Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2006, Qupperneq 71

Fréttablaðið - 29.05.2006, Qupperneq 71
���������� ��������������������������������������������� �������� ������������������������������������������������������������������������ �������������������������������������������������� ��������������������������� ������������������������������ Skoska hljómsveitin Belle and Sebastian heldur tvenna tónleika hér á landi í júlí ásamt Emilíönu Torrini. Fyrri tónleikarnir verða á skemmtistaðnum Nasa þann 27. júlí og hinir síðari á Borgarfirði eystra 29. júlí. Belle and Sebastian kom fram á sjónarsviðið í janúar 1996. Sveitin var stofnuð í Glasgow af söngvar- anum Stuart Murdoch og bassa- leikaranum Stuart David og er nafnið tekið úr frönskum barna- þáttum úr sjónvarpinu sem fjöll- uðu um strák og hundinn hans. Boltinn rúllaði hratt og í nóv- ember árið 1996 kom út hin marg- rómaða plata If You‘re Feeling Sinster. Henni var tekið gríðar- lega vel tekið og síðan hefur sveit- in verið ein sú virtasta á Bret- landseyjum. Áður hafði reyndar platan Tigermilk komið út, en aðeins á vinyl og í 1000 eintökum. Tveimur árum síðar sendi sveitin svo frá sér skífuna The Boy With The Arab Strap sem náði miklum vinsældum. Vann sveitin Brit- verðlaunin sem sú efnilegasta í Bretlandi. Fyrstu tvö árin af ferlinum var Belle and Sebastian einskonar leyniband. Gjarnan birtust með tilkynningum um sveitina myndir af stúlku sem var ekki í bandinu og sveitin spilaði á skrýtnum og óútreiknanlegum stöðum eins og í kirkjum, bókasöfnum og í heima- húsum. Sveitin hefur haldið sér- stöðu sinni alla tíð en jafnframt verið hlustendavæn. Nýjasta plata Belle and Sebasti- an, The Life Pursuit, kom út í vor og hafa tvö lög af henni náð tals- verðri hylli á Íslandi; White Collar Boy og Funny Little Frog. Miðasalan hefst fimmtudaginn 8. júní kl. 10 á midi.is og í verslun- um Skífunnar og BT á Egilsstöð- um, Akureyri og Selfossi. Miða- verð er 4.500 krónur. Tvennir tónleikar BELLE AND SEBASTIAN Skoska hljómsveitin Belle and Sebastian heldur sína fyrstu tónleika hér á landi í júlí. FRÉTTIR AF FÓLKI Madonna hefur varið kross-festingaratriðið sem hún sýnir á tónleikaferðalagi sínu og er handviss um að Jesú væri alveg sama. Hún segist vera með þessu að biðja aðdáendur um að gefa pening til góðgerðarstofn- ana sem einbeita sér að alnæmissjúk- lingum. „Ég held að Jesús yrði ekki reiður ef hann vissi af þessum skilaboðum sem ég er að senda. Jesús kenndi okkur að elska náung- ann.“ Fyrstu tónleikar Kylie Minogue eftir krabbameins- meðferðina verða á Glastonbury- hátíðinni, að sögn Michaels Eavis. „Kylie mun vera stærsta atrið- ið á sunnu- daginn. Við viljum að hún geri allt það sem hún gerði á Showgirl-tón- leikaferða- laginu, það hentar vel á Glastonbury. Ég er pínu- lítið smeykur um að þetta sé of snemmt fyrir hana en hún vill ólm taka þátt í hátíð- inni.“ Orðrómur er uppi um að popp- söngvarinn Michael Jackson sé að leita sér að glæsivillu í London. Einnig er hann sagður hafa áhuga á byggja hús í Skotlandi eða á Írlandi og er ætlun hans að skapa nýjan Neverland-skemmtigarð, rétt eins og hann átti í Bandaríkj- unum. Jackson hefur búið í Bahrain síðan hann var sýknaður af ákæru um kynferðislegt ofbeldi gagnvart ungum pilti á síðasta ári. „Ég verð hérna í London vegna viðskipta í nokkra daga. Mér finnst frábært að vera hérna. Ég er að leita mér að stað til að búa á. Mér hefur allt- af líkað vel í Bretlandi og ég á sterkan aðdáendakjarna hér,“ sagði Jackson í viðtali við The Daily Mirror. Jackson heimsótti jafnframt vin sinn Mohamed Al Fayed á meðan hann var staddur í London. Fregnir herma að Jackson sé að vinna að nýrri plötu; þeirri fyrstu síðan Invincible kom út árið 2001. Vill búa í Bretlandi MICHAEL JACKSON Popparinn Michael Jackson hefur áhuga á að búa í Bretlandi í framtíðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.