Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 72

Fréttablaðið - 29.05.2006, Page 72
32 29. maí 2006 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is LA N DS BA N K AD EI LD IN Unglingalandslið Íslands í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri varði í gær Norðurlandameistaratitil sinn en mótið fór fram í Svíþjóð. Í úrslitaleik unnu strákarnir heima- menn með þrettán stiga mun, 82-69. „Við náðum snemma forystunni og vorum yfir lengi með fjórum til átta stigum. Þeir voru skammt á eftir okkur eftir þriðja leikhlutann en við áttum algjörlega síðasta leik- hlutann,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari U18 landsliðsins. Brynjar Þór Björnsson úr KR var stigahæst- ur íslensku strákanna með tuttugu stig í úrslitaleiknum. Hörður Axel Vilhjálmsson úr Fjölni var valinn besti leikmaður móts- ins. Hann var einnig í fimm manna úrvals- liði mótsins ásamt Sigurði Þorsteinssyni úr KFÍ. „Hörður var magnaður á mótinu. Hann meiddist reyndar í fyrsta leikhluta í úrslitaleiknum og var nánast á annarri löppinni eftir það en harkaði þetta af sér og hjálpaði okkur mikið,“ sagði Benedikt. „Sigurður sá um að binda vörnina saman og gerði það vel. Hann tók 22 fráköst og átti sex varin skot í úrslitaleiknum,“ sagði Benedikt en hann var hæstánægður enda annað árið í röð sem liðið vinnur þennan titil. „Liðið hefur spilað frábær- lega á mótinu. Það var líka þægilegt að leikurinn gegn Finnum á laugardaginn skipti okkur engu máli og því gat ég leyft mér að hvíla lykilmenn fyrir úrslitaleikinn. Við fengum ekki mikinn tíma til að undirbúa okkur fyrir mótið, strákarnir voru að koma úr prófum og svona. En strákarnir hafa verið saman í mörg ár og náð góðum árangri. Þeir þekkja hvor annan vel og það þarf ekki langan tíma til að stilla saman strengi. Þetta er rosalega flottur hópur,“ Kvennalandsliðið U18 lék einnig til úrslita gegn Svíþjóð á mótinu í gær en stelpurnar náðu sér ekki á strik og biðu lægri hlut í úrslitaleiknum. BENEDIKT GUÐMUNDSSON: U18 ÁRA LANDSLIÐIÐ VARÐI NORÐURLANDAMEISTARATITILINN Frábær árangur hjá strákunum Hvað gerir Óli Þórðar? Það má búast við miklum látum í Laug- ardalnum í kvöld þegar ÍA heimsækir Val. ÍA hefur tapað öllum leikjum sínum í deildinni og situr á botni deildarinnar. Telja margir að þegar sé farið að hitna undir Ólafi þjálfara ÍA. Í hinum leik kvöldsins tekur Breiðablik á móti ÍA. FORMÚLA 1 Spánverjinn Fernando Alonso er kominn með mjög þægilega forystu í keppninni um heimsmeistaratitilinn í Formúlu 1-kappakstrinum eftir að hann kom fyrstur í mark í umdeildri keppni í Mónakó. Michael Schumacher náði bestum tíma í tímatökunni á laugardag en seint um kvöldið var úrskurðað að hann hefði viljandi drepið á bíl sínum í lokahring og þar með komið í veg fyrir að hægt væri að bæta tímann hans. Refsing Schumachers var að ræsa aft- astur. Hann svaraði gagnrýninni með flottum akstri og náði að lokum fimmta sætinu. Hann er engu að síður nú 21 stigi á eftir Alonso í heildar- stigakeppninni en spænski heimsmeistarinn hélt forystunni allan tímann í gær. Juan Pablo Montoya á McLaren varð annar, David Coulthard á Red Bull þriðji og Rubens Barrichello náði fjórða sæti á Honda-bíl sínum. „Þetta var tilfinningaþrungin keppni,“ sagði Alonso sem til- einkaði Michelin-foringjanum, Edouard Michelin, sigurinn en hann lést á föstudag. „Kimi setti mikla pressu á mig og það má aldrei tapa einbeitingunni í Món- akó. Mig langaði mikið að sigra þessa keppni og það er mjög ljúft að hafa náð því markmiði.“ Kimi Raikkonen keyrði lengi vel ágætlega og tókst að setja pressu á Spánverjann en hann lauk síðan keppni þegar 28 hring- ir voru eftir en þá bilaði vélin í bíl hans. - hbg Fernando Alonso gerði engin mistök í Mónakó-kappakstrinum umdeilda í gær: Fyrsti sigur Fernando Alonso í Mónakó SIGURKOSSINN Það var sjálfur Albert prins sem afhenti Alonso verðlaunin í gær og Spán- verjinn kyssir hér bikarinn góða.FRÉTTABLAÐIÐ/AFP HANDBOLTI Þann 16. maí síðastlið- inn sendi handknattleiksdeild Fram frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að félagið myndi ekki framlengja samninginn við Egidi- jus Petkevicius, markvörð félags- ins til síðustu þriggja ára. Pet- kevicius segir við Fréttablaðið að honum hafi verið nokkuð brugðið við tíðindin enda hafi hann átt von á nýju samningstilboði. Hann seg- ist síðan hafa orðið mjög ósáttur þegar hann komst að því að Fram ætlaði að krefjast greiðslu fyrir sig og það frekar háa á íslenskan mælikvarða. „Það er satt að þeir eru að krefj- ast greiðslu fyrir mig og ég er alls ekki sáttur við það. Þeir greiddu ekkert fyrir mig er ég kom frá KA á sínum tíma og ég hef staðið við allt mitt gagnvart félaginu. Svo er samningurinn minn við félagið á enda en þrátt fyrir það eru þeir að biðja um peninga fyrir mig,“ sagði Petkevicius í samtali við Frétta- blaðið í gær frá Litháen þar sem hann er kominn í sumarfrí. „Fram er að biðja um hálfa milljón króna fyrir mig. Ég frétti það ekki frá þeim heldur sagði félag, sem ég er nánast búinn að semja við, mér frá því en þar sem þeir krefjast greiðslu getum við ekki gengið frá samningum. Þetta er fáránlegt. Ég bað Fram í kjölfarið um að fá eitt- hvað skriflegt sem staðfestir að ég sé laus allra mála en þeir neit- uðu og sögðust ætla að krefjast greiðslu fyrir mig.“ Flestir handboltamenn lands- ins eru með tvo samninga – leik- mannasamning og síðan launa- samning. Fram ákvað að framlengja ekki launasamning sinn við Petkevicius sem rennur út 1. júní næstkomandi en leik- mannasamningur hans við félagið rennur ekki út fyrr en í júní á næsta ári. Það fékkst staðfest á skrifstofu handknattleikssam- bandsins. HSÍ ætlast til að þessir samningar hafi sama gildistíma en vilji svo til að ekki sé sami gild- istími á samningunum þá gilda tímamörk launasamningsins að því er fram kemur í lögum og regl- um HSÍ. Verður því ekki annað séð en að Fram sé að brjóta lög og reglur HSÍ með því að krefjast greiðslu fyrir Petkevicius. Mark- vörðurinn gerir sér fulla grein fyrir þessu og er tilbúinn að fara alla leið með málið gerist þess þörf. „Ég mun fara með málið beint í Handknattleikssamband Evrópu ef Fram heldur þessu til streitu. Ég er einnig til í að berjast í dóm- sal ef á þarf að halda. Þessi fram- koma Framara minnir mig á hvern- ig hlutirnir fóru fram í mínu landi sem og í nágrannalöndunum en þar gekk oft ýmislegt á, get ég sagt þér. Nú sé ég að sömu hlutir geta líka gerst á Íslandi. Annars er ég bjartsýnn maður að eðlisfari og ég vonast til þess að málið leysist áður en til átaka kemur. Ég bíð núna þolinmóður til 1. júní og ef sama staða kemur upp á teningn- um þá þarf ég að gera eitthvað í málinu en ég vona svo innilega að þess komi ekki til,“ sagði Petkevic- ius sem býst einnig við því að leita ásjár HSÍ ef á þarf að halda. Petkevicius segist vilja halda áfram að spila á Íslandi en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins er hann búinn að ganga frá samn- ingi við HK og ku sá samningur bíða undirritunar. Ekki náðist í Kjartan Ragnars- son, formann handknattleiksdeild- ar Fram, í gær frekar en síðustu daga. henry@frettabladid.is Fram vill fá hálfa milljón króna fyrir samningslausan leikmann Litháíski markvörðurinn Egidijus Petkevicius er ekki par sáttur við fyrrum vinnuveitendur sína hjá Fram. Safamýrarliðið framlengdi ekki launasamningi við Petkevicius á dögunum en er þrátt fyrir það að rukka hálfa milljón króna fyrir leikmanninn. Markvörðurinn er tilbúinn að fara fyrir dómstóla með málið. SÚR OG SVEKKTUR Egidijus Petkevicius er ekki ánægður með framgöngu Framara í hans garð og er tilbúinn að berjast gegn félaginu fyrir dómstólum láti það ekki af kröfum um greiðslu fyrir sig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN > Birgir endaði vel Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson reif sig upp á lokahringnum á Áskorenda- mótiu í Marokkó og lék hringinn á 67 höggum eða 4 höggum undir pari. Birgir Leifur hafnaði því í 33.-36. sæti á mót- inu en hann lék þrjá mjög góða hringi á mótinu en sá fjórði fór illa með hann og sá til þess að hann komst ekki ofar en raun bar vitni að þessu sinni. Birgir Leifur var samtals á 8 höggum undir pari á mótinu en sigurvegarinn var á 19 höggum undir pari.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.