Fréttablaðið - 29.05.2006, Side 8

Fréttablaðið - 29.05.2006, Side 8
8 29. maí 2006 MÁNUDAGUR Kosningaúrslit 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR VEISTU SVARIÐ 1 Hvaða nafngift varð hlutskörpust á sameinuðu sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar? 2 Hver er oddviti J-listans á Dalvík? 3 Hver er nýkjörinn formaður Félags íslenskra bókaútgefenda? SVÖR Á BLS. 38 VOGAR Meirihlutinn fellur Íbúar á kjörskrá voru 692. Samtals greidd atkvæði voru 577. Tólf seðlar voru auðir og ógildir. E- listi Stranda og Voga hlaut 326 atkvæði og 4 fulltrúa. H-listi óháðra borgara hlaut 239 atkvæði og þrjá fulltrúa. H- listi missir meirihlutann frá 2002. HÚNAVATNSHREPPUR Fengu fimm fulltrúa Listi framtíðar vann í Húnavatns- og Áshreppi. Alls voru 317 á kjörskrá, 270 atkvæði voru gild og auðir seðlar og ógildir sex. Úrslit fóru þannig að A-listi framtíðar hlaut 171 atkvæði og fimm fulltrúa, E-listinn Nýtt afl hlaut 99 atkvæði og tvo fulltrúa. AÐALDÆLAHREPPUR Aðaldalslistinn vann Í Aðal- dælahreppi voru 197 á kjörskrá, samtals greiddu 164 atkvæði en þrír seðlar reyndust auðir eða ógildir. Kosningin fór þannig að Aðaldals- listinn hlaut 195 atkvæði og þrjár fulltrúa en Lýðræðislistinn fékk 56 atkvæði og tvo fullrúa. Sjálfkjörið var árið 2002. SIÐANEFND DV braut siðareglur Blaðamannafélags Íslands á ámælisverðan hátt með óná- kvæmri og villandi framsetningu þegar blaðið birti frétt þess efnis að forstöðumaður Heilbrigðis- stofnunar Suðurnesja hefði beðið bréfbera að njósna um íbúa í Keflavík. Segir í úrskurðinum að siða- nefnd fallist ekki á útskýringar blaðamanns DV að tölvubréf for- stöðumannsins til yfirmanns Íslandspósts hafi gefið tilefni til fyrirsagna þeirra er blaðið notaði í kjölfarið. Blaðamaður hafi ekki vandað upplýsingaöflun sína né úrvinnslu. - aöe Siðanefnd blaðamanna: Ámælisvert brot DV FERÐAMÁL Breskum ferðamönnum hingað til lands fækkar um rúmlega 300 frá áramótum til aprílloka milli ára þrátt fyrir að breska flugfélagið British Airways hafi hafið áætlun- arflug hingað til lands í mars. Jókst framboð í kjölfarið og samkeppni harðnaði auk þess sem British Airways kynntu Íslands- ferðir sínar sérstaklega í Bret- landi en miðað við tölur hefur það ekki skilað sér í fjölgun breskra ferðalanga. Flugrekendur sem leitað var álits hjá höfðu litlar skýringar á reiðum höndum aðrar en að gengi krónunnar hefði verið ákveðinn þrándur í götu það sem af er árs. - aöe FYRSTA FLUGIÐ Þrátt fyrir tilkomu áætlunar- ferða BA hingað til lands fækkar þeim Bretum sem hingað koma milli ára. MYND/VÍKURFRÉTTIR Hert samkeppni í flugi: Ferðamönnum fjölgar ekki LÖGREGLA Lögreglan á Hvolsvelli hafði á ný afskipti af mönnum sem voru handteknir um síðustu helgi eftir slagsmál og ólæti fyrir utan skemmtistaðinn Kristján X á Hellu. Tilkynning um slagsmál barst lögreglu um fjögurleytið í fyrri- nótt og voru menn blóðugir eftir minni háttar átök og stympingar. Að sögn lögreglu var ástandið ekki jafn alvarlegt og um síðustu helgi þegar kalla þurfti eftir neyðarað- stoð frá lögreglunni á Selfossi vegna mannanna sem þá réðust að lögreglumönnum eftir að einn þeirra var handtekinn. - khh Handalögmál á Hellu: Sömu óláta- belgir á ferð ARNARNESHREPPUR Meirihlutinn fellur Á kjörskrá voru 126 en samtals greiddu 113 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og ógildir. K-listi Kraftlistans hlaut 61 atkvæði og þrjá fulltrúa. M-listi Málefnalistans hlaut 52 atkvæði og tvo fulltrúa og tapar meirihlutanum frá 2002. BÆJARHREPPUR Lýðræðislistinn vann Íbúar á kjörskrá voru 69 en samtals greiddu 64 atkvæði. Einn kjósandi skilaði auðu. H-listi Hreppslistans hlaut 23 atkvæði og tvo fulltrúa og L-listi Lýðræðislistans hlaut 41 atkvæði og þrjá fulltrúa. Óbundin kosning var í sveitarfélaginu 2002. FLÓINN Þ-listinn vann Íbúar á kjörskrá voru 374 en samtals greiddu 309 atkvæði. Þrír seðlar voru auðir og ógildir. E–listinn Flóalistinn hlaut 143 atkvæði og þrjá fulltrúa. Þ-listi fyrir, þor, þrautsegju og þinn hag hlaut 163 atkvæði og fjóra fulltrúa. Kosið var í nýju sameinuðu sveitarfélagi. EYJAFJARÐARSVEIT Meirihlutinn fellur Íbúar á kjörskrá voru 680 en greidd atkvæði voru 536. Fjórir seðlar voru auðir og ógildir. F-listi hlaut 212 atkvæði og þrjá fulltrúa, H-listi hlaut 260 atkvæði og fjóra fulltrúa, S-listi hlaut 60 atkvæði og engan fulltrúa. F-listi missir meirihlutann frá kosningunum 2002. INDÓNESÍA, AP Hjálparsveitir leita nú í húsarústum á eynni Jövu í Indlandshafi en öflugur jarð- skjálfti reið yfir eynna í fyrri- nótt. Nú er talið að minnsta kosti 4.600 mann hafi látist og tugþús- undir manna slasast í kjölfar skjálftans sem mældist 6,2 á Richters-skalanum. Eyjan Java er eitt af þéttbýl- ustu landsvæðum í heimi og þar búa um 124 milljónir manna. Ástandið er verulega slæmt í mörgum landshlutum og er ráð- gert að tala látinna eigi eftir að hækka enn frekar þegar fréttir taka að berast frá afskekktari svæðum. Alger eyðilegging blasir við fjölmörgum íbúum sem flúðu heimili sín og svaf fjöldi fólks undir berum himni af ótta við eftirskjálfta. Jarðfræðingar segja að skjálftinn í fyrrinótt hafi aukið virkni eldfjallsins Merapi sem er í nágrenni borgarinnar Yogayakarta og hafa öflugir skjálftar einnig mælst skammt undan Kyrrahafseynni Tonga og á Papúa Nýju-Gíneu. Hjálpargögn eru farin að ber- ast til Yogyakarta sem er á eynni miðri og hafa Sameinuðu þjóð- irnar þegar sent lyf og aðrar nauðsynjar en einnig er von á stuðningi frá ríkisstjórnum og fleiri hjálparsamtökum. - khh Hjálparsveitir leita að fólki í húsarústum á eyjunni Jövu: Á fimmta þúsund látnir SJÓSLYS Skipverjar á Akureyrinni EA 110 frá Akureyri unnu þrekvirki við erfiðustu hugsanlegu aðstæður þegar þeir náðu að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í íbúðum skips- ins á laugardag. Skipið var þá við veiðar 75 sjómílur vestur af Látra- bjargi. Tveir menn létu lífið í slys- inu en aðrir skipverjar héldu norður á Akureyri í gærmorgun og eru komnir til fjölskyldna sinna. Höskuldur Einarsson hjá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins segir ljóst að gríðarlegur eldur hafi geisað í skipinu og hann hafi breiðst út á stuttum tíma. „Áhöfnin var búin að slökkva allan meiriháttar eld þegar okkar menn komu um borð. Skemmdirnar eru alveg gríðarlegar og ég verð að segja að skipsverjar hafa gert algjört kraftaverk í að slökkva þennan eld. Þeir hafa gert hluti sem enginn gæti ætlast til af nokkrum manni við þessar aðstæð- ur. Það er ljóst að menn hafi gengið mjög hart fram.“ Höskuldur segir að margar íbúðir og eldhús sé stór- skemmt eftir eldinn og það sem ekki brann sé verulega mikið sótskemmt þar sem sót hafi farið um allt skip. Akureyrin sigldi fyrir eigin vélar- afli til lands og kom til hafnar í Hafnarfirði í gærmorgun þar sem skipið liggur nú. Lögreglan í Hafn- arfirði, sem fer með rannsókn máls- ins, segir eldsupptök ekki ennþá kunn. Mikill viðbúnaður var hafður strax eftir að hjálparbeiðni barst frá Akureyrinni um klukkan tvö á laugardag. Björgunarþyrlan TF-LÍF fór með fjóra reykkafara frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem fóru um borð og aðstoðuðu við slökkvistarfið. Slökkvistarfið gekk vel og ekki þurfti frekari aðstoðar við. Þyrla af danska varðskipinu Triton fór með þrjá menn en var snúið til baka þegar þyrlan var að taka eldsneyti á Rifi. Varnarliðs- þyrla var einnig kölluð til en var aðstoð hennar var afturkölluð um það leyti sem hún var að fara í loftið en tíu slökkviliðsmenn voru þá komnir um borð í hana. Séra Arnaldur Bárðarson, sókn- arprestur í Glerárkirkju, segir að allt samfélagið á Akureyri sé mjög slegið yfir þessum atburði. Arnald- ur segir að áhöfnin hafi fengið fyrstu áfallahjálp á Landspítalanum í Fossvogi en kirkjan nyrðra og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri muni fylgja því starfi eftir með því að veita áhöfninni og þeirra nánustu áfallahjálp á næstu dögum. Ekki er unnt að greina frá nöfnum hinna látnu að svo stöddu. svavar@frettabladid.is Unnu þrekvirki við erfiðustu aðstæður Áhöfn Akureyrarinnar EA 110 náði sjálf að slökkva eldinn sem kom upp í skip- inu á laugardag. Mat slökkviliðsmanna er að þeir hafi gert meira en hægt sé að ætlast til því aðstæður hafi verið mjög erfiðar. JERÚSALEM, AP Ariel Sharon, fyrr- verandi forsætisráðherra Ísraels, var í gær fluttur á sjúkraheimili til langtímavistunar. Sharon hefur verið í dái í næstum fimm mánuði eftir alvar- legt heilablóðfall og hefur þegar gengist undir fjölmargar aðgerðir án árangurs. Litlar líkur eru taldar á því að Sharon nái nokkrum bata en sér- fræðingar á sjúkrahúsinu Sheba í Tel Aviv þar sem hann dvelst um þessar mundir vona hið besta og segjast munu veita honum alla þá þjónustu sem í boði sé. Hins vegar muni þeir senda hann heim ef hann sýnir engin batamerki innan næstu mánaða. - khh Sharon í framhaldsmeðferð: Batahorfurnar taldar litlar ARIEL SHARON TF LÍF VIÐ LANDSPÍTALANN Sex skipverjar voru fluttir af slysstað með þyrlunni. Höskuldur Einarsson hjá slökkviliðinu segir skipverja hafa staðið sig gríðarlega vel. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX ÍBÚI JÖVU Þúsundir manna meiddust illa í hamförunum. Hjálpargögn eru farin að berast til sumra staða. AKUREYRIN EA 110 Skipið kom til hafnar í Hafnarfirði í gærmorgun. Ljóst er að skipverjar unnu björgunarafrek þegar þeir slökktu eldinn sem upp kom. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.