Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 13

Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 13
Laugardagur 31. desember 1977 13 Alþýðu- sambandið hreyfir mótmælum vegna lif- eyris- sjóðanna A fundi sinum i fyrradag sam- þykkti miðstjórn ASl samhljóða eftirfarandi ályktun: „Miðstjórn Alþýðusambands Islands mótmælir mjög harðlega þeirri ákvörðun meirihluta al- þingis að lögbinda kaup lifeyris- sjóðanna á skuldabréfum fjár- festingarlánasjóða. Minnir mið- stjórnin á að til hinna almennu lifeyrissjóða er stofnað með frjálsum samningum aðila vinnu- markaðarins og er öll-lögþvingun á fjárhagsráðstöfunum sjóðanna þvi strax af þeim ástæðum alger- lega óeðlileg. Lögþvingun þessi mun einnig koma sér mjög illa fyrir sjóðfélaga vegna stórskertr- ar getu þeirra til að veita þeim lán til ibúðabygginga. Þá átelur miðstjórnin sérstaklega að engar samningatilraunir skyldu reynd- ar af rikisvaldsins hálfu áður en til lögþvingunarinnar var gripið. Miðstjórnin tekur eindregið undir sérstaka ályktun stjórnar S.A.L. um þessar þvingunarað- gerðir og lýsir stuðningi sinum við allartilraunirhennar til að fá þessum lögþvingunum af létt.” ASÍ styður Lands- samband vöru- bifreiða stjóra Miðstjórnarfundur ASÍ sam- þykkti i fyrradag á fundi sinum samhljóða eftirfarandi ályktun: .^andssamband vörubifreiða- stjóra hefir kynnt miðstjórn ASI ágreiningsefni við samgöngu- ráðuneytið og vegagerðina út af svonefndum vinnulánuin. Að fyrirlagi samgönguráöuneytisins hefir vegagerðin að undanförnu þvingað vörubifreiðastjóra við tilteknar nýbyggingarfram- kvæmdir til að lána öll aksturs- laun sin vaxtalaustum óákveðinn tima. Hafi vörubifreiðastjórar neitað þessum kostum er þeim neitað um vinnu. Miðstjórn ASI telur þetta atferli rikisvaldsins gróft brot á grundvallarréttind- um verkalýðsins. Aldrei hefir iaunþegum verið meiri þörf á þvi eneinmittnú, þegar óhófleg verð- bólga rikir að fá vinnulaun sin skilvislega greidd. Er eigi heldur unnt að una þvi að atvinnukúgun sé beitt til að knýja fram greiðslufrest á vinnulaunum. Mffistjórn ASl styður eindregið kröfur Landssambands vörubif- reiðastjóra um skjóta leiðréttingu mála sinna i þessu efni.” Gleðiiegt nýár ÞÖkkUm viðskiP«" á ,iðna árinu GÍröáslræuaimrsson & C„.,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.