Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 29.05.2006, Qupperneq 70
LOKAUPPGJÖRIÐ VINNINGAR VERÐA AFHENDIR HJÁ BT SMÁRALIND. KÓPAVOGI. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. 99 KR/SKEYTIÐ. HEIMSFRUMSÝND 26×05×06 SMS LEIKUR SENDU SMS SKEYTIÐJA XFM Á NÚMERIÐ1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐMIÐA FYRIR TVO! 9. HVER VINNUR! VINNINGAR ERU:BÍÓMIÐAR FYRIR TVODVD MYNDIR TÖLVULEIKIR X_MEN VARNINGUROG MARGT FLEIRA! SJÁÐU MYN DINA! SPILAÐU LEI KINN! ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� ������� ���������������� [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Tæknilúðinn og innipúkinn Richard D. James (Aphex Twin, AFX, Analord eða hvað sem hann kýs að kalla sig!) virðist kæra sig afskaplega lítið um sviðsljósið. Hann hóf feril sinn á því að gera yndisfagra ambíent tónlist í upp- hafi síðasta áratugar fyrir draum- óramenn og sveimhuga. Varð svo óvænt að poppstjörnu eftir að smáskífurnar Come to Daddy og Windowlicker fóru beint í A-spil- un á MTV. Enda náði kunnátta leikstjórans Chris Cunningham að fanga hljóðheim hans stór- kostlega á filmu með frábærum myndböndum. Síðan þá hefur Richard gert allt sem í sínu valdi stendur til að láta eins lítið á sér bera og mögulegt er, án þess að hætta gera tónlist. Þessi nýjasta plata hans er þannig fyrsta formlega Aphex Twin útgáfan í fimm ár. Reyndar er misjafnt hvort fólk flokkar þetta sem AFX eða Aphex Twin, því bæði nöfnin standa á plöt- unni. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem lögin á plötunni koma út, því þetta eru valin lög af smá- skífuröð sem hann gaf út í fyrra undir nafninu Analord. Lög sem hann segist hafa búið til með gömlum tækjabúnaði sem styðst við analog tæknina. Þar á hann við hljóðfæri (trommuheila, hljómborð og sequensera) sem voru sérstaklega búin til fyrir þessa gerð raftónlistar. Þetta þykir einhverjum merkilegt vegna þess að í dag er hægt að fá forrit á ferðatölvuna sem apa eftir öllum þessum tækjum. Flest raftónlist í dag er því búin til með forritum sem herma eftir raun- verulega tækjabúnaðinum. Í mínum huga skiptir það litlu máli hvaða verkfæri menn nota, eins lengi og lokaniðurstaðan hreyfir við mér. Því raftónlist er eins og öll tónlist, búin til af mönnum. Það sem er öllu merkilegra við þessa nýju plötu Aphex Twin er að hann aftur farinn að leyfa sér að búa til grípandi og upplífgandi tónlist. Rafprinsinn hljómar sér- staklega hamingjusamur og greinilegt að hann hefur skemmt sér konunglega við gerð plötunn- ar. Þetta eru flest lög sem vel væri hægt að dansa við á góðum klúbbi, og nánast hin fullkomna plata til þess að hafa í spilaranum á bílnum eða í lest á meðan lands- lagið þeytist framhjá. Að mínu mati hans bestu lög síðan hann gerði Windowlicker smáskífuna, og hans besta plata frá því að Sel- ected ambientworks 85-92 kom út. Við erum ótrúlega heppin að svona menn séu til í heiminum. Ég efast um að það sé hægt að teygja tónlist lengra inn í fram- tíðina en þessi piltur hefur þegar gert á ferli sínum. Ég held líka að hann átti sig vel á því sjálfur, því hér leyfir hann sér bara að gera tónlist laganna vegna, í sínum einkennandi stíl. Richard D. James er án efa mesta gersemi raftónlistar síðan Kraftwerk ruddist inn á sjónarsviðið. Birgir Örn Steinarsson Sáttur í sínu vélmennaskinni APHEX TWIN: CHOSEN LORDS Niðurstaða: Richard D. James gefur loksins út plötu aftur undir nafninu Aphex Twin, eftir 5 ára flótta frá sviðsljósinu þar sem hann studd- ist við hin ýmsu nöfn. Biðin var vel þess virði og platan er ein hans besta frá upphafi. Brad Pitt og unnusta hans, Angel- ina Jolie, eignuðust stúlku á laug- ardaginn í Namibíu þar sem parið dvelst um þessar mundir. Stúlk- unni hefur þegar verið gefið nafnið Shiloh Nouvel Jolie-Pitt en hún á tvö ættleidd systkini, þau Maddox og Zahara. Parið hefur verið eitt vinsælasta umfjöllunarefni slúður- blaðanna síðan þau tóku saman eftir kvikmyndina Mr. & Mrs. Smith og hefur fæðingarinnar verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Íbúar smábæjarins Walvis Bay voru himinlifandi með barns- burðinn enda hafa ljósmyndarar setið um bæinn síðan stjörnuparið settist þar að. „Þetta hefur komið okkur á kortið,“ sagði Della van Noorten, einn íbúi bæjarins. Fjölmiðlar hafa hins vegar ekki getað komist nálægt smábænum enda hefur öryggisgæslan þar verið gríðarlega mikil. Þetta hefur gert það að verkum að fréttir af fæðingunni og öllu sem hana snert- ir hafa verið ansi skrautlegar og var því meðal annars haldið fram að ættbálkahöfðingi myndi skíra barnið að fornum sið. Á laugardeg- inum var öryggisgæslan aukin til muna til að koma í veg fyrir að svo- kallaðir paparazzi-ljósmyndarar næðu ekki mynd af þeirri nýfæddu og það var síðan á sunnudeginum sem talsmaður þeirra Jolie og Pitt gaf út yfirlýsingu að stúlkan væri komin í heiminn. Stjarna er fædd BRAD PITT OG ANGELINA JOLIE Eignuðust stúlkubarn á laugardaginn í smábænum Walvis Bay í Namibíu.FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES Breski leikstjórinn Ken Loach hlaut hinn eftirsótta Gullpálma í Cannes í gær fyrir mynd sína The Wind That Shakes the Barley. Myndin fjallar um sjálfstæðisbaráttu Íra og tilurð írska lýðveldishersins á fyrri hluta síðustu aldar. Loach hefur verið tilnefndur til Gullpálmans sjö sinnum áður en þetta er í fyrsta sinn sem honum hlotnast þessi heiður. Í ár hafði hann betur en spænski leikstjórinn Pedro Almodovar sem keppti um pálmann með mynd sinni Volver og mexíkóski leikstjórinn Alejandro Gonzalez Inarritu með Babel. Volver og Babel fengu langbesta dóma gagnrýnenda í Cannes og þóttu fyrirfram líkleg- astar til þess að hreppa hnossið. Hvorugur leikstjóranna fór þó tómhentur heim þar sem Almodovar fékk verðlaun fyrir besta handritið og Inarritu var verðlaunaður fyrir bestu leikstjórn. Þar fyrir utan fengu allar leikkonurnar í aðalhlutverkum í Volver sameiginlega verðlaun sem besta leikkonan. Penelope Cruz hafði verið hlaðin lofi fyrir frammistöðu sína í Volver og það kom því engum á óvart að hún skyldi hampa leik- konuverðlaununum. Loach hreppti Gullpálmann KEN LOACH Sagði niðurstöðu dómnefnd- arinnar í Cannes mikilvæga fyrir breska kvikmyndagerð og hann vonast til þess að verðlaunin verði til þess að breskir kvikmyndagerðarmenn horfi ekki aðeins til Bandaríkjanna þegar þeir velji sér viðfangsefni. ���� ��� �������� ������ �������� NÚ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ! LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS. SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MAGNAÐUR SUMARSMELLUR SEM ENGINN MÁ MISSA AF! HEIMSFRUMSÝNING SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 400 kr. í bíó! Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu X-MEN 3 kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA X-MEN 3 kl. 6, 8.30 og 10.50 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 6 og 9 B.I. 14 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6 og 10 RAUÐHETTA M/ÍSLENSKU TALI kl. 6 PRIME kl. 8 og 10.15 CRY WOLF kl. 8 B.I. 16 ÁRA X-MEN 3 kl. 5.40, 8 og 10.20 B.I. 12 ÁRA DA VINCI CODE kl. 4, 5, 7, 8, 10 og 11 B.I. 14 ÁRA SÝND Í LÚXUS kl. 5, 8 og 11 B.I. 14 ÁRA CRY WOLF kl. 10 B.I. 16 ÁRA RAUÐHETTA M/ENSKU TALI kl. 6 og 8 RAUÐHETTA M/ÍSL. TALI kl. 3.50 ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI STÆRSTA MYND ÁRSINS VINSÆLASTA MYND Í HEIMI MAGNAÐUR SPENNUTYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA! - SV MBL - VVV TOPP5.IS 50.000 MANNS LEITIÐ SANNLEIKANS  HVERJU TRÚIR ÞÚ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.