Tíminn - 30.12.1977, Side 1
Fyrir
vörubilá^
Sturtu-
grindur
Sturtu
dælur
Sturtu-—
d
Landssmiðj an
á fullan rétt
a ser
segir í athugasemdum
Samstarfsnefndar
JS —Landssmiðjan hefur skilað
góðum hagnaði ájmdan förnum
árum og tekur þar af leiðandi
ekki við neinum fjárframlögum
lir rikissjóði, segir i athugasemd-
um Samstarfsnefndar Lands-
smiðjunnar vegna þeirra ráða-
gerða að hætta rekstri Lands-
smiðjunnar á vegum rikisins.
1 athugasemdum Samstarfs-
nefndarinnar kemur og fram, að
Landssmiðjan hefur veriö rekin á
undan förnum árum likt og hvert
annað hlutafélag. Við fyrirtækið
starfa aðeins sjö opinberir starfs-
menn, en heildarfjöldi starfs-
manna þess er hins vegar nær
100.
Enn fremur er lögð þung
áherzla á mikilvægi Landssmiðj-
unnar fyrir atvinnuvegina og á þá
þjónustu sem hún hefur veitt, og
segir i athugasemdunum að
vélaframleiðsla verksmiðjunnar
hafi reynzt algerlega sam-
keppnisfær við erlenda fram-
leiðslu á sama sviði.
t athugasemdunum er að lokum
harðlega mótmælt öllum fyrirætl-
unum um að leggja rekstur
Landssmiðjunnar niður.
Sá athugasemdir Samstarfs-
nefndar Landssmiðjunnar á bls.
Sikiley/Reuter — Stærst virkra
eldstöðva i Evrópu, fjallið Etna á
Sikiley, gaus i gær. Það er gigur i
norðausturhlið fjallsins sem tók
sig til og gaus ösku og eimyrju
ásamt með þvi að senda hnull-
unga mörg hundruð metra i loít
upp, auk þess sem jörðin titrar i
nálægum bæjum. Aðalgigurinn
lét þó ekki á sér bæra i gær nema
hvað upp frá honum lagði þykkan
og hvitan reykmökk.
Nú skal verða gaman!
— Nú skal verða gaman sögðu þessir hressilegu krakkar við Ægissiðuna í
Reykjavik þegar Ijósmyndari Tímans, Róbert, spurði þá í gær hvernig gengi að
hlaða bálköstinn. Kösturinn er þegar orðinn einn hinn hæsti og myndarlegasti i
höf uðborginni, og verður vafalaust glæsilegt bál þegar gamla árinu verður þar
brennt útog látiðfuðra uppeins og víðarum landallt.
En öllu gamni fylgir alvara og þessu líka því að mikil hætta getur stafað af
eldinum. Þess vegna er fyrir miklu að allir fylgi þeim reglum sem settar hafa
verið um gamláársbrennur vegna slysahættunnar sem af þeim getur staðið.
( gær og undanfarna daga hef ur staðið yf ir mikil efnisöf lun og söfnun í bál-
kestina víða um landið, og er nú brátt hver síðastur að ganga svo f rá sínum kesti
að vel brenni þegar þar að kemur annað kvöld.
TUGMILLJÓNA TJÓN í
BRUNA Á ÞÓRSHÖFN
GV — Tugmilljónatjón varð á
Þórshöfn i fyrrinótt er Bifreiða-
og vélaverkstæði Kaupfélags
Langnesinga brann, og er húsið
og það sem i því var nú gjörónýtt.
Húsið var um 400 fm stálgrinda-
hús og þar önnuðu átta menn allri
bfla- og bátaviðgerð á staðnum.
Elds varð vart um þrjú-leytið um
nóttina og vann brunalið staðar-
ins að þvi að ráða niðurlögum
hans, sem tókst loks um kl. 7 um
morguninn.
Mikið norövestan roK var pa um
nóttina og tafði það töluvert fyrir
slökkvistarfinu, einnig varð fvrst
að flytja fólk úr nærliggjandi hús-
um vegna, sprengihættu.
Timinn hafði tal af Þorkatli
Guðfinnssyni, gjaldkera kaup-
félagsins, og sagði hann, að I
verkstæðinu hefðu eyðilagzt i
brunanum, snjóbill, vörubill,
fólksbill og tveir snjósleðar. Auk
þessa voru i verkstæðinu vara-
hlutir, ýms tæki og vélar upp á
tugmilljónir. Þorkell gizkaði á að
heildartjónið væri á milli 40-50
milljónir króna.
Oll verkfæri til bátaviðgerða
brunnu inni og hefur það i för með
sér mjög slæmar afleiðingar fyrir
bátaflotann á Þórshöfn.
Mikið tjón varð af þvi fyrir
byggðarlagið að nú nýtur ekki
lengur snjóbilsins, sem þjónaði
geysimiklu hlutverki á vetrum. —
Yfir vetrartimann er það snjó-
þungt hjá okkur að það er ókeyr-
andi á bilum, sagði Þorkell, og
billinn hefur flutt sjúklinga og séð
um að fara með lækninn á
Raufarhöfn og einnig i næriiggj-
andi sveitir. Rafmagnið hefur
verið stopult hjá okkur undan-
farna vetur og billinn hefur gengt
þvi hlutverki að leita að bilunum.
Þetta var þvi alveg geysilega
þýðingarmikið tæki og nær
ómissandi, sem við nú erum búin
að missa. Billinn hefur verið I
okkar þjónustu i um átta ár, sagði
Þorkell.
f
Húsið og það sem inni i þvi var
er tryggt á 45 milljónir króna.
Ekki er talið að það dugi langt til
þess að borga upp tjónið. Elds-
upptök eru ókunn. Grunur leikur
á að eldurinn hafi komið upp I
kyndiklefa hússins, þar sem eldur
var mestur.