Fréttablaðið - 30.05.2006, Síða 2
2 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
�����������������������
�����������������������������������������������������������������
����
�����
�����
�
��� ��� ��
�������������� ���
��������������
�����
KOSNINGAR Eyþór Arnalds, fyrsti
maður á lista sjálfstæðismanna í
Árborg, mun stýra starfi flokksins
sem efsti maður á lista þótt hann
taki ekki sæti í bæjarstjórn fyrr en
hann hefur tekið út refsingu fyrir
ölvunarakstur. Lögregla handtók
Eyþór fyrir ölvunarakstur og fyrir
að yfirgefa slysstað aðfaranótt 14.
maí og hann hefur nú verið sviptur
ökuleyfi í 12 mánuði og gert að
greiða 150 þúsund krónur í sekt.
Lengd ökuleyfissviptingarinnar
gefur til kynna að áfengismagn í
blóði Eyþórs hafi mælst á bilinu 1,2
til 1,5 prómill, en það varðar við
fjársektir og ökuleyfissviptingu að
aka með yfir 0,5 prómill í blóði.
Eyþór ætlar ekki að taka sæti
í bæjarstjórn fyrr en hann hefur
endurheimt ökuleyfið að ári liðnu
en segist þó munu stýra flokksstarfi
Sjálfstæðisflokksins. „Ég stend að
fullu við yfirlýsinguna sem ég gaf
út fyrir tveimur vikum um að ég
taki mér frí frá bæjarstjórn á
meðan ég tek út refsinguna. Það
breytir því ekki að ég er rétt-
kjörinn efsti maður og vinn sem
slíkur með mínu fólki. Ég er
örugglega fyrsti stjórnmála-
maðurinn sem þarf ökuleyfi til
að sitja í bæjarstjórn á Íslandi.“
Þórunn Jóna Hauksdóttir,
sem skipar annað sætið á lista
Sjálfstæðismanna, segist munu
gegna oddvitastöðu flokksins á
bæjarstjórnarfundum þar til Eyþór
kemur þar inn.
Samkvæmt formanni kjör-
stjórnar í Árborg var talsvert um
það að Eyþór hafi verið strikaður
út af lista sjálfstæðismanna þótt
það hafi verið langt frá því að
breyta uppröðun list-
ans. Til þess hefðu 51
prósent kjósenda flokks-
ins þurft að strika nafn Eyþórs út.
Aðspurður segir Eyþór útstrik-
anirnar ekki hafa áhrif á framhald-
ið. Hann hafi hvatt fólk til að strika
sig út en haldi sæti sínu þrátt fyrir
það.
Eyþór mun fara í áfengismeð-
ferð í júní eins og hann hafði lofað
í yfirlýsingu sinni.
Samfylking, Vinstri hreyfingin -
grænt framboð og Framsókn fund-
uðu um myndun meirihlutasam-
starfs í gær og því bendir allt til
þess að Eyþór og félagar hans í
Sjálfstæðisflokknum muni sitja í
minnihluta bæjarstjórnar á næsta
kjörtímabili. stigur@frettabladid.is
Eyþór stýrir starfi
Sjálfstæðisflokksins
Eyþór Arnalds mun stýra starfi Sjálfstæðisflokksins í Árborg næstu tólf mánuði
þrátt fyrir að hann taki sér frí frá setu í bæjarstjórn þar til hann endurheimtir
ökuleyfi sitt. Hann segist með þessu standa fyllilega við fyrri yfirlýsingu sína.
fiJÓ‹VAKI
ODDVITAR Eyþór Arnalds segist stýra starfi sjálfstæðismanna í Árborg en
Þórunn Jóna Hauksdóttir segist verða oddviti á bæjarstjórnarfundum.
SPURNING DAGSINS
Ragnheiður, voru þetta
gúmmítékkar sem þú sendir
út?
„Nei alls ekki, þeir flögruðu upp.“
Fasteignaeigendur í Mosfellsbæ fengu
glaðning í formi endurgreiðsluávísunar frá
bænum undirritaða af bæjarstjóranum rétt
fyrir kosningar. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er
ennþá bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
HLUTABRÉF Úrvalsvísitalan hækk-
aði um 1,83 prósent í gær og stend-
ur í 5.649 stigum. Vísitalan hefur
ekki verið hærri í tæpar tvær
vikur. Hlutabréf Alfesca og
Straums hækkuðu mest eða um
4,2 prósent, Landsbankinn hækk-
aði um 3,7 prósent og Dagsbrún
um 3,6 prósent.
Mikil velta var á markaði, um
13,8 milljarðar króna, en þar af
voru ein viðskipti í TM upp á 10,4
milljarða króna. Á föstudaginn
var tilkynnt um kaup Blátjarnar,
félags í eigu Björgólfsfegða og
Sunds, á þriðjungshlut í TM og
fóru þau í gegnum viðskiptakerfið
í gær. - eþa
Kauphöll Íslands:
Hlutabréf
hækka á ný
Annar mannanna sem létust í
eldsvoðanum um borð í Akureyr-
inni EA-110 á laugardag hét Birg-
ir Bertelsen og bjó í Skessugili 9 á
Akureyri. Birgir var 27 ára gam-
all, ókvæntur og barnlaus.
Ekki er unnt að greina frá
nafni hins mannsins að svo
stöddu.
- sh
Akureyrin EA-110:
Lést í eldsvoða
LÖGREGLUMÁL Ung stúlka kærði
rúmlega þrítugan karlmann fyrir
nauðgun í heimahúsi í Vestmanna-
eyjum um helgina en rannsókn
málsins stendur enn yfir hjá lög-
reglu.
Var stúlkan við gleðskap ásamt
manninum aðfaranótt laugardags
þegar atvikið átti sér stað að sögn
stúlkunnar. Var maðurinn yfir-
heyrður strax í kjölfar þess að
kæra barst en látinn laus að þeim
loknum. Neitaði maðurinn sök og
stendur rannsókn enn yfir.
- aöe
Vestmannaeyjar:
Nauðgun kærð
STJÓRNMÁL „Iðnaðarnefnd var
gerð ómyndug í gær þegar breyt-
ingar á frumvarpi iðnaðarráð-
herra um byggðaþróun, tækni-
rannsóknir og nýsköpun voru
afgreiddar frá nefndinni,“ segir
Helgi Hjörvar, Samfylkingunni,
en hann á sæti í nefndinni. Alþingi
kemur saman í dag en störfum
þess var frestað vegna sveitar-
stjórnarkosninganna.
Einar Oddur Kristjánsson,
Sjálfstæðisflokki og varaformað-
ur nefndarinnar, kaus að sitja
ekki fundinn, en hann er andvíg-
ur frumvarpinu. „Á þingflokks-
fundi Sjálfstæðisflokksins (í gær)
var það mat ráðherra að afgreiða
yrði frumvarpið úr nefnd til þess
að stöðva ekki afgreiðslu annarra
mála í þinginu,“ segir Einar
Oddur. „Ég vék af þeim sökum út
á hliðarlínuna.“
Sigurður Kári Kristjánsson,
Sjálfstæðisflokknum, segir að
breytingar iðnaðarráðherra á
frumvarpinu séu til bóta. „Gert
er ráð fyrir skýrari stjórnsýslu-
legri aðgreiningu byggðamála og
tæknirannsókna, en auk þess
verða málefni byggðasjóðs end-
urskoðuð í nefnd sem skilar nið-
urstöðum árið 2008,“ segir Sig-
urður Kári.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er andstaðan síst minni
en áður við frumvarpið og óvíst
hvort það verður afgreitt sem lög
frá sumarþinginu, sem kemur
saman í dag. Þingið hefst á
umræðum um frumvarp mennta-
málaráðherra um breytingar á
rekstri Ríkisútvarpsins, en Sjálf-
stæðisflokkurinn leggur kapp á
að það verði afgreitt.
- jh
Frumvarp um nýsköpun afgreitt í skyndingu í gær:
Sumarþing hefst í dag
SJÓSLYS Eldurinn í Akureyrinni
EA-110 sem varð tveimur mönn-
um að bana á laugardag kviknaði
út frá rafmagni í ljósabekk í frí-
stundarými skipsins. Svo virðist
sem bilun hafi orðið í stjórnbún-
aði bekkjarins sem olli því að
eldur kviknaði. Bekkurinn bráðn-
aði í eldinum og við það mynduð-
ust eiturgufur sem líklega hafi
dregið mennina til dauða. Rann-
sókn á eldsupptökunum er lokið
að því er lögreglan í Hafnarfirði
hermir.
Samkvæmt upplýsingum frá
Samherja munu sjópróf fara fram
í Héraðsdómi Reykjaness á næstu
dögum. - sh
Eldurinn í Akureyrinni:
Kviknaði í út
frá ljósabekk
KOSNINGAR Hlutur kvenna í sveit-
arstjórnum landsins jókst í nýaf-
stöðnum kosningum um tæp fjög-
ur prósent frá kosningunum árið
2002. Í dag er hlutfall kvenna í
sveitarstjórnum komið í 35,9 pró-
sent. Þetta hlutfall hefur farið
hækkandi jafnt og þétt síðustu
áratugi. Silja Bára Ómarsdóttir,
sviðsstjóri Jafnréttisstofu, segir
að áberandi mikil fjölgun hafi
verið árið 1978, í fyrstu kosning-
unum eftir Kvennafrídaginn, og
svo aftur árið 1982, eftir að Vigdís
Finnbogadóttir varð forseti.
Jafnréttisstofa fagnar þessari
þróun og telur nauðsynlegt að
sambærileg kynjahlutföll verði í
nefndum, stjórnum og ráðum á
vegum sveitarfélaganna. „Þó hlut-
ur kvenna sé að aukast í sveitar-
stjórnum er það ekki að skila sér
jafn vel í nefndarhlutföllum. Það á
sérstaklega við málaflokka á borð
við skipulagsmál og fjármál.
Þarna viljum við sjá breytingu,“
segir Silja.
Jafnréttisstofa minnir á að
öllum sveitarstjórnum ber skylda
til að fela nefnd á vegum sveitar-
félagsins umsjón með jafnréttis-
málum á kjörtímabilinu. Sveitar-
félög eiga samkvæmt lögum að
vera komin með jafnréttisáætlun
innan árs frá kosningum.
Jafnréttisstofa mun í haust
halda námskeið um jafnréttisstarf
á þeim vettvangi fyrir nefndar-
menn. - sdg
Jafnréttisstofa fagnar auknum hlut kvenna í sveitarstjórnarkosningum:
Konum fjölgar um 4 prósent
SILJA BÁRA ÓMARSDÓTTIR, SVIÐSSTJÓRI
JAFNRÉTTISSTOFU Nokkuð vantar upp á að
sveitarfélög framfylgi lögum um að koma
sér upp jafnréttisáætlun. FRÉTTABLAÐIÐ/KK
KOSNINGAR Í gær sleit Samfylk-
ingin meirihlutaviðræðum við
vinstri græna og L-lista en þessir
þrír flokkar sátu saman í minni-
hluta á seinasta kjörtímabili.
„Þegar leið á viðræðurnar varð
okkur ljóst að þessi meirihluti
þriggja flokka yrði of veikur til
að geta gengið til þeirra verka í
bænum sem til þarf,“ sagði Her-
mann Jón Tómasson, oddviti Sam-
fylkingarinnar.
Eftir að slitnaði upp úr viðræð-
unum hafði Samfylkingin sam-
band við Sjálfstæðisflokkinn og
munu viðræður þeirra á milli
hefjast í dag. - sdg
Þreifingar á Akureyri:
S-listi og D-listi
hefja viðræður
FINNLAND Lögregla í finnska
bænum Borgå, um 50 km austur af
Helsinki, sagði í gær að grunur
léki á að íkveikja hafi valdið elds-
voða, sem í fyrrinótt olli alvarleg-
um skemmdum á dómkirkjunni
sem þar hefur staðið frá miðöld-
um.
Talsmenn lögreglunnar tjáðu
Hufvudstadsbladet að eldurinn
hefði kviknað utan við kirkjuna.
Rannsókn stendur enn yfir.
Kirkjan er ein elsta bygging
Finnlands, að hluta frá 13. öld.
Hún er einnig söguleg fyrir þær
sakir að árið 1809 hýsti hún þing
þar sem Rússakeisari féllst á að
Finnland héldi undir hans stjórn
trú og stjórnskipan þeirri sem
hefð hafði skapast fyrir í þau 700
ár sem landið heyrði undir Svía-
konung. Kirkjan er fjölsótt af
ferðamönnum og vinsæl til gift-
inga. - aa
Eldsvoði í fornri finnskri kirkju:
Grunur leikur
á íkveikju
DÓMKIRKJAN Í BORGÅ Þakið brann af einni
elstu kirkju Finnlands í fyrrinótt.
Meirihlutaviðræður Samfylkingin,
Framsóknarflokkurinn og vinstri grænir
eiga í viðræðum um meirihlutasamstarf
í Árborg. Tveir fyrrnefndu flokkarnir sátu
saman í meirihluta á seinasta kjörtíma-
bili. Vinstri grænir voru ekki með mann
inni seinast en fengu einn fulltrúa nú.
ÁRBORG