Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 29.05.2006, Blaðsíða 74
 29. maí 2006 MÁNUDAGUR34 HANDBOLTI Íslenska kvennalands- liðið í handbolta tapaði 23-28 fyrir Makedóníu í fyrri leik liðanna í umspili um laust sæti á Evrópu- mótinu sem fram fer í desember. Íslensku stelpurnar byrjuðu leik- inn illa og vörnin var alls ekki nægi- lega góð í upphafi leiks. Staðan var fljótlega orðin 3-7 en þá skoraði Ísland átta mörk gegn tveimur hjá Makedóníu og komst í fyrsta sinn yfir í leiknum 10-9 og hafði síðan 13-11 yfir í hálfleik. Ísland var á þessum kafla að spila mjög flottan handbolta og allt leit mjög vel út. Í seinni hálfleik datt síðan botninn úr leik íslenska liðsins. Sóknarleikurinn var fyrir- sjáanlegur og gestirnir refsuðu fyrir ónákvæmar sendingar. Hræðilegur seinni hálfleikur og erfitt verkefni sem bíður í Make- dóníu. „Ég er viðbjóðslega svekkt. Við vorum að spila frábæran handbolta í 35 mínútur þar sem við vorum að keyra á fullu og vissum hvað við áttum að gera. Svo veit ég eiginlega ekki hvað gerðist, ég skil þetta ekki. Það sást samt alveg að við eigum að geta unnið þetta lið ef við bara hlaupum í sextíu mínútur. Það verðum við að gera í seinni leikn- um,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir sem var markahæst í íslenska lið- inu með níu mörk. Makedónía náði því góðum fimm marka útisigri og það verður á brattann að sækja fyrir íslenska liðið en seinni leikurinn verður í Makedóníu eftir viku. „Þetta fór ansi illa. Við hættum að sækja á markið í seinni hálfleik og áttum margar misheppnaðar sendingar. Við sáum að við eigum heilmikið inni á móti þessu liði og stefnum á sigur í seinni hálfleik,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari íslenska liðsins. Frítt var inn á leikinn í boði VR en þrátt fyrir góðan stuðning náðu stelpurnar ekki að sýna sínar bestu hliðar. Ágústa Edda Björnsdóttir var næstmarkahæst í íslenska lið- inu með fimm mörk og þá var Berglind Hansdóttir í markinu allan leikinn og varði hún tuttugu skot. - egm Íslenska kvennalandsliðið tapaði með fimm mörkum gegn Makedóníu í gær: Botninn úr í seinni hálfleik HRAFNHILDUR STERK Hrafnhildur Skúladóttir átti bestan leik íslensku stúlknanna og skoraði níu góð mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Djibril Cisse, sóknarmað- ur Liverpool, segir að þrjú frönsk lið hafi áhuga á að fá sig, það er Lyon, Marseille og Paris Saint Germain. Framtíð Cisse á Anfield er í óvissu en hann hefur ekki náð að vinna sér fast sæti í liðinu. Rafa Benítez ætlar að fá nýtt blóð í sókn- ina og hefur þegar selt Fernando Morientes til Valencia. Cisse var næstum því farinn frá Liverpool í janúar en ákvað að vera áfram á Merseyside. Þessi fyrr- verandi leikmaður Auxerre vill ekki annað tímabil á bekknum og vonar að hans framtíð verði orðin ljós fyrir HM svo að hann geti hætt að hugsa um þessi mál. - egm Djibril Cisse, Liverpool: Þrjú frönsk lið á eftir Cisse AFTUR HEIM? Svo gæti farið að Cisse spili heima í Frakklandi næsta vetur. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Terry Venables segist ekki ætla að taka að sér knatt- spyrnustjórastöðuna hjá Middles- brough í ensku úrvalsdeildinni. „Ég held að tími minn sem knatt- spyrnustjóri í fullu starfi sé að baki,“ sagði Venables sem er 63 ára. Middlesbrough er að leita að stjóra í stað Steve McClaren sem mun taka við enska landsliðinu í sumar. Síðasta stjórastaða Venables var hjá Leeds United en þar var hann við stjórnvölinn í átta mán- uði en hætti í mars 2003. „Ástæð- an fyrir því að ég var svona lengi að gera upp hug minn er sú að ég hef sterkar tilfinningar til Midd- lesbrough,“ sagði Venables. Sagan segir að McLaren vilji fá Venables sem ráðgjafa þegar hann tekur við Englandi. - egm Þjálfaramál Middlesbrough: Venables tekur ekki við Boro NEI TAKK Venables ætlar ekki að taka við Middlesbrough. NORDICPHOTOS/AFP GOLF Fyrsta mót sumarsins á KB- bankamótaröðinni, Ostamótið, fór fram á Akranesi um helgina. Mikið gekk á fyrri daginn þegar vallar- metið féll meðal annars tvisvar. Mikil spenna var síðan í gær þegar seinni dagurinn fór fram. Eftir mikla baráttu fór svo að lokum að Magnús Lárusson úr GKJ hrósaði sigri en hann setti vallarmet á laugardag. Magnús lék seinni hringinn ekki jafn vel og þann fyrri en hann kom í hús í gær á 75 höggum eða þrem yfir pari. Lokaskor hans var því 3 undir pari. Stutt var í næstu menn sem voru Sigurpáll Geir Sveinsson úr GKJ og Sigmundur Einar Másson úr GKG en þeir luku báðir keppni á einu höggi undir pari. Það var Tinna Jóhannsdóttir úr GK sem sigraði í kvennaflokki en hún lauk keppni á 7 höggum yfir pari. Nína Björk Geirsdóttir úr GKJ varð önnur en hún lauk keppni á 9 höggum yfir pari. Þær léku báðar á 78 höggum í gær. Anna Lísa Jóhannsdóttir varð þriðja, ásamt Þórdísi Geirsdóttur, en Anna Lísa lék best allra stúlknanna í gær á 71 höggi. Anna var því aðeins einu höggi frá því að jafna vallarmetið á Garðavelli sem Ragnhildur Sigurðardóttir setti þar fyrir ári. - hbg Ostamótið á Akranesi: Tinna og Magn- ús sigruðu ANNA LÍSA Lék mjög vel í gær og var aðeins einu höggi frá því að jafna vallar- metið. Hún varð þrátt fyrir það að sætta sig við þriðja sætið í mótinu. FÓTBOLTI „Við vorum slakir, í fyrri hálfleik vorum við alveg hund- lélegir og við urðum okkur til skammar þá,“ sagði Guðlaugur Baldursson, þjálfari ÍBV, sem varð að sætta sig við annan tapleikinn í röð á heimavelli. Lið ÍBV hefur verið sterkt á Hásteins- velli í gegnum tíðina en völlurinn virðist ekki ætla að verða það vígi þetta árið. Víkingar mættu ákveðnari til leiks og Viktor Bjarki, sem var sjóðheitur í fram- línunni, kom þeim yfir strax á þriðju mínútu leiksins, hans þriðja mark á fjórum dögum. Víkingar voru nær því að bæta við marki í fyrri hálfleik en Eyja- menn að skora enda var framlín- an ansi bitlaus án Bo Henriksson sem meiddist í síðasta leik liðsins og verður frá í að minnsta kosti átta vikur. Guðlaugur, þjálfari ÍBV, náði hins vegar aðeins að vekja sína menn í hálfleik og Eyjapeyjar léku betur en náðu samt ekki að skapa sér nein góð marktæki- færi. Atli Jóhannsson komst næst því að skora en skot hans fór rétt fram hjá markinu. Þegar upp var staðið varð niðurstaðan 1-0 og verða það að teljast nokk- uð sanngjörn úrslit. „Ég ætla rétt að vona það að við séum komnir í gang núna. Við spiluðum ágæt- lega framan af þessum leik en duttum svo í það að halda þessu í lokin. Ég er hins vegar mjög sátt- ur við mína menn sem lögðu sig alla fram í dag,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, en kom eitthvað honum á óvart í leik Eyjaliðsins? „Í sjálfu sér ekki, þeir eru enn að rótera mikið og breyta liðinu. Það gerist þegar það gengur illa. Þeir eru með fína stráka en mér finnst þeir bara ekki vera að ná nógu vel saman. Þeir börðust samt eins og ljón og hefðu alveg getað jafnað þetta.“ „Við vorum eins og höfuðlaus her. Leikmenn mínir voru úti um allan völl og það vantaði allan þéttleika. Við héldum boltanum lítið og sköpuðum okkur ekki neitt. Mér fannst við líka slakir varnarlega og fyrri hálfleikurinn var bara hreint út sagt arfa- slakur. Það voru ákveðnir ljósir punktar í seinni hálfleiknum en samt alls ekki nógu gott,“ sagði Guðlaugur. - jiá Víkingar gerðu góða ferð til Eyja þar sem þeir lögðu slakt lið ÍBV á Hásteinsvelli: Leikur okkar í fyrri hálfleik var til skammar FÓTBOLTI „Þegar við spilum svona vinnur ekkert lið okkur.“ Þetta fullyrti Jónas Guðni Sævarsson, leikmaður Keflavíkinga, við Fréttablaðið eftir 3-0 sigurleik þeirra gegn KR í gær. Einhverjir kynnu að lesa hroka úr þessum orðum Jónasar en sannleikurinn er sá að hann hefur ýmislegt fyrir sér. Keflvíkingar spiluðu sinn besta leik í langan tíma og gjör- samlega völtuðu yfir heillum horfna KR-inga frá fyrstu mínútu, og er undirrituðum til efs að jafn- vel Íslandsmeistarar FH hefðu komist langt gegn heimamönnum í slíkum ham. Keflvíkingar byrjuðu með miklum látum og komust yfir strax á 2. mínútu. Markið skoraði Magnús Sverrir Þorsteinsson með góðu skoti úr teignum en arkitekt- inn var hinn færeyski Simun Samuelsen sem átti eftir að fara illa með varnarmenn KR í leikn- um. Markið gaf forsmekkinn að því sem koma skyldi því heimamenn stjórnuðu leiknum algjörlega. Flest færi Keflavíkur komu eftir að liðið hafði spilað sig glæsilega í gegnum vörn KR, en gestirnir voru alls ekki að spila vel, vörnin virkaði þung og sóknarleikurinn var alls ekki markviss. Annað var uppi á teningnum hinum megin á vellinum því fjór- menningarnir sem sóknarleikur Keflavíkur snýst allur um eru hver öðrum skemmtilegri. Magn- ús og Simun eru gríðarlega ógn- andi með hraða sínum og Guð- mundur Steinarsson, í nokkuð frjálsri stöðu framarlega á miðj- unni, sem og Daniel Servino á hægri vængnum, eru mjög útsjón- arsamir og með næmt auga fyrir spili. Vörn KR réð ekkert við þá félaga í gær. „Það er algjör draumur að hafa þessa menn í kringum sig. Hver hefur sinn eiginleika og þeir bæta hvor annan vel upp,“ sagði Jónas Guðni, einstaklega glaður í leiks- lok. „Þegar við látum boltann ganga svona standast fá lið okkur snúning. Það var yndislegt að spila þennan leik,“ bætti hann við. Servino bætti við öðru marki eftir 50 sekúndna leik í síðari hálf- leik og drap um leið allan neista í leik KR, þótt lítill hefði hann verið fyrir. Við tók algjör einstefna heimamanna sem hreinlega léku sér að KR-ingum á köflum. Samu- elsen kórónaði mjög góðan leik sinn með þriðja markinu á 82. mínútu og tryggði Keflvíkingum fyllilega verðskuldaðan og sann- gjarnan sigur. Það er í raun furðulegt að fylgj- ast með KR-liðinu. Eins og síðustu ár ríkir einhver ládeyða yfir liðinu sem ekki einu sinni Teitur Þórðar- son virðist finna lausn á en í gær virtist sem enginn hefði hreinlega áhuga á að vinna leikinn. 2-0 undir hefði maður haldið að liðið myndi sækja í síðari hálfleik, en svo var ekki. Þess í stað var hugmynda- leysið algjört. „Markmið KR fyrir þetta tíma- bil er að ná stöðugleika. Við byrj- uðum illa gegn FH en spilum vel á Skaganum skömmu síðar. Og nú steinliggjum við hér eftir ömur- legan leik. Við erum ekki að ná okkar markmiðum, það er ljóst,“ sagði fyrirliðinn Gunnlaugur Jóns- son, öskuvondur í leikslok. „Lið sem fær á sig mörk eftir mínútu í hvorum hálfleik er ekki tilbúið í leikinn. Það er einfaldlega málið - við vorum ekki tilbúnir.“ Stemningsleysi er hins vegar eitthvað sem Keflvíkinga skortir alls ekki. Liðið var gríðarlega þétt, greinilega í mjög góðu formi og með sömu spilamennsku í næstum leikjum bíður liðsins aðeins eitt – bullandi toppbarátta. vignir@frettabladid.is KR átti aldrei möguleika Keflvíkingar bókstaflega rúlluðu yfir KR-inga í Keflavík í gær og unnu stór- sigur, 3-0. Leikmenn Keflavíkur áttu frábæran dag en gestirnir að sama skapi skelfilegan og því þurfti ekki að spyrja að leikslokum. FRÁBÆR FÆREYINGUR Simun Samuelsen átti stórleik fyrir Keflavík i gær og fór oft illa með Kristinn Magnússon sem reynir hér að stöðva hann. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.