Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 14
14 29. maí 2006 MÁNUDAGUR
BROADWAY Fjöldi stuðningsmanna Samfylkingarinnar fylgdist með á risaskjá á Broadway
þegar tölur voru kynntar. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út þegar Dagur B. Eggertsson, odd-
viti listans, mætti á svæðið undir laginu Eye of the Tiger.
NORDICA HÓTEL Mörg hundruð manns voru samankomin á kosningavöku Sjálfstæðis-
flokksins. Risaskjáir voru uppi á vegg og menn fylgjast hér á myndinni spenntir með þegar
aðrar tölur í Reykjavík voru lesnar upp.
HÓTEL BORG Tæplega þrjú hundruð manns voru stödd á kosningavöku Frjálslynda flokksins og óháðra sem fór fram á Hótel Borg. Milli
þess sem tölur bárust voru skemmtiatriði á dagskrá. Salurinn var leiddur í fjöldasöng og á miðnætti mættu línudansarar á svæðið. Hér eru
Ólafur F. Magnússon, oddviti listans, og Margrét K. Sverrisdóttir að fagna nýjustu tölum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
NORDICA Borgar Þór Einarsson, formaður
Sambands ungra sjálfstæðismanna, ásamt
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra.
Fylgismenn flokka fögnuðu víða
um bæ lokum kosningabaráttunn-
ar og beðið var með eftirvæntingu
eftir tölum og úrslitum.
Sjálfstæðisflokkurinn hélt sína
kosningavöku á Hótel Nordica og
var mikið stuð á fólki að sögn Jóns
Kr. Snæhólm, aðstoðarmanns Vil-
hjálms Þ. Vilhjálmssonar. Fylgst
var með þegar tölur bárust og
mikið fagnað þegar sjálfstæðis-
menn bættu við sig.
Samfylkingin hélt sína kosn-
ingavöku á Broadway. Magnús
Orri Schram kosningastjóri sagði
einstaklega skemmtilegt ferli að
baki og var stoltur af sínu fólki.
Vinstri græn voru í Tónlistar-
húsinu Ými og mikið fagnað þegar
tölur bárust um að V-listi væri víð-
ast hvar að bæta við sig manni að
sögn Elíasar Jóns Guðjónssonar
kosningastjóra. Áætlaði hann að
tæplega þrjú hundruð manns
hefðu mætt á svæðið.
Frjálslyndi flokkurinn var á
Hótel Borg. Eftir að fyrstu tölur
voru kynntar voru frambjóðendur
með atriði þar sem allir sungu
undir. Og á miðnætti var línudans
sem vakti mikla lukku að sögn
Egils Arnar Jóhannessonar kosn-
ingavökustjóra sem taldi að hátt í
þrjú hundruð manns hefðu verið á
staðnum.
Framsóknarflokkurinn var í
Þjóðleikhúskjallaranum. Rúnar
Hreinsson kosningastjóri segir
um þrjú hundruð manns hafa
verið á svæðinu og góð stemning
hafi verið. „Þetta var fólk sem
var að vinna í baráttunni ásamt
frambjóðendum og fjölskyld-
um.“ - sdg
Eftirvænting meðal
stuðningsmanna