Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 19
Laugardagur 31. desember 1977 19 tltgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurösson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar §iöumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Efti|- kl. 20.00: 86387. Verö i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjal^ kr. 1.500_á mánuöi. • - Blaöaprent h.f.J Verkefnin framundan Árið 1977 hefur efnahagslega verið íslendingum hagstætt ár. Aflabrögð hafa verið i betra lagi og verð á sjávarafurðum hagstætt. Árferði hefur verið landbúnaðinum hagfellt og framleiðsla hans þvi með mesta móti. Iðnaðurinn hefur notið þess, að góður markaður hefur verið innanlands fyrir vörur hans, þvi að kaupgeta hefur almennt farið vaxandi siðari hluta ársins. Þannig hafa hinar auknu þjóðartekjur dreifzt meðal landsmanna, en ekki hafnað aðallega i fáum vösum, eins og viða vill verða. Um áramótin býr þjóðin vafalitið við betri lifskjör en áður er dæmi um. Aðeins fáar þjóðir standa henni jafnfætis eða framar i þeim efnum. Nær undantekningarlaust hefur allt vinnu- fært fólk haft næga atvinnu á sama tima og at- vinnuleysi hefur verið mikið i flestum nálægum löndum. Þá má ekki gleyma þvi, að á árinu 1977 náðist endanlegur sigur i baráttunni fyrir óskoruðum yfirráðum þjóðarinnar yfir 200 milna fiskveiðilög- sögu. Þetta gerðist, þegar siðasti vestur-þýzki tog- arinn hætti veiðum þar i lok nóvember. Hér er um að ræða einn mesta sigur i sjálfstæðisbaráttunni. Með honum er lagður grundvöllur að stórum ör- uggari afkomu þjóðarinnar i framtiðinni, ef hún nýtir þessi mikilsverðu yfirráð á réttan hátt. Þegar á allt þetta er litið, ætti þjóðin að vera ánægð og geta horft vonbjörtum augum fram á veginn. Svo er þó hvergi nærri, heldur ber viða á kviða og óhug. Þvi veldur, að þjóðin hefur ekki náð nægilega traustum tökum á efnahagsmálum sin- um, heldur hefur miklu frekar stefnt i öfuga átt á siðari helmingi ársins eða eftir kjarasamningana, sem gerðir voru i sumar. Þeir áttu þó fullan rétt á sér, hvað láglaunafólkið snertir, og voru gerðir með sameiginlegu samþykki aðila vinnumarkað- arins og rikisvaldsins. Erfitt er þvi,að færa þá á reikning ákveðinna stétta eða flokka, heldur má seg ja, að þjóðin öll hafi verið þar meira og minna að verki. í kjölfar aukinnar verðbólgu má vænta alls kon- ar óáranar, mest andlegrar, sem birtist i braski og gróðahyggju, upplausn og spillingu. Þetta kemur til viðbótar þeim þjóðfélagsbreytingum, sem hafa veikt heimilin, undirstöðustofnanir þjóðfélagsins, en skólakerfið hefur ekki veriðviðbúið að hlaupa i skarðið. Þess vegna er nú geigur i mörgum við vaxandi verðbólgu og andlega upplausn. Við þessum vanda, sem siður en svo er bundinn við íslendinga eina, heldur er alþjóðlegt fyrir- brigði, er ekki nema eitt svar. Þjóðin verður að snúast með manndómi gegn vandanum og hún verður að gera það með sem samstilltustu átaki. Það verður að auka viðnám gegn verðbólgunni, en til þess að svo geti orðið, þarf nýtt lifsgæðamat og siðferðilega endurreisn. Þjóðin þarf að hefja til vegs á ný ýmsar hinar fornu dyggðir, sem hafa gleymzt henni of mikið um skeið, styrkja undir- stöðustofnanir eins og heimilin, auka aga á ýms- um sviðum og gera harðari kröfur til siðgæðis. Hún verður að auka samhug og samstarf og efla hugsjón jafnaðar og bræðralags. Með samvinnu er hægt að koma miklu til léiðar, en sundrung og sin- gimi visar veginn til ófarnaðar. Hin góðu lifskjör, sem þjóðin býr við, sýna glöggt að það er hægt að lifa góðu lifi á íslandi i efnahagslegu tilliti. En heilbrit lif er ekki siður mikilsvert. Þess ber að vænta, að hið nýja ár verði þjóðinni áfangi i þá átt. Um það markmið þarf hún að sameinast. —Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Jerúsalemför Sadats kom mest á óvart Mannréttindabarátta Carters hefur haft áhrif ÞEKKTUR ameriskur blaöa- maður kvað nýlega upp þann dóm að siðan siðari heims- styrjöldinni lauk, og raunar frá lokum fyrri heims- styrjaldarinnar einnig, hefði aldrei verið eins litið af styrj- öldum og á árinu 1977. Að visu hafa átt sér staö hernaðarleg átök á nokkrum stöðum, en i minna mæli en áður á um- ræddum tima. Þetta mætti telja ánægjulegast við árið 1977, en að öðru leyti myndi það ekki talið með merkari ár- um i heimssögunni. Nafn þess myndi vart verða tengt stór- viðburöum, þótt ef til vill yrði litið siðar öðrum augum á ýmsa atburði þess en nú er gert. Það má t.d. vel vera, að það verði talið meðal stærri at- burða siöar, að Carter tók viö forsetaembættinu i Banda- rikjunum i byrjun ársins. Enn verða ekki neinar stórbreyt- ingar tengdar þvi, að Carter settist i forsetastólinn. Svo getur þó fariö, að hin svo- nefnda mannréttindabarátta hans eigi eftir aö teljast til meiri háttar tiðinda siðar meir. Hún hefur orðið til þess, að mannréttindamál hafa ver- ið meira til umræðu i heimin- um á árinu 1977 en um langt skeið áður. Þótt erfitt sé að greina beinan sýnilegan ár- angur af þessari baráttu Cart- ers, hefur hún vafalaust viða borið verulegan óbeinan ár- angur. Einræðisherrar hafa farið vægar i sakirnar en áður og tekið aukið tillit til almenn- ingsálitsins i heiminum. Mannréttindabar- átta Carters er þvi einn af á- nægjulegustu atburðum ársins 1977. Enn er erfitt að dæma um afleiðingar ýrhissa atburða, eins og t.d. kosningaósigurs Indiru Gandhi. Stjórnarskipt- in þar geta átt eftir að hafa mikil áhrifá framtið Indlands, þótt enn verði ekki neitt fullyrt um það. Það getur svo haft mikil áhrif á gang heimsmál- anna allra, hvernig mál þróast i Indlandi, þar sem Indland getur á margan hátt haft lykil- stöðu i Asiu. ÖNNUR kosningaúrslit geta átt eftirað reynasthin örlaga- rikustu. Hér er átt við úrslit kosninganna i Israel, sem leiddu til óvæntra stjórnar Carter og sonarsonur hans. skipta og valdatöku hins gamla og ósáttfúsa skæruliða, Menachem Begins. Margir óttuðust að þaö yrði til þess að gera deilu Araba og Israels- manna enn óleysanlegri. Nú eru alveg eins horfur á þvi gagnstæða. Að vlsu eru þær sáttatillögur, sem Begin hefur borið fram til þessa, fjarri þvi, að Arabar geti falíizt á þær. Þess er heldur ekki að vænta, að Begin gangi eins langt i upphafi viðræðna og hann get- ur gertvið lok þeirra. Þó hefur hann þegar gengið lengra en fyrrverandi stjórn hafi gert eða hefði treyst sér til að gera. 1 framhaldi af valdatöku Begins er rétt að minnast á ó- væntasta atburð ársins 1977 og þann, sem verðuref til vill tal- inn sögulegasti atburður þess siðar meir. Hér er átt við Jerúsalemför Sadats Egypt alandsforseta og viðræð- urnar milli Israelsmanna og Egypta, sem hafa fylgt i kjölfar þeirra. Með þessari för sinni hjó Sadat á hnút, sem virtist illleysanlegur eða ó- leysanlegur, og færði þessi mál yfir á alveg nýjan grund- völl. Ýmsir hafa likt þessari ráðabreytni Sadats við fjár- hættuspil. Sennilega á sú sam- liking allmikinn rétt á sér. Annað hvort ber þessi tilraun Sadats tilætlaðan árangur og leggur grundvöll að friði milli Araba og Israelsmanna, eöa hún gerir ástandið enn verra og hættumeira, sem er lfkleg- asta niðurstaðan, ef hún ber engan árangur. Þá gæti hún hæglega leitt til falls Sadats sjálfs. BREYTING sú, sem hefur orðið i málefnum Austurlanda nær við Jerúsalemför Sadats, hefur oft veriö nefnd sem dæmi um minnkandi áhrif risaveldanna tveggja. Banda- rikin og Sovétrikin höföu unnið sameiginlega aö þvi að Genfarráðstefnan, sem fjallar um deilu Araba og Israels- manna, yrði kölluö saman, en henni hefur verið frestað siðan setningarfundur hennar var haldinn i desember 1973. Rétt áður en Sadat ákvað Jerú- salemförina höfðu Bandarikin og Sovétrikin birt sameigin- lega yfirlýsingu um þessi mál og benti það til, að þau hefðu orðið sammála um ýms höfuð- atriði. Allt þetta hrundi til grunna, þegar Sadat fór til Jerúsalem, og bæði risaveldin eru r(áðvillt á eftir, ekki sizt Bandaríkin, en Carter er far- inn að gefa yfirlýsingar, sem stangast á við það, sem hann hefur sagt áður. Þannig er stuðningur hans við tillögur Begins mótsögn við það, sem hann hefur áður sagt um rétt Frh. á bls. 39 Sadat og tveggja ára gamall dóttursonur. Begin og sex ára gömul dótturdóttir hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.