Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 23
Laugardagur 31. desember 1977
23
19.20 Þjó&lög i útsetningu Jóns
Ásgeirssonar,
Einsöngvarakórinn syngur.
Félagar úr Sinfóniuhljóm-
sveit tslands leika meö, Jón
Asgeirsson stj.
20.00 Avarp forsætisráöherra,
Geirs Hallgrimssonar.
20.20 Óperettukynning:
„Vinarblóö” eftir Johann
Strauss Flytjendur: Hilde
Guden, Wilma Lipp, Margit
Schramm, Rudolf Schock,
Ferry Gruber, Benno
Kusche, Erich Kunz,
Elfriede Ott, Hedy Fassler,
kór Rikisdperúnnar i Vin og
Sinfóniuhljómsveitin i Vin.
Stjórnandi: Róbert Stolz. —
Guömundur Jónsson kynnir.
21.40 I öllum æöum Ónefndir
höfundar og flytjendur
bregöa á leik undir stjórn
Benedikts Arnasonar.
Tónlistarráöunautur:
Gunnar Reynir Sveinsson.
22.45 Veöurfregnir. Söngur og
lúöraþytur a. Kammerkór-
inn syngur. Stjórnandi: Rut
L. Magnússon. b. Lúöra-
sveit Reykjavikur leikur.
Stjórnandi: Brian Carlile.
23.30 „Brenniö þiö, vitar”
Karlakór Reykjavikur og
Útvarpshljómsveitin flytja
lag Páls isólfssonar undir
stjórn Siguröar Þóröar-
sonar.
23.40 Viö áramót Andrés
Björnsson útvarpsstjóri
flytur hugleiöingu.
23.55 Klukknahringing. Sálm-
ur. Áramótakveöja. Þjóö-
söngurinn (hlé)
00.10 Dansinn dunar Auk
danslagaflutnings af hljóm-
plötum leikur hljómsveit
Ragnars Bjarnasonar I
hálfa klukkustund.
02.00 Dagskrárlok.
sjónvarp
„ - aw--
Laugardagur
31.desember 1977
— gamlársdagur
14.00 Fréttir og veöur
14.15 Ævintýri frá Lapplandi
Finnsk teiknimynd byggð á
gömlu ævintýri. Þýöandi og
þulur Kristin Mantyla.
(Nordvision — Finnska
sj ónvarpiö)
14.35 Sagan af Tuma litla
Tékknesk kvikmynd, byggö
á hinni frægu sögu Mark
Twains um Tuma Sawyer
og Stikilsberja-Finn, sem
komiö hefur út i Islenskri
þýöingu. Þýöandi Þorsteinn
Jönsson.
16.00 Enska knattspyrnan
Kynnir Bjarni Felixson.
17.15 Hié
20.00 Avarp forsætisráöherra,
Geirs Hallgrimssonar (L)
20.20 Áöur en áriö er liöiö (L)
Blandaöur þáttur meö léttu
Ivafi,þarsem meöalannars
veröur fjallaö um ýmsa at-
burði ársins 1977 og dag-
skrárefni sjónvarps skoðaö i
nýju ljósi. Kunnir leikarar,
tónlistarmenn og skemmti-
kraftar koma viö sögu
ásamt þekktum borgurum,
sem sýna á sér nýja hlið.
Umsjónarmenn Tage
Ammendrup, sem einnig
stjórnar upptöku og ólafur
Ragnarsson, sem einnig er
kynnir ásamt Bryndisi
Schram. Hljómsveitar-
stjóri: Magnús Ingimars-
son. tJtlit: Snorri Sveinn
Friöriksson.
21.25 Innlendar svipmyndir
frá liönu ári Umsjónarmenn
Sigrún Stefánsdóttir og Óm-
ar Ragnarsson.
22.10 Erlendar svipmyndir frá
liönu ári Umsjónarmaður
Sonja Diego.
22.45 Jólaheimsókn i f jölleika-
hús (L) Sjónvarpsdagskrá
frá jólasýningu i fjölleika-
húsi Billy Smarts. Þýöandi
Jóhanna Jóhannsdóttir.
(Evrovision — BBS)
23.40 Avarp útvarpsstjóra,
Andrésar Björnssonar (L)
00.05 Dagskrárlok
hDavid Graham Phillips:
103
SUSANNA LENOX
JánHelgason
Jóhanni Redmond, þótt það virtist þá hið eina sem vit
var í. Hefði hún ekki hlýtt þessari eðlisávísun! Og svo
var það bara eins og einhver draugalest kæmi utan úr
myrkrinu — allt fólkið og atburðirnir, sem gerzt höfðu
síðustu daga.
,,Hvað ertu að hugsa um?"
Hún hristi höfðuðið, og draugalestin hvarf inn í myrka
afkima endurminninganna. ,,Hvað ég var að hugsa um?
Þetta i gær. Ég skil sjálfa mig ekki — hvernig ég get
þurrkað út allt sem liðið er. Nú finnst mér ekkert raun-
verulegt nema framtíðin".
,,Ekki einu sinni þessi stund?" sagði hann brosandi.
,,Ekki einu sinni þessi stund", sagði hún afdráttar-
laust.
Hann þagði um hríð, hálfringlaður og talsvert lotn-
ingarf ullur andspænis þeirri dul sem hún var umvafin —
þetrri dul, sem umlykurHla, er lifa sína., eiginlega lífi
djúpt í leynum sálarinnar.
24
Þau voru ekki eins vondjörf og þau höfðu verið yfir
kampavíninu í Nikulásargistihúsinu, er þau lögðu af stað
austur með hraðlestinni fimm dögum síðar. Þótt þau
tryðu enn á f ramtíðardrauma sína, var í þeim uggur við
erf iðleikana, er f ramundan voru, og hann gerði þau óró-
leg i leynum. Eins og allii; sem ekkert hafa fyrir stafni
höfðu þau eytt miklu fé — miklu meira fé heldur en þau,
sem ekki áttu nema tæpa fimm hundruð dali, höfðu ráð
á.
,,Við höfðum sóað ókjörum af peningum", sagði Sús-
anna.
Hún tók strax eftir hrukkunum sem mynduðust á enni
hans og færði henni heim sanninn um það, að hún hafði
fitjað upp á viðsjárverðu umræðuefni. Hann svaraði:
,,Sérðu eftir því?"
„Nei svo sannarlega ekki — nei", sagði hún af hjartans
sannfæringu.
Þau sátu andspænis hvort öðru í matvagninum og
neyttu morgunverðarins. Hann hafði gaman af því, hve
innilega hún naut nýstárleiks ferðalagsins. Sjálfur hafði
hanna>ldrei komiðtil austurstrandarinnar, en hann hafði
auðvitað haft kynni af svefn- og matvögnum hraðlest-
anna. Hún hafði aftur á móti aldrei ferðazt við slíkan
munað, og því fannst henni hver minúta eins og nýtt
ævintýr. Einkum þótti henni gaman að sitja við matborð-
ið meðan lestin brunaði austur á milli f j'allanna — f yrstu
fjallanna sem þau höfðu séð á ævi sinni. Annað veifið
voru þau svo kát að þau hlógu, þar til þeim vöknaði um
augu. Svo réttu þau hvort öðru höndina yfir borðið til
þess að sannfæra sig um að þetta væri veruleiki.
tt
„Ó, hvað mér þykir maturinn góður", hrópaði hún.
„Ég held að þér hljóti að f innastég hræðilega gráðug. En
þú hefur ekki heldur orðið að leggja þér annað eins til
munns og ég, síðan við borðuðum upp á gnípunni forð-
um".
Þau leiddu talið hvað eftir annað að gnípunni og hvor-
ugt þeirra þreyttist á að rif ja upp og minna. hitt á ýmis
konar smáatvik, er þá gerðust. Þeim fannst, að ekkert af
því, sem gerðist á þeim helga stað, mætti gleymast —
allt yrði að hafa í minnum og skrá óafmánanlegu letri á
spjöld ævintýra þeirra. „Ó, hvað það var gaman, að við
skyldum lifa þar svona ógleymanlega stund", sagði hún.
„ Ef f ólk elskast ekki svo heitt, að það geti verið ham-
ingjusamt hvar sem er, þá getur það aldrei orðið ham-
ingjusamt", sagði hann.
„Þess vegna gerir það ekkert til, þó að við verðum að
vera ákaf lega sparsöm þegar við komum til New York",
sagði hún — því að hún vildi gjarnan víkja talinu að því,
sem hún hafði veriðað hugsa um síðan þau gerðu félags-
skap sinn. Á flækingi sínum með Burlingham og í vist-
inni í verksmiðjunni hafði hún lært að fara sparlega með
f jármuni, auk þess sem hún var gædd þeirri forsjálni í
meðferð peninga, sem náttúran leggur öllum heilbrigð-
um konum i brjóst eins og móðurástina og er í rauninni
aðeins nauðsynlegur viðauki við hana.
„Auðvitað verðum við að spara", sagði hann. „En ég
get samt ekki annað en látið þér líða vel."
„Heyrðu væni minn", sagði hún. „Svona máttu ekki
tala um mig. Ég er einmitt betur fallin til þess að bjóða
þrengingum byrginn heldur en þú. Erf iðleikarnir myndu
siður bíta á mig."
Hann hló. Hún var svo f íngerð og viðkvæm að sjá, hör-
undið svo skært og vaxtarlagið svo fallegt, að honum
fannst, að slíkt gæti ekki mikinn andblástur þolað. Og
hér kom einmitt í Ijós, hve lítið hann þekkti stálvilja
hennar og nærri því óbilandi þol. Hann ímyndaði sér, að
hann væri þrekmeiri en hún,af því að hann hefði getað
kramið hana í sterkum örmum sínum.
„Þetta er satt" sagði hún. „Ég gæti sannað þér það en
ég vil ekki gera það. Við verðum að lifa sparlega í New
York, Roderick þangað til þú ert búinn að selja handritið
þitt og ég er búin að f á eitthvert starf".
„Já, sagði hann. „En ekki þó allt of fátæklega Sanna.
Fólk sem býr við þröngan kost, verður að druslum — það
verður bölsýnt. Og gangi okkur allt á móti þá get ég auð-
vitað gerzt blaðamaður aftur hvenær sem er".
Hún vildi ekki láta hann verða þess varan hve illa
henni féllu þessi orð. Þó gat hún ekki látið þau eins og
vind um eyrun þjóta. Hún sagði því dálítið hikandi:
,, En þú ert búinn að ákveða að helga þig eingöngu leik-
ritagerð — sigra eða falla á þeim vettvangi".
Hann minntist þess hvernig hann hafði sannfært bæði
hana og sjálfan sig um nauðsyn þess að beita allri orku
sinni að einu og sama viðfangsefni, velja sér leið og
fylgja henni síðan á hverju sem gengi og láta ekkert
aftra sét; eða víkja af réttum vegi. „Þú getur treyst þvi,
ástin mín", sagði hann „að ég mun aldrei stíga sporin
aftur á bak". Hann drap fingrunum á enni sér. „Hérna
er vél, sem ekki bregzt við leikritagerðina. Allt, sem i
hana fer verður nýtt til fullnustu".
Hún dáðist að honum en lét þó ekki sannfærast. Hún
hélt því áfram:
„ En þú sagðir að þú
„Ég segi svo margt", sagði hann hlæjandi. „Þú skalt
ekki bera kvíðboga fyrir mér. Ég er hræddastur um að
þú munir yf irgefa mig,. Það væri þyngsta áfallið sem ég
gæti hlotið".
Hann sagði þetta brosandi, en hún gat ekki hlustað á
hann hafa þetta í flimtingum.
„Hvað áttu við Roderick?"
„Settu nú ekki upp neinn jarðarfararsvip, Sanna mín.
Ég átti bara við það, að ég gæti ekki hugsað til þess, að
þú færir að leggja stund á leiklist —eða neitt annað. Ég
vil að þú hjálpir mér. Eigingirni sjálfsagt? En það
gegndi allt oðru máli hjartað mitt, ef mér fyndist þú
gerðir það til þess að stuðla að sameiginlegum sigri okk-
ar beggja. Við eigum að elskast og vinna saman — ekki
hvort í sínu lagi, heldur saman — skilurðu þaðekki?"
„Hugsaöu þér... svona endaöi ár-
iö I fyrra lika.”
DENNI
DÆMALAUSI