Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 40

Tíminn - 31.12.1977, Blaðsíða 40
— Laugardagur 31. desember 1977 V18-300 Auglýsingadeild Tímans. HREVFIH Slmi 8 55 22 - Sýrö Sik er sígild eign TRÉSMIDJAN MBIDUR ! \ SÍÐUMÚLA 30 - SÍMl: 86822 A ftfl Hitaveita Suðumesja Gunnar Thoroddsen ibnabarráðherra vih vigsluathöfnina i gær. Viö hlið hans stendur Jóhann Einvarös- son bæjarstjóri i Keflavik. Timamynd: Róbert. 17 skip hafa bætzt við skipastólinn á árinu — 18 skip tekin út af skipaskrá GV — Nú eru 1004 skip í eigu íslendinga og bættust 34 skip við skipaskrána í ár aö þvi er Gísli Auðunsson skipaskráningarmaður hjá Siglingamálastofnun ríkis- ins tjáði blaðinu i gær. 18 skip voru tekin út af skipa- skránni, en að sögn Gisla eru nokkurskip i viðbót, sem ekki eru sjófær, en ekki búið að ganga frá þvi endanlega i skipaskránni. Gisli sagði, að útlit væri fyrir að flotinn væri 188.678 rúmlestir, en i fyrra var hann 178.066 rúmlestir. Þvi hafa rúmlega 10 þús. rúm- lestir bætzt við rúmlestastærð flotans. Um áramótin i fyrra var fjöldi skipa i eigu Islendinga 987, þá Ab — Hitaveita Suðurnesja var formlega tekin i notkun i gær, og gerði það Gunnar Thoroddsen iðnaðarráðherra. Viðstaddir at- höfnina voru um 150 manns. Hita- veitan var stofnuð 1974 og er hún sameign rlkisins og 7 sveitar- félaga eða Grindavikur, Njarð- vlkur, Keflavikur, Garðs, Sand- gerðis, Vatnsleysustrandar- hrepps og Hafnarhrepps, Eignar- hlutur rikissjóðs er 40% og sveitarféiögin eiga 60%. voru 30 skip tekin af skrá, en 22 skip skráð i skipaskrána. Það kom fram í gær, að að- veituæðinni frá Svartsengi að Grindavfk er þegar lokið og dreifiveitu fyrir Ytri-Njarðvik er að mestu lokið. Hvað Keflavik varðar, þá er 50-60% af dreifiveit- unni lokið. t varmaskiptastöðinni er lokið fyrstu vinnslurás af fjór- um. Einnig er lokið byggingu húss yfir fyrsta hluta varmaorku- vers, en það hús er um 4000 rúm- metrar, auk kjallara. Aðveituæð frá Svartsengi til Njarðvikur er að mestu lokið, en hún er 12 km á lengd og 50 cm i þvermál. Sú æð er stærsta verk sem boðið hefur verið út i einum áfangá, en tilboðsupphæð var 167 milljónir króna. Alls er gert ráð fyrir að heildarkostnaður æðar- innar, innifalið efni og vinna, verði um 520 milljónir króna. Með tengingu aðalæðar frá Svartsengi opnast möguleiki tii tengingar um 90% af Njarðvik og 60% af Keflavik. Aætlað er að ljúka þeim tengingum fyrir vorið, en að þeim loknum hafa um 4500-5000 manns bætzt i hóp notenda heita vatnsins frá Svartsengi. Landsbankamálið: Akureyri: Áramót með ljósa- sýningu — í Vaðlaheiði K.S. Akureyri. — Aramótagleð- skapur Akureyringa verður með hefðbundnu sniði. Þeir kveðja ár- ið með brennum og flugeldum og siðan verða dansleikir á ýmsum stöðum I bænum. A gamlárskvöld verða alls sex brennur á Akureyri, þrjár verða uppi á brekkunni, tvær i Glerár- hverfi og ein i innbænum. Sú stærsta verður norðan Glerár. Eins og undanfarin ár munu skát- ar I bænum tendra ártölin austur á Vaðlaheiði, þannig að þau sjáist vel frá Akureyri. Fyrst tendra þeir ártalið 1977 skömmu fyrir miðnætti og þegar það deyr út tendra þeir ártalið 1978. Þetta er gert þannig að skálar eru myndaðar i snjóinn og settur i þær hampur sem vættur er i oliu og ijósin tendruð með kyndlum. Þetta er orðin hefð á Akureyri, það eru um tiu ár siðan þetta var fyrst gert. Skátar hafa undanfarin ár gengizt fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld, og er ekki að efa að mikil ljósadýrð verður þá, ef á annað borð verður bjart i veðri. Nýja árinu fagna Akureyringar svo með dansleikjum i „Sjallan- um”, Hótel KEA og viðar i bæn- um. Skipin i eigu tslendinga eru nú oröin 1004 að tölu. Þvi má gera ráð fyrir að um 200 tsiendingar séu á hvert skip. Unnið að skipulagi rannsóknar GV — Nú er aðaliega unnið að skýrslutöku og gagnaöflun i Landsbankamálinu og verið að skipuleggja rannsóknina sagði Hailvarður Einvarðsson rann sóknariögregiustjóri i viðtali við blaðið i gær. Hailvarður kvaðst ekki geta gefiö upplýsingar um hve fyrirtækin væru mörg sem talað er um aö Haukur Heiðar hafi haft fé af, eöa „lánaö”. Miklar sögusagnir hafa spunnizt af þvi að búiö væri að handtaka fleiri menn en Hauk Heiðar vegna málsins en Hall- varður Einvarðsson bar allar slikar fregnir til baka. Mesta aflaár í Islandssögunni GV — Heildaraflinn i ár veröur um 1330-1340 þús. iestir að sögn Más Elissonar fiskimálastjóra, og er það um 90-100 þús. lestum flciri en var á mesta aflaári þar á undan sem var árið 1966. Mestu munar uin loðnuaflann, sem hefur aldrei verið meiri, 80Q þús. tonn. Mjög góð sumar- loðnuvertíð er stærsti skerfur- inn tii þessarar mikiu aflaaukn- ingar. Kolmuuiiaveiðar hafa einnig aukizt til muna, og er heildarafli á koimunna i ár 14 þús lestir, en á árinu áður veiddust um 5-600 tonn af kol- muniia. Einhver aukning verður á botnfiskafla, og að sögn Más er aukningin mest á þorski, en endanlegar tölur uin það liggja ekki fyrir fyrr en um miðjan jaiuíar. Már Elisson hafði þau orð um þessa miklu aflaaukningu, að það væri gleðilegt að loðnu- og kolmunnaveiðar hefðu aukizt, það sýndi að við værum farin að sækja meira en áður i van- eða littnýtta fiskstofna. — Við von- um að framhald verði á þvi, að minnsta kosti upp að veiðiþoli stofnanna. Við bindum auðvitað miklar vonir við kolmunnaveið- ar á næsta ári.ef verðlag og tiðarfar verður með sæmilegu móti, sagði Már að lokum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.