Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 14
14 29. maí 2006 MÁNUDAGUR BROADWAY Fjöldi stuðningsmanna Samfylkingarinnar fylgdist með á risaskjá á Broadway þegar tölur voru kynntar. Gífurleg fagnaðarlæti brutust út þegar Dagur B. Eggertsson, odd- viti listans, mætti á svæðið undir laginu Eye of the Tiger. NORDICA HÓTEL Mörg hundruð manns voru samankomin á kosningavöku Sjálfstæðis- flokksins. Risaskjáir voru uppi á vegg og menn fylgjast hér á myndinni spenntir með þegar aðrar tölur í Reykjavík voru lesnar upp. HÓTEL BORG Tæplega þrjú hundruð manns voru stödd á kosningavöku Frjálslynda flokksins og óháðra sem fór fram á Hótel Borg. Milli þess sem tölur bárust voru skemmtiatriði á dagskrá. Salurinn var leiddur í fjöldasöng og á miðnætti mættu línudansarar á svæðið. Hér eru Ólafur F. Magnússon, oddviti listans, og Margrét K. Sverrisdóttir að fagna nýjustu tölum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR NORDICA Borgar Þór Einarsson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur mennta- málaráðherra. Fylgismenn flokka fögnuðu víða um bæ lokum kosningabaráttunn- ar og beðið var með eftirvæntingu eftir tölum og úrslitum. Sjálfstæðisflokkurinn hélt sína kosningavöku á Hótel Nordica og var mikið stuð á fólki að sögn Jóns Kr. Snæhólm, aðstoðarmanns Vil- hjálms Þ. Vilhjálmssonar. Fylgst var með þegar tölur bárust og mikið fagnað þegar sjálfstæðis- menn bættu við sig. Samfylkingin hélt sína kosn- ingavöku á Broadway. Magnús Orri Schram kosningastjóri sagði einstaklega skemmtilegt ferli að baki og var stoltur af sínu fólki. Vinstri græn voru í Tónlistar- húsinu Ými og mikið fagnað þegar tölur bárust um að V-listi væri víð- ast hvar að bæta við sig manni að sögn Elíasar Jóns Guðjónssonar kosningastjóra. Áætlaði hann að tæplega þrjú hundruð manns hefðu mætt á svæðið. Frjálslyndi flokkurinn var á Hótel Borg. Eftir að fyrstu tölur voru kynntar voru frambjóðendur með atriði þar sem allir sungu undir. Og á miðnætti var línudans sem vakti mikla lukku að sögn Egils Arnar Jóhannessonar kosn- ingavökustjóra sem taldi að hátt í þrjú hundruð manns hefðu verið á staðnum. Framsóknarflokkurinn var í Þjóðleikhúskjallaranum. Rúnar Hreinsson kosningastjóri segir um þrjú hundruð manns hafa verið á svæðinu og góð stemning hafi verið. „Þetta var fólk sem var að vinna í baráttunni ásamt frambjóðendum og fjölskyld- um.“ - sdg Eftirvænting meðal stuðningsmanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.