Tíminn - 30.12.1977, Page 15
Föstudagur 30. desember 1977
15
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. Viö vinnuna:
Tónleikar.
14.30 Miödegissagan: „A
skönsunum” eftir Pál
Hallbjörnsson Höfundur les
(8).
15.00 Miödegistónleikar
Alexandre Lagoya og
Orford kvartettinn leika
Kvintett I D-dtlr fyrir gltar
og strengjakvartett eftir
Boccherini. David Oistrakh
og hljómsveitin
Fllharmónía leika Fiölu-
konsertnr. 31 G-dúr, (K216)
eftir Mozart: David
Oistrakh stjórnar.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veöurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Útvarpssaga bamanna:
„Hottabych” eftir Lazar
Lagin Oddný Thorsteinsson
les þýöingu slna (10).
17.50 Tónleikar.
18Ú.45 Veöurfregnir.Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Söguþáttur Broddi
Broddason og Gisli AgUst
Gunnlaugsson sagn-
fræöinemar sjá um þáttinn.
20.05 Tónleikar
Sinf ón iuhl jóms veitar
islands 15. desember sl„
seinni hl. Stjórnandi Jean-
Pierre Jacquillat. Einleik-
ari: Robert Aitken a.
Flautukonsert eftir Atla
Heimi Sveinsson. b.
„Þrlhyrndi hatturinn” —
ballett-ttínlist eftir Manúel
de Falla. — Jón Múli Ama-
son kynnir.
20.55 G esta gluggi Hulda
Valtýsdóttir stjórnar þætti
um listir og menningarmál.
21.40 Dr. Michael Schneider
frá Köln leikur á orgel
Dómkirkjunnar I Reykjavik
tónverk eftir Bach a.
Prelúdla ogfúga I Es-dúr. b.
Tokkata I F-dúr.
22.05 Kvöldsagan: Minningar
Ara Arnalds Einar Laxness
les (7).
22.30 Veöurfregnir. Fréttir.
22.45 Afangar Umsjónar-
menn: Asmundur Jónsson
og Guöni Rúnar Agnarsson.
23.35 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur
30. desember 1977
20.00 Fréttir og veöur
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Prúöu leikararnir (L)
Búktalarinn og gamanleik-
arinn Edgar Bergen er gest-
ur I þessum þætti. Þýöandi
Þrándur Thoroddsen.
21.00 Antonius flytur úr landi
Antonius er velstæöur og
virtur bóndi I Noröur-Pól-
landi. Hann er þýskur aö
ætterniog býr þar sem áöur
hét Prússland. Eftir sjö ára
baráttu hefur Antonius
fengiö leyfi yfirvalda til aö
flytjast ásamt fjölskyldu
sinni til Vestur-Þýskalands.
Myndin lýsir feröinni löngu
og aödranganda hennar.
Þýöandi og þulur Kristín
Mantyla. (Nordvision —
Finnska sjónvarpiö)
22.00 Logandi stjarna (Flam-
ing Star) Bandarfskur
„vestri” frá árinu 1960.
Leikstjóri Don Siegel. Aöal-
hlutverk Elvis Presley,
Steve Forrest og Dolores del
Rio. Myndin gerist I Texas á
róstutímum. Indlánar og
hvitir landnemar berast á
bandaspjót vegna landa-
deilna. Söguhetjan Pacer er
kynblendingur, og fyrir þær
sakir á fjölskylda hans sér-
lega erfitt uppdráttar I
þessari styrjöld. Þýöandi'
Jón O. Edwald.
23.30 Dagskrárlok
sjónvarp
p - " . - •••
I-Dav: LcL Grali am I ’hillips: J
við: ,/Þú þarft ekki að vorkenna mér. Sjáðu bara, hvað
ég hef spjarað mig".
,, Þú ert vel synd — er ekki svo?" sagði hann ving jarn-
lega. „En það er hæpið, að þú gætir synt alla leið til
Frelsiseyjanna. Við skulum ekki furða okkur á því, þótt
fæstir komist lengra heldur en mæna á þær og þrá land-
tökuna".
,,Ég myndi sennilega ekki heldur komast lengra en
það", svaraði Súsanna, ,,ef mér hefði ekki verið varpað'
útbyrðis. Ég varð annaðhvort að synda eða drukkna".
„ En f lestir drukkna, þótt þeir reyni að synda — og hér
um bil allar konur".
„ Ég held þó, að þeir séu f leiri, sem bjargast, heldur en
almennt er talið. Það er svo margt, sem fer á milli
mála".
„Þú ert heillandi stúlka! Þú hefur að minnsta kosti
komizt til eyjanna".
„En ég er ekki orðin drottning þeirra ennþá", sagði
hún.,, Ég er ekki nema vesalings nakinn skipbrotsmaður
sem liggur í f læðarmálinu".
Hannhló. Hún var aðdáunarverð, þessi unga yndisfal-
lega stúlka. „Já’ þú munt sigra. Þú munt verða drottn-
ing". Hann hóf kampavínsglasið sitt á loft og horfði á
bólurnar, sem stigu jaf nt og þétt upp á yf irborðið. „Og —
þú kastaðir nafninu fyrir borð?"
„Ég sagðiþér að ég hefði skriðið nakin upp í flæðar-
málið". Það kom einhver harka í augun á henni. „Sann-
leikurinn er sá, að ég byrjaði með tvær hendur tóm-
ar".
„Ég hef oft hugsað um nafnheiður fólks — bæði karla
og kvenna — þegar það hefur þurft að leggja til sunds.
Að bera heiður nafns fyrir brjósti er sama og óttast dóm
almenningsálitsins. Það er mikils vert að gæta skap-
gerðar sinnar, því að án heilsteyptrar skapgerðar er ekki
hægt að öðlast neitt sem einhvers er um vert. En þaö er
mjög,mjög hættulegtað bera nafn sitt og álit um of fyrir
brjósti. Og ég verð að játa þótt ég sé sjálf ur rígbundinn
af siðum og venjum að þessi umhyggja fyrir nafni og á-
liti — óttinn við almenningsálitið — hef ur drekkt f leiri,
spillt skapgerð f leiri heldur en hún hefur hjálpað. Beztu
og þróttmestu sundmennirnir synda þess vegna naktir".
Súsanna horfði á hann yfir barminn á kampavínsglas-
inu sínu. Hún dreypti á því og mælti: „ Ég hef ði sokkið ef
ég hefði ekki verið allsnakin — orðiðæti handa hákörlun
um".
„En þú ættir að vera hreykin af því, að þú náðir
landi".
„Nei — aðeins glöð", sagði hún. „óumræðilega glöð".
Það gat ekki hjá því farið að kunningsskapurinn fengi
meiri fyllingu. Við tilstyrk vínsins og kræsinganna vakn-
aði gagnkvæmt trúnaðartraust, samúð og skilningur á
báðar hliðar. Eins og allar konur dáðist hún umfram allt
að einu i fari karlmanna: þróttinum. Hún var heilluð af
hinu mjúka hári hans sem var svo þykkt og torvanið af
breiðum augnabrúnunum, þróttinum i sterklegu nefi
hans og langri höku. Samanbitinn munnurtíin fannst
henni vitna um viljaþrek. Þessi maður hlaut að ryðja
hverri hindrun úr vegi eins auðveldlega og egg brotnar á
steinvegg.
Loks hrópaði hann: „Jæja, ég hef tekið ákvörðun. Ég
ætla að gera það. Ég fer til New York. Ég hef sóað hér
f imm árum — lært margt, en þó hef ur mestur tími farið í
slæping og slark og leit að einhverri dægrastyttingu ...
Það var fyrir um það bil fnánuði — ég var að slangra
heim í morgunsárinu — í dynjandi rigningu... . Manstu
þessa Ijóðlínu úr „ Paradísarmissinum"...?"
„ Ég hef aldrei lesið hann" greip Súsanna f ram í.
„Nú— það er þegar djöf lunum hef ur verið sparkað út
úr himnaríki og þeir liggja í kvölum sínum niðri í brenn-
andi dýkinu. Þá rís Satan upp og gengur meðal þeirra
með valdsmannsbrag — og hrópar: „Vaknið! Á fætur!
Eða brennið um alla eilífð!" Það er þetta, sem hefur
hvað eftir annað komið f yrir mig. Þegar ég var drengur
heima, heyrði ég þessa rödd, sem sagði: Vakna! Á fæt-
ur! Eða brenn um alla eilífð! Og ég herti upp hugann og
vildi óður og uppvægur fara í háskólann. Og seinna þeg-
ar ég var kominn i háskólann náði slæpingseðlið aftur
tökum á mér — spilamennska — drykkjuslark — dans —
og margt annað. En skyndilega kvað við sama skipunin
og ég spratt upp eins og héri, sem heyrir byssuskot. Og
núna um daginn kom þetta enn einu sinni f yrir. Ég fór að
vinna af kappi — lauk við leikrit, sem ég var búinn að
hugsa um i þrjú ár. En einhvern veginn gat ég ekki f und-
ið það -þetta sem ég þurfti til þess að slíta mig alveg
lausan. Jæja — en svo færðir þú mér það. Ég kveð
„Frjálsa verzlun" og tek allt sem ég á í jáessum heimi,
þrjú hundruð dali og eitt koffort fullt af góðum fötum og
með þetta að bakhjarlí æria ég að berjast til sigurs við
Breiðstræti.
Súsanna hlustaði á hann, fjálg og hrifin. „Er þetta
ekki dásamlegt?" sagði hún lágt.
„Og þú?" sagði hann fastmæltur.
„Ég?" sagði hún, hálfhrædd um, að hún hefði misskil-
ið hann.
„Kemur þú með mér?"
„ Vií*.u að ég komi með þér"? spurði hún lágt með önd-
ina í hálsinum.
Hann þagði um stund, því að drenglund hans átti í
hörðu stríði við hégómaskapinn. „Ég þarf þín við",
svaraði hann loks. „Ég veitekki, hvort ég þyrði að fara,
ef þú styddir ekki við bakið á mér".
„Ég á tösku fulla af sæmilegum fötum og hér um bil
hundrað dali. En ég hef ekki neitt leikrit — og enga list-
gáfu — og enga kunnáttu af neinu tagi. Auðvitað vil ég
koma með þér". Svo flýtti hún sér að bæta við: „Ég vil
ekki vera þér f jötur um fót. Ég borga sjálf minn hluta af
ferðakostnaðinum.
„En sjálfstæðishneigð þín má ekki villa þér sýn,"
sagði hann í viðvörunartón. „Þú mátt ekki gleyma því að
ég er eldri en þú og reyndari, og það er auðveldara f yrir
karlmann en konu að afla peninga".
„Að afla peninga án þess að lítillækka sig".
„U-hu", sagði hann og leit einkennilega á hana. „Án
þess að beygja sig fyrir einhverjum drottnara, muntu
meina. Án þess að selja sál sína. Ekki grunaði mig að þú
værir það sem þú ert, þegar fundum okkar bar fyrst
saman".
„Ég var það ekki heldur— þá" svaraði hún. „Og ég
vissi ekki hvaðég er orðin fyrr en við fórum að tala sam-
an".
„Og þó ertu svona ung".
„Já. En ég hef verið í skóla, þar sem fræðin lærast
fljótt".
„Mér veitir sannarlega ekki af að hafa þig við hlið
mér". Hann drakk henni til og hrópaði: „Af stað austur í
Breiðstræti!"
„Breiðstræti!" endurtók hún fagnandi.
„Samferða?"
Hún kinkaði kolli. En þegar hún tæmdi glas sitt, hrundi
tár níður í það. Henni flaug í hug, að það hafði einhver
dularfull eðlisávísun forðað henni frá því að fara með
„Ég ætla aö segja nokkur orö, og
svo ætlar Nonno aö blása n^-kkra
kveöjutóna.”
DENNI ‘
DÆMALAUSI