Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 4

Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 4
4 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 15 GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 29.05 2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 72,43 72,77 Sterlingspund 134,91 135,57 Evra 92,40 92,92 Dönsk króna 12,392 12,464 Norsk króna 11,814 11,884 Sænsk króna 9,936 9,994 Japanskt jen 0,6448 0,6486 SDR 107.66 108,3 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 127,9537 KÓPAVOGUR Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn halda áfram meirihlutasamstarfi í Kópavogi. Gunnar I. Birgisson, oddviti Sjálf- stæðisflokks, verður bæjarstjóri og hættir á þingi. Ómar Stefáns- son, oddviti Framsóknarflokks, verður forseti bæjarráðs. Samkomulag flokkanna náðist seint á mánudagskvöldið og verð- ur málefnasamningurinn lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna annað kvöld. Ómar Stefánsson á von á því að afgreiðslan verði snögg og fundurinn frekar stuttur. Skipting embætta og nefnda- skipan flokkanna er svipuð og verið hefur. Samkomulag er um skipti á formennsku í tveimur stórum nefndum. Framsóknar- flokkurinn fær formennsku í skipulagsnefnd og skólanefnd og Sjálfstæðisflokkurinn fær í stað- inn formennsku í félagsmálaráði og íþrótta- og tómstundaráði. Gunnar I. Birgisson verður bæjarstjóri Kópavogs næstu fjög- ur árin og er þar með hættur á þingi og í landsmálunum, í bili að minnsta kosti. „Það fellur betur að mínu skapi að vera bæjarstjóri. Ég vil sjá hlutina gerast,“ segir hann en útilokar ekki að fara í landsmálin síðar. Gríðarleg óánægja er meðal samfylkingarfólks og vinstri grænna með framkomu framsókn- armanna síðustu daga. Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylking- arinnar, segir meirihlutamyndun- ina mikil vonbrigði. Vonir hafi staðið til að hægt yrði að mynda meirihluta Samfylkingar, Fram- sóknarflokks og Vinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs. „Við leituðum allra leiða til að ná fundi Ómars Stefánssonar með það að markmiði að ræða meiri- hlutasamstarf. Hann vildi ekki hitta okkur en óskaði eftir skrif- legu tilboði með hugsanlegri skipt- ingu í embætti og spurði hvort við værum tilbúin til að gefa þeim eftir bæjarstjórastólinn. Við höfn- um alfarið slíkum vinnubrögð- um,“ segir Guðríður. Ómar segir að samstarfið við sjálfstæðismenn hafi verið far- sælt og framsóknarmenn séu sátt- ir við að halda því áfram. Hann segist aldrei hafa óskað eftir skrif- legu tilboði frá Samfylkingunni. „Ég er oddviti framsóknarmanna. Ég stýri þessum viðræðum. Ég fór aldrei fram á neitt skriflegt tilboð frá Samfylkingunni. Samfylkingin er bara að reyna að búa sér til stöðu til að halda sér í fjölmiðl- um.“ ghs@frettabladid.is Gunnar verður áfram bæjarstjóri Framsóknarmenn og sjálfstæðismenn halda áfram meirihlutasamstarfi í Kópavogi og verður málefnasamningur lagður fyrir fundi flokkanna annað kvöld. Gunnar I. Birgisson hættir á þingi og verður bæjarstjóri í Kópavogi. GUNNAR I. BIRGISSON Bæjarstjórinn í Kópavogi næstu fjögur árin, Gunnar I. Birgisson, hættir nú alfarið á þingi en hann sat á þingi þangað til hann settist í stól bæjarstjóra á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/XXX KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkurinn myndar nýjan meirihluta í Hvera- gerði með fjóra bæjarfulltrúa. A- listi Framsóknarflokks, Samfylk- ingar og óflokksbundinna, sem sátu í meirihluta, fékk þrjá bæjar- fulltrúa. Að sögn Aldísar Hafsteinsdótt- ur, oddvita D-lista, hefur nýi meiri- hlutinn ekki hist formlega. Aldís segir að núverandi bæjarstjóri, Orri Hlöðversson, hafi lýst yfir í aðdraganda kosninganna að hann yrði bæjarstjóraefni A-listans. „Orri var kallaður til af A-lista á sínum tíma og því eðlilegt að með nýjum mönnum verði skipt um þá stöðu.“ - sdg Meirihluti D-lista í Hveragerði: Nýr bæjarstjóri verður ráðinn JARÐSKJÁLFTI Jarðskjálfti, tæp þrjú stig á Richter, mældist snemma í gærmorgun á Hellisheiði um fjóra kílómetra norðvestur af Hvera- gerði. Um 40 minni skjálftar fylgdu í kjölfarið en að sögn jarð- skjálftafræðings á Veðurstofunni var hrinunni lokið skömmu síðar. Jarðskjálftar á þessu svæði vekja upp spurningar um öryggi Hellisheiðarvirkjunar en að sögn Guðmundar Þóroddssonar, for- stjóra Orkuveitunnar, mun sú virkjun geta staðið af sér jarð- skjálfta allt upp í 7 á Richter og því segir hann ekkert að óttast. - sh Skjálftahrina á Hellisheiði: Stærsti skjálfti tæp 3 stig HELLISHEIÐARVIRKJUN Forstjóri Orkuveitunnar segir virkjunina geta staðið af sér skjálfta upp á 7 á Richter. KOSNINGAR Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, heldur embættinu í meirihlutasamtarfi sjálfstæðis- og framsóknarmanna á næsta kjörtímabili. Í-listinn myndar minnihlutann. Framsóknarmenn höfðu gert kröfu um ópólitískan bæjarstjóra, en létu undan. „Ég lít svo á að íbú- arnir hafi viljað það, því við feng- um átta prósenta fylgisaukningu,“ segir Halldór. Fulltrúi framsókn- armanna, Guðni Geir Jóhannes- son, verður formaður bæjarráðs. Flokkarnir tveir ætla að undir- rita meirihlutasamning á föstu- daginn. Framsóknarflokkurinn mun fara með nefndarformennsku í umhverfisnefnd, atvinnumála- nefnd, hafnarstjórn og hjúkrunar- heimilisnefnd. Sjálfstæðisflokkur- inn mun fara fyrir fræðslunefnd, menningarmálanefnd, félagsmála- nefnd, landbúnaðarnefnd, íþrótta- og tómstundanefnd, barnavernd- arnefnd, byggingarnefnd GÍ og starfshópi um tölvumál. Um aðrar nefndir verður samið hverju sinni. Sjálfstæðisflokknum hafði verið spáð fylgistapi á Ísafirði í könnunum: „Við unnum hins vegar sleitulaust og af tvöföldum krafti þegar við heyrðum niðurstöðu kannananna,“ segir Guðni Geir og bætir við að á opnum fundum hafi sterk staða flokksins umfram Í- listann orðið kjósendum ljós. - gag Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn í meirihluta á Ísafirði: Allt óbreytt hjá bæjarstjóra HALLDÓR HALLDÓRSSON Bæjarstjórinn segir fylgisaukningu við Sjálfstæðisflokksins hafa tryggt honum bæjarstjórnarstólinn. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA ÍTALÍA, AP Flokkabandalag vinstri- og miðjuflokka, sem stendur að rík- isstjórn Romanos Prodi á Ítalíu, hélt meirihluta í borgarstjórnum Rómar, Tórínó, Napolí og fleiri borgum landsins í sveitarstjórnarkosning- um í gær, en í Mílanó, sem lengi hefur verið eitt helsta vígi hægri- manna, var það mjótt á mununum að erfitt var að segja fyrir um úrslit á grundvelli fyrstu talna. Piero Fassino, leiðtogi stærsta flokksins í mið- og vinstriflokka- bandalaginu sagði úrslitin „almenn- an sigur fyrir miðju- og vinstri- menn, en vonir Berlusconis um uppreisn æru brustu.“ Hægriflokka- bandalag Berlusconis tapaði naumt í þingkosningunum í apríl. - aa Kosið til borgarstjórna á Ítalíu: Vinstriflokkar höfðu betur ATKVÆÐI TALIN Frá talningu atkvæða í Róm í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, AP Kol hafa hlutverki að gegna við að mæta framtíðarorku- þörf Evrópu, að því gefnu að ný tækni geri það mögulegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda við brennslu þeirra. Þetta sagði Andris Piebalgs, sem fer með orku- mál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, á ráðstefnu í Gliwice (Gleiwitz) í Póllandi. Benti hann á að nægar birgðir væru af kolum í jörðu í Evrópu og nægilegt framboð því tryggt, ólíkt olíu og jarðgasi sem að mestu er flutt inn frá fjarlægari svæðum. Sem stendur kemur um þriðjungur allrar raforkuframleiðslu í ESB úr kolaorkuverum. - aa Orkumál í Evrópu: Kolin gegna sínu hlutverki BRUSSEL, AP Milo Djukanovic, for- sætisráðherra Svartfjallalands, sagðist í gær vongóður um að land sitt væri á góðri leið með að geta hafið viðræður um aðild að Evr- ópusambandinu, eftir að Svartfell- ingar samþykktu í þjóðaratkvæða- greiðslu í liðinni viku að slíta ríkjasambandi við Serbíu. Að svo stöddu vildi hann þó ekki nefna hvenær hann teldi raunhæft að ætla að af inngöngu landsins í ESB gæti orðið. En í fyrstu utan- landsferð sinni eftir sjálfstæðisat- kvæðagreiðsluna, sem lá í höfuð- stöðvar ESB í Brussel, áréttaði hann að það væri markmið Svart- fellinga að fá sem fyrst aðild að sambandinu. - aa Svartfjallaland: Stefnan sett á ESB-aðild

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.