Fréttablaðið - 29.05.2006, Síða 10

Fréttablaðið - 29.05.2006, Síða 10
10 29. maí 2006 MÁNUDAGUR Su›urlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími 540 7000 • www.falkinn.is LEGUR í bíla og tæki • Kúlulegur • Keflalegur • Keilulegur • Nála- og línulegur • Flans- og búkkalegur E in n t v e ir o g þ r ír 3 1. 29 4 INDÓNESÍA, AP Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin, WHO, telur nú fyrst ástæðu til þess að lyfjafyrirtæki búi sig undir að þurfa að útvega miklar birgðir af lyfi gegn fugla- flensu. Tilefni þess að stofnunin gaf út tilkynningu þess efnis er að grun- ur hefur í fyrsta sinn vaknað um að fuglaflensan hafi smitast á milli manna í Indónesíu. Staðfest hefur verið að þrjú dauðsföll í viðbót í Indónesíu stafi af fuglaflensu. Hugsanlegt er talið að sex þeirra sem látist hafa í Indónesíu af völd- um fuglaflensunnar hafi smitast af mönnum. - gb Alþjóðaheilbrigðisstofnunin: Nú þurfa lyfin að vera til taks LEIKUR SÉR VIÐ FUGLINN Þessi drengur í Indónesíu lék sér við fuglinn sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP UNGIR FLÓTTAMENN Þessi flóttamanna- börn á Austur-Tímor fylgdust með áströlskum hermanni, sem þar er í hópi friðargæsluliða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SKÓLAMÁL Nýjum Íslendingum býðst í sumar kennsla í íslensku og fræðsla um íslenskt samfélag í sér- stökum sumarskóla sem rekinn er af Námsflokkum Reykjavíkur í samvinnu við Alþjóðahús og Mími - símenntun. Sumarskólinn er ætlaður fólki á öllum aldri sem hefur búið á land- inu skemur en fjögur ár. Með nám- inu er ætlunin að ýta undir aðlögun og reynt að gera fólki kleift að verða virkir þátttakendur í samfé- laginu. Börnum er boðið upp á námskeið hjá ÍTR með íslenskum jafnöldrum sínum og unglingum býðst vinna í Vinnuskólanum eins og öðrum unglingum. - sh Reykjavíkurborg: Nýbúum boðið í sumarskóla DÓMSMÁL Saksóknarinn Helgi Magnús Gunnarsson segir of erf- itt að fá nálgunarbann á ofbeldis- menn. Helgi sótti mál konunnar frá Akranesi sem barin var í höf- uðið með felgulykli af fyrrver- andi sambýlismanni sínum. „Skilyrðin fyrir nálgunarbanni eru fullströng. Þetta úrræði kemur því ekki almennilega að notum,“ segir Helgi. Hann segir að breyta þurfi lögum um nálg- unarbann svo beita megi úrræð- inu oftar. Skjólstæðingur Helga hafði farið fram á nálgunarbann á fyrr- verandi sambýlismann sinn og barnsföður áður en hann réðst inn í íbúð hennar og barði hana ítrekað með felgulykli án orða- skipta. Hæstiréttur mildaði dóm- inn yfir honum úr fimm og hálfs árs fangelsi í tvö og hálft ár á miðvikudag. Ekki þótt sannað að hann hefði ætlað að bana henni með höggunum. „Þessi dómur er í samræmi við það að dómstólar hafa farið mjög varlega í að sakfella fyrir tilraun til manndráps, nema fórn- arlambið hafi hlotið lífshættu- lega áverka. Meiri áhersla er lögð á hættuna sem stafaði af árásinni heldur en hvað mannin- um gekk til með henni. Ekki þótti sannað að vopnið væri það hættu- legt að líkur væru á að bani hlytist af.“ Drífa Snædal, fræðslu- og framkvæmdastýra Samtaka um Kvennaathvarf, segir að það slái hana helst þegar hún skoði dóm- inn að konan hafi óskað eftir aðstoð; bæði hjá heilbrigðisyfir- völdum og lögreglu. Hún hafi sóst eftir nálgunarbanni, kært mann- inn en dregið kæruna til baka. „Það er mjög stór spurning hvort konur eigi að geta gengið aftur inn á lögreglustöð og dregið kærur til baka undir þrýstingi frá ofbeldismönnum.“ Hún segir einnig að leita þurfi úrlausnar á því hvernig kerfið eigi að bregð- ast við þegar það veit að kona sætir ofbeldi. „Það á að sjálfsögðu að nota þau úrræði sem til staðar eru, eins og nálgunarbann, og síðan að gefa þau skilaboð að ofbeldið líð- ist ekki með þyngri dómum,“ segir Drífa og tekur undir þau orð Helga að of erfitt sé að fá nálgunarbann á ofbeldismenn. „Kynbundið ofbeldi er dauðans alvara. Við verðum að hvetja konur til að taka hótanir alvar- lega og hvetjum kerfið til að bregðast við.“ gag@frettabladid.is DRÍFA SNÆDAL HELGI MAGNÚS GUNNARSSON FELGULYKILL VARÐ AÐ VOPNI Í lögregluskýrslu um árásina kemur fram að blóðblettir hafi verið á hurð, veggjum og gólfi baðherbergisins á heimili konunnar, svo og að felgulykill hafi fundist þar bak við hurðina. Samkvæmt gögnum um rannsókn á felgulyklinum er lengd hans rúmlega 31 sentimetri, þvermál 20 millimetrar og þyngd um 328 grömm. Myndin er sviðsett. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL. Breyta þarf lögum um nálgunarbann Saksóknari segir að breyta þurfi lögum um nálgunarbann. Skilyrðin séu of ströng. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins hefur efasemdir um að konur eigi að fá að draga kærur á hendur ofbeldismönnum til baka. BERLÍN, AP Forseti Írans, Maham- oud Ahmadinejad, segir að Evr- ópulönd hætti á að missa áhrif sín og völd í Miðausturlöndum ef þau snúast á sveif með Bandaríkjun- um og setji sig upp á móti kjarn- orkuáætlun Írana. Í viðtali við þýska tímaritið Der Spiegel full- yrti Ahmadinejad að evrópsk stjórnvöld vissu að Íranir hefðu eingöngu í hyggju að nýta kjarn- orku í friðsamlegum tilgangi. Í viðtalinu beiddist hann stuðnings Evrópubúa en fullyrti einnig að þjóð sín væri sterk og ákveðin og að andstæðingar hennar myndu líða fyrir afstöðu sína. Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hafa kallað eftir ályktun frá Sameinuðu þjóðunum sem myndi leyfa viðskiptatakmarkanir og hernaðarleg afskipti í landinu ef Íranir hætta ekki að auðga úran. Stjórnvöld í Rússlandi og Kína styðja ekki þá tillögu. Ahmadinejad lét enn fremur í ljós sterkar skoðanir sínar á hel- förinni gegn gyðingum í síðari heimsstyrjöldinni og kvaðst efast um að tímaritið Der Spiegel myndi nokkurn tíma segja „sannleikann“ um helförina. Forsetinn hefur áður gefið í skyn að hann efist almennt um þá söguskoðun og látið í ljós vilja sinn að Ísraelsríki verði lagt niður eða flutt til Evrópu. - khh Íransforseti segir þjóð sína sterka og andstæðingar muni líða fyrir afstöðu sína: Stórorður um áhrif Evrópu MAHAMOUD AHMADINEJAD Beiðist stuðnings evrópskra ráðamanna við kjarnorkuáætlun Írana.FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMKEPPNI Félagssamtökin JCI Ísland standa um þessar mundir fyrir samkeppni um gerð við- skiptaáætlana undir heitinu Frum- kvöðlar í verki. Verkefnið er unnið í samstarfi við KB Banka og Opin kerfi. Tilgangur verkefnisins er að efla frumkvöðlastarfsemi ungs fólks á landinu og samkeppnin er opin öllum á aldrinum 18 til 40 ára með lögheimili á Íslandi. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þrjú efstu sætin sem og þátttökuréttur í sam- bærilegri alþjóðlegri keppni. Skilafrestur er til 1. júní og niður- stöður verða kynntar 9. júní. - sh Keppt um viðskiptaáætlanir: Frumkvöðla- samkeppni JERÚSALEM, AP Vopnahlé hefur verið samið við landamæri Ísraels og Líbanons fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Bardagar geisuðu þar í gær í kjölfar þess að Ísraelar svör- uðu árásum skæruliða í Líbanon á Ísrael með loftárásum á þrjár búðir Palestínumanna nálægt Beirút. Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær á blaðamanna- fundi að Ísraelar myndu ráðast af afli gegn skæruliðum í Líbanon ef árásum þeirra á norðurhluta Ísra- els linnti ekki. Olmert sagðist hafa vonað að loftárásir Ísraela á byggð- ir Palestínumanna nálægt Beirút myndu binda enda á árásirnar en ofbeldið hefði haldið áfram. Skæruliðar í Líbanon skutu eld- flaugum að norðurhluta Ísraels undir morgun í gær og Ísraelar svöruðu með loftárásum. Því næst hófust átök milli skæruliðasam- taka Hezbollah og ísraelskra her- manna við landamærin. Ísraelskir embættismenn hafa sagt að yfirvöld í Líbanon beri ábyrgð á öllum árásum sem eigi upptök sín innan landamæra Líbanons. Líklegt er að upptök átakanna megi rekja til þess þegar háttsett- ur lisðmaður islömsku Jihad sam- takanna lést nýlega í sprengjuárás í Líbanon. - sh Átök geisuðu á landamærum Ísraels og Líbanon í gær: Vopnahlé eftir mikil átök Kosningaúrslit 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR GRÍMSEY Brynjólfur Árnason efstur Í Grímsey var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 66 og þar af greiddu 55 atkvæði. Tveir seðlar reyndust auðir. Kosningu hlutu Brynjólfur Árnason, Garðar Ólafsson og Alfreð Garðarsson. GRÝTUBAKKAHREPPUR Fjóla Valborg efst Í Grýtubakkahreppi var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 256 og þar af greiddu 197 atkvæði. Einn seðill reyndist auður. Kosningu hlutu Fjóla Valborg Stefánsdóttir, Jón Helgi Pétursson, Jóhann Ingólfsson, Benedikt Sveinsson og Ásta Fönn Flosadóttir. SKORRADALSHREPPUR Davíð Pétursson efstur Í Skorradalshreppi var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 47 og þar af greiddu 29 atkvæði. Tveir seðlar reyndust auðir. Kosningu hlutu Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, Steinunn Fjóla Benediktsdóttir, Gísli Baldur Henrýson og Guðrún J. Guðmundsdóttir. FLJÓTSDALSHREPPUR Gunnþórunn Ingólfsdótt- ir efst Í Fljótsdalshreppi var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 69 og þar af greiddu 52 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og ógildir. Kosningu hlutu Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Jóhann Frímann Þórhallsson, Jóhann Þorvarður Ingimarsson, Þórarinn Jón Rögnvaldsson og Anna Jóna Árnmarsdóttir. BORGARFJARÐAR- HREPPUR Jakob Sigurðsson efstur Í Borgarfjarðarhreppi var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 111 og greiddu 76 atkvæði. Tveir seðlar voru auðir og ógildir. Kosningu hlutu Jakob Sigurðsson, Jón S. Sigmarsson, Steinn Eiríksson, Kristjana Björnsdóttir og Ólafur A. Hallgrímsson. VOPNAHLÉ Forsætisráðherra Ísraels hótaði í gær árásum gegn skæruliðum í Líbanon.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.