Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 17

Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 17
Laugardagur 31. desember 1977 17 Mánaðarlegt uppgjör launa var stór sigur, sagði Óskar Vigfússon „Kjarasamningar sjómanna, eru mér efst i huga, þegar ég lit til baka. Þar með var lokið ára- langri baráttu sjómanna fyrir mánaðarlegu uppgjöri launa, sagði óskar Vigfússon, formað- ur Sjómannasambands islands. „Varðandi nýja árið, þá er ég bæði uggandi um þjóðarhag og eins hag launþegastéttann.a.” Hið efnahagslega öngþveiti, sagði óskar vera ástæðuna fyr- ir svartsýninni. Þegar launþega stéttunum hefði loks tekizt að halda i við verðbólguna, þá væri ekki annað sýnt, en að verðlagið ætlaði að gera tilraun til að bruna á undan fólki. „Það er stjórnvalda að byrgja brunninn, áður en barnið er dottið ofan i, og hafi ég nokkurn tima verið hræddur um áramót um okkar hag, þá er ég það nú i dag, sagði Óskar. Óskar Vigfússon. Horfi með ugg fram á næsta ár, sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir „Æ fleiri falla i þá gildru að geta ekki gætt þeirra fjármuna, sem þeim er trúað fyrir. Og þá hlýt ég að spyrja sem alþýðu- maður — hvar eru þeir lærðu, sem ég og aðrir stritvinnumenn höfum verið að mennta til að hafa vit fyrir hinum? Eru þeir ekki alls staðar á sinum háu launum til eftirlits og hvar er þeirra athygli? Þetta hlýtur að vera mér ofarlega i huga á þess- um áramótum”, sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Starfsstúlknafélagsins Sóknar. — Þá eru kjarasamningarnir mér ofarlega i huga og hvaða lærdóm má af þeim draga. Ég horfi með nokkrum ugg til næsta árs. Kjarasamningar ASt gáfu ekki tilefni til þeirrar óða- verðbólgu sem hlýtur að skella yfir. Ég vara við þvi að ráðast að kjarasamningunum. Samn- inga ber að halda hver sem þá gerir. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir Afhending verka- mannabústað- anna merkur atburður, sagði Guðjón Jónsson — Sem svar við þvi hvað ég telji hafa verið merkilegasta at- burðinn á árinu, og ég hef verið viðriðinn á einn eða annan hátt, þá má geta þess, að ýmislegt merkilegt kom fram i kjara- samningagerðinni i júni s.l. En það merkilegasta sem gerðist 1977 og ég þekki til, er afhending 300 nýrra ibúða á vegum stjórn- jáÉ’i ar Verkamannabústaða i Reykjavik. tbúðir þessar eru Guðjón Jónsson mjög vandaðar og ódýrar. Þær kosta 6 milljónir 3ja herbergja og rúmlega 8,5 milljónir króna séu þær 4ja herbérgja. Þær eru þvi miklu ódýrari en ibúðir hjá byggingarmeisturum, eða fast- eignasölum. — — Allir þurfa húsaskjól og þvi er það ein frumþörf fólks. Að fullnægja þessari þörf á félags- legan hátt, eins og gért er sam- kvæmt lögum um verkamanna- bústaði og framkvæmt hefur verið af stjórn Verkamannabú- staða i Reykjavik, tel ég mjög athyglisvert. Afhending ibúð- anna hófst árið 1976 og stóð raunar allt árið 1977, er að minu mati merkur atbúrður. Þetta voru orð Guðjóns Jóns- sonar formanns Málm- og skipasmiðasainbandsins. Hann sagði árið 1978 leggjast nokkuð vel i sig, og að niðurstaða kosn- inganna sem nú fara i hönd yrði sú að áhrif verkalýðshreyfing- arinnar, bæði á Alþingi og eins i borgarstjórn og bæjarstjórnum og sveitarstjórnum myndu stór- aukast. Guðjón sagðist vonast til, að eftir kosningar yrði mynduð rikisstjórn, sem gæti leyst efnahagsvandann, með til- liti til afkomu og hagsmuna launafólks i landinu. Heimsigling erlendra togara, ef tirminnilegas ti atburðurinn Sigurður Óli Bryniólfsson: „Það eftirtektarverðasta á þessu ári, er heimsigling er- lendra togara af tslandsmiðum, en það var lokapunktur þeirrar baráttu Islendinga, er hófst með setningu landgrunnslaganna fyrir tveimur áratugum”, sagði Sigurður óli Brynjólfsson kenn- ari á Akureyri. „Það eftir- minnilegasta úr heimabyggð er að hitaveita hefur tekið til starfa á Akureyri, en einnig er það mikið ánægjuefni og hlýtur að vekja eftirtekt, hve vel hefur til tekizt, að halda uppi þrótt- miklu atvinnulifi á Akureyri og Norðurlandi öllu og sjálfsagt viðar. Sigurður sagði, að af erlend- um vettvangi þá væri það för Sadats til tsrael, sem lengst yrði i minnum höfð. Kjarkur hans og þeirra manna sem að samn- ingaviðræðunum hefðu staðið, væri með ólfkindum. „Annars leggst árið 1978 vel i mig, ef öll gætni er viðhöfð, bæði Sigurður óli Brynjólfsson. i fjármálum og eins samskipt- um manna á milli”, sagði Sig- urður- að lokum. Undirstaða árangurs á hafréttarráð- stefnunni var markviss vinnubrögð, sagði Magnús Torfi Ólafsson Magnús Torfi Ólafsson. — Minnisstæðasti kaflinn i starfi minu á liðnu ári er þátt- takan i islenzku sendinefndinni á Alþjóðahafréttarráðstefnunni, sagði Magnús Torfi Ólafsson al- þingismaður.— Eftir þvi sem á ráðstefnuhaldið leið, varð æ ljósara, að i nýju uppkasti að hafréttarsáttmála yrðu öll þau atriðl, sem lögð var megin- áherzla á af Islands hálfu, tekin til greina. Ánægjulegt var, að fylgjast með þessari framvindu mála og verða þess áskynja, hviliks álits tsland nýtur á al- þjóðavettvangi fyrir framlag sitt og forustuhlutverk á þessu sviði alþjóðaréttar. . Undirstaða þessa árangurs er markviss vinnubrögð, stefnan var i öndverðu mótuð af fram- sýni og henni fylgt eftir með samfelldu starfi. Magnús Torfi sagði nýja árið leggjast vel i stjórnarandstöðu- þingmann, þegar það færi sam- an að kosningar færu i hönd og að rás viðburðanna sýndi að gagnrýni hans á rikjandi stjórn- arstefnu hefði átt rétt á sér. — Vonandi skeður enginn óbætan- legur skaði, áður en nýtt þing færir þjóðinni nýja stjórn, sagði Magnús Torfi að lokum. MINNING Valgarð Haraldsson Fæddur 23. september 1924. Dáinn 25. desember 1977. Valgarður Haraldsson, fræðslustjóri á Akureyri, andað- iet á heimili sinu á jólanótt, að- eins 53ára aðaldri var jarðsettur frá Akureyrarkirkju föstudaginn 30. desember að viðstöddu fjöl- menni. Með Valgarði er genginn merk- ur samferðamaður mjög um ald- ur fram, maður sem vann verk sin af einstakri alúð, dugnaði og samvizkusemi, svo að hann skilur eftir sig stórt og vandfyllt skarð á starfsvettvangi sinum innan menntakerfis þjóðarinnar. Þó er enn stærra það skarð, sem autt stendur eftir hann, meðal ástvina hans, samstarfsmanna, vina og kunningja, þvi að ljúflings svo sem hann var hljóta allir að sakna og þeim mun sárar, sem þeir þekktu hann betur og stóðu honum nær. Okkur setur þvi hljóð við hið skyndilega fráfall þessa dugmikla, væna og ljúfa dreng- skaparmanns á bezta aldri. En við stóran er að deila og vegir guðs órannsakanlegir. Þvi getum við aðeins lotið höfði i sorg eftir góðan dreng og þakkar þær stundir sem við fengum notið samfylgdar hans. Valgarður Haraldsson var Ey- firðingur, fæddur á Kifsá i Glæsi- bæjarhreppi hinn 23. september 1924, sonur hjónanna Ólafar Mariu Sigurðardóttur og Haralds Þorvaldssonar. Aldur sinn ól hann að mestu á Akureyri og gekk þar i skóla. Að loknu stúdentsprófi við M.A. 1945hélt hann til Reykjavik- ur og varð cand.phil. við Háskóla tslands 1946, stundaði siðan nám við Kennaraskólann og lauk þar kennaraprófi 1952. Einnig var hann um skeið við háskólanám i Bandarikjum Norður-Ameriku og tók þátt i mörgum námskeiðum og námsferðum. Valgarður helgaði sig kennslu og menntamálum alla starfsævi sina. Hann var kennari á Bildudal 1948-49 og á Drangsnesi 1949-50 en brátt lá leiðin aftur til Eyjafjarð- ar, þar sem hann varð kennari við Barnaskóla Akureyrar 1952 og gegndi þvistarfi um langt árabil. Hann var skipaður námsstjóri fyrir barnafræðslu á Norðurlandi 1964 og gegndi þvi starfi samfellt til 1975, er hann varð fræðslustjóri i Norðurlandsumdæmi eystra. Hann gegndi fjölmörgum öðrum störfum. Var ásamt öðrum rit- stjóri og ábyrgðarmaður hins gagnmerka timarits Heimili og skóli,satsem varamaður i bæjar- stjórn Akureyrar, var skóla- nefndarmaður og átti sæti i fjöl- mörgum öðrum nefndum og ráö- um. Valgarður gekk i hjónaband 1954 og er eftirlifandi kona hans Guðný Margrét Magnúsdóttir kaupfélagsstjóra á Flateyri, siðar sildarverksmiðjustjóra á Raufar- höfn, Guðmundssonar. Eignuðust þau þrjár dætur sem heita: Olöf Vala, f. 1954, Jónina, f. 1956, Mar- grét Ýr, f. 1962. Það er með þungum trega og sárum söknuði sem Valgarður Haraldsson er kvaddur. Jarölifs- göngu mikils hæfileika- og sóma- manns er lokið alltof fljótt að þvi er okkur virðist, sem stöndum eftir hérna megin við landamæri lifs og dauða. En á kveöjustund hljótum við að þakka af hrærðum huga ágæt störf og sérstaklega ánægjuleg og göfgandi kynni og ljúfmannlega samfylgd. Minning hans mun lifa áfram með okkur. Fámennur hópur okkar fræðslustjóra hefur mikils misst. En sárastur er þó harmur nán- ustu ástvina hans og ættingja. Við sendum eiginkonu, dætrum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan guð að styrkja þau á stund sorg- arinnar. Blessuð sé minning Val- garðs Haraldsson ir. 1 nafni félags fræðslustjóra. JónR. Hjálmarsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.