Fréttablaðið - 29.05.2006, Side 78
29. maí 2006 MÁNUDAGUR38
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Bandaríski húðflúrarinn Tattoo
Mike, sem hefur ferðast til 28
landa, er um þessar mundir stadd-
ur í Keflavík.
Mike hóf feril sinn í Kaliforníu
árið 1982 á Laguna Beach. Nokkru
síðar fékk hann starf hjá hinni
virtu Sunset Tattoo-stofu og eftir
tíu ára starf þar ákvað hann að
ferðast um heiminn. Á þessum
tíma hefur hann kannað hina ýmsu
stíla í húðflúrun enda þykir hann
afar fær í sínu fagi.
Mike kom til Íslands í fyrsta
sinn fyrir tveimur mánuðum til að
hitta vini sína sem búa á herstöð-
inni í Keflavík og líkar vel við land
og þjóð. „Ég vil endilega vera hér
lengur. Ég er ánægður með aðstöð-
una sem ég hef og konan mín er
einnig sátt,“ segir Mike.
Hann viðurkennir að hafa húð-
flúrað fræga einstaklinga en vill
síður nefna einhver nöfn. „Ég vil
ekki auglýsa það neitt, mér finnst
það ekki við hæfi. Fólki á að líka
við húðflúrin mín og ræða síðan
við mig eftir það. Það á ekki að
skipta máli hvort ég hafi húðflúr-
að einhverjar rokkstjörnur, en það
er rétt að ég hef húðflúrað tölu-
vert af frægu fólki,“ segir hann.
Mike er núna að vinna hjá Húð-
flúri & götun í Keflavík og vill
endilega hitta sem flesta og skilja
eftir listaverk sín á Íslendingum.
- fb
Rokkstjörnur meðal viðskiptavina
TATTOO MIKE Húðflúrarinn bandaríski
hefur ferðast vítt og breitt um heiminn
undanfarin ár.
HRÓSIÐ
...fær Sverrir Tynes fyrir að halda
aðdáendaklúbb Franks Zappa
gangandi en klúbburinn fagnar 20
ára afmæli sínu um þessar
mundir.
LÁRÉTT:
2 labbaði 6 kyrrð 8 hversu 9 illæri
11 sem 12 snaralur 14 ólgu 16 í röð
17 skjön 18 stansa 20 austfirðir 21
þekkja leið.
LÓÐRÉTT:
1 ármynni 3 skammstöfun 4 kvarta
5 ílát 7 óhamingja 10 flan 13 undir
þaki 15 hæfileiki 16 hæfileikamikill
19 bardagi.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 gekk, 6 ró, 8 hve, 9 óár, 11
er, 12 snari, 14 æsing, 16 fg, 17 ská, 18
æja, 20 af, 21 rata.
LÓÐRÉTT: 1 árós, 3 eh, 4 kveinka, 5
ker, 7 óánægja, 10 ras, 13 ris, 15 gáfa,
16 fær, 19 at.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Tökur standa nú yfir á annarri seríu af Latabæ í myndveri í Garðabæ.
Talsverðar mannabreytingar hafa orðið
á starfsliði við gerð þáttanna en það
hefur þó ekki komið að sök því Magnús
Scheving Latabæjarstjóri hefur góða
stjórn á málunum. Magnúsi og félögum
hefur meðal annars bæst
liðsauki í Sindra Páli
Kjartanssyni sem
tekið hefur við stöðu
aðstoðarleikstjóra. Sindri
Páll hefur unnið að gerð
fjölmargra þátta á Skjá
einum síðustu árin, til að
mynda Djúpu lauginni,
Johnny National og
Silvíu Nótt.
Fréttir af óheppilegu falli fegurðar-drottningarinnar Unnar Birnu Vil-
hjálmsdóttur á Broadway í síðustu viku
hafa verið á allra vörum. Unnur upplýsti
það í viðtali við Fréttablaðið að hún
hefði ekki slasast alvarlega en um tíma
var óttast um kórónu hennar. Unnur bar
við krýningu nýrrar Ungfrú Ísland sjálfa
alheimsfegurðarkórónuna. Talið var
að kórónan hefði laskast þegar Unnur
hrasaði á hálu gólfinu á Broadway og
var gripurinn þegar send-
ur í skoðun hjá fulltrúa
Miss World-keppninnar.
Umræddur fulltrúi fylgir
Unni eins og skugginn
á ferðum hennar til
að tryggja öryggi kór-
ónunnar. Sem betur
fór var kórónan í
fullkomnu lagi og
urðu ekki frekari
eftirmál af þessu.
Breytingar eru fyrir höndum hjá bókaútgáfunni Bjarti. Snæbjörn
Arngrímsson Bjartsleiðtogi er nýkominn
frá Ítalíu þar sem hann eyddi hluta af
feðraorlofi sínu. Frekari ferðalög eru fyr-
irhuguð hjá Snæbirni því hann ætlar að
flytjast til Danmerkur í haust. Eiginkona
Snæbjörns er dönsk og telja Bjartsmenn
tilvalið að Snæbjörn fylgi
eftir velgengni útgáfufélags
þeirra þar í landi, Hr. Ferd-
inand. Það félag hefur
gert það gott í Danmörku
og Noregi og ekki má
telja ólíklegt að næst
vilji Bjartsmenn
reyna fyrir sér í
Svíþjóð. Við rekstri
Bjarts á Íslandi
taka þær Guðrún
Vilmundardóttir
og Þorgerður Agla
Magnúsdóttir.
Fluguveiðitímabilið er í þann mund að
fara í gang, aðdáendum sportsins til
mikillar gleði.
Fjölmiðlamaðurinn Eggert Skúla-
son er mikill fluguveiðimaður og bíður
spenntur eftir komandi sumri.
„Stóri dagurinn er 1. júní þegar þeir
opna í Norðurá. Auðvitað er maður
kominn með fiðring í bak og fyrir og
maður er farinn að velta því fyrir sér
hvort maður geti ekki komið sér í veiði
1. eða 2. júní,“ segir Eggert.
„Það var metár í fyrra í laxinum og
urriðanum en bleikjan var aftur á móti
döpur. Einkunnin sem ég gef flugu-
veiðitímabilinu í ár er stórkostleg. Ég
hef reyndar sagt það um öll sumur til
þessa,“ segir hann í léttum dúr.
Aðspurður segir Eggert að þrír hlutir
þurfi að vera á hreinu fyrir hvern þann
sem ætli að gerast fluguveiðimaður.
„Það þarf fyrst og fremst þolinmæði,
dugnað og gleði. Ef þú ert með þetta
þrennt þá eru góður fluguveiðimaður.
Ég er sjálfur með fullt af gleði, lítið af
þolinmæði og telst alls ekki duglegur
en að öðru leyti er ég mjög góður flugu-
veiðimaður,“ segir hann.
Eggert segist eyða um það bil
tuttugu dögum á hverju sumri í flugu-
veiði. „Ég geri alltaf svakalega góða túra
í Laxá í Mývatnssveit á hverju vori þar
sem urriðinn er. Ég er einmitt að fara
þangað í byrjun júní.“
Eitthvað hefur verið um námskeið
í fluguveiði að undanförnu en Eggert
hefur hvergi komið nálægt þeim. „Ég
er í þessu stóra námskeiði sem heitir
lífið. Það er besta námskeiðið en það
er tímafrekt og maður útskrifast aldrei í
því.“ - fb
SÉRFRÆÐINGURINN FLUGUVEIÐIMAÐURINN EGGERT SKÚLASON
Kominn með fiðring í bak og fyrir
EGGERT SKÚLASON Fjölmiðlamaðurinn
Eggert Skúlason er spenntur fyrir komandi
fluguveiðitímabili.
Enginn ætti að þurfa að borða
aðkeyptar marineraðar kótilettur
og kartöflusalat úr boxi í sumar
því súperkokkurinn Völundur
Snær Völundarson ætlar að kenna
landanum að matreiða girnilegan
grillmat á Skjá einum. Þættirnir
sem nefnast Borðleggjandi með
Völla Snæ verða sýndir á fimmtu-
dagskvöldum og þannig geta
áhorfendur nælt sér í góðar hug-
myndir að grillpartíum helgarinn-
ar. Völli er sjónvarpsáhorfendum
að góðu kunnur þar sem hann
kenndi landanum að elda ýmsa
girnilega rétti á skjánum í fyrra. Í
ár ætlar hann eingöngu að ein-
beita sér að grillmat en þættirnir
eru allir teknir upp á Bahamaeyj-
um þar sem Völli býr og rekur
veitingastaðinn Ferry House.
„Þetta verða algjörir ævintýra-
þættir því auk þess að kenna fólki
að elda girnilega rétti þá förum
við í strandferðir, á kryddmark-
aði og sýnum áhorfendum stór-
kostlega náttúru Bahamaeyja,“
segir Völli sem nýtur dyggrar
aðstoðar frá félaga sínum Gunna
Chan eins og í fyrri þáttum.
Þættirnir eru mjög fjölbreyttir
og hráefnið sem lendir á grillinu
einnig, allt frá grænmeti og ávöxt-
um upp í hamborgara og kálfa-
kjöt. Í fyrsta þættinum læra
áhorfendur t.d. að grilla kjúkling í
bjórgufu og þegar líður á þátta-
röðina læra menn að grilla fersk-
an ananas með púðursykri og hun-
angi, svo eitthvað sé nefnt. „Það
er algjör misskilningur að fólk
verði að eiga eitthvað rosalega
flott og fansý gasgrill til þess að
búa til góðan grillmat. Í þættinum
grillum við t.d. eiginlega allt á
tunnugrilli með kolum,“ segir
Völli og bætir við að það séu litlu
brellurnar sem geri oft svo mikið
fyrir matseldina og það séu þær
sem hann ætli að kenna áhorfend-
um nóg af í sumar. Að hans sögn
er mikil grillmenning á Bahama-
eyjum og á veitingastað hans sé
boðið upp á töluvert af grillmat,
meðal annars tostadas, sem áhorf-
endur þáttanna munu læra að
gera, en það eru kryddpítsur.
Það hefur annars verið nóg að
gera á hjá Völla í vetur. Nýlega
var tökulið og leikarar vegna
kvikmyndanna Pirates of the
Caribbean 2 og 3 staddir á
Bahamaeyjum og voru þeir tíðir
gestir á veitingastað Völla. „Ég
held að allir hafi komið á staðinn
til mín nema Johnny Depp,“
segir Völli sem lofar girnilegu
sumri á skjánum.
snaefridur@frettabladid.is
VÖLUNDUR SNÆR VÖLUNDARSON: GIRNILEGAR UPPSKRIFTIR Á SKJÁNUM
Kennir Íslendingum
að grilla í sumar
GÓÐUR GRILLARI Völli Snær ætlar að kenna fólki að grilla á girnilegan hátt á Skjá einum í
sumar, meðal annars með því að búa til sínar eigin marineringar og sósur.
Ofurtala
1 5 10 29 31
1 13 19 38 39 41
24 40 5
7 3 7 6 2
0 8 6 6 1
24.5.2006
Einfaldur 1. vinningur
nk. laugardag
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
19
27.5.2006
Fjórfaldur
1. vinningur
nk. miðvikudag
Fyrsti vinningur gekk ekki út.
VEISTU SVARIÐ
svör við spurningum bls. 8
1 Fjallabyggð
2 Svanfríður Jónasdóttir
3 Kristján Jónasson