðurstaða okkar
var að skoða hvort fyrrum minni-
hlutaflokkar næðu saman um sam-
starf.“ - sdg
Meirihlutinn féll á Akureyri:
Fyrrum minni-
hluti fundar
STJÓRNMÁL „Framsóknarflokkur-
inn tapar gríðarlega miklu á höf-
uðborgarsvæðinu og í stærstu
bæjarfélögunum, svo sem á
Akureyri og Akranesi,“ segir
Guðni Ágústsson, varaformaður
Framsóknarflokksins.
„Aftur á móti kemur hann
einnig víða vel út, til dæmis á
Suðurlandi og í Skaftafellssýsl-
um. Flokkurinn vann nokkurn
varnarsigur í Árborg. En þetta er
grafalvarleg staða fyrir flokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn fær aftur
góða kosningu víða. Við þurfum
að fara yfir stöðuna og meta stöð-
una út frá úrslitunum. Það er
mikilvægt að forysta flokksins
og þingflokkurinn meti stöðuna
sem nú er komin upp og velti því
fyrir sér hvernig snúa megi vörn
í sókn.“ Guðni segir ljóst að
Framsóknarflokkurinn hafi sætt
mikilli gagnrýni af hálfu stjórn-
arandstöðu og hart hafi verið sótt
að honum í fjölmiðlum.
„Framsóknarflokkurinn hefur
iðulega sætt harkalegri gagnrýni
á sama tíma og Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur varla verið nefndur á
nafn í sömu andrá. En það er
skylda okkar sem stýrum flokkn-
um að fara yfir það sem hefur
mistekist. Ég get ekkert sagt um
stefnumálin eða forystu flokks-
ins. Ég vil ræða þetta fyrst innan
flokksins,“ segir Guðni Ágústs-
son. - jh
Guðni Ágústsson segir stöðu Framsóknarflokksins grafalvarlega:
Sjálfstæðisflokkur fær frið
GUÐNI ÁGÚSTSSON Framsóknarflokkurinn
er gagnrýndur en Sjálfstæðisflokkur varla
nefndur í sömu andrá segir Guðni.