Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 16

Fréttablaðið - 30.05.2006, Page 16
 30. maí 2006 ÞRIÐJUDAGUR16 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Skipting kynja í stjórnum Alþýðusambands Íslands 93 Fyrirhugaðar áætlanir um byggingu allt að sjö hundruð sumarhúsa við Úlfljótsvatn í náinni framtíð hafa vakið talsverð viðbrögð enda einsdæmi að skipulögð sé svo stór byggð sumarhúsa á einum og sama staðnum. Rök Orku- veitu Reykjavíkur, sem fékk Fasteigna- félagið Klasa til að skipuleggja byggð- ina, eru að þar eigi fyrirtækið stórt land sem engum arði skili og þar sem megin- hlutverk OR sé að skila hluthöfum sínum sem mestum arði sé vænlegt að skipuleggja þar frístundabyggð enda eftirspurn mikil eftir slíkum svæðum í nágrenni höfuðborgarinnar. Rök mótmælenda eru að slík byggð heilsársbústaða stefni í voða öllu því sem gerir slíkan stað að náttúruperlu. Náttúruverndarsjónarmið spili stórt hlutverk enda ógni byggðin lífríki og flóru svæðisins. Hafa nokkrir bent á nauðsyn þess að líta lengra til fram- tíðar hvað skipulagningu sumarhúsa- byggða varðar. Annars verði hver ein- asta landspilda í nágrenni borgarinnar undirlögð bústöðum innan ekki langs tíma. Þar með sé að eilífu glatað tæki- færið til að varðveita óspillta náttúru fyrir næstu kynslóðir borgarbúa án þess að fara langar leiðir. Máli sínu til stuðnings benda mót- mælendur á næsta óhefta fjölgun sumarhúsa á vinsælustu svæðunum; í Borgarfirði og Hvalfirði, í Grímsnesi og við Laugarvatn auk sífellt fleiri bústaða á stöðum þar sem engir voru áður. Ekkert lát virðist á uppbygging- unni og eftirspurn fari vaxandi frekar en hitt. Mál sé því til að líta til framtíðar áður en það er um seinan. FBL GREINING: SKIPULAG SUMARHÚSABYGGÐA Kallað eftir framtíðarsýn Í lagi að hrópa húrra Jafnréttisstofa sendi frá sér tilkynn- ingu í gær þar sem því er fagnað að í nýafstöðnum kosningum hafi hlutur kynjanna jafnast umtalsvert í sveitarstjórnum landsins. Eftir sveitar- stjórnarkosningarnar 2002 var hlutur kvenna í sveitarstjórnum 31,5 prósent en er nú 35,9 prósent. Hlutur kvenna hefur aukist jafnt og þétt frá því 1978 og er nú svo komið að aðeins vantar herslumuninn að ná 40/60 skiptingu á landsvísu, segir Jafnréttisstofa. Er þessi staða sem upp er gefin þarna eitthvað til að hrópa húrra fyrir? „Það er allt í lagi að hrópa húrra. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum er að aukast jafnt og þétt. Það er samt ekki allt sem sýnist, það vantar mjög mikið upp á að konur sæki fram sem leiðtogar og leiði listana í stærstu bæjarfélögum landsins.“ Þarna má skilja að takmarkið verði 40/60. Er jafnréttisbaráttufólk ekki svolítið að gefa upp boltann með að fullu jafnrétti í þessum efnum verði aldrei náð og að menn sætti sig við það? „Ég held að 40/60 hlutfallið sé fyrst og fremst hugsað sem áfanga- sigur, varða á leiðinni að 50/50 hlutfallinu. En sjálfsagt er órökrétt að tala um fullnaðarsigur þegar kemur að jafnréttisbaráttunni.“ Hvað er mikilvægast í jafnréttisbar- áttunni á þessum vettvangi? „Mikil- vægast núna er að konur einbeiti sér meira að leiðtogahlutverkinu í stærstu bæjarfélögum landsins. Kona er að hætta sem borgarstjóri og kona er að hætta sem bæjarstjóri í Mos- fellsbæ. Þá var kona til skamms tíma bæjarstjóri í Garðabæ og sömuleiðis í nokkra mánuði í Kópavogi. Í öllum stærstu bæjarfélögum landsins eru það að stærstum hluta karlar sem leiða listana og eru í brúnni.“ JÓN G. HAUKSSON Ritstjóri Frjálsrar verslunar. SPURT & SVARAÐ JAFNRÉTTI Í STJÓRNMÁLUM Ef sveitarstjórnarkosning- ar eru mælikvarði fyrir alþingiskosningar að ári þarf Framsóknarflokkur að hugsa sinn gang. Samfylking dalar aðeins frá síðustu alþingis- kosningum. Aðrir flokkar bæta við sig, en Sjálfstæðis- flokkur sýnu mest. Sveitarstjórnarkosningar geta verið mæling á hvernig flokkarnir munu standa sig í komandi alþingis- kosningum sem væntanlega verð- ur boðað til á næsta ári. Að ýmsu er þó að hyggja í slíkum saman- burði. Bæði er það að flokkarnir bjóða ekki fram í öllum sveitarfé- lögum, en einnig getur kosninga- hegðun verið mismunandi eftir kosningum og eftir því hvaða per- sónur leiða lista. Það er helst hægt að bera kjör- fylgi Sjálfstæðisflokks í sveitar- stjórnarkosningum saman við kjör- fylgi flokksins í alþingiskosningum, þar sem Sjálfstæðisflokkur býður fram í flestum sveitarstjórnum. Aðrir flokkar bjóða fram í eigin nafni í mun færri sveitarfélögum, og erfitt er að skoða fylgi þeirra flokka, sem bjóða fram saman í stórum sveitarfélögum, á lands- vísu. Þannig getur sameiginlegt framboð á stærri stöðum eins og á Ísafirði, Reykjanesbæ og í Fjarða- byggð haft áhrif á mælingu lands- fylgis þeirra flokka sem standa að framboðunum. Þess verður sér- staklega að gæta þegar fylgi flokk- anna er skoðað nú í einstökum kjör- dæmum. Fylgið á landsvísu Ef einugis er litið til gildra atkvæða í þeim 37 sveitarfélögum þar sem Sjálfstæðisflokkur bauð fram, hlaut Sjálfstæðisflokkur 42,1 pró- sent atkvæða. Það er nokkuð meira en flokkurinn fékk í síðustu alþing- iskosningum, þegar Sjálfstæðis- flokkur fékk 33,7 prósent atkvæða. Samfylkingin fær 29,9 prósent gildra atkvæða í þeim 17 sveitar- félögum sem flokkurinn býður einn fram, en fékk 31,0 prósent atkvæða á landsvísu í síðustu alþingiskosningum. Vinstri græn fengu 12,6 prósent gildra atkvæða í þeim 13 sveitarfélögum sem boðið var fram í, en fékk 8,8 pró- sent atkvæða á landsvísu. Fram- sóknarflokkur fékk 12,1 prósent gildra atkvæða nú, í þeim 23 sveit- arfélögum sem flokkurinn bauð fram í eigin nafni, en hlaut 17,7 prósent í síðustu alþingiskosning- um. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 9,7 prósent gildra atkvæða í þeim sex sveitarfélögum sem boðið var fram í, en fékk 7,4 prósent í síð- ustu alþingiskosningum. Ef al- þingis- og sveitarstjórnarkosningar væru að fullu samanburðarhæfar, mætti segja að Sjálfstæðisflokkur hefði bætt mestu fylgi við sig, frá því fyrir þremur árum. Vinstri græn og frjálslyndir hafa einnig bætt nokkru við sig. Samfylking missir tæpt prósentustig, en Framsóknarflokkur missir tæp sex prósentustig. Bætir við sig í öllum kjördæmum Sjálfstæðisflokkur bætir við sig fylgi í öllum kjördæmum, ef miðað er við síðustu alþingiskosn- ingar. Mest bætir flokkurinn við sig í Suðurkjördæmi, þar sem hann hlaut 29,2 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Nú fær hann 49,1 prósent atkvæða í þeim sveit- arfélögum sem boðið er fram í. Miklu skiptir þar gott gengi flokksins í Reykjanesbæ, Árborg og Vestmannaeyjum, auk þess sem Sjálfstæðisflokkur hlaut hreinan meirihluta í Mýrdals- hreppi og Rangárþingi ytra. Minnsta fylgið í sveitarstjórnar- kosningunum nú hefur flokkurinn í þeim sveitarfélögum í Norðaust- urkjördæmi sem flokkurinn bauð fram í, þar sem Sjálfstæðisflokk- ur hlaut 31,7 prósent atkvæða. Það er þó heldur meira en flokk- urinn hlaut í síðustu alþingiskosn- ingum, þegar hann fékk 23,5 prósent gildra atkvæða. Kraginn styrkist Samfylking bætir einungis við sig fylgi í Suðvesturkjördæmi, ef miðað er við síðustu alþingiskosn- ingar. Þar hlaut Samfylking 40,3 prósent atkvæða í þeim sveitar- félögum þar sem hún bauð fram í eigin nafni. Miklu skiptir þar gott gengi flokksins í Hafnarfirði, en einnig getur komið til bætt gengi í Kópavogi frá síðustu sveitarstjórn- arkosningum. Samfylking bauð þó ekki fram á Álftanesi, í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Mestu fylgi tapar Samfylkingin frá síðustu alþingiskosningum í Reykjavík. Meðaltalsfylgi í Reykjavíkurkjör- dæmi suður og norður í alþingis- kosningunum var 34,8 prósent, en flokkurinn fékk nú 27,4 prósent atkvæða í Reykjavík. Eflast alls staðar Vinstri græn fengu 6,2 prósent í Suðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum. Í þeim sveit- arfélögum sem flokkurinn býður fram nú í kjördæminu fá vinstri græn hins vegar 11,5 prósent atkvæða. Líkt og Samfylking buðu vinstri græn ekki fram á Álfta- nesi, í Garðabæ og á Seltjarnar- nesi. Minnst bættu vinstri græn við fylgi sitt í Suðurkjördæmi og Norðausturkjördæmi, eða um tvö prósentustig. Minnst var fylgi flokksins nú í Suðurkjördæmi, líkt og í síðustu alþingiskosningum. Vinstri græn hlutu 6,6 prósent atkvæða í þeim fjórum sveitarfé- lögum sem boðið var fram til í Suðurkjördæmi, en hlaut 4,7 pró- sent atkvæða kjördæmisins í alþingiskosningum. Tapar mestu í Norðausturkjördæmi Framsóknarflokkur missir fylgi frá síðustu alþingiskosningum í öllum kjördæmum nema í Suður- kjördæmi. Framsóknarflokkurinn bauð fram í næstflestum sveitar- félögum, eða 23. Af þeim sveitar- félögum sem hér liggja til grund- vallar er það helst á Vesturlandi og Vestfjörðum sem Framsóknar- flokkur bauð ekki fram lista í eigin nafni. Hlutfallslega missir flokk- urinn mest fylgi frá alþingiskosn- ingum í Norðausturkjördæmi. 32,8 prósent kusu flokkinn í síðustu alþingiskosningum, en sveitar- stjórnarkosningunum nú hlaut flokkurinn 21,7 prósent atkvæða þar sem boðið var fram. Sam- kvæmt því dalar fylgi flokksins um 11,1 prósentustig frá því fyrir þremur árum. Í Suðurkjördæmi bætir flokkurinn hins vegar við sig tæpum sex prósentustigum miðað við þingkosningar og fékk 29,3 prósent atkvæða í þeim sveit- arfélögum sem hann bauð fram í. Buðu fram í sex sveitarfélögum Erfiðast er að mæla gengi Frjáls- lynda flokksins með því að bera saman sveitarstjórnarkosningar og alþingiskosningar, þar sem flokkurinn bauð einungis fram í sex sveitarfélögum undir eigin nafni. Ekkert þeirra var í Suðvesturkjördæmi, né heldur í Norðausturkjördæmi. Þá bauð flokkurinn fram lista ásamt öðrum flokkum á Ísafirði, heimabæ for- manns flokksins, og ekkert fram- boð Frjálslynda flokksins var á Vestfjörðum, en í Norðvesturkjör- dæmi var útkoma flokksins um fimm prósentustigum verri nú en í þingkosningum. Þá hlaut flokk- urinn 14,2 prósent atkvæða, en fær nú 8,7 prósent atkvæða í þeim sveitarfélögum sem boðið var fram til. Það er því einungis í Reykjavík sem Frjálslyndi flokk- urinn bætir við sig fylgi frá síð- ustu þingkosningum. Meðalfylgið í Reykjavíkurkjördæmunum var 6,1 prósent þá en nú hlaut flokkur- inn 10,1 prósent atkvæða. Ítreka verður þó að þetta byggir á mjög fáum atkvæðum. Hugað að þingkosningum Kosningaúrslit 2006 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Hlutfall af gildum atkvæðum í þeim sveitarfélögum þar sem stjórnmálaflokkarnir buðu fram lista. ■ Reykjavík, meðaltal ■ Suðvesturkjördæmi ■ Suðurkjördæmi ■ Norðausturkjördæmi ■ Norðvesturkjördæmi ■ Landið, meðaltal42,1% 22 ,6 % 6, 3% 21 ,7 % 29 ,3 % 9, 3% B 39 ,5 %42 ,9 % 31 ,7 % 49 ,1 % 44 ,1 % D 23 ,3 %27 ,4 % 22 ,7 %27 ,9 % 40 ,3 % S 9, 1% 10 ,1 % 4, 9% F 6, 6% 11 ,5 % 13 ,5 % 16 ,0 % 12 ,5 % V 29,9% 12 ,1 % 9, 7% 12 ,6 % BENTU Á ÞANN SEM AÐ ÞÉR ÞYKIR BESTUR Þó svo að sveitarstjórnarkosningum sé lokið, er ekki langt í að flokksmenn allra flokka fara að bítast í kosningum í prófkjörum, áður en farið verður að rífast um fylgið fyrir næstu alþingiskosningar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FRÉTTASKÝRING SVANBORG SIGMARSDÓTTIR svanborg@frettabladid.is550 5000 AUGLÝSINGASÍMI 1975 1985 1995 2005 7 67 33 33 67 73 27 Heimild: Hagstofa Íslands karlar konur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.