Fréttablaðið - 29.05.2006, Side 71
���������� ��������������������������������������������� ��������
������������������������������������������������������������������������
��������������������������������������������������
���������������������������
������������������������������
Skoska hljómsveitin Belle and
Sebastian heldur tvenna tónleika
hér á landi í júlí ásamt Emilíönu
Torrini.
Fyrri tónleikarnir verða á
skemmtistaðnum Nasa þann 27.
júlí og hinir síðari á Borgarfirði
eystra 29. júlí.
Belle and Sebastian kom fram á
sjónarsviðið í janúar 1996. Sveitin
var stofnuð í Glasgow af söngvar-
anum Stuart Murdoch og bassa-
leikaranum Stuart David og er
nafnið tekið úr frönskum barna-
þáttum úr sjónvarpinu sem fjöll-
uðu um strák og hundinn hans.
Boltinn rúllaði hratt og í nóv-
ember árið 1996 kom út hin marg-
rómaða plata If You‘re Feeling
Sinster. Henni var tekið gríðar-
lega vel tekið og síðan hefur sveit-
in verið ein sú virtasta á Bret-
landseyjum. Áður hafði reyndar
platan Tigermilk komið út, en
aðeins á vinyl og í 1000 eintökum.
Tveimur árum síðar sendi sveitin
svo frá sér skífuna The Boy With
The Arab Strap sem náði miklum
vinsældum. Vann sveitin Brit-
verðlaunin sem sú efnilegasta í
Bretlandi.
Fyrstu tvö árin af ferlinum var
Belle and Sebastian einskonar
leyniband. Gjarnan birtust með
tilkynningum um sveitina myndir
af stúlku sem var ekki í bandinu
og sveitin spilaði á skrýtnum og
óútreiknanlegum stöðum eins og í
kirkjum, bókasöfnum og í heima-
húsum. Sveitin hefur haldið sér-
stöðu sinni alla tíð en jafnframt
verið hlustendavæn.
Nýjasta plata Belle and Sebasti-
an, The Life Pursuit, kom út í vor
og hafa tvö lög af henni náð tals-
verðri hylli á Íslandi; White Collar
Boy og Funny Little Frog.
Miðasalan hefst fimmtudaginn
8. júní kl. 10 á midi.is og í verslun-
um Skífunnar og BT á Egilsstöð-
um, Akureyri og Selfossi. Miða-
verð er 4.500 krónur.
Tvennir tónleikar
BELLE AND SEBASTIAN Skoska hljómsveitin Belle and Sebastian heldur sína fyrstu tónleika
hér á landi í júlí.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Madonna hefur varið kross-festingaratriðið sem hún
sýnir á tónleikaferðalagi sínu
og er handviss um að Jesú
væri alveg sama. Hún
segist vera með þessu
að biðja aðdáendur
um að gefa pening
til góðgerðarstofn-
ana sem einbeita
sér að alnæmissjúk-
lingum. „Ég held að
Jesús yrði ekki reiður
ef hann vissi af þessum
skilaboðum sem ég
er að senda. Jesús kenndi
okkur að elska náung-
ann.“
Fyrstu tónleikar Kylie Minogue
eftir krabbameins-
meðferðina verða
á Glastonbury-
hátíðinni,
að sögn
Michaels
Eavis.
„Kylie
mun vera
stærsta atrið-
ið á sunnu-
daginn. Við
viljum að hún geri
allt það sem
hún gerði á
Showgirl-tón-
leikaferða-
laginu, það
hentar vel á
Glastonbury.
Ég er pínu-
lítið smeykur
um að þetta
sé of snemmt
fyrir hana
en hún vill
ólm taka
þátt í
hátíð-
inni.“
Orðrómur er uppi um að popp-
söngvarinn Michael Jackson sé að
leita sér að glæsivillu í London.
Einnig er hann sagður hafa
áhuga á byggja hús í Skotlandi eða
á Írlandi og er ætlun hans að skapa
nýjan Neverland-skemmtigarð,
rétt eins og hann átti í Bandaríkj-
unum.
Jackson hefur búið í Bahrain
síðan hann var sýknaður af ákæru
um kynferðislegt ofbeldi gagnvart
ungum pilti á síðasta ári. „Ég verð
hérna í London vegna viðskipta í
nokkra daga. Mér finnst frábært
að vera hérna. Ég er að leita mér
að stað til að búa á. Mér hefur allt-
af líkað vel í Bretlandi og ég á
sterkan aðdáendakjarna hér,“
sagði Jackson í viðtali við The
Daily Mirror.
Jackson heimsótti jafnframt
vin sinn Mohamed Al Fayed á
meðan hann var staddur í London.
Fregnir herma að Jackson sé að
vinna að nýrri plötu; þeirri fyrstu
síðan Invincible kom út árið 2001.
Vill búa í Bretlandi
MICHAEL JACKSON Popparinn Michael
Jackson hefur áhuga á að búa í Bretlandi í
framtíðinni.