Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 30.05.2006, Qupperneq 8
8 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR ��������������������������������������������������������������������������������������� ��������������������� ���������� ������������ �������� ��������� �������� �������� �������� �������� ����������������� �������� ����������� �������� ������������������������������ ������������������������������� ��������������������������������������������������� ������������� ���������������������������������������� �������������������������������������� �������� ���������������������������������������������� �������������������������������������������������� ������������������������������ �������������������� ������������������������� ������������������������������ �������������������� BRETLAND Mannréttindasamtök á Bretlandi telja að börnum hafi verið haldið í Guantanamo-fangabúðum Bandaríkjahers á Kúbu. Breska blaðið Independent on Sunday greindi svo frá á sunnudag. Staðhæfa samtökin að allt að sextíu börn undir átján ára aldri hafi verið vistuð í búðunum og vísa því til staðfestingar á gögn banda- ríska landvarnaráðuneytisins sem opinberaði nöfn fanganna í síðasta mánuði. Segir lögfræðingur sam- takanna að ungmenni hafi sætt löngum yfirheyrslum og jafnvel pyntingum í fangelsinu, og til að mynda hafi einum fanganna ungu verið brigslað um þátttöku í sprengjutilræðinu í Lundúnum í fyrra þegar pilturinn var aðeins tólf ára gamall og búsettur í for- eldrahúsum í Sádi-Arabíu. Stutt er síðan Goldsmith lávarð- ur, lögfræðilegur ráðunautur bresku stjórnarinnar, skoraði á rík- isstjórn Bandaríkjanna að loka fangelsinu. Á nýlegri ráðstefnu um hryðjuverk áréttaði hann að stund- um væri þörf á sveigjanleika og takmörkun réttinda. Hins vegar væru ákveðnar reglur sem ekki þyldu neinar málamiðlanir og ein þeirra væri réttur manna til sann- gjarnar málsmeðferðar. - khh Bresk samtök segja börn í haldi í Guantanamo: Sakaðir um að pynta börn FANGABÚÐIR Úr bandarísku fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Stefnt er að því að hágæsluþjónustu verði komið á á Barnaspítala Hringsins seint í sumar eða í haust, að sögn Ragn- heiðar Sigurðardóttur, deildar- stjóra á vökudeild spítalans. Starfshópur hefur unnið að undirbúningi og skipulagningu hágæsluþjónustunnar. Auglýst hefur verið eftir starfsfólki til að taka þátt í þróun hennar og hefja þjálfun fyrir starfið sem fyrst. Ragnheiður segir töluverð við- brögð hafa verið við auglýsing- unum, bæði utan úr bæ og af spít- alanum. „Ég get ekki upplýst um hve mörg stöðugildi það eru á þessari stundu.“ segir hún. Fram hefur komið að ráða þarf tvær vakta- línur hjúkrunarfræðinga, sem svarar 8-10 stöðugildum. Hágæsla felst í nákvæmu eftir- liti með mjög veikum sem þó eru ekki í öndunarvél. Þurfi sjúk- lingur í öndunarvél er hann flutt- ur yfir á gjörgæslu, að sögn Ragnheiðar. Svo sem kunnugt er gáfu Jóhannes Jónsson í Bónus, Jón Ásgeir Jóhannesson og Kristín Jóhannesdóttir 300 milljónir til verkefnisins fyrir nokkru og verður upphæðin greidd í áföng- Auglýst eftir hjúkrunarfræðingum á Barnaspítalann: Hágæslu verður komið á í haust BARNASPÍTALINN Starfshópur hefur unnið að undirbúningi og skipulagningu hágæslu- þjónustunnar á barnaspítala Hringsins. LÖGREGLA Lögreglan í Reykjavík handtók aðfaranótt laugardags mann sem ók á 140 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkunni þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Maðurinn var ekki á því að hlýða fyrirmælum og stöðva bílinn held- ur flúði undan lögreglu og náðist loks eftir æsilegan eltingaleik á Suðurlandsbraut við Langholtsveg. Við leit á manninum fannst nokkuð af amfetamíni og kókaíni. Maðurinn ók fimm sinnum yfir á rauðu ljósi á meðan á eltingaleikn- um stóð og má eiga von á ökuleyfis- sviptingu og háum fjársektum. - sh Maður flúði undan lögreglu: Með fíkniefni á ofsahraða Kosningaúrslit 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Meirihlutinn hélt velli Í Rangárþingi ytra voru 1.027 á kjörskrá og þar af greiddi 851 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 22. B-listi Framsóknarflokks hlaut 357 atkvæði og þrjá menn kjörna, D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 428 atkvæði og fjóra menn kjörna og K-listi almennra íbúa hlaut 66 atkvæði og engan mann kjörinn. Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta sínum frá 2002. RANGÁRÞING YTRA Sjálfstæðisflokkur vann Í Mýrdalshreppi voru 377 á kjörskrá og þar af greiddu 323 atkvæði. Auðir seðlar og ógildir voru 21. B-listi Framsóknarflokks hlaut 144 atkvæði og tvo menn kjörna og D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 179 atkvæði og þrjá menn kjörna. D- listi Sjálfstæðisflokks nær þar með meirhluta en D, B, og K-listi hafa starfað saman síðan 2002. MÝRDALSHREPPUR Sjálfstæðismenn unnu Í Tálknafirði voru 194 á kjörskrá og þar af greiddu 169 atkvæði. Átta seðlar reyndust auðir og ógildir. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut 105 atkvæði og þrjá menn kjörna og T-listi Tálknafjarðarlistans hlaut 64 atkvæði og tvo menn kjörna. Óbundin kosning var í sveitarfélaginu 2002. TÁLKNAFJÖRÐUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI VON UM FRELSI Fangar halda í girðingu á bandarísku fangabúðunum í Guantanamo á Kúbu. Bresk mannréttindasamtök saka Bandaríkjaher um að hafa haldið börnum í búðunum og pyntað þau. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ 1 Hvaða sögufræga stað heimsótti páfinn í fyrradag? 2 Hvað heitir nýr formaður bæjarráðs í Kópavogi? 3 Hver sigraði í Mónakó-kappakstr-inum? SVÖR Á BLS. 38
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.