Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 6
6 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR
����������
���������������������� ��������������������������
�������������������������������
���������������������������
��������������������������
KJÖRKASSI
Fylgdistu með talningu atkvæða
fram eftir nóttu í sveitarstjórnar-
kosningunum?
Já 71%
Nei 29%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Ertu ánægð(ur) með nýja borgar-
stjórann í Reykjavík?
Segðu þína skoðun á visir.is
KOSNINGAR Úrslit kosninganna í
Hornafirði voru þau að meiri-
hluti Framsóknarflokks og Sjálf-
stæðisflokks hélt. Þrátt fyrir það
eru framsóknarmenn nú í við-
ræðum við Samfylkinguna um
myndun nýs meirihluta.
Reynir Arnarson, oddviti
Framsóknarflokksins, segir ekk-
ert út á meirihlutasamstarfið
með Sjálfstæðisflokknum að
setja. „En það var bara ákveðið
að fara þessa leið.“
Halldóra B. Jónsdóttir, oddviti
Sjálfstæðisflokks, er hissa á þess-
um vinnubrögðum fyrrverandi
samstarfsflokksins og segist ekk-
ert hafa heyrt frá Reyni þrátt
fyrir að hafa reynt að ná sam-
bandi við hann.
- sdg
Meirihlutinn hélt á Hornafirði:
Leitað út fyrir
meirihlutann
REYKJAVÍK Sjálfstæðismenn komu
öllum á óvart og slitu skyndilega
viðræðum við frjálslynda eftir
hádegið í gær. Ólafur F. Magnús-
son, oddviti Frjálslynda flokksins,
talaði um vonbrigði og var myrkur
í máli yfir skugga sem hann taldi
að hefði borið á farsæl samskipti
þeirra Vilhjálms í borgarstjórn í
16 ár.
Atburðarásin var hröð. Þrír
efstu menn Sjálfstæðisflokksins
hittu efstu menn Frjálslynda
flokksins í fyrrakvöld og var boð-
aður fundur aftur strax eftir
hádegið í gær. Frjálslyndir notuðu
morguninn til að undirbúa viðræð-
urnar og biðu svo eftir Vilhjálmi.
Um tvö hringdi Vilhjálmur og
afboðaði fundinn. Ástæðan? Ekki
væri grundvöllur fyrir meirihluta-
samstarfi, frjálslyndir væru of
ósveigjanlegir í flugvallarmálinu.
Vilhjálmur sagði á blaðamanna-
fundi í gær að „alvöruviðræður“
við framsóknarmenn hefðu hafist
eftir að viðræðum við frjálslynda
var slitið. Þeir Björn Ingi hefðu
hinsvegar verið búnir að ræða
saman áður. „Þegar flokkar hljóta
ekki hreinan meirihluta þá þurfa
menn að tala saman. Það höfum
við verið að gera,“ sagði Vilhjálm-
ur.
„Það fannst einfaldlega ekki
nægilega mikill samhljómur með
frjálslyndum. Það er mjög mikil-
vægt þegar nýr meirihluti er
myndaður að þar ríki gagnkvæmt
traust, áhugi og vilji til þess að
ráðast í framkvæmdir og vinna
vel. Ég treysti Birni Inga fullkom-
lega til að leiða þann vaska hóp
sem tekur við stjórn borgarinnar í
byrjun júní,“ sagði Vilhjálmur.
„Ég held að Framsóknarflokk-
urinn hafi haft einstakt tækifæri
til að stíga út úr skugga Sjálfstæð-
isflokksins, gríðarleg pólitísk
tækifæri til að endurnýja sig og
laða fólk til fylgis við sig á ný í
samstarfi fjögurra flokka í staðinn
fyrir að vera áfram í gamalkunnu
hjólfari,“ sagði Dagur B. Eggerts-
son, oddviti Samfylkingarinnar.
„Ég er hissa á því að frambjóð-
andinn ungi hjá B-listanum sem
talaði af bjartsýni og einlægni
framan í sjónvarpsmyndavélarnar
sé orðinn áttundi maður Sjálfstæð-
isflokksins,“ sagði Svandís Svav-
arsdóttir, oddviti vinstri grænna.
„Ef endurreisn flokksins felst í því
að læsa sig fastar saman við Sjálf-
stæðisflokkinn þá skil ég ekki
þeirra pólitíska nef. Það er spurn-
ing hvort það sé verið að bjarga
ríkisstjórninni.“
ghs@frettabladid.is
Samhljóm vantaði
hjá frjálslyndum
Sjálfstæðismenn komu frjálslyndum að óvörum þegar þeir afboðuðu skyndi-
lega meirihlutaviðræður í gær. Oddviti frjálslyndra talaði um vonbrigði en
oddviti sjálfstæðismanna taldi samhljóm hafa vantað.
MEÐAN ALLT LÉK Í LYNDI Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna, sleit viðræðum við Ólaf F. Magnússon, oddvita frjálslyndra,
skyndilega eftir hádegið í gær. Nokkrum stundum síðar var hann búinn að semja við framsóknarmenn um myndun meirihluta í borginni.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
KOSNINGAR Geir H. Haarde, for-
maður Sjálfstæðisflokksins, seg-
ist fagna því að búið sé að mynda
meirihluta í Reykjavík. „Ég tel að
Vilhjálmur verði góður borgar-
stjóri og að þetta verði styrkur og
samheldinn meirihluti.“
Geir segir alla möguleika hafa
verið opna og ljóst að þegar við-
ræður við Frjálslynda flokkinn
gengu ekki upp þá hafi þetta verið
það næsta í stöðunni. „Ég hef fulla
trú á því að þetta verði farsælt og
gott samstarf Sjálfstæðisflokks-
ins og Framsóknarflokksins í
borginni.“
Halldóri Ásgrímssyni, for-
manni Framsóknarflokksins, líst
vel á samstarf síns flokks og Sjálf-
stæðisflokks í borgarstjórn.
„Ég tel að það sé sjálfsögð
skylda að taka þátt í stjórn borgar-
innar. Það lá fyrir að samstarf með
öðrum gekk ekki upp eftir að það
hafði verið prófað. Björn Ingi er
mjög öflugur maður sem á eftir að
reynast borgarbúum vel,“ segir
Halldór. Margir framsóknarmenn
hafi lengi komið að stjórn borgar-
innar, þar á meðal Björn Ingi.
Hann segir algjörlega út í hött
að samstarfið í borgarstjórn hafi
að einhverju leyti tengst afgreiðslu
frumvarps Valgerðar Sverrisdótt-
ur úr iðnaðarnefnd í gær eins og
Katrín Júlíusdóttir gaf í skyn.
„Það er fráleitt að láta sér detta
það í hug að málefnum ríkisstjórn-
ar og borgarinnar sé blandað
saman með þessum hætti.“ - bg/sdg
Formennirnir ánægðir með myndun nýs meirihluta í borginni:
Eru bjartsýnir á samstarfið
ALÞINGI Gunnar I. Birgisson, bæj-
arstjóri í Kópavogi og þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst
yfir að hann muni
segja af sér þing-
mennsku.
Sigurrós Þor-
grímsdóttir, fyrsti
varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks-
ins í suðvestur-
kjördæmi, mun
taka við sæti
Gunnars og koma
inn sem aðalmaður.
Sigurrós hefur setið sem
varamaður fyrir Gunnar frá því
hann tók sér leyfi frá þingmennsku
1. október síðastliðinn til að sinna
bæjarstjórastöðu í Kópavogi.
- sdg
Segir af sér þingmennsku:
Sigurrós tekur
við af Gunnari
LÖGREGLA Þrír karlmenn voru á
laugardag úrskurðaðir í gæslu-
varðhald til föstudags grunaðir
um hrottalegar misþyrmingar í
húsi á Akureyri síðastliðinn
fimmtudag, þar sem meðal ann-
ars var klippt framan af fingri
manns með garðklippum.
Mennirnir hafa komið áður við
sögu ofbeldismála, samkvæmt
upplýsingum Fréttablaðsins.
Lögreglan á Akureyri óskaði
eftir gæsluvarðhaldi yfir mönn-
unum til þriðjudagsins 6. maí en
Héraðsdómur Norðurlands eystra
úrskurðaði sem fyrr segir að þeir
skyldu hafðir í varðhaldi til föstu-
dags. - sh
Klipptu fingur á Akureyri:
Sæta varðhaldi
til föstudags
SIGURRÓS
ÞORGRÍMSDÓTTIR
KOSNINGAR Samfylkingin bíður
átekta á meðan Vinstri hreyfingin
- grænt framboð, Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsókn eru í viðræðum
um meirihlutasamstarf á Dalvík.
Svanfríður Jónasdóttir, efsti
maður á lista Samfylkingarinnar
sem hlaut 42 prósent atkvæða,
segir ekki annað hægt en að bíða
eftir niðurstöðu viðræðna flokk-
anna þriggja. Vinstri grænir hafi
þegar svikið stærsta kosningalof-
orð sitt um að starfa ekki með
hinum flokkunum tveimur.
Svanfríður segir að hún vilji
engu svara um hvort Samfylkingin
sé tilbúin að starfa með
fulltrúa vinstri grænna,
Jóhanni Ólafssyni, hætti
hann við samstarfið við
hina: „Þegar hlutirnir æxl-
ast svona strax eftir kosn-
ingar og menn fara út í
svona viðræður eins og
þarna eru í gangi kemur
upp algerlega ný staða.“
Hlutir hafi gerst sem hún,
ásamt hinum tveimur full-
trúum Samfylkingarinn-
ar, þurfi að meta vandlega.
Jóhann segir viðræðurnar á
byrjunarstigi. Ekkert sé fast í
hendi og engin kosningar-
loforð verið svikin.
„Okkar stefnuskrá
miðar að því að auglýsa
eftir bæjarstjóra. Við
stöndum við það loforð.
Svanfríður byrjaði á að
leita til framsóknarmanna
um meirihlutasamstarf,
þannig að við vorum ekki
fyrsti kostur í hennar
samstarfi,“ segir Jóhann
og bætir við: „Okkur buð-
ust viðræðurnar og fannst sjálf-
sagt að kanna þær.“
- gag
Þrír flokkar reyna að koma sér saman um samstarf á Dalvík:
Samfylking ein í andstöðu
SVANFRÍÐUR JÓNAS-
DÓTTIR
FORMENNIRNIR Geir og Halldór eru ánægð-
ir með samstarf sinna manna í Reykjavík.