Tíminn - 30.12.1977, Side 19

Tíminn - 30.12.1977, Side 19
Föstudagur 30. desember 1977 lesendur segja Jóhanna Tryggvadóttir: Opið bréf til menntamálaráðherra Reglugerð um sérkennslu, er litið en merkilegt plagg, sem ætlað er skólaskyldum nemend- um, sem taldir eru vlkja svo frá eðlilegum þroskaferli, að þeir fá ekki notið venjulegrar kennslu, en eiga rétt á sérstakri kennslu við sitt hæfi. Þessi reglugerð er stiluð fyrir þroskahefta og fjölfatlaða, þatlnið túlkað: a) Þroskaheftur er sá, sem af þekktum eða óþekktum ástæðum er þannig ástatt um, að hann getur ekki af eigin rammleik náð eðlilegum þroska, andlegum eða líkam- legum, til almennrar þátttöku í samfélaginu. b) Fjölfatlaður er sá, sem fatl- aður er, likamlega og/eða andlega á fleiri en einu sviöi. Þessi reglugérð skiptist i 25 greinar, sundurliðuð I margvis- leg kennsluform, sem oflangt mál er að telja upp hér. Ráðherra, þessi reglugerð litur ljómandi vel út og ástæða fyrir foreldra þroskaheftra aö vera hress og vongóð, við að lesa fyrstu 23 greinar hennar, en þeir sjá loks hilla undir skilning frá samfélaginu. Sem sagt, reglugerð fyrir þroskahefta um að fá kennslu við sitt hæfi er til, undirrituð af yður fyrir hönd menntamálaráðuneytisins dag- sett 1. júni 1977. En anzi er ég hrædd um, að reglugerðin verði seint fram- kvæmanleg, þvi að þegar lesin er 24. grein, þá hljóðar hún þannig: Um framkvæmd reglugeröar þessarar fer eftir þvf sem fé er veitt til i fjárlögum. Þessi grein er bjargvættur ykkar i ráðuneytinu. Þið getið látið öll ykkar fallegu orð falla undir borð, vegna fjárskorts. Þessi 24. grein er rothögg á málstað þroskaheftra. Ráðizt er á þá, sem geta ekki svarað fyrir sig sjálfir. Um 2% barna er talíð að fæö- ist þroskaheft á einhvern hátt hér á landi. Og hvert ár er glat- að, sem barn kemst ekki I rétta þjálfun. Á Akureyri eru börn, sem enga kennslu fá og án efa viðar á landinu. Hvers vegna verða þessi börn útundan? Það er siðferðileg og lagaleg skylda fræðsluráða að kanna allar að- stæður og koma til móts við þessi vandamál foreldranna, ef þroskaheft barn, sem er i heimahúsum, getur ekki mætt til skólagöngu, I stað þess, aö við þurfum að hundelta ykkur, einsognúer. Mikið vildiég, aö foréldrar vildu tjá sig oftar og berjast meira fyrir þeim rétti, Jdhanna Tryggvadóttir sem þroskaheftir eiga ótvirætt eins og aðrir þegnar þessa lands. Ég ætla að segja frá reynslu okkar hjóna, sem eigum 7 ára þroskaheft barn. Til 5 ára ald- urs var litiö fyrir hann gert, en þá fór hann og dvaldi I 9 mánuði á Geðdeild Barnaspitala Hringsins. Þar náði hann þeim framförumog þroska.sem hann hefurnúna. Siðan lá leiðin heim til Akureyrar, með tilvisun um að hann þyrfti sérkennslu. En hann fær enga kennslu. Ég stjórnast meira nú orðið af til- finningum, reiði og örvinglun i staö skynsemi I baráttu minni við kerfið, — aö sá þroskahefti eigi rétt á þvi, aö lifa sem manneskja— ,en ekki eingöngu sem sjúklingur. Ég reyni að skilja og vera jákvæö gagnvart ykkur i menntakerfinu. Skilja hvað þiö hafið mikiö að gera. En hvernig væri að þið reynduð aö skilja og kynnast samlifi með þroskaheftum? Það myndi kannski dýpka skilning ykkar á baráttu okkar foreldranna fyrir barni, sem sýnir tilfinningar, mismunandi mikla vitsmuni, en þarfnast hjálpar samfélagsins miöaö við hæfileika hvers og eins. Eru það ekki eðlileg við- brögö foreldra, aö leita eftir hjálp þeirra, sem i krafti menntunar hafa sérhæft sig I ákveðnum námsgreinum fyrir þroskahefta? Ég hef sveimaö I kringum þá i fræðsluráöi eins og grár köttur. Rætt viö mann nr. l.sem visaðiá mann nr. 2, síðan nr. 3 og nr. 4. Allir skildu vand- ann. Máliö athugað. Nú og mað- ur hressist — von vaknar — , maöur þorir varla aö fara út úr húsi, ef siminn skyldi hringja með góðar fréttir. En enginn lætur frá sér heyra. Þáð er vist ekki viö neinn aö sakast. Menn nr. 1,2,3 og 4 hafa liklega rekiö sigá vegg —eins ogvið —. Ekk- ert húsnæði, engir peningar o.sirv. Er nokkur furða, aö við foreldrar verðum hrædd og kviðin viö þetta kerfi, sem á svo litínn skilning. Stundum verö ég öskureið eöa finn til uppgjafar. Þar er hættan fólgin. Sumir gefast upp. Ég hef verið hörð á þvfað sá þroskahefti eigi að vera á heim- ili sinu, ef þess er kostur. Nú er ég orðin eitthvað breytt eða þreytt og veit það eitt, að þessi sifellda leit, éftir meðferð, þjálfun og kennslu, er ofviða hverju heimili. Hér áður fyrr, þegar menn gerðu minni kröfur til lifsgæða þessa heims, var þá ekki manneskjan meira virði heldur en hún er I dag? Meö aukinni tækni, hraða og lifs- gæðakapphlaupi vilja glatast bestu og mennskustu eiginleik- ar mannsins, og um leið breikk- ar bilið milli þeirra sterku og hinna, sem mega sin minna, vegna likamlegra og andlegra örðugleika. Hin frægu orö Páls postula eiga erindi til okkar allra: Þótt ég vissi alla leyndar- dóma og ætti alla þekkingu, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Það eiga margir erfitt og verða útundan i þessu peninga- þjóðfélagi. Þar á meðal þroska- heftir. Það verður að bæta aö- stöðu þessara einstaklinga. Til þess þarf sterkt átak frá for- eldrum, læknum og sérmennt- uðu starfsliði, en þó fyrst og fremst að samfélagshjálpin bregðist ekki. Ráðherra, réttur hins þroska- hefta er ótviræður. Þaö er skylda yðar og menntamála- ráðuneytisins að vinna betur að málum þeirra, þannig að þeir fái þjálfun og kennslu við sitt hæfi, eins og aðrir heilbrigðir. Ég krefst þess.að þér látið fella niður umtalaöa 24. grein úr Reglugerð um sérkennslu, þvi að það er hvergi neitt það aö finnaigrunnskólalögunum, sem • hvetur til þess aö þér setjið slik- ar hömlur viö litinn hluta þegn- anna, sem yður er þó falin viss forsjá fyrir. Akureyri, 10. des. 1977 Opið bréf til Vegagerðarinnar Reykjavik 16.12.'77 Vegagerð rlkisins, Borgartúni 7, R.vik. Þann 3.7.1977 skrifaöi ég yður, þar sem ég óskaði að taka aö mér nauðsynlegar viögerðir á tilraunakaflanum á Kjalanesi. Hér með itreka ég þá ósk mlna, eöa aö minnsta kosti aö fá aö hafa hönd I bagga með fram- haldið. Þann 10.12. s.l. skoöaði ég kaflann og vil þvi endurtaka úr fyrrnefndu bréfi, að þaö hefur ekki veriö staðið aö viðgeröum sem skyldi, aö minu áliti. Voriö 1976 áður en slitlagið var lagt á kaflann var vitaö hvaðþyrftiaö gera. Þess vegna skil ég ekki þennan drátt á nauösynlegum viögerðum. Að mlnu áliti er það aöeins mannréttindi aö heimila mér þátttöku I viögerðunum. Svar við dsk minni biö ég um sem fyrst. Sverrir Runólfsson, Kvisthaga 14. R.vik 19 90 ára minning Símon Guðmundsson Nokkur kveðjuorð Fyrir réttum 90 árum eða 11. nóvember 1887 fæddist að Klöpp i Miðnesi Simon Guömundsson. Hann óskaði þess að mega lifa þennan dag en þvl miður auðnaðist honum það ekki þvi hann andaöist á Landakotsspitala 8. október s J. og skorti þvi aðeins rúman mánuð I nirætt. Mig lang- ar i tilefni dagsins að minnast Simonar meö nokkrum orðum. Simon var sonur hjónanna Margrétar Simonardóttur frá Borgareyrum undir Eyjafjöllum og Guðmundar Simonarsonar frá Berghyl i Ytrihrepp. Þau hjónin bjuggu fyrst á Klöpp á Miðnesi en siöan lengst af i Melshúsum i Leiru. 1 Leirunni ólst Simon upp frá 4ra ára aldri og bjó þar sam- fellttil ársins 1929 að hann fhittist tilReykjavlkur eöa i 38 ár. Leiran var honum alla tið kær, þrátt fyrir alla þá erfiöleika sem hann mátti striöa við mestan hluta veru sinnar þar. Um sktílagöngu barna af fá- tæku foreldri var ekki að ræöa i uppvextiSimonar, en góðargáfur hans og fróöleiksfýsn uröu til þess aö hann varö sér úti um ágæta menntun iheimahúsum og sat sig ekki úr færi til að auka hana og bæta lengstafsiðan. Hann var vel mæltur á erlend tungumál, sér- staklega ensku og eignaöist siðar enska vini sem sóttust eftir að ræða við hann og sækja til hans margvislegan þjóðlegan fróðleik þvi þar var hann vel heima. Báru Englendingar honum þá sögu, að hann talaði óvenjufallega ensku af útlendingi aö vera. Hann var mjög hneigður til tónlistar söng- maður mikill og lék á harmonikku á yngri árum. Ekki mun honum hafa auðnazt að eign- ast slikt hljóöfæri heldur fengið það að láni hjá sveitungum sln- um. Þegar harmonikka var diki lengur til ILeirunni varð hann eitt sinn svo heppinn að gera góða sildarvertlö og réðst þá I þaö stór- virki þrátt fyrir mikla fátækt og ómegö aö kaupa orgel þvi hljóð- færalaus gat hann ekki veriö enda heimili hans samkomustaður sveitunga hans hvenær sem til- efni var til og öllum opiö. Orgel átti hann æ siöan nú siðast forláta rafmagnsorgel sem hann lék gjarnan á sér og öðrum til ánægju. Oll sin búskaparár I Leirunni stundaði Simon sjósókn og var enn á unglingsaldri þegar hann geröist formaður sem hann var þar til hann fluttist þaðan eða i 25 ár. Hann var farsæll formaður þrátt fyrir kappsamlega sókn og góöur aflamaöur. 1 mörg ár réri hann frá Stöövarfiröi á sumrum en þá var talsvert um það að Sunnlendingar réru frá Aust- fjörðum yfir sumarmánuöina minntist hann oft þeirra tima. Fyrsta kona Simonar var Hall- dóra Eyjólfsdöttir frá Gufuskál- um. Þau eignuöust 6 börn en áður hafði Simon eignast son, Viggó sem látinn er fyrir allmörgum ár- um. Simon missti Halldóru úr spönsku veikinni 1918 frá börnum þeirra I bernsku má nærri geta hvllikt áfall það hefur veriö hon- um. önnur kona hans varð Margrét Gústafsdóttir frá Stokkseyri. Tók hún viö uppeldi barna hans frá fyrra hjónabandi og ól honum önnur 6 börn. Þau Margrét slitu samvistum og býr hún nú i Ameriku svo og 3 barna þeirra. Af börnum Simonar sem alls urðu 13, eru nú 7 á lifi mann- kosta og dugnaöarfólk eins og kyn þess stendur til en alls minnir mig hann hafi sagt mér að afkom- endur sinur væruum 130 talsins. Þriðja kona Simonar varð Þór- anna Rósa''Sigurðardóttir ættuð frá Guðnabæ i Selvogi. Þau tóku saman 1945 og bjuggu lengst af á Bergþórugötu 45 en siðustu árin að Austurbrún 6. Lifir Rósa mann inn 85 ára aö aldri. Þau hjónin ólu upp Stefaniu Rósu, sonardóttur Rósu svo aö segja aö öllu leyti og Asdisi dótturdóttur Rósu að veru- legu leyti. Held ég að á engan sé hallað þóttég fullyrði að þau hafi reynzt þeim sem beztu foreldrar kynslóðabilkom þar aldrei að sök þvi þau hafa aldrei veriö gömul I þess orös merkingu. Þegar ég kynntist þeim hjónum Simoni og Rósu 1955 var hann verkstjóri hjá Byggingafélaginu Stoö og hafði gengt þvi starfi um árabil bæði við ýmsar stórfram- kvæmdir á Reykjavkursvæðinu og við Byggingu Laxárvirkrunar II. Var hann mjög vel látinn sem verkstjóri jafnt af yfirboðurum sinum sem af undirmönnum, út- sjónarsamur og verkhygginn, ákveðinn en umfram allt sann- gjarn. Samvizkusemin var hon- um í blóö borin. Þegar Stoöin hætti starfsemi sinni sem mun hafa verið 1957 eða ’58 hugöist Simon setjast I helgan stein. Ekki undi hann þó þvi hlutskipti lengi heldur keypti sér trillubát Smára sem hann réri á I ein 15 ár eða þar til sjónin var farin að bila svo að honum þóttimálað hætta. Róðra stundaði hann frá upphafi grá- sleppuvertiðar siðla vetrar og fram á haust en á vetrum dittaöi hann að veiðarfærum bæöi íyrir sjálfan sig og aðra þvi iðjulaus gat hann alls ekki vcrið. Fri- stundum sinum varði hann oftast við höfnina, hann þurfti aö vita um aflabrögö hvar menn höfðu verið meö netin eða linuna. hvernig veöriö hafði veriö og yfir leitt allt um sjósókn og aflabrögð og ekki brást aö hann kæmi heim með nýjan fisk i soðið því margir voru þeir sjómennirnir sem þekktu Simon og dáðust að dugnaöi hansog áhuga. Þegar við siðar töluöum saman i slma ég ut- an af landi spurði hann ævinlega um aflabrögð og gæftir. En hann fylgdist ekki aðeins með afla- brögðum. Ahugi hans á öllum at- höfnum og framförum var sivak- andi velferö lands og þjóðar var honum brennandi áhugamál til hinztu stundar. Hann var róttæk- ur I skoðunum og ómyrkur i máli um þá sem rýra vildu kjör hins vinnandi manns og selja islenzkt land og landgæöii hendur erlends valds. Simon var einstaklega greiö- vikinn maður jafnt viö sér venzlaða sem óviðkomandi. Ef hann varð var við einhver bágindi hjá fólki sat hann sig ekki úr færi viö að létta þvi lifið á einn eöa annan hátt, enda dyggilega stwddur til þess aí Rósu sem er einstökum kostum búin. Svo lengi sem ég hef þekkt þau hjónin hefur fjölskylda min verið umvafin tak- markalausri umhyggju þeirra. Ég gat aldrei vanizt ööru en að skoöa Simon sem tengdafööur minn börnin litu á hann sem sinn nánasta afaogað honum sjálfum held ég að annað hafi aldrei hvarflað þrátt fyrir að ekki hafi verið um skyldleika aö ræða. Barngæzka Símonar var einstök og ómetanlegt fyrir böm að hafa framhald á bls. 23

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.