Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 11

Fréttablaðið - 30.05.2006, Side 11
H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Menningarnótt verður formlega sett um leið og skemmtiskokk Reykja- víkurmaraþonsins kl. 11.00 þann 19. ágúst í Lækjargötunni. Menningar- nótt og Reykjavíkurmaraþon eru orðnir stærsti viðburður landsins og er gert ráð fyrir að allt að hundrað þúsund manns sæki þessi tvo viðburði. Það er því ljóst að sann- kölluð karnivalstemmning verður í bænum þennan dag. Allar tegundir listgreina og óheft hugmyndaauðgi borgarbúa einkennir dagskrá Menningarnætur. Fjölmörg fyrirtæki, félög og stofnanir sýna á sér nýja hlið og standa fyrir metnaðar- fullri dagskrá, auk þess sem allar listastofnanir og gallerí í miðborginni eru galopin með óteljandi viðburðum. Skráning í Reykjavíkurmaraþonið er í fullum gangi á heimasíðu maraþon- sins www.marathon.is og á glitnir.is Við hvetjum alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt og þeir sem ekki ætla að hlaupa geta verið í klappliðinu því ekki veitir af að styðja þá sem ætla að hlaupa. Eins og undanfarin ár verða veitt verðlaun fyrir skemmtile- gasta furðufatabúninginn. Gera má ráð fyrir einhverjum truflu- num á umferð í Vesturbæ á meðan hlauparar fara þar í gegn, sérstaklega milli 11.10 og 12.00. Reykjavíkur- maraþon biður akandi og gangandi vegfarendur að sýna hlaupurum tillitsemi. Kort af leiðinni er að finna á marathon.is. Afar gott samstarf hefur verið milli Höfuðborgarstofu og þeirra sem sinna öryggis- og umferðarmálum. Á Menningarnótt verður starfandi aðgerðamiðstöð Lögreglunnar í Reykjavík, Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins, Slysa- og bráðavaktar LSH, Reykjavíkurborgar og fleiri, sem bera ábyrgð á öryggismálum á Menningar- nótt. Aðgerðamiðstöð af þessu tagi mun án vafa efla samskipti allra þeirra sem koma að umferðar- og öryggismálum á Menningarnótt og ekki síður auka öryggi Reykvíkinga og gesta þeirra þennan dag. Auk þess mun lögregla og slökkvilið hafa aðstöðu fyrir viðbragðslið sitt í Ingólfsstræti við Sölvhólsgötu. Lögreglan í Reykjavík mun kappkosta að liðsinna ökumönnum og öðrum vegfarendum vegna þessa viðburðar og reyna eftir föngum að sjá til þess að fólk komist leiðar sinnar úr miðborginni eftir hefðbundna dagskrá. Þó er alveg ljóst að vegfaren- dur verða að undirbúa sig undir einhverjar umferðartafir. Fjöldi lögreglumanna verða við umferðarlöggæslu og samhliða umferðarstjórnuninni verða umfer- ðarljós á Sæbraut og Hringbraut/Miklubraut tekin úr sambandi þegar formlegri dagskrá lýkur. Vonast er til að þessi umfer- ðarstýring liðki vel fyrir allri umferð og bindur lögreglan miklar vonir við að ný og endurbætt Hringbraut skili auknum afköstum á umferðarflæði. Umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík mun sinna eftirliti með lokun gatna í tengslum við áðurnef- nda viðburði. Fjölmörgum götum verður lokað, líkt og undanfarin ár, annars vegar í tengslum við maraþonið og hins vegar varðandi Menningarnótt. Útlistun á lokun gatna verður auglýst síðar og sett á vef Lögreglunnar í Reykjavík. Dagskrá Menningarnætur og Reykja- víkurmaraþonsins er fyrir alla aldurshópa enda hefur það sýnt sig að fjölskyldur halda gjarnan hópinn þennan dag. Mannfjöldinn í miðborginni verður mikill á laugardaginn og er umtalverður viðbúnaður hafður til þess að allt geti farið vel fram. Dagskránni lýkur með stórfenglegri flugeldasýningu við Reykjavíkurhöfn. Lögreglan í Reykjavík mun kappkosta að liðsinna ökumönnum og öðrum vegfarendum vegna þessa viðburðar og reyna eftir föngum að sjá til þess að fólk komist leiðar sinnar úr miðborginni eftir hefðbundna dagskrá. Þó er alveg ljóst að vegfaren- dur verða að undirbúa sig undir einhverjar umferðartafir. Fjöldi lögreglumanna það verða við umferðarlöggæslu og samhliða umferðarstjórnuninni verða um- ferðarljós á Sæbraut og Hringbraut/Miklubraut tekin úr sambandi þegar formlegri dagskrá lýkur. Vonast er til að þessi umfer- ðarstýring liðki vel fyrir allri umferð og bindur lögreglan miklar vonir við að ný og endurbætt Hringbraut skili auknum afköstum á umferðarflæði. Umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík mun sinna eftirliti með lokun gatna í tengslum við áðurnef- nda viðburði. Fjölmörgum götum verður lokað, líkt og undanfarin ár, annars vegar í tengslum við maraþonið og hins vegar varðandi Menningarnótt. Útlistun á lokun gatna verður auglýst síðar og sett á vef Lögreglunnar í Reykjavík. Dagskrá Menningarnætur og Reykja- víkurmaraþonsins er fyrir alla aldurshópa enda hefur það sýnt sig að fjölskyldur halda gjarnan hópinn þennan dag. Mannfjöldinn í miðborginni verður mikill á laugardag- inn og lýkur dagskránni með stórfeng- legri flugeldasýningu við Reykja- víkurhöfn. Reykjavíkurmaraþon frábær upphitun fyrir Menningarnótt Hlaupahópur Glitnis vex og dafnar Besta leiðin til að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis er að skrá sig í hlaupahóp á glitnir.is. Hlaupahópar hafa verið starfræktir í allan vetur og verða fram að maraþoninu. Hlaupahópur Glitnis hleypur frá styttunni af sjómanninum á Kirkjusandi þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 17.30. Hlaupahópurinn er opinn öllum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir. Að þessu sinni eru þjálfararnir þrír kraftmiklir og reyndir kappar sem heita Eymundur, Stefán Ingi og Þórsteinn. Þjálfararnir senda út hlaupaáætlun á tölvupósti tvisvar í viku og ýmsa mola um gagnsemi hlaupa og hreyfingar almennt. Í upphafi er farið mjög rólega af stað til að tryggja að enginn heltist úr lestinni og mælst til þess að hlauparar gangi og hlaupi til skiptis svo að þeir ofkeyri sig ekki. Í hlaupahópnum færðu leiðsögn mjög hæfra þjálfara og æfingaáætlun fyrir hverja viku. Núna er rétti tíminn að byrja að æfa. Það verður boðið upp á tvo hópa til að byrja með: Byrjendahóp fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í götu- hlaupum eða þá sem ekki hafa verið að hlaupa lengi en langar til að geta hlaupið 10 km í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis seinna í sumar. Síðan er annar hópur fyrir þá sem hafa hlaupið áður eða hafa reynslu úr öðrum íþróttagreinum og langar að ná betri tíma í 10 km hlaupinu. Hugsanlega verður þriðji hópurinn starfræktur fyrir þá sem ætla í hálft eða heilt maraþon og verður það þá auglýst síðar. Umhverfissvið Reykjavíkur lét nýlega kanna hversu oft Reykvíkingar færu á stærstu útivistarsvæði borgarinnar og hvernig þeir notuðu svæðin. Staðirnir sem spurt var um voru Heiðmörk, Rauðavatn og Elliðaárdalurinn. Kom í ljós að tæplega 32% borgarbúa fara þrisvar eða oftar á ári í Heiðmörkina, rúmlega 11% fer þrisvar eða oftar á útvistarsvæðið við Rauðavatn og 45% borgarbúa fer þrisvar eða oftar á ári í Elliðaárdalinn. Samkvæmt þessu er greinilega að Elliðaárdalurinn er langvinsælasta útivistarsvæði Reykja- víkur. Einnig kom fram að 30% borgarbúa koma aldrei í Elliðaár- dalinn, 33% aldrei í Heiðmörk og 72% aldrei við Rauðavatn. Auk þess kom í ljós að íbúar í Árbæ og Grafarholti sækja þessi útvistarsvæði meira en íbúar í öðrum hverfum. Ætla má að 28. þúsund manns fari mánaðarlega í Heiðmörkina af Stór- Reykjavíkursvæðinu sem er gríðalega vinsælt útivistarsvæði sem fólk virðist sækja óháð búsetu í borginni og aldri. Íbúar í Grafarholti og Árbæ nota hins vegar útivistarsvæðið við Rauðavatn en íbúar í miðborginni, Hlíðum og Háaleiti minnst. Maraþonhlaupið sjálft er opið öllum 18 ára og eldri. Hálfmaraþonhlaupið er opið hlaupurum 16 ára og eldri. 10 km og skemmtiskokkið eru öllum opin þó er bent á að æskilegt sé að 12 ára og yngri hlaupi 10 km aðeins með góðum undirbúningi. Allir þátttakendur fá stuttermabol þegar þau sækja keppnisgögn í Laugardalshöllina, föstudaginn 18. ágúst kl. 12:00 - 21:00. Þátttakendum er boðið í sund í Reykjavík á hlaupadaginn og daginn eftir, sunnu- daginn 20. ágúst í boði ÍTR. Þátttak- endum er boðið til pastaveislu, í boði Barilla, föstudaginn 18. ágúst kl. 18:00-21:00 í félagsheimili Félags eldri borgarara í Reykjavík í Glæsibæ. Umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík mun sinna eftirliti með lokun gatna í tengslum við áðurnef- nda viðburði. Fjölmörgum götum verður lokað, líkt og undanfarin ár, annars vegar í tengslum við maraþonið og hins vegar varðandi Færanleg salerni verða nálægt 5km, 12km, 18km, 23km og 34km. Læknar og hjúkrunarlið verður til reiðu meðan á hlaupinu stendur og til aðstoðar er hlauparar koma í mark. Félagar úr Hjálparsveit skáta í Reykja- vík veita aðstoð á hlaupaleiðinni og við markið. Aðalsamstarfsaðili Reykja- víkurmaraþonsins er Glitnir. MARAÞON REYKJAVÍKUR GLITNIS 19. ÁGÚST KYNNINGARFUNDUR Í LAUGARDALSHÖLL Meðal efnis eru fyrirlestrarar um hlaupaþjálfun og næringarfræði ásamt hlaupa- greiningu í boði ASICS. Fundurinn hefst í kvöld kl 19:30. Allir velkomnir. 19:30 Kynning á Reykjavíkurmaraþoni Glitnis – Svava Ásgeirsdóttir ÍBR 19:45 Kynning á hlaupahóp Glitnis – Stefán Ingi Stefánsson hlaupaþjálfari 20:15 Byrjunarreitur fyrir skokkara – Gunnar Páll Jóakimsson íþróttafræðingur 20:30 Næringarfræði fyrir skokkara – Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur 21:00 Kynning á hlaupaskóm og hlaupagreiningu – Þröstur Hrafnsson frá ASICS 21:15 Næringarfræði fyrir maraþonhlaupara – Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur 21:30 Kynning á Laugavegshlaupi – Pétur Helgason og Gunnar Páll Jóakimsson íþróttafræðingar Dagskrá: – um undirbúning fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis Auglýsing: Auglýsing:

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.